Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 30
30 FRÉTTIR
Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020
GOLF
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Ryder-bikarinn í golfi hefst á morgun
og stendur yfir alla helgina. Vanalega
hefur mótið verið haldið á tveggja ára
fresti síðan það var fyrst haldið árið
1927, en í ár verða þrjú ár liðin síðan
Evrópa hélt bikarnum sín megin Atl-
antshafsins á heimavelli. Mótinu var
frestað um ár í fyrra vegna faraldurs-
ins og er það í annað skiptið á síðustu
20 árum sem mótinu er frestað um
ár.
Árið 2001 átti mótið að fara fram
aðeins örfáum dögum eftir árásina á
tvíburaturnana, 11. september. Ryd-
er-bikarinn hefur alltaf einkennst af
mikilli leikgleði og skemmtun fyrir
áhorfendur og því þótti Bandaríkja-
mönnum sérstaklega óviðeigandi að
halda mótið í skugga slíkra hörm-
unga. Mótið verður því haldið á
tveggja ára fresti héðan í frá, alltaf á
oddatöluári, eftir um 20 ára mótshald
á ártölum með slétta tölu. Þess ber að
geta að mótið fór ekki fram á styrj-
aldarárunum 1939-1945.
Ryder-bikarinn er sérstakt golf-
mót fyrir margar sakir. Einna helst
þó vegna þess að leikin er svokölluð
holukeppni. Þar keppast kylfingar
um að fara hverja holu á sem fæstum
höggum og vinna þannig eina holu í
einu. Ólíkt því er höggleikur, sem er
hefðbundnara form íþróttarinnar,
þar sem kylfingar reyna að fara á
sem lægstu skori á heilum hring.
Meiri dramatík
Holukeppni býður gjarnan upp á
meiri dramatík og sviptingar enda
spila kylfingar, eða lið kylfinga, hvor-
ir gegn öðrum – eins og í skylmingum
eða glímu.
Eins og fyrr segir var mótið haldið
fyrst árið 1927 í Massachusetts. Frá
þessu fyrsta móti og til ársins 1979
var Ryder-bikarinn keppni milli
bestu kylfinga Bandaríkjanna annars
vegar og Bretlands og Írlands hins
vegar. Árið 1979 var þó ákveðið að
kylfingar úr allri Evrópu myndu etja
kappi við kylfinga frá Bandaríkj-
unum og svo hefur það haldist síðan.
Bandaríkin einokuðu enda Ryder-
bikarinn fyrir árið 1979, 19 sigrar alls
gegn þremur sigrum Bretanna.
Lukka Bandaríkjamanna fór þó
hverfandi þegar Evrópa öll skarst í
leikinn ‘79. Var það einna helst fyrir
tilstilli Seve Ballesteros, Spánverjans
litríka, að gengi Evrópumanna fór að
vænkast. Frá árinu 1979 og til dags-
ins í dag hefur Evrópa 12 sinnum far-
ið með sigurorð af Bandaríkjunum,
sem sigrað hafa átta sinnum frá ’79.
Keppt um heiðurinn
Ólíkt því sem gerist á stærstu
mótaröðunum í golfi, PGA-
mótaröðinni bandarísku og Evr-
ópumótaröðinni, er ekki leikið um
svimandi peningaverðlaun í Ryder-
bikarnum – þar er aðeins keppt um
heiðurinn. Þrátt fyrir það eru kylf-
ingar sjaldnar blóðheitari en þegar
þeir keppa í Ryder-bikarnum og eru
dæmi um að kylfingar spili illa allt
tímabilið, en blómstri síðan í raf-
mögnuðu andrúmslofti Ryders-ins.
Gott dæmi um það er Ian Poulter,
Englendingur, sem af mörgum er tal-
inn einn ofmetnasti kylfingur íþrótt-
arinnar. Poulter hefur aldrei unnið á
einu fjögurra risamótanna í golfi og
hefur ekki oft unnið mót í PGA-
mótaröðinni, mótaröð þeirra bestu.
Þrátt fyrir það vill enginn etja kappi
við Poulter í Ryder-bikarnum, hvort
sem hann heitir Tiger Woods, Jordan
Spieth, Bryson DeChambeau eða
Brooks Koepka. Raunar kemst
Poulter yfirleitt ekki nægilega of-
arlega á stigalista hvers tímabils,
sem veitir kylfingum keppnisrétt á
mótinu, og er hann iðulega annar
tveggja kylfinga, sem þjálfari Evr-
ópuliðsins fær að velja í sitt 12 kylf-
inga lið.
