Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Cvítamín
Fyrir ónæmiskerfið.
Bragðgóðar tuggutöflur
með appelsínubragði.
Frábær kostur fyrir þá sem
eiga erfitt með að kyngja
stórum töflum.
Hentar öllum aldri.
Fæst í apótekum og flestum stórmörkuðum
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
„Stjórnmálamenn virðast gera sér grein fyrir mikilvægi heil-
brigðisþjónustu. Því verður þeim haldið við efnið,“ segir
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. „Leiðrétta verður kynbundinn launamun, draga úr
álagi í starfi og bæta starfsumhverfi. Eftir kórónuveiruna
blasa áskoranir í heilbrigðisþjónustu við; mál sem verður að
leysa án þess að töfralausnir séu til.“
Töfralausnirnar eru ekki til
„Nauðsynlegt að koma Íslandi út úr Covid-kreppunni og skapa
ferðaþjónustunni eðlileg starfsskilyrði. Þar skiptir stöðugt
gengi krónunnar miklu máli,“ segir Hallgrímur Lárusson,
framkvæmdastjóri Snælands – travel. „Áfram þarf að bæta
vegakerfið. Öflug ferðaþjónusta er besta byggðastefnan. Ís-
land má ekki vera dýrasta land í heimi; slíkt kemur niður á at-
vinnulífinu, gjaldeyrisöflun og lífskjörum almennings.“
Ísland má ekki vera dýrast í heimi
„Loftslagsmálin eru mikilvæg,“ segir Þórdís V. Þórhalls-
dóttir viðskiptafræðingur. „Hvar ætlum við að standa í al-
þjóðasamfélaginu árið 2035? Við þurfum að byrja strax í dag
í úrbótum. Umhverfismál í víðu samhengi þurfa að komast á
dagskrá; hringrásarhagkerfi, úrgangsmál og fjölnota lausnir
í stað einnota. Þá þarf ríkisstjórnin að mæta smærri fyrir-
tækjum sem vinna í þessa átt, fá þau ívilnanir eða afslætti?“
Loftslag og hringrás
„Vegakerfið á landinu öllu er í slæmu ástandi og úr því þarf
að bæta, bæði með nýframkvæmdum, miklum endurbótum
og stöðugu viðhaldi,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmda-
stjóri á Þrótti - vörubílastöð. „Þá er mjög nauðsynlegt að
lækka álögur á atvinnulífið, svo sem tryggingagjaldið sem nú
er 6,1%. Sá skattur, sem greiðist af öllum launum sem fyrir-
tækin greiða starfsfólki, bítur í og er enn alltof hár.“
Lækka álögur á atvinnulífið
Hvað brennur á kjósendum?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kjósendur í Reykjavík við kosning-
arnar næstkomandi laugardag eru
89.093 eða 35,76% þeirra lands-
manna sem kosningarétt hafa. Í
Reykjavíkurkjördæmi suður eru
alls 45.725 á kjörskrá, eða 17,95%
þeirra Íslendinga sem kjósa mega.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru
kjósendurnir 45.368 manns, eða
17,81% atkvæðisbærra.
Kjördæmamörk Reykjavíkur-
kjördæmanna liggja þvert í gegn-
um borgina; frá Ánanaustum í
Vesturbænum og þaðan til austurs
um Hringbraut, Miklubraut, Ár-
túnsbrekku og Vesturlandsveg.
Þar er komið í Grafarholtshverfi
sem skiptist milli kjördæma eftir
götunni Jónsgeisla að Krosstorgi.
Þaðan liggja mörkin eftir Gvendar-
geisla og Biskupsgötu hverfið á
enda.
Tvö kjördæmi jafna vægi
Í suðurkjördæmi Reykjavíkur
eru Hagar, Melar og Skjól í Vest-
urbænum, Vatnsmýri, Hlíðarnar að
nokkru, Fossvogur, Grensás- og
Bústaðahverfi og Breiðholtið, sem
kalla mætti hverfi fjölbreytileikans
enda búa þar ótal nýir Íslendingar.
Í norðurkjördæminu eru gamli
Vesturbærinn, Kvos, Þingholt,
Skólavörðuholt, Norðurmýri, Hlíð-
ar, Laugarnes, Laugardalur, Vog-
ar, Grafarvogur, nokkrar götur í
Grafarholti og Kjalarnesið.
En hvers vegna er Reykjavík
skipt upp í tvö kjördæmi? Flestum
er tamt að líta borgina sem eina
heild sem hún líka er í flestu tilliti.
