Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
urunum tíu sem komu til landsins
1973 og reyndust í flesta staði vel.
Ólafur segir að skipin hafi verið vel
byggð á sínum tíma og mikið sé eftir
af Múlaberginu. Nú eru aðeins Múla-
berg og Ljósafell frá Fáskrúðsfirði
eftir af Japanstogurunum í íslenska
flotanum.
Óarðbærar humarveiðar
Rammi gerir einnig út Fróða II
ÁR 38 og Jón á Hofi ÁR 42, sem verið
hafa á humri og fiskitrolli. Hrun varð
í humarstofninum við landið fyrir
nokkrum árum og í ár var heimilað að
veiða 143 tonn, sem er aðeins 6-7% af
því sem veitt var fyrir áratug. Beðið
sé nýliðunar í stofninum og þegar
stofninn taki við sér taki 5-7 ár áður
en möguleiki verði að veiða eitthvað
að gagni. Ólíklegt sé að það verði
næsta áratuginn.
Rammi, Skinney-Þinganes og
Vinnslustöðin eru með mesta hlut-
deild í humarveiðum og segir Ólafur
að eins og sakir standa séu humar-
veiðar óarðbærar. Fylgjast þurfi þó
áfram með veiðislóðinni og þróun
stofnsins, en jafnframt að veiða hluta
af heimildum sem leyfðar verða í
samráði við Hafrannsóknastofnun.
markmiðið með
endurnýjuninni
að minnka kolefn-
isspor útgerð-
arinnar. Hvernig
veiðum verði síð-
an háttað og á
hvaða skipum sé
ekki tímabært að
ræða á þessari
stundu. Líklegast
sé að áherslan á
nýja skipinu verði lögð á bolfisk-
veiðar og einnig veiðar á humri taki
humarstofninn við sér. Það sé ekki
hugsað sem rækjuskip.
Frystitogarinn Sólberg er flagg-
skipið í flota Ramma, en það kom
nýtt til landsins í maí 2017. Skipið
hefur mest komið með hátt í 14 þús-
und tonn að landi á einu ári og vel
hefur gengið á þessu ári að sögn
Ólafs.
Ísfisktogarinn Múlaberg (áður
Ólafur Bekkur) hefur síðustu ár verið
á rækjuveiðum frá því í mars og út
september, en á bolfiskveiðum yfir
vetrartímann. Skipið var smíðað í
Japan 1973 og verður því hálfrar ald-
ar gamalt þegar nýja skipið kemur.
Múlabergið er eitt af Japanstog-
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að því að nýr ísfisktogari
hefji veiðar fyrir Ramma hf. á Siglu-
firði haustið 2023. Unnið er að
lokafrágangi samnings um nýsmíðina
milli Ramma og skipasmíðastöðv-
arinnar Celiktrans í Tyrklandi. Áætl-
að smíðaverð er nálægt þremur millj-
örðum króna, að sögn Ólafs
Marteinssonar, framkvæmdastjóra
Ramma.
Skipið er hannað af Nautic ehf. og
verður mesta lengd 48,1 metri og
breiddin 14 metrar. Það verður búið
fjórum togvindum og aðalvélin 1.795
hestöfl. Skipið verður heldur styttra
og aðeins breiðara en Akurey og Við-
ey, en búnaður áþekkur í skipunum.
Þau skip voru smíðuð hjá Celiktrans
fyrir Brim hf. og komu til landsins
2017.
Aldur skipa og
breyttar aðstæður
Ólafur segir að aldur og samsetn-
ing skipa Ramma og hrun í humar-
veiðum hafi kallað á breytingar í flota
fyrirtækisins og því hafi verið ákveð-
ið að ráðast í nýsmíðina. Jafnframt er
Tölvumynd/Nautic
Rammi Nýi ísfisktogarinn er væntanlegur til Siglufjarðar eftir tvö ár og verður svipaður og Akurey og Viðey RE.
