Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 38
38 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Hafið samband við okkar frábæra starfsfólk og fáið nánari upplýsingar
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Njótum
haustsins
Jarðneskar leifar Walters Smeads
undirliðþjálfa voru lagðar til hvílu
sl. mánudag, rúmum 70 árum eftir
að hann féll í stríðsátökum í Kóreu.
Smead var skráður týndur eftir
átök hinn 6. desember 1950. Er
hann einn þeirra yfir 1.000 banda-
rískra hermanna sem á tveimur
vikum féllu í orrustunni um Chosin.
Walter Smead var 24 ára gamall.
Í forsetatíð Donalds Trumps var
samið við stjórnvöld í Norður-
Kóreu um að afhenda jarðneskar
leifar 55 bandarískra hermanna
sem féllu í Kóreustríðinu og er
Smead einn þeirra. Yngri systkini
hans tóku á móti kistunni er hún
kom heim og segjast þau einungis
muna lauslega eftir bróður sínum.
BANDARÍKIN
Jarðaður rúmum
70 árum eftir andlát
Danir búa sig nú undir óveður sem spáð er að
skelli á vestur- og norðvesturströnd landsins í
dag. Unnið var að því í gær að fjarlægja baðskýli
sem jafnan setja svip sinn á ströndina við Løkken
norðarlega á Jótlandi sem er vinsæll orlofs-
staður en þessi skýli hafa áður skemmst í öldu-
gangi í óveðrum sem skollið hafa á ströndinni.
Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður á föstu-
dag.
AFP
Danir búa sig
undir óveður
Tvær nýjar kvikmyndir voru frum-
sýndar í gærkvöldi í sögufrægu leik-
húsi í Mogadishu, höfuðborg Sómal-
íu. Var þetta í fyrsta skipti í þrjá
áratugi sem þarlendar kvikmyndir
eru frumsýndar.
Kvikmyndirnar eru eftir sómalska
leikstjórann Ibrahim CM. Mikil ör-
yggisgæsla var á staðnum en vonir
eru bundnar við að þess atburður
marki endurreisn menningarlífs
þessa stríðshrjáða lands.
Myndirnar voru sýndar í þjóðleik-
húsi Sómalíu, sem kínverskir verk-
fræðingar byggðu fyrir kínverskt
gjafafé árið 1967. Þar hefur aldrei
verið sýnd sómölsk kvikmynd fyrr
en nú en byggingin hefur verið vett-
vangur sjálfsmorðsárása og átaka
stríðandi fylkinga í landinu.
„Þetta verður sögulegt kvöld og
undirstrikar að nýjar vonir hafa
kviknað eftir margra ára erfiðleika,“
sagði Abdikadir Abdi Yusuf leik-
hússtjóri við AFP.
Fyrsta
frumsýn-
ingin í 30 ár
- Sögulegt kvöld í
höfuðborg Sómalíu
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, brá fyrir sig frönsku í gær
þegar hann talaði til Frakka og ann-
arra nágrannaþjóða vegna nýs ör-
yggissáttmála Bretlands við Banda-
ríkin og Ástralíu.
„Donnez-moi un break,“ sagði
hann við blaðamenn og hvatti Frakka
til að róa sig eftir að þeir kölluðu heim
sendiherra sína í Washington og Can-
berra.
Frakkar eru ósáttir yfir því að fá
ekki að taka þátt í viðræðum um sátt-
málann en hann leiddi til þess að
Ástralía hætti við margra milljarða
dollara samning við Frakka, sem ætl-
uðu að útbúa fyrir þá nýja dísilknúna
kafbáta. Í staðinn ætla Ástralar að
kaupa bandaríska kafbáta sem ganga
fyrir kjarnorku.
Þrír samhljóma bandamenn
Utanríkisráðherra Frakklands
sagði að Bretland væri þriðja hjólið í
samningnum og sakaði þá um stöð-
uga tækifærismennsku.
„Það er kominn tími fyrir nokkra af
okkar kærustu vinum um allan heim
að „prenez un grip“,“ sagði Boris
Johnson í dag.
„„Donnez-moi un break“ því að
þetta er í grundvallaratriðum stórt
skref fram á við fyrir alþjóðlegt
öryggi,“ sagði hann við Sky News í
heimsókn til Washington.
„Það voru þrír mjög samhljóða
bandamenn sem stóðu saman og
bjuggu til nýtt samstarf um miðlun á
tækni,“ bætti hann við.
Ekkert leiðinlegt í samningnum
„Mér finnst mjög erfitt að sjá í
þessu samkomulagi eitthvað sem
ekki er gaman að.“
Frakkland aflýsti á mánudaginn
fundi sem átti að fara fram í þessari
viku milli varnarmálaráðherra lands-
ins og bresks starfsbróður hans.
Hvetur Frakka til að róa sig
- Frakkar reiðir út í Breta - Boris slettir á franskensku: „Donnez-moi un break“
AFP
Þumlar Boris Johnson var hress og
hvatti Frakka til að róa sig.
Breiður hraunveggur fikrar sig nið-
ur fjallshlíðarnar á eyjunni La
Palma, einni af Kanaríeyjunum, en
eldgos hófst þar í byrjun vikunnar.
Um miðjan dag í gær hafði hraun-
ið eyðilagt að minnsta kosti 320
byggingar. Alls þekur hraunið nú um
154 hektara svæði en í gær hægði
heldur á hraða hraunstraumsins.
Yfir sex þúsund manns hafa verið
fluttir frá La Palma, þar á meðal
voru 400 ferðamenn fluttir til ná-
grannaeyjarinnar Tenerife.
Engin slys hafa orðið á fólki í nátt-
úruhamförunum en mikið tjón hefur
orðið á landi og eignum fólks og ljóst
þykir að fleiri hús fari undir hraun.
Angel Victor Torres, héraðsstjóri á
La Palma, áætlaði í samtali við AFP-
fréttastofuna, að tjónið næmi um 400
milljónum evra, jafnvirði um 61
milljarðs íslenskra króna.
Reynt hefur verið að bægja
hrauninu frá byggð með því að nota
stórvirkar vinnuvélar til að grafa
skurði í átt að nálægu gili.
Mikið eignatjón
vegna eldgossins
1 km
10 km
Hraun frá eldfjallinu Cumbre
Vieja hefur valdið miklu tjóni
3,5 kílómetrar
Hraun
Hraun hefur farið yfir 320 byggingar
Heimildir: Spænska landmælingarstofnunin, Copernicus EMS. Staðan 22. september
LA PALMA
Santa Cruz
de La Palma
Tazacorte
Todoque
Cumbre Vieja
þjóðgarður
ELDFJALL
JRA
Eyðilagðar
byggingar
Hugsanlegt
tjón