Aðspurð segir Kristín Edwald, for-
maður landskjörstjórnar, að þegar
núverandi kjördæmaskipan var
komið á árið 1999, með breytingum
á stjórnskipunarlögum, hafi mark-
miðið verið að jafna vægi atkvæða
og tryggja jöfnuð milli stjórn-
málaflokka miðað við kjörfylgi
þeirra á landinu öllu. Tilgangurinn
var einnig að einfalda kosn-
ingakerfið. Ekki þyrfti að beita
flóknum aðferðum við úthlutun
þingsæta. Níu jöfnunarsæti á
landsvísu tryggðu því sem næst
jöfnuð milli flokka og framboða
miðað við kjörfylgi á landsvísu.
Nánast jafnauðvelt eða jafnerfitt –
hvernig sem á málin er litið – fyrir
stjórnmálahreyfingar sem bjóða
fram að ná kjördæmissæti hvar
sem er á landinu.
Reykjavík hefur jafnan verið
brennidepill í stjórnmálum á Ís-
landi. Forystufólk á landsvísu
hverju sinni er gjarnan oddvitar á
framboðslistum í borginni – og að
þessu sinni eru sex af ráðherrum
ríkisstjórnarinnar oddvitar lista.
Það eru Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir og Guðlaugur Þór Þórð-
arson, ráðherrar Sjálfstæðisflokks,
Katrín Jakobsdóttir og Svandís
Svavarsdóttir frá VG og sitt í
hvoru Reykjavíkurkjördæmi eru
efst þau Lilja Alfreðsdóttir og Ás-
mundur Einar Daðason, sem flutti
sig úr Norðvesturkjördæmi til
Reykjavíkur. Í oddvitasætum ann-
arra flokka og stjórnmálahreyfinga
er sömuleiðis fólk sem vegur þungt
í umræðunni.
Hagsmunir ráða
Sé litið til síðustu kosninga
haustið 2017 sést að lítill munur er
á fylgi stjórnmálaflokka milli
Reykjavíkurkjördæmanna. Fylgi
Sjálfstæðisflokks var 22,6-22,8% og
Samfylkingar 12,85-13,0. Mestur
var munurinn hjá VG. Í norður-
kjördæminu fékk flokkurinn 18,9%
fylgi en 21,5% í suðrinu – þar sem
Katrín Jakobsdóttir var og er í
oddvitasæti.
Meginlínur í samfélaginu og þró-
Úrslit kosninga í október 2017
1.901 atkv. 5,3% B – Framsókn 8,9% 1 þingm.
3.013 atkv. 8,4% 1 þingm. C – Viðreisn 14,4% 2 þingm.
8.108 atkv. 22,6% 3 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 21,2% 2 þingm.
2.547 atkv. 7,1% 1 þingm. F – Flokkur fólksins 3,8% 1 þingm.
J – Sósíalistaflokkur 6,7%
2.509 atkv. 7,0% M – Miðflokkur 2,0%
4.885 atkv. 13,6% 2 þingm. P – Píratar 15,8% 2 þingm.
4.575 atkv. 12,8% 1 þingm. S – Samfylking 16,8% 2 þingm.
7.727 atkv. 21,5% 3 þingm. V – Vinstri græn 10,3% 1 þingm.
Ásmundur Einar
Daðason
B
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
C
Jón Steindór
Valdimarsson
C
Guðlaugur Þór
Þórðarson
D
Jóhann Páll
Jóhannsson
S
Helga Vala
Helgadóttir
S
Katrín
Jakobsdóttir
V
Halldóra
Mogensen
P
Andrés Ingi
Jónsson
P
Diljá Mist
Einarsdóttir
DFjöldi á kjörskrá:
45.368
sem er fækkun um 741 frá
kosningunum í október 2017
Fjöldi þingsæta: 11
(þar af tvö jöfnunarþingsæti)
Talning atkvæða
verður í Laugardalshöll
Reykjavíkur-
kjördæmi norður
Þingmenn og fylgi nú samkvæmt könnunum MMR frá 8. til 22. september
Tómas A.
Tómasson
F
Sex ráðherrar oddvitar fram
Reykvíkingar eru um þriðj-
ungur kjósenda á landinu. Í
borginni koma meginlínur í
þróun samfélagsins fram í
pólitíkinni, þó sértækari
mál eins og umferðar-
teppur séu einnig rædd.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Úthverfin ráða gjarnan úrslitum í kosningum, það er sjónarmið
hins breiða fjölda. Horft yfir austurborgina og fjölmenn hverfin þar.