Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 16

Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 LÝSTU UPP skammdegið með LYSS veggljós – 22.900,- LYSS borðlampi – 22.900,- LYSS gólflampi – 34.900,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is S K E S S U H O R N 2 0 2 1 Auglýsing um framkvæmdaleyfi BæjarstjórnAkraness samþykkti á fundi þann6. september 2021 aðveita framkvæmdaleyfi fyrir aðfjarlægja asbestlögn sem liggur fráVatnsbóli við Berjadalsá að lýsingarhúsi áGolfvelli Leynis (ÁsarGeislahús). Framkvæmdaleyfið er gefið út skv 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vakin er athygli á að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til útskurð- arnefndar umhverfis og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einnmánuður frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Gögn framkvæmdaleyfis Umsókn um framkvæmdaleyfi• Minnisblað „Áhættur tengdar fjarlægingu asbests“• Teikningar af framkvæmd• HallaMarta Árnadóttir, skipulagsfulltrúi Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gögn vísindamanna sýna skýrt fram á niðursveifluna í laxastofnunum og stefnan virðist vera í átt að útrým- ingu. Ég er því svo sannarlega svart- sýnn á stöðu laxastofnanna,“ sagði sir Jim Ratcliffe eftir málþing sem félag hans, Six Rivers Project, stóð fyrir um stöðu atlantshafslaxins í Reykjavík. Six Rivers Project, sem áður var Veiðiklúbburinn Strengur, fer meðal annars með veiðina í Selá og Hofsá í Vopnafirði og var nýlega kynnt metnaðarfull áætlun um upp- byggingu veiðihúsa og aðstöðu við ár félagsins sem einnig leggur mikla fjármuni í rannsóknir á laxinum og umhverfi ánna. Málþingið stóð í tvo daga og voru vísindamenn frá Íslandi, Bretlandi, Norðurlöndunum, Írlandi og Kan- ada með framsögu. Verndaráætlun og rannsóknir Six Rivers Project voru kynntar, þar á meðal rann- sóknir tveggja doktorsnemenda á sviði seiða- og stofnstærðarrann- sókna á laxi í Vopnafirði. Þá var til dæmis fjallað um alvarleg vandamál sem laxastofnar í Kanada og á Norðurlöndum standa frammi fyrir, til að mynda vegna ofveiði, hnúðlaxa og laxeldis; greint var frá rann- sóknum á laxinum í hafi og verndar- áætlunum á ýmsum svæðum en eitt meginstef umræðunnar var að atlantshafslaxinn heyr alls staðar varnarbaráttu og margt kom fram sem studdi það, þótt svörin við því hvað þurfi til bjargar séu ekki ljós. Úr 45.000 löxum í 200 Jim Ratcliffe segir erindi vísinda- manna á málþinginu hafa staðfest þá vitneskju að með sama áframhaldi þá stefni laxinn í útrýmingu. „Marg- ar aðrar dýrategundir á jörðinni eiga í sama vanda en á síðustu 40 til 50 árum hefur atlantshafslaxinum líklega fækkað úr um 10 milljónum fiska niður í um 2,5 milljónir. Og ef við lítum enn lengra aftur þá voru stofnarnir enn sterkari. Mögulega er laxafjöldinn kominn niður í um fimm prósent af því sem hann einu sinni var – við heyrum bara slæmar fréttir af stöðu laxins.“ Ratcliffe bætir við að á mál- þinginu hafi til dæmis verið sýnt fram á mikla hnignun laxastofnanna í skosku ánum og eins í ánum við Fundy-flóa við austurströnd Kan- ada. „Þar var áður mjög stór laxa- stofn með nánast jafn mikinn fjölda laxa og er í öllum íslensku ánum nú, um 45.000 laxa – en nú eru ekki eftir nema um 200 á vatnasvæðinu. Við heyrum bara slæmar fréttir og mér finnst fátt breytast, laxinum heldur bara áfram að fækka þar til hann verður útdauður. Já, ég er svartsýnn á stöðu laxins,“ sagði Ratcliffe. Beita verður þekkingunni Þetta var í annað sinn sem Rat- cliffe og félag hans hér standa fyrir slíku þingi um laxinn. Er það í von um að eitthvað jákvætt gerist með því að menn taki höndum saman? „Já, vissulega, því ef þróuninni verður ekki snúið við þá mun hið óhjákvæmilega gerast – eftir 