Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 44
44
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Kosningarnar á
laugardag skera úr
um hvort við fáum
ríkisstjórn sem þorir
að fara í nauðsynlegar
kerfisbreytingar.
Breytingar sem
tryggja eignarhald
þjóðarinnar á sjávar-
auðlindinni með tíma-
bundnum nýtingar-
samningum og
fyrirsjáanleika fyrir
útgerðina.
Markmið breytinganna er ekki
síst sanngjarnari skipting á tekjum
sjávarauðlindarinnar milli stórút-
gerðar og þjóðarinnar. Því náum
við best fram með því að treysta
markaðnum til að ákveða verðmæti
auðlindarinnar. Ekki stjórnmála-
mönnum. Ekki stórútgerðinni. Það
er sanngjarnt og sanngirni er ekki
skammaryrði í sjávarútvegi frekar
en annars staðar þar sem almanna-
hagsmunir koma við sögu.
Mígrenikast stjórnvalda
Undir lok síðasta árs samþykkti
Alþingi beiðni mína um að sjávar-
útvegsráðherra léti vinna skýrslu
sem sýndi eignarhald 20 stærstu út-
gerðarfélaga landsins í íslensku at-
vinnulífi. Þar sem teknar yrðu sam-
an upplýsingar um hvar
fjárfestingar þeirra lægju í atvinnu-
rekstri utan sjávarútvegs. Mark-
miðið var einfaldlega að veita al-
menningi mikilvægar upplýsingar
um hvernig hagnaði af sameigin-
legri auðlind þjóðarinnar hefur ver-
ið varið og sýna ítök
stórútgerðarinnar í ís-
lensku samfélagi í
krafti nýtingar þeirra á
fiskveiðiauðlindinni.
Nýtingar sem ríkis-
stjórn Sjálfstæðis-
flokks, VG og Fram-
sóknar ver með kjafti
og klóm að verði ótíma-
bundin þvert á vilja
yfirgnæfandi meiri-
hluta almennings. Hvað
þá að markaðurinn fái
að ráða verðinu fyrir
aðgang útgerðanna að
auðlindinni okkar.
Vinnsla skýrslunnar var augljós-
lega mikill höfuðverkur. Ekki vegna
þess að upplýsingarnar lægju ekki
fyrir. Staðreyndin er sú að þetta
eru opinberar upplýsingar þó
flækjustigið sé slíkt að það er ekki
einfalt fyrir hvern sem er að draga
þær saman. Mígrenikastið var til
komið vegna þess að það var aug-
ljóslega ekki heppilegt að upplýsa
fólk um þessa stöðu.
Skýrslan upplýsir að á árunum
2017, 2018 og 2019 jukust fjárfest-
ingar stórútgerðarinnar í íslensku
atvinnulífi um tæpa 60 milljarða á
bókfærðu verði, sem er alla jafna
töluvert lægra en raunverulegt
markaðsverð. Engu að síður er bók-
fært verð fjárfestinga stórútgerð-
arinnar í óskyldum atvinnurekstri
fjórfalt hærra en veiðigjöldin sem
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og
VG telja þessi sömu útgerðarfyrir-
tæki ráða við að greiða íslenskri
þjóð fyrir aflaheimildir, fyrir afnot
af sjávarauðlindinni. Svo því sé til
haga haldið.
Þægir eru óupplýstir?
Skýrslan um eignarhald útgerðar
í óskyldum atvinnurekstri segir
hins vegar ekkert um eignarhald
útgerðar í óskyldum atvinnurekstri.
Þar er ekki kortlagt hvernig ofur-
gróði af stórútgerðinni hefur verið
nýttur í að fjárfesta í flutningafyr-
irtækjum og fjölmiðlum, fasteignum
og tryggingafélögum, í heilbrigð-
isgeiranum og matvælamarkaði, í
ferðaþjónustu og veitingastöðum.
Svo eitthvað sé talið til.
Af hverju þessi feluleikur? Getur
verið að varðhundar sérhagsmun-
anna í Sjálfstæðisflokknum átti sig
á því að nú sé nóg komið? Að krafa
almennings um sanngirni í sjávar-
útvegi sé orðin svo skýr, svo sterk,
að sannleikur um raunverulega
stöðu mála myndi endanlega sundra
vörninni?
