Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 26

Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 LKINUGEFÐU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Gæsir af þremur tegundum bera nú tæki sem skrá ferðir þeirra og senda upplýsingarnar með SMS. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, hefur sinnt slíkum merk- ingum á grágæsum og helsingjum. Hann hefur merkt alls 25 grágæsir með staðsetningartækjum og nú eru tíu grágæsir með virka senda. Skosk umhverfisstofnun (NatureScot) lagði fram 33 senda til grágæsa- merkinga í sumar og hafa Arnór, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa Austurlands þegar merkt 22 gæsir með þeim. Tæki voru sett á fimm helsingja í fyrra og fjóra í sumar. Tveir voru merktir á Breiðamerkursandi og fengu nöfnin Guðrún eldri og Hálf- dán eftir systkinunum frá Kvískerj- um. Kvískerjasjóður styrkti verk- efnið. Guðrún eldri var skotin um síðustu helgi og líklega drap tófa helsingja sem fékk tæki í fyrra. Tækin er hægt að nota áfram. Tveir helsingjar voru merktir með staðsetningartækjum á Álftavers- afrétti. Skaftárhreppur styrkti kaup á öðrum sendinum og fékk fuglinn nafnið Laki. Einstaklingur styrkti hinn sendinn og er sá fugl kallaður Hallmundur í höfuðið á gefandanum. Þá hafa Bretar sett staðsetningar- tæki á heiðagæsir sem verpa hér. Staðsetningartækin hafa gefið at- hyglisverðar upplýsingar. Grágæsirnar eru heimakærar og fara flestar stutt frá sínum stað. Á vetrarstöðvunum halda þær sig á til- tölulega litlu svæði. Heiðagæsir eru miklu víðförlari bæði hér og á vetr- arstöðvunum. Þær lenda nyrst í Skotlandi og fikra sig sunnar eftir því sem líður á vetur. Þegar nálgast vor þokast þær aftur norður á bóg- inn áður en þær fljúga heim. Helsingjarnir flakka talsvert um láglendi Skaftafellssýslna en halda sig á tiltölulega litlum bletti á vetr- arstöðvunum. gudni@mbl.is Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Merktur Helsinginn Laki sést hér í miðjum hópnum og þekkist af staðsetningartækinu sem hann ber um hálsinn. Skaftárhreppur styrkir hálsmerki Laka. Myndin var tekin í gæsarétt þar sem helsingjunum var smalað saman. Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Guðrún eldri Sæmundur Helgason og Kristín Hermannsdóttir, for- stöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, með helsingjann Guðrúnu eldri. Gæsategundir sýna ólíka hegðun - Grágæsir eru yfirleitt heimakærar - Heiðagæsir eru víðförlari - Helsingjar fara víða yfir sum- arið en halda sig á sama stað yfir veturinn - Tæki senda staðsetningu gæsa með smáskilaboðum Skjáskot Ferðaglaðir Myndin sýnir ferðir níu helsingja með staðsetningartæki í Skaftafellssýslum frá 15. maí til 15. sept- ember 2021. Staðsetningarmerkin gefa miklar upplýsingar um hegðun fuglanna, ferðir þeirra og landnotkun. Ágreiningur var nýlega í borgarráði þegar tekin var til afgreiðslu beiðni umhverfis- og skipulagssviðs um leyfi til að bjóða út framkvæmdir við gerð nýrrar aðkomu að lóðinni Furugerði 23. Í borgarráði var beiðnin sam- þykkt með fjórum atkvæðum borg- arráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri- grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Vegna ágreinings fer mál- ið næst til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Fram kemur í greinargerð að ný aðkoma að lóðinni Furugerði 23 verði annars vegar frá Furugerði og hins vegar frá Espigerði. Kostnaðar- áætlun er 30 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir að loka þurfi götum vegna framkvæmda og minni háttar truflun verði á umferð í nágrenninu. Á lóðinni Furugerði 23 stóðu áður gróðurhús og byggingar sem til- heyrðu gróðrarstöðinni Grænuhlíð. Búið er að rífa þessi mannvirki. Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að uppbygging á lóðinni yrði jafn um- fangsmikil og raun varð á. Í sumar heimilaði Reykjavíkurborg að byggð yrðu þar tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða raðhús á tveimur hæðum með sameiginlegan bílakjallara á lóðinni. Hinar nýju byggingar verða samtals rúmlega 4.700 fermetrar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Furugerði Búið er að rífa gróðurhús Grænuhlíðar. Íbúðarhús munu rísa þar. Deilt um innkeyrslu að lóð í Furugerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.