Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 LKINUGEFÐU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Gæsir af þremur tegundum bera nú tæki sem skrá ferðir þeirra og senda upplýsingarnar með SMS. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, hefur sinnt slíkum merk- ingum á grágæsum og helsingjum. Hann hefur merkt alls 25 grágæsir með staðsetningartækjum og nú eru tíu grágæsir með virka senda. Skosk umhverfisstofnun (NatureScot) lagði fram 33 senda til grágæsa- merkinga í sumar og hafa Arnór, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa Austurlands þegar merkt 22 gæsir með þeim. Tæki voru sett á fimm helsingja í fyrra og fjóra í sumar. Tveir voru merktir á Breiðamerkursandi og fengu nöfnin Guðrún eldri og Hálf- dán eftir systkinunum frá Kvískerj- um. Kvískerjasjóður styrkti verk- efnið. Guðrún eldri var skotin um síðustu helgi og líklega drap tófa helsingja sem fékk tæki í fyrra. Tækin er hægt að nota áfram. Tveir helsingjar voru merktir með staðsetningartækjum á Álftavers- afrétti. Skaftárhreppur styrkti kaup á öðrum sendinum og fékk fuglinn nafnið Laki. Einstaklingur styrkti hinn sendinn og er sá fugl kallaður Hallmundur í höfuðið á gefandanum. Þá hafa Bretar sett staðsetningar- tæki á heiðagæsir sem verpa hér. Staðsetningartækin hafa gefið at- hyglisverðar upplýsingar. Grágæsirnar eru heimakærar og fara flestar stutt frá sínum stað. Á vetrarstöðvunum halda þær sig á til- tölulega litlu svæði. Heiðagæsir eru miklu víðförlari bæði hér og á vetr- arstöðvunum. Þær lenda nyrst í Skotlandi og fikra sig sunnar eftir því sem líður á vetur. Þegar nálgast vor þokast þær aftur norður á bóg- inn áður en þær fljúga heim. Helsingjarnir flakka talsvert um láglendi Skaftafellssýslna en halda sig á tiltölulega litlum bletti á vetr- arstöðvunum. gudni@mbl.is Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Merktur Helsinginn Laki sést hér í miðjum hópnum og þekkist af staðsetningartækinu sem hann ber um hálsinn. Skaftárhreppur styrkir hálsmerki Laka. Myndin var tekin í gæsarétt þar sem helsingjunum var smalað saman. Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Guðrún eldri Sæmundur Helgason og Kristín Hermannsdóttir, for- stöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, með helsingjann Guðrúnu eldri. Gæsategundir sýna ólíka hegðun - Grágæsir eru yfirleitt heimakærar - Heiðagæsir eru víðförlari - Helsingjar fara víða yfir sum- arið en halda sig á sama stað yfir veturinn - Tæki senda staðsetningu gæsa með smáskilaboðum Skjáskot Ferðaglaðir Myndin sýnir ferðir níu helsingja með staðsetningartæki í Skaftafellssýslum frá 15. maí til 15. sept- ember 2021. Staðsetningarmerkin gefa miklar upplýsingar um hegðun fuglanna, ferðir þeirra og landnotkun. Ágreiningur var nýlega í borgarráði þegar tekin var til afgreiðslu beiðni umhverfis- og skipulagssviðs um leyfi til að bjóða út framkvæmdir við gerð nýrrar aðkomu að lóðinni Furugerði 23. Í borgarráði var beiðnin sam- þykkt með fjórum atkvæðum borg- arráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri- grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Vegna ágreinings fer mál- ið næst til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Fram kemur í greinargerð að ný aðkoma að lóðinni Furugerði 23 verði annars vegar frá Furugerði og hins vegar frá Espigerði. Kostnaðar- áætlun er 30 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir að loka þurfi götum vegna framkvæmda og minni háttar truflun verði á umferð í nágrenninu. Á lóðinni Furugerði 23 stóðu áður gróðurhús og byggingar sem til- heyrðu gróðrarstöðinni Grænuhlíð. Búið er að rífa þessi mannvirki. Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að uppbygging á lóðinni yrði jafn um- fangsmikil og raun varð á. Í sumar heimilaði Reykjavíkurborg að byggð yrðu þar tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða raðhús á tveimur hæðum með sameiginlegan bílakjallara á lóðinni. Hinar nýju byggingar verða samtals rúmlega 4.700 fermetrar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Furugerði Búið er að rífa gróðurhús Grænuhlíðar. Íbúðarhús munu rísa þar. Deilt um innkeyrslu að lóð í Furugerði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.