Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 NISSAN - QASHQAI ACENTA 2WD RN. 191867. Nýskráður 2/2016, ekinn 76 þ.km., dísel, steingrár, sjálfskiptur, fjarlægðarskynjarar, hraðastillir, bakkmyndavél, bluetooth, dráttarkrókur Verð 2.790.000 kr. TOYOTA - RAV4 VX HYBRID – RN. 331553 Nýskráður 9/2019, ekinn 26 þ.km., bensín/ rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, blindsvæðisvörn, fjarlægðarskynjarar, dráttarbeisli, litað gler, GPS, bakkmyndavél, bluetooth. Verð 7.190.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is VW - GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI. Verð 4.590.000 kr. TOYOTA - HILUX GX – RN. 153795 Nýskráður 6/2020, ekinn 17 þ.km., dísel, blár, sjálfskiptur, kastarar, dráttarkrókur, intercooler, túrbína, topplúga, hiti í sætum, varadekk. Verð 7.990.000 kr. VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru ákveðin tækifæri núna til að sækja fram í atvinnumálum og við ætlum okkur að nýta þau,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Akraneskaupstaður hefur hrint af stað stóru og metnaðarfullu verk- efni við atvinnuuppbyggingu í sveit- arfélaginu. Um er að ræða svokall- aða græna iðngarða í Flóahverfi á Akranesi. Nýverið var skrifað undir samstarfs- og markaðssamning við fyrirtækið Merkjaklöpp um upp- byggingu á svæðinu. Fær fyrir- tækið það hlutverk að greina þarfir fyrirtækja sem sjá sér hag í því að flytja starfsemi sína þangað og greiða götu þeirra. Sævar Freyr segir í samtali við Morgunblaðið að mikil uppbygging sé fram undan í íslensku samfélagi. Fyrirséð sé að mörg fyrirtæki muni þurfa að færa sig af höfuðborgar- svæðinu af svæðum sem verið sé að skipuleggja fyrir íbúabyggð. Sam- fara þessu hafi íbúum fjölgað mikið á Akranesi. „Við viljum gera fyrirtækjum það mögulegt að koma sér fyrir í öruggu umhverfi sem stenst kröfur framtíðarinnar. Þar á meðal eru umhverfismálin. Við ætlum okkur í stórsókn,“ segir bæjarstjórinn. Úthlutun lóða er hafin Flóahverfi er að finna norðan við Akraneskaupstað, undir Akrafjalli í Garðaflóa. Um ræst land er að ræða sem hefur um áratugaskeið verið skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðal- skipulagi Akraneskaupstaðar en svæðið hefur hingað til verið notað sem beitarland. Unnið hefur verið að deiliskipulagi svæðisins á undan- förnum árum en það var svo fyrir um það bil ári að upp kom sú hug- mynd að starfrækja þar græna iðn- garða. Úthlutun lóða er þegar hafin og segir Sævar að allir innviðir séu til staðar til að uppbygging geti hafist. Fyrsta fyrirtækið til að hefja starf- semi á svæðinu var Veitur en fyrir- tækið er meðal annars að koma upp tvöfaldri hitaveitu þar sem unnt verður að nýta heitt vatn með endurtekinni notkun. Þá er jafn- framt til skoðunar hvort fýsilegt sé að nýta glatvarma frá iðnaðarsvæð- inu Grundartanga. Bjóða fyrirtækjum ívilnanir „Veitur eru fyrsta fyrirtækið á staðnum og það er lykilfyrirtæki. Það hefur verið mikil ásókn í lóðir á svæðinu og búið er að sækja um stóran hluta þeirra lóða sem eru til úthlutunar. Eftir um það bil tvö ár ætti því fyrirtækjum að hafa fjölgað verulega. Okkar væntingar eru að svæðið muni byggjast mjög mark- visst upp á næstu fimm árum,“ seg- ir Sævar. Meðal hvata sem kunna að freista fyrirtækja er tveggja ára frestun gatnagerðargjalda og að fasteignagjöld á fyrirtæki eru lág á Akranesi, að sögn bæjarstjórans. Hámarka nýtingu á auðlindum En hvað eru grænir iðngarðar? Grænir iðngarðar eru eins konar samfélag framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækja sem leita í sameiningu að bættum umhverfis-, efnahags- og félagslegum árangri með