Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g komst að ýmsu
þegar ég skoðaði
hvernig kynbundið of-
beldi birtist í þjóðsög-
unum okkar, bæði
heimilisofbeldi og kynferðislegt of-
beldi. Til dæmis er birtingarmynd
þess ólík. Heimilisofbeldi birtist
helst sem viðurkennd leið feðra eða
eiginmanna til að aga óþekkar dætur
eða eiginkonur. Alls konar ástæður
eru fyrir ofbeldinu, en yfirleitt er það
vegna þess að konur ögra karl-
mönnum með einhverjum hætti,
svara fyrir sig, mótmæla eða sýna af
sér einhverja hegðun sem er ekki
samþykkt. Til dæmis er ekki sam-
þykkt að þær séu þrjóskar og hvers
konar ögrun gegn valdinu er ekki í
boði,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir
þjóðfræðingur, en hún hefur rann-
sakað kynbundið ofbeldi í íslenskum
þjóðsögum. Rannsóknin er hluti af
doktorsverkefni hennar í þjóðfræði
við Háskóla Íslands.
„Mér finnst áhugavert að sjá í
þjóðsögunum að ofbeldi gagnvart
konunum virðist vera samþykkt, af
því það er leið sem talin er virka.
Sagt er frá því að konurnar láti sér
segjast, þær láti af hegðun sinni eftir
að hafa verið agaðar með einum eða
öðrum hætti, beittar ofbeldi. Körl-
unum er aftur á móti ekki refsað fyr-
ir að beita ofbeldinu. Við sjáum örfá-
ar áhugaverðar undantekningar, til
dæmis er stranglega bannað að beita
barnshafandi konur ofbeldi, einnig er
bannað fyrir ótengda karla að beita
konur ofbeldi. Þeir sem ekki hafa
þennan eignarétt sem faðir eða eig-
inmaður hefur yfir konunni, þeir
mega ekki beita viðkomandi konu of-
beldi.“
Sögurnar endurspegla hugs-
unarhátt og viðhorf fólks
„Í lögum hefur ævinlega verið
litið á kynferðisofbeldi sem alvar-
legan glæp, þótt sönnunarbyrðin hafi
alltaf verið mjög erfið og skilgrein-
ingarnar þröngar hér áður fyrr. Í
þeim þjóðsögum þar sem sagt er frá
kynferðisofbeldi og, eða, nauðg-
unum, eru gerendur yfirleitt karlar
sem koma utan frá. Þeir eru ekki bú-
settir á bænum þar sem konan býr
sem fyrir því verður, eða þá að þeir
eru yfirnáttúrulegir menn, til dæmis
draugar. Við eigum sett af drauga-
sögum sem finnast í mörgum þjóð-
sagnasöfnum þar sem maður vill sofa
hjá konu en þegar hún neitar þá hót-
ar hann að ná henni þegar hann
verður dauður. Hann deyr skömmu
síðar og fær vilja sínum framgengt,
kemur til baka í formi draugs og
nauðgar konunni á meðan hún sef-
ur,“ segir Dagrún og bætir við að al-
gengt sé í þjóðsögum að þær fjalli
ekki um ofbeldi, heldur sé ofbeldið
aukaatriði sem leynist inn á milli og
sagt sé frá því í framhjáhlaupi.
„Þótt þjóðsögur séu ekki sögu-
legar heimildir þá endurspegla þær
hugsunarhátt og viðhorf fólks á þeim
tíma sem þær eru skrifaðar. Til
dæmis er áhugavert að skoða stéttir
og stéttskiptingu sem birtist í þjóð-
sögum. Þegar ég skoða kynbundna
ofbeldið sem birtist í þeim, kemur í
ljós að yfirleitt eru það konur af
hærri stéttum sem verða fyrir of-
beldinu. Þá velti ég því fyrir mér
hvort það hafi einfaldlega ekki þótt í
frásögur færandi að vinnukonur til
dæmis yrðu fyrir ofbeldi, því það hafi
verið svo hversdagslegt og algengt,
sem er hræðileg niðurstaða. Það
virðist ósamþykktara að dætur
presta eða dætur bænda verði fyrir
ofbeldi, heldur en lægra settar kon-
ur.“
Enn er erfitt fyrir þolendur
að stíga fram og segja frá
Íslensku þjóðsögunum var flest-
um safnað á seinni hluta 19. aldar og
fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þeim
var langflestum safnað af körlum,
fyrir utan safn Torfhildar Þ. Hólm.