20 eða 40 ár – og við munum öll harma það. Því ef við mennirnir endum á því að byggja einir jörðina, eftir að hafa drepið allar helstu dýrategundirnar, þá verður það ömurleg tilvera. Eitt af því sem við heyrðum hér er að atlantshafslaxinn er ein mest rannsakaða dýrategund jarðar, og við skiljum margt og vitum margt um laxinn, en höfum samt ekki náð að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir sem byggjast á þekkingunni. Til ein- hvers sem eykur lífslíkur laxa. Það er gott að vinna að öllum þessum rannsóknum og ég hvet til þeirra því aukin þekking er alltaf af hinu góða. En að lokum verður að taka þekk- inguna og beita henni í aðgerðum sem skipta máli,“ sagði Ratcliffe. „Heyrum bara slæmar fréttir af stöðu laxins“ - Félag Jims Ratcliffes með málþing um atlantshafslaxinn Morgunblaðið/Einar Falur Umræður Jim Ratcliffe veltir hér stöðu laxastofnanna fyrir sér á málþingi Six Rivers Project. Earl Perry, forseti Atlantic Salmon Trust, og Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar, hlýða á. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vinna við frekari undirbúning Sundabrautar hefur verið í fullum gangi hjá Vegagerðinni. Félagshag- fræðileg greining framkvæmdarinn- ar er langt komin og liggja fyrir drög að niðurstöðum. Verulegur samfélagslegur ávinn- ingur er af framkvæmdinni og hún metin sem hagkvæm þegar horft er til félagshagfræðilegra þátta, upp- lýsir Guðmundur Valur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Vegagerðarinnar, á frétt á heimasíðu stofnunarinnar. Ferðatíminn styttist „Meginávinningurinn er sparnað- ur í ferðatíma vegfarenda svo og minni akstursvegalengdir en um- ferðarlíkön gera ráð fyrir að við opn- un brautarinnar geti heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu minnkað um tæplega 60 milljónir kílómetra ár- lega eða um 160 þús. km á sólar- hring. Tímasparnaður og styttri vegalengdir leiða jafnframt af sér minni útblástur kolefnis, færri slys, minni hávaða og minni mengun. Allt þetta á við, hvort sem um er að ræða Sundabrú eða Sundagöng,“ segir Guðmundur Valur. Starfshópur um legu Sundabraut- ar skilaði greinargerð í janúar 2021. Þar var farið yfir þá valkosti við þverun Kleppsvíkur sem helst hafa komið til greina, annars vegar Sun- dabrú sem tengist Sæbraut til móts við Holtaveg og hins vegar Sunda- göng yfir að Laugarnesi. Niðurstaða starfshópsins var sú að mæla með Sundabrú. Áætlað var að brúin muni kosti um 14 milljörð- um kr. minna í framkvæmd en Sundagöng. Áætlaður heildarkostn- aður við Sundabraut milli Sæbrautar og Kjalarness með Sundabrú yfir Kleppsvík er um 69 milljarðar króna en með Sundagöngum um 83 millj- arðar kr. Svokallaðir innri vextir Sundabrúar eru metnir yfir 10%. Hefðbundin viðmið um að verkefni séu talin fýsileg er að innri vextir séu yfir 3,5%. Innri vextir eru þeir vextir sem gera það að verkum að núvirði kostnaðar af framkvæmdunum er jafnt núvirði tekna af þeim. Ábati notenda Sundabrautar, hvort sem er akandi, hjólandi eða með almenn- ingssamgöngur sé því verulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra og Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í júlí síðastliðnum yfir- lýsingu um lagningu Sundabrautar. Vegagerðin undirbýr nú næstu skref við undirbúning framkvæmd- arinnar, þ.e. mat á umhverfisáhrif- um og breytingar á aðalskipulagi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt sé að því að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist eigi síðar en 2026 og að brautin verði tekin í notk- un árið 2031. Sparar 60 millj- óna kílómetra akstur árlega - Verulegur samfélagslegur ávinningur verði ráðist í byggingu Sundabrautar Morgunblaðið/Eggert Handsalað Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.