Nýr togari Ramma
smíðaður í Tyrklandi
- Japanstogarinn Múlaberg 50 ára þegar nýja skipið kemur
Ólafur
Marteinsson
Borgarráð hefur samþykkt viðbót-
arsamning við leigusamning milli
Landsbankans hf. og Reykjavík-
urborgar vegna Álfabakka 10. Um
er að ræða viðbótarhúsnæði fyrir
velferðarsvið borgarinnar.
Reykjavíkurborg hefur leigt
húsnæði á 2. hæð í Álfabakka 10
frá 1. maí 2019. Húsnæðið er nýtt
fyrir þjónustumiðstöð Breiðholts.
Vegna aukinna umsvifa var þörf
á viðbótarhúsnæði. Því tekur
borgin á leigu 392,3 fermetra og
leigir nú alls 950 fermetra í hús-
inu. Viðbótarleiga er krónur
706.158 á mánuði og rúmast hún
innan rekstrarramma velferðar-
sviðs.
Þjónustumiðstöð Breiðholts stækkar
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
11-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
VANDAÐUR KVENFATNAÐUR
FRÁ ÍTALÍU OG SPÁNI
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Kosningabaráttan sem nú er í hæstu
hæðum hefur einkennst af markaðs-
setningu á einstaklingum og trú-
verðugleika þeirra til forystu og síð-
ur af umræðu um málefni.
Ekkert málefni hefur orðið að
aðalkosningaefni sem tröllríður allri
umræðu.
Um þetta eru Inga Auðbjörg
Straumland, formaður Siðmenntar
og athafnastjóri, og Gísli Freyr Val-
dórsson, ráðgjafi og ritstjóri Þjóð-
mála, sammála.
Þau eru gestir Karítasar Rík-
harðsdóttur í Dagmálum þar sem
meðal annars er farið yfir leiðtoga-
umræður Dagmála, stöðu barátt-
unnar þegar einungis tveir dagar
eru til alþingiskosninga og loks
möguleika á stjórnarmyndun.
Inga bendir á að í þetta skiptið
komi ákall og ákvörðun um málefni
frekar frá grasrótar- og félaga-
samtökum en frá forystu stjórn-
málaflokka og tekur sem dæmi sól-
arkvarða Ungra umhverfissinna og
einkunnagjöf Samtakanna ’78. Gísli
Freyr tekur undir það og bætir við
að ýmis hagsmunasamtök á borð við
BHM, BSRB, ASÍ, ÖBÍ, VR, SA,
Viðskiptaráð og fleiri reki sína eigin
kosningabaráttu. „Þau styðja engan
ákveðinn flokk opinberlega en það
vita allir fyrir hverja þau eru að tala.
Fullveldi ekki kosningamál
Alveg eins og það er ekki salur
fyrir umræðunni um stjórnarskrá
þá er ekki salur fyrir umræðunni
um fullveldi, fólk er ekki að velta
fullveldi fyrir sér,“ sagði Gísli Freyr
um mögulegar skýringar þess að
kosningamál Miðflokksins virðast
ekki vera að skila tilætluðum ár-
angri miðað við skoðanakannanir.
Hann segir Sigmundi ekki hafa tek-
ist að vera sá senuþjófur í barátt-
unni sem margur bjóst við að hann
yrði.
Inga og Gísli Freyr eru sammála
um að úr þessu skipti mestu máli að
enginn klúðri neinu á lokasprett-
inum en ólíklegt sé að ný mál geti
komið fram núna sem breyti gangi
kosningabaráttunnar. Gísli spáir
meiru fylgi Vinstri-grænna en nú er.
Morgunblaðið/Arnar
Dagmál Gísli Freyr og Inga Auðbjörg ræða stöðuna í kosningabaráttunni.
Snýst um trúverð-
ugleika leiðtoga
- Samtök taka þátt í kosningabaráttu
2021 ALÞINGISKOSNINGAR