„Torfhildur flutti til vestur-
heims og safnaði þar sögum frá Ís-
lendingum sem voru nýfluttir þang-
að. Hennar safn er því mjög sérstakt
og þar er líka eina tækifærið til að
sjá konu tala við konur, því heimild-
arfólk Torfhildar er aðallega konur. Í
þjóðsagnasafni Torfhildar eru miklu
fleiri sagnir um heimilisofbeldi, og þá
velti ég fyrir mér hvort heimildar-
manneskja sem er kvenkyns segi
annarri konu frekar frá, að þær hafi
kannski veigrað sér við að segja
prestum eða öðrum þjóðsagnasöfn-
urum frá ofbeldinu.“
Dagrún segir að í safni Torfhild-
ar sé útgáfa af ákveðinni draugasögu
þar sem konu sem verður fyrir of-
beldi er bjargað af annarri konu.
„Í öðrum útgáfum af sögunni
tekst ofbeldismanninum alltaf að
beita hana ofbeldinu,“ segir Dagrún
og bætir við að hún velti fyrir sér af
hverju konur hafi sagt slíkar sögur.
„Sögur veita sannarlega tæki-
færi til að tala um alls konar erfið
málefni, sem konur höfðu annars
ekki tækifæri til á þessum tíma. Við
sjáum það meira að segja í nútíman-
um hversu erfitt er að stíga fram og
segja frá ofbeldi. Þó svo að birting-
armynd ofbeldisins sé yfirleitt ekki
konum í hag í þessum sögum, þá hef-
ur það að segja frá kannski veitt
þeim einhverja huggun á þann veg
að þær væru þá ekki einar með upp-
lifun sína af ofbeldi eða óttanum við
að verða fyrir ofbeldi. Þær deila því
með öðrum, þegja ekki lengur.“
Betur settar konur komust
frekar upp með uppreisn
Dagrún segir að því miður séu
sumar hugmyndir sem koma fram í
þjóðsögunum enn rótgrónar.
„Við sjáum til dæmis aðeins enn
þessa þolendaskömm hjá þeim sem
verða fyrir ofbeldi, að konur eigi of-
beldi skilið af því þær eru svo erfiðar
eða ögra á einhvern hátt. Við sjáum
aðra samsvörun í sögum af kyn-
ferðisofbeldi í dag, þar sem gerendur
eru ekki „venjulegir menn“ í sög-
unum heldur illmenni eða draugar,
en síðasta #metoo-bylgja hefur ein-
mitt snúist um að „venjulegir“ eða
„góðir“ menn geti líka beitt ofbeldi.“
Þegar Dagrún er spurð að því
hvort eitthvað hafi komið henni á
óvart við að skoða kynbundið ofbeldi
í þjóðsögunum, segir hún það helst
hafa verið að konur af efri stéttum
eru yfirleitt beittar ofbeldi í þjóðsög-
um.
„Ég er líka að skoða konur sem
hafna móðurhlutverkinu í þjóðsögum
og konur sem fara gegn ríkjandi
gildum um hvað sé kvenlegt. Alls
staðar þar hefur staða og stétt áhrif.
Þær sem eru betur staddar fara
frekar gegn ríkjandi viðmiðum og
reyndar er þeim hrósað fyrir það í
sumum gerðum sagna. Betur settar
konur komust frekar upp með upp-
reisn og þeim var fyrirgefið. Það
gildir ekki um lægri stéttir kvenna.“
Kynbundið ofbeldi í þjóðsögunum
„Í þjóðsögum má finna
vísbendingar um heims-
mynd og gildi samfélags-
ins. Í mörgum sögnum er
augljóst að konur hafa
sjaldnast vald til að segja
nei við karlmenn. Þegar
þær gera það, hefnist
þeim fyrir, þær eru neydd-
ar í hjónaband, drepnar
eða þeim nauðgað,“ segir
Dagrún Ósk Jónsdóttir
þjóðfræðingur sem hefur
rannsakað kynbundið of-
beldi í þjóðsögum.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Dagrún „Ég velti fyrir mér hvort það hafi ekki þótt í frásögur færandi að vinnukonur til dæmis yrðu fyrir ofbeldi.“
Teikning/ Sunneva Guðrún Þórðardóttir
Draugur Menn hótuðu konum að koma eftir dauða sinn í líki draugs og ná
fram vilja sínum, nauðga þeim. Hér stendur einn slíkur yfir sofandi stúlku.
Einstök Torfhildur Hólm er eina
konan sem safnaði þjóðsögum.
Gaflaraleikhúsinu Hafnarfirði
Sunnudaginn 26. september kl. 13.00
Miðasala á
Tix.is