stjórnun á umhverfis- og auðlindamálum. Leit- ast er við að hámarka nýtingu á auðlindum og takmarka sóun þeirra. Sævar segir að allur frá- gangur innan svæðisins verði í takt við umhverfiskröfur og starfsemi verði í góðri sátt við íbúa með til- heyrandi ábyrgð gagnvart bæði starfsfólki og samfélaginu öllu. Áð- urnefnd tvöföld hitaveita sé dæmi um hringrásarkerfi þar sem úr- gangur sé nýttur sem hráefni. Áætlanir eru uppi um að þjónustu- fyrirtæki fari með stjórn sameig- inlegs rekstrar garðanna. Þannig gætu náðst samlegðaráhrif við nýt- ingu á til dæmis orku, vatni og frá- veitu, skipulagi og umsjón með sorpmálum, stuðningi við nýsköpun, upplýsingagjöf og samstarfi við nærsamfélag auk þess sem hægt væri að sameinast um þrif, mötu- neyti, öryggiseftirlit og fleira. Lagt er upp með að iðngörðunum verði skipt í tvo hluta. Annars vegar matvælaræktun, matvælafram- leiðslu, ylrækt, lyfjaframleiðslu og svo framvegis og hins vegar léttan iðnað og þjónustu. Aðlaðandi umgjörð fyrir erlenda fjárfestingu Heildarflatarmál lóða á svæðinu er um það bil 150 hektarar að stærð og til framtíðar eru stækkunar- möguleikar í austur. Sævar segir að staðsetning iðngarðanna í nágrenni Reykjavíkur muni henta vel fyrir- tækjum sem vilja veita þjónustu inn á höfuðborgarsvæðið. Umrædd uppbygging kemur sér þó ekki síð- ur vel fyrir íbúa og fyrirtæki á Akranesi að hans sögn. Markvisst hefur verið horft til framtíðar í at- vinnumálum í bænum á síðustu misserum og er sú vinna að skila sér. „Þar vil ég nefna til dæmis þann mótbyr sem skapaðist við breyt- ingar á grunnatvinnuvegunum. Í samstarfi við Brim erum við að um- breyta svæði sem áður var notað til fiskvinnslu til að byggja upp há- tækniiðnað. Í kringum þróunar- félagið Breið stuðlum við að því að frumkvöðlar komist til starfa í HB- húsinu og byggjum upp sjávar- tengda ferðaþjónustu. Í samstarfi við Þróunarfélagið á Grundartanga er í undirbúningi að reisa varma- virkjun. Þá getum við annars vegar laðað að okkur orkusækinn iðnað þar en einnig haft öðruvísi fókus á Akranesi í til að mynda matvæla- framleiðslu. Og svo eru það grænu iðngarðarnir. Við erum að ná að breyta áherslum frá frumstoðunum í starfsemi sem er í takt við sam- tímann og framtíðina. Með þessu búum við til umgjörð sem er aðlað- andi fyrir erlenda fjárfestingu í takt við áherslur sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti ásamt Íslandsstofu nýverið í umgjörð fyrir græna iðngarða.“ Fjölgar atvinnutækifærum Íbúum hefur fjölgað á Akranesi og segir Sævar Freyr að ánægju- legt sé að geta bætt framboð á at- vinnutækifærum í sveitarfélaginu. „Við erum að horfa á þá stöðu að ríflega 20% Skagamanna sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið. Reynd- ar njóta margir nú þeirrar tækni- byltingar sem Covid hefur ýtt okk- ur út í og geta starfað heiman frá sér. Við viljum samt sem áður skapa hér spennandi störf og að bærinn verði sjálfbærari hvað varð- ar fleiri atvinnutækifæri. Öll þessi áform styðja við fjölgun íbúa og tryggja fleira fólki vinnu.“ Skagamenn í stórsókn í atvinnumálum - Grænir iðngarðar rísa í Flóahverfi - Fyrirtæki geti komið sér fyrir í öruggu umhverfi sem stenst kröfur framtíðar - Byggist hratt upp á næstu árum - Samfélag þjónustu- og framleiðslufyrirtækja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækifæri Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, vill nýta tækifæri í atvinnumálum á næstum árum. Flóahverfi Þegar er mikil ásókn í lóðir í hinum nýju grænu iðngörðum. Starfsemi Veitur hafa þegar komið sér fyrir á svæðinu og hafið starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.