Bandaríkjamenn eru oft sterkari
aðilinn þegar að mótinu kemur. Í ár
líkt og fyrri ár prýða stærstu stjörn-
ur golfíþróttarinnar, kylfingar sem
spila vel mót eftir mót, bandaríska
liðið. Í því evrópska er frekar að finna
eldri kylfinga með meiri reynslu og
þykkari skráp, menn sem spila af
ástríðu.
Spennandi ár, sem fyrr
Það er ekki þar með sagt að
Bandaríkjamenn séu lausir við alla
ástríðu fyrir golfíþróttinni eða Ryd-
er-bikarnum. Eftirminnilegt er þeg-
ar Bandaríkjamaðurinn Justin Leon-
ard setti niður 40 feta langt pútt og
tryggði Bandaríkjamönnum sigur ár-
ið 1999 eftir lygilega endurkomu
þeirra á síðasta degi mótsins. Leon-
ard, liðsfélagar hans, eiginkonur
þeirra allra og sjónvarpsfréttamenn
NBC þustu þá inn á flötina og tröðk-
uðu á púttlínu Spánverjans, José
María Olzábal.
Það verður því fróðlegt að sjá
hvort ástríðufullir Evrópumenn eða
stórstjörnur úr liði Bandaríkjamanna
sigri í ár. Evrópu hefur gengið mun
betur undanfarin ár og er handhafi
bikarsins. Það þýðir að jafntefli dugir
þeim að stigum til þess að halda bik-
arnum á evrópskri grundu.
AFP
Evrópa Evrópumenn fagna sigri árið 2018 á Le Golf National í Frakklandi. Fremst á mynd eru
Francesco Molinari og Tommy Fleetwood, sem léku saman allt mótið og komu mjög á óvart.
Ljósmynd/Sky Sports
Bandaríkin Justin Leonard gat ekki hamið sig eftir púttið fræga á 17. holu Brookline árið 1999,
sem tryggði Bandaríkjunum sigur í mótinu. Ein eftirminnilegasta stund golfsögunnar.
Heiður, dramatík og ættjarðarást
- Evrópa og Bandaríkin keppa sín á milli um hinn sögufræga Ryder-bikar í golfi um helgina
Fyrir liggur hverjir leika fyrir hönd Bandaríkjanna og Evrópu í Ryder-
bikarnum, sem hefst á morgun. Steve Stricker er liðsstjóri bandaríska
liðsins sem er á heimavelli í þetta sinn en leikið verður á Whistling Stra-
its í Wisconsin. Padraig Harrington er liðsstjóri evrópska liðsins.
Búast má við því að Steve Stricker þurfi að tala sína menn vel til enda
hefur þess gætt að ósætti sé á milli liðsmanna hans, þeirra Brooks
Koepka og Bryson DeChambeau. Báðir eru þeir meðal fremstu kylfinga
heims og er núningur þeirra á milli því mikill. Ef það er eitthvað sem lið
þurfa sterklega á að halda í Ryder-bikarnum er það liðsheildin.
Lið Bandaríkjanna: Collin Morikawa, Dustin Johnson, Bryson DeCham-
beau, Brooks Koepka, Justin Thomas, Patrick Cantlay, Tony Finau, Xand-
er, Shauffele, Jordan Spieth, Harris English, Daniel Berger og Scottie
Scheffler.
Lið Evrópu: Jon Rahm, Spáni, Rory McIlroy, N-Írlandi, Viktor Hovland,
Noregi, Paul Casey, Englandi, Tommy Fleetwood, Englandi, Tyrrell Hatton,
Englandi, Bernd Wiesberger, Austurríki, Matt Fitzpatrick, Englandi, Lee
Westwood, Englandi, Shane Lowry, Írlandi, Sergio Garcia, Spáni og Ian
Poulter, Englandi.
Brooks Koepka og Bryson
DeChambeau til vandræða
RYDER-BIKARINN 2021
Ljósmyndir/AFP
Ósáttir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka eru liðsfélagar en ekki vinir.