Sjálf er ég sannfærð um að svo
sé. Öskrin úr vörninni um að breyt-
ingar í átt að sanngirni í sjávar-
útvegi myndu rústa atvinnugrein-
inni eru bara það. Öskur.
Fyrirsláttur. Gömul taktík sem hef-
ur runnið sitt skeið á enda. Það er
hægt að ná fram bæði hagkvæmni
og sanngirni. Það þarf enga koll-
steypu. Það sjá allir. Það vilja flest-
ir. Og það mun á endanum skapa
þá sátt sem okkur er öllum mikil-
væg.
Þeir sem verja núverandi fyrir-
komulag við greiðslu fyrir nýtingu
á sjávarauðlindinni gera það gegn
allri skynsemi, gegn allri sanngirni
– og gegn vilja yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar. Þessu ætlum við
í Viðreisn að breyta.
Eftir Hönnu
Katrínu Friðriksson »Markmið breyting-
anna er ekki síst
sanngjarnari skipting á
tekjum sjávarauðlindar-
innar milli stórútgerðar
og þjóðarinnar.
Hanna Katrín
Friðriksson
Höfundur er þingmaður Viðreisnar
og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi
suður.
Hvernig varð sanngirni
í sjávarútvegi skammaryrði?
Á kjördag blasa
skýrir valkostir við
kjósendum: kyrr-
stöðustjórn eða stjórn
með almannahagsmuni
í fyrirrúmi. Fjármála-
stjórn núverandi
stjórnar skilaði ósjálf-
bærum ríkissjóð jafn-
vel áður en heimsfar-
aldurinn skall á. Þess
vegna er broslegt að
hlusta nú á ríkis-
stjórnarflokkana þrjá
tala um að stöðugleiki
sé nauðsynlegur.
Efnahagslegur stöð-
ugleiki er vitaskuld
mikilvægur en sá stöð-
ugleiki sem þessi rík-
isstjórn stendur fyrir
fer einfaldlega gegn
hagsmunum almenn-
ings í landinu. Stöðug-
leiki má ekki vera skjól fyrir sér-
hagsmuni. Og það er sá stöðugleiki
sem þessi ríkisstjórn færir okkur.
Háir skattar á Íslandi
Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú
allt kapp á að sannfæra kjósendur
um að með honum fái fólk og fyrir-
tæki skattalækkanir. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur frá 1995 stýrt fjár-
málaráðuneytinu í heil 22 af 26
árum. Þegar skatttekjur hins opin-
bera sem hlutfall af landsfram-
leiðslu eru bornar saman við önnur
OECD-ríki blasir skýr niðurstaða
við. Árið 2019 var meðaltal OECD-
ríkjanna 25% en 33% á Íslandi. Að-
eins Svíar voru með hærra hlutfall.
Niðurstaðan er að skattar á Íslandi
eru háir. Það er því engin innistæða
fyrir orðum formanns Sjálfstæðis-
flokksins að flokkur hans færi fólki
skattalækkanir. Viðreisn mun ekki
hækka skatta á þessu kjörtímabili.
Atkvæði greitt Viðreisn er þess
vegna atkvæði sem er til að forða
almenningi og fyrirtækjum frá
frekari skattahækkunum.
Markaðsgjald fyrir
afnot af fiskimiðunum
Arfleifð Sjálfstæðisflokksins í
sjávarútvegsmálum er að stór-
útgerðin greiðir allt of lágt verð
fyrir afnot af fiskimiðunum. Árum
og áratugum saman hefur almenn-
ingur kallað eftir breytingum á
þessu. Ríkissjóður og almenningur
verða af milljörðum á hverju ein-
asta ári vegna þessa kerfis sem rík-
isstjórnin stendur vörð um. Stöð-
ugleikaloforð
ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli
felst í því að ganga samhentir gegn
hagsmunum almennings en með
hagsmunum hinna fáu. Kvótakerfið
sem slíkt hefur sannað gildi sitt og
gagnsemi til að stýra veiðum og
tryggja sjálfbæra auðlind. Út af
stendur að innheimta eðlilega gjald-
töku fyrir afnot af fiskimiðunum á
markaðsvirði. Viðreisn vill að hluti
kvótans fari á frjálsan markað á ári
hverju og markaðurinn svari því
hvert verðmætið er. Með þessu
munu ríkissjóður og almenningur fá
umtalsvert hærri tekjur sem nýta
má til samfélagslegra verkefna.
