Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 4

Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 GOLFMÓT ÚÚ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS 04. - 12. OKTÓBER OKTÓBERFEST Á EL PLANTIO 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN EF BÓKAÐER FYRIR 30. SEPTEMBER.* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TILALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIOSEPTEMBER - OKTÓBER Kíktu með okkur á El Plantio Golf Resort á Spáni í október. Í þessari skemmtilegu ferð verða tveir skemmtanastjórar, þeir Magnús Margeirs og Einar Viðar Gunnlaugsson. Golfmót ÚÚ verður haldið á meðan á ferðinni stendur og verður fjöldi glæsilegra vinninga í boði. El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf og njóta menningarinnar í Alicante. Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu völlur sem hentar fyrir alla kylfinga. INNIFALIÐ 8 NÆTUR Á EL PLANTIO GOLF RESORT 4* MORGUNVERÐUR EÐA HÁLFT FÆÐI ÓTAKMARKAÐ GOLF ÞÁTTTAKA Í GOLFMÓTI ÚÚ GLÆSILEGIR VINNINGAR AFNOT AF GOLFBÍL ÍSLENSK FARASTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI ÍSLENSK FARARSTJÓRN BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR FLUTNINGUR Á GOLFSETTI Golfstjóri Einar Viðar Gunnlaugsson Fararstjóri Magnús Margeirsson NÝTTVINSÆL FERÐ! 2021 ALÞINGISKOSNINGAR SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Samkvæmt nýrri könnun, sem MMR gerði í samstarfi við Morg- unblaðið og mbl.is á þriðjudag og miðvikudag, virðast þrír flokkar vera að sigla fram úr hinum. Eins og við er að búast er fylgið komið á talsverða hreyfingu nú síð- ustu dagana fyrir kosningar, en til þess hefur verið tekið hve lítið það haggaðist undanfarnar vikur og mánuði ef undan er skilið hið nýja framboð Sósíalista. Þetta virðist loks vera að breytast. Sjálfstæðisflokkur rís á ný Sjálfstæðisflokkurinn heldur fyrra forskoti og hefur hækkað nokkuð frá síðustu könnun, Fram- sókn heldur áfram á siglingu upp á við og eins heldur Samfylking áfram að bæta við sig, fremur hóflega þó. Þá vekur athygli að fylgi Flokks fólksins hefur styrkst verulega þótt hann sé ekki að blanda sér í topp- baráttuna, sem er í takt við aðrar kannanir síðustu daga. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur Sjálfstæðisflokk- urinn bætt sig um ríflega 1,5 pró- sentustig frá síðustu könnun, sem lauk liðinn föstudag, og fer flokk- urinn úr 20,3% í 21,8%. Svipaða sögu er að segja af Framsókn, sem fer upp í 14,3%. Samfylkingin bætir minna við sig og fer í 13,9%. Aðrir flokkar á vinstri væng dala hins vegar talsvert frá síðustu könnun, svo að Samfylkingin er að taka nokkra forystu þeim meg- in miðju. Mesta fylgisaukningin er hins vegar hjá Flokki fólksins, sem fer upp um 1,8 prósentustig og er því kominn í 7,3%. Væringar á vinstri væng Í liðinni viku mátti merkja að allir flokkar á vinstri væng stjórnmál- anna væru að bæta við sig, en að Samfylkingu undanskilinni virðist sú fylgisaukning mikið hafa gengið til baka. Mestu munar hjá Sósíalistum, sem mælast með 2,5 prósentustigum minna en á föstudag, fara úr 8,6% niður í slétt 6,0%. Píratar missa einnig flugið, 1,5 prósentustig hafa kvarnast af þeim á þessum dögum og fara úr 11,8% í 10,3%. Sömuleiðis hlýtur það að vera Vinstri-grænum vonbrigði að hafa lækkað frá fyrri könnun. Hún sýndi fyrstu fylgisaukningu þeirra í tölu- verðan tíma, en samkvæmt henni naut flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra 12,1% fylgis eftir að hafa lítið hreyfst úr 10,5% vikum saman. Sú hækkun þurrkast að vísu ekki út, en flokkurinn fær 11,0% að þessu sinni. Miðjan stendur í stað Að Framsókn undanskilinni er ekki að sjá miklar breytingar á miðj- unni. Miðflokkurinn bætir ögn við sig, en er enn í fallbaráttu með 4,7% fylgi. Eins tapar Viðreisn lítilræði frá fyrri hækkun og er nú með 10,1%. Rétt er að hafa í huga að fylgis- munur upp á brot úr prósentu er iðulega innan vikmarka og því óvar- legt að lesa of mikið í smávægilegar fylgisbreytingar. Könnunin var gerð í gær og í fyrradag, en þar tóku 909 manns afstöðu til framboðanna. Þingmenn kjördæma samkvæmt skoðanakönnunum MMR Samanteknar tölur úr þremur síðustu könnunum, 8. - 10. september, 15. - 17. september og 21. - 22. september S 10 ÞINGMENN J NV 8 ÞINGMENN J RS 11 ÞINGMENN J J SV 13 ÞINGMENN J J NA 10 ÞINGMENN J 10 14 7 4 3 8 7 6 4 J RN 11 ÞINGMENN JJ J táknar jöfnunarmenn. Fylgisþróun milli vikna hjá MMR 17. september og 22. september Sjálfstæðis- flokkur Framsókn Miðflokkur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylking Vinstri græn Píratar Sósíalistar 0% 5% 10% 15% 20% 25% JPVSFCMBD 21,8% 14,3% 4,7% 10,1% 7,3% 13,9% 11,0% 10,3% 6,0% Aukin skautun fylgis á lokaspretti - Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig - Aðeins Samfylking hækkar á vinstri kantinum - Viðreisn og Miðflokkur standa í stað - Flokkur fólksins í sókn - Sósíalistar tapa fyrri hækkun Elsti aldurshópurinn í könnunum MMR, 68 ára og eldri, hefur talsvert aðra pólitíska afstöðu en heildin, eins og sjá má að ofan. Þar er gamli fjór- flokkurinn í fullu fjöri, ef horft er hjá breyttum nöfnum og merkjum sumra þeirra. Þar eru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sterk á miðju og til hægri, en Samfylking og Vinstri-græn á vinstri vængnum. Þar vekur firna- sterk staða Samfylkingar sérstaka athygli. Nýrri flokkar eiga mun erf- iðara uppdráttar og Píratar einir um að komast yfir 5%. Sú flökkusaga virðist ganga að skoðanakönnuðir spyrji ekki eldri borgara álits í stjórnmálakönnunum, en það er rangt. MMR – líkt og Gall- up, Félagsvísindastofnun og Mask- ína – hafa engin efri aldursmörk við gerð kannana sinna. Fylgi framboða meðal aldraðra Úr könnun MMR 21. til 22. september 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD Annað landslag hjá elsta aldurshópnum - Fjórflokkurinn ennþá í fullu fjöri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.