Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 #9?4+ C :CB=23). 15= <8--+ 2E3 0?+32DA<+0-+ !9-93?=F %D;6*31)<0+< G 'A< "E--23). G (B23). G !>00+< &13=?)7 *;5+< !4042/5, " 650-53*2)./ '& " 7+/1# $%$%(%( <)3/- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sagan hefur glatast en lífið heldur áfram. Viðbrögðin eru sterk. Mér heyrist á öllum að ekki komi annað til greina en að kirkja verði aftur reist í eyjunni okkar, þótt lítið sé hægt að segja nú og ekkert hafi verið ákveðið, svo skammt er liðið frá brunanum,“ segir Alfreð Garð- arsson, formaður sóknarnefndar Miðgarðasóknar í Grímsey. Tilgátur eru um að kviknað hafi í út frá rafmagni þegar Miðgarða- kirkja í Grímsey brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Rafmagnstafla var í turni kirkjunnar, þar sem sjónarvottar sáu mikinn eld. „Þegar turninn var brunninn segir fólk mér að eldurinn hafi bókstaflega ét- ið kirkjuna upp á svipstundu,“ segir Alfreð. Hann er sem stendur í landi í fríi en hefur verið í góðu sam- bandi við sitt fólk í Grímsey vegna þessa. Stjórnvöld styðji við heimamenn Menn frá rannsóknardeild lög- reglunnar á Norðurlandi eystra og úr Reykjavík fóru í Grímsey í gær til kanna aðstæður og eldsupptök. Prestar Dalvíkurprestakalls, sem þjóna eynni, fóru sömuleiðis á stað- inn. Kirkjubruninn hefur vakið sterk viðbrögð víða í þjóðfélaginu og margir tjáð sig um málið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Facebook þetta vera mikið áfall fyrir samfélagið í Grímsey og ljóst að þarna hefðu „… margar merkar menningarminjar eyðilagst, sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til að styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Miðgarðakirkja var byggð 1867 af Árna Hallgrímssyni á Garðsá í Eyjafirði og hans mönnum. Hæg voru heimatök um efnivið; rekavið sem rak að landi norðan úr höfum. Kirkjan var 7,7 m að lengd og 4,8 m á breidd, með kór undir minna formi. Upphaflega var byggingin ögn minni, en árið 1956 var hún svo endurvígð, þá eftir stækkun og miklar endurbætur, sem sr. Sig- urgeir Sigurðsson, þáverandi bisk- up Íslands, hafði hvatt til eftir vísi- tasíu sína í eyna. Fjöldi merkra kirkjugripa fór forgörðum Kirkja hefur verið í Grímsey frá fyrstu dögum í kirkjusögu Íslands. Fornar bækur greina frá kirkju- vígslu þar á árunum 1110-1120. Í Grímsey sátu prestar langt fram á síðustu öld að sú breyting var gerð að þjónusta við eyna var færð til presta Akureyrarkirkju. Seinna varð Grímsey hluti af Lögmanns- hlíðarprestakalli í Glerárhverfi á Akureyri. Síðastliðin 20 ár hefur Grímsey og kristnihald þar verið hluti af skyldum Dalvíkurpresta. Meðal gripa sem glötuðust í kirkjubrunanum í Grímsey í fyrra- kvöld var altaristafla sem sýnir síð- ustu kvöldmáltíðina, eftirmynd af verki Leonardos da Vincis. Töfluna gerði Arngrímur Gíslason málari (1829-1887), alþýðulistamaður í Svarfaðardal, en slíkar er að finna í allmörgum kirkjum, einkum á Norðurlandi. „Altaristöflurnar eru mesta stórvirki hans,“ segir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og forseti Íslands, í bókinni Arn- grímur málari sem kom út 1983. Af öðrum munum sem forgörðum fóru í eldsvoðanum voru útskorinn skírnarfontur, prédikunarstóll mál- aður í mahóní- og furulit, aldagaml- ir ljóshjálmar, gamlar kirkjuklukk- ur og svo mætti áfram telja. Biskup styður uppbyggingu „Mér finnst óhugsandi að engin kirkja verði í Grímsey,“ sagði sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ís- lands í samtali við Morgunblaðið. Hún átti í gær samtöl við formann sóknarnefndar Miðgarðasóknar og sóknarprest vegna eldsvoðans. „Kirkjan er hjartað í hverju plássi, staðurinn þar sem fólk kemur sam- an á stundum gleði og sorgar. Nú er íbúa í Grímsey að taka ákvörðun um uppbyggingu, sem ég styð. Þarna gætu til dæmis kirkjuþing og ýmsir fleiri komið að málum. Orð eru til alls fyrst og hafa vægi. Guð er með okkur í öllum aðstæðum og blessar þá uppbyggingu sem fram undan er,“ segir Agnes enn fremur. Í Grímsey hefur að jafnaði verið messað fjórum sinnum á ári. Þá eru ótaldar tilfallandi athafnir svo sem skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir sem stundum er valinn tími eftir því hvernig stendur á ferðum til eynnar sem heimskautsbaug- urinn liggur um. Eldurinn bókstaflega át kirkjuna - Merkar menningarminjar fóru forgörðum - Miðgarðakirkja brann á 20 mínútum - Áfall fyrir samfélagið - Sterk viðbrögð - Óhugsandi að engin kirkja verði í Grímsey, segir biskup Íslands Ljósmynd/Henning Henningsson Rústir Aðeins sökklar standa eftir og stórt sár er í þorpsmyndinni. Strax er hugur í fólki að reisa nýja kirkju. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reisuleg Miðgarðakirka var reist árið 1867 en síðar stækkuð. Var að stofni til úr rekaviði, sem rak norðan úr höfum að eynni á baugnum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Innandyra Forgörðum fór í eldinum altaristafla eftir Arngrím Gíslason sem sýndi síðustu kvöldmáltíðina, samkvæmt fyrirmynd Leonardos da Vincis. Agnes M. Sigurðardóttir Alfreð Garðarsson „Áfallið er stórt,“ segir sr. Pálmi Matt- híasson. Hann var sóknar- prestur við Glerárkirkju á Akureyri 1981- 1989 og því embætti fylgdi Grímsey. „Þegar ég varð prestur Grímseyinga voru þeir 124. Eyj- arskeggjum hefur fækkað tölu- vert síðan. Bæði búendum og brottfluttum þykir þó áfram vænt um kirkjuna sína sem hef- ur verið sameiningartákn,“ seg- ir sr. Pálmi. „Í gamla daga henti stundum við messur að karl- arnir dottuðu undir helgihaldi, sem sagði mér að þeim liði þá einfaldlega vel í kirkjunni. Slíkt er mikils virði.“ Sr. Pálmi var í gær í sambandi við Grímseyinga vegna brunans, en mörgum þeirra tengist hann ættarböndum. „Fólk er í áfalli. Því er ekkert hægt að segja til um hvort ný kirkja verði reist. Slíkt verkefni yrði að minnsta kosti að formgera vel svo fljótt sjáist til lands. Ég er reyndar viss um að margir vilja leggja lið, svo mikilvægan sess á þessi eyja í þjóðarsálinni.“ Grímsey er í þjóðarsálinni KIRKJAN SAMEINAR Pálmi Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.