Þessi leið mun jafnframt skapa
greininni stöðugleika og fyrirsjáan-
leika, en gerðir verða langtíma-
samningar við útgerðina um nýt-
ingu á auðlindinni.
Sjálfstæðisflokkurinn sem í orði
kveðnu kveðst markaðssinnaður
berst hvergi harðar
fyrir óbreyttu ástandi
en hér.
Daglegt líf fólksins í
landinu
Í kosningabaráttunni
hefur Framsókn-
arflokkurinn reynt að
sannfæra fólk um að
hann sé rétt að byrja.
Flokkurinn ætli að
bæta hag barna. Dag
eftir dag greina fjöl-
miðlar frá átakanlegum
sögum barna í bið eftir
grundvallarþjónustu.
Börn eru á biðlista alls
staðar í kerfinu. For-
eldrar þessara barna
þekkja þennan veru-
leika. Framsókn-
arflokkurinn hefur frá
1995 stýrt félagsmála-
ráðuneytinu í 20 af 26
árum. Það er því hár-
rétt sem Framsókn-
arflokkurinn segir:
hann virðist nefnilega varla byrj-
aður – þrátt fyrir að hafa haft til
þess áratugi.
Efnahagsmál snúast um
daglegt líf fólks
Efnahagslegar afleiðingar heims-
faraldurs eru yfir þúsund milljarða
ríkisskuldir. Fólk er aftur farið að
sjá mynd sem við þekkjum. Vextir á
húsnæðislánum fara hækkandi.
Þrátt fyrir að vextir séu lægri en áð-
ur eru vextir hér engu að síður
margfalt hærri en t.d. á Norður-
löndunum. Almenningur veit að lág-
ir vextir hérlendis eru aldrei annað
en tímabundið ástand. Stöðugleiki
Sjálfstæðisflokksins er ekki meiri en
það.
Fyrir venjulegt fólk, fjölskyldur
og einstaklinga, hefur mesta þýð-
ingu í daglegu lífi að hafa atvinnu og
að kostnaðurinn við að reka heimili
sé viðráðanlegur og fyrirsjáanlegur.
Fyrir fyrirtækin er grundvall-
aratriði að geta gert áætlanir og að
vissa sé um helstu útgjaldaliði. Svo
er ekki í íslensku umhverfi. Þess
vegna er íslenskt samfélag ekki
samkeppnishæft til lengri tíma litið.
Það er stjórnvalda að skapa skilyrði
til að daglegt líf fólks og fyrirtækja í
landinu sé gott, stöðugt og sam-
keppnishæft. Til að þess þarf stöð-
ugan gjaldmiðil. Viðreisn vill tengja
krónuna við evru, líkt og Danir hafa
gert. Það mun færa stöðugleika sem
hér vantar. Dæmigerð fjölskylda
með 31 milljónar króna húsnæðislán
gæti með þessari leið haft 72.000
krónum meira á milli handanna í
mánuði hverjum.
Gefðu framtíðinni tækifæri
Valkostirnir á kjördag eru skýrir.
Spurningin er hvernig viljum við sjá
Ísland vaxa og hvaða tækifæri við
viljum færa æsku landsins. Viðreisn
vill fjárfesta markvisst í menntun og
nýsköpun og gefa heilbrigðisþjón-
ustunni tækifæri. Við viljum forða
almenningi og fyrirtækjum frá frek-
ari skattahækkunum og skapa þeim
skilyrði til að sækja fram. Verkefnið
er einfaldlega að skapa samfélag
sem býður fólkinu í landinu lífskjör
og lífsgæði sem eru góð og sam-
keppnishæf og fyrirtækjum um-
hverfi þar sem þau geta staðist sam-
keppni að utan. Þess vegna á að
kjósa Viðreisn.
Valkostirnir eru
skýrir
Eftir Þorbjörgu
Sigríði Gunnlaugs-
dóttur
» Stöðugleiki
má ekki vera
skjól fyrir sér-
hagsmuni. Og
það er sá stöð-
ugleiki sem
þessi ríkisstjórn
færir okkur.
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er oddviti Viðreisnar í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
thorbjorg.s.gunnlaugsdottir@althingi.is
Atvinna
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?