Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
31.995 kr. / St. 40-47
Vnr.: E-83170452600
31.995 kr. / St. 41-46
Vnr.: E-83170451052
ECCO TRACK
ÞÆGILEGIR GORETEX VETRARSKÓR MEÐ GRÓFUM SÓLA.
29.995 kr. / St. 41-47
Vnr.: E-83183454639
29.995 kr. / St. 40-49
Vnr.: E-83183451052
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
EES-samningurinn
1994 er mikilvægasti og
áhrifamesti alþjóða-
samningur sem Ísland
á aðild að. Ná áhrifin til
efnahagslífs og lög-
gjafar. Einungis Gamli
sáttmáli frá 1262 jafn-
ast á við mikilvægi og
áhrif EES-samningsins
á Íslandi.
Með Gamla sáttmála
varð Ísland skattland norsku krún-
unnar en skilyrði Íslendinga var að
konungur léti þá ná friði og íslensk-
um lögum. Með sáttmálanum varð
Ísland hluti af hagsvæði norsku
krúnunnar. Gamli sáttmáli var skil-
málaskrá Íslendinga við konungs-
hyllingar í fjórar aldir.
Löggjafarvald var í höndum kon-
ungs og Alþingis, einkum konungs.
Noregskonungur beitti sér fyrir rétt-
areiningu innan norska ríkisins, sem
leiddi til lögtöku Jónsbókar 1282,
lögbókar Íslendinga um aldir og er
enn í dag mikilvæg í íslenskum rétti.
Með tímanum fjaraði undan löggjaf-
arvaldi Alþingis og urðu dómstörf að-
alverkefnið. Íslendingar gengust
undir einveldi og afsöluðu sér sjálf-
stjórn í hendur konungi við erfðahyll-
inguna á Kópavogs-
fundinum 1662.
Íslenskir stórbændur
gerðu Gamla sáttmála
til að leysa stjórnmála-
vanda, efla landsfrið,
sem þeir gátu ekki
tryggt á annan hátt.
EES-samningurinn
er samstarfssamningur
og er ætlað að efla við-
skipta- og efnahags-
tengsl samningsaðila
með sömu reglum til að
mynda einsleitt
evrópskt efnahagssvæði (EES).
Markmiði samstarfsins er náð með
fjórfrelsi, sem eru frjálsir flutningar
vöru, fólks, fjármagns og þjónustu-
starfsemi, og kerfis sem tryggir sam-
keppni og samvinnu í rannsóknum og
þróun, umhverfismálum, menntun og
félagsmálum.
Með samningnum fær Ísland að-
gang að innri markaði ESB án að-
ildar að ESB. Á móti er Ísland skuld-
bundið að taka í landsrétt
ESB-gerðir í viðaukum samningsins
og sem sameiginlega EES-nefndin
ákveður að taka upp í hann og eru
hluti fjórfrelsisins, en með stjórn-
skipulegum fyrirvara um samþykki
Alþingis. Ísland getur hafnað að af-
létta hinum stjórnskipulega fyrir-
vara og vísað máli aftur til sameigin-
legu EES-nefndarinnar, sem ber
skylda til að gera sitt ýtrasta til að ná
samkomulagi sem aðilar geta sætt
sig við.
Lögbókin Járnsíða hentaði ekki
aðstæðum Íslendinga og var mót-
staða við lögtöku hennar á Alþingi
1271, sem leiddi til lögtöku Jóns-
bókar 1282.
Orkustefna ESB og aðild að orku-
sambandi ESB hentar ekki að-
stæðum Íslendinga og tekur ekki til-
lit til landfræðilegrar legu Íslands
sem eyju í Norður-Atlantshafi fjarri
meginlandi Evrópu, orkuauðlinda-
nýtingar landsins og mikilvægis
hennar fyrir sjálfstæði og efnahags-
lega hagsæld.
Krafa Íslands á að vera að orku-
stefna ESB gildi ekki um Ísland.
Málsmeðferð hjá sameiginlegu
nefndinni myndi skýra stöðu Íslands
innan EES-samstarfsins og þýðingu
hins stjórnskipulega fyrirvara til
langrar framtíðar. Það myndi styrkja
EES-samstarfið. Í dag er það í krísu
og að óbreyttu mun grafa enn frekar
undan samstarfinu vegna fullveld-
isafsals í orkumálum.
Raforka sem vara fellur ekki hvað
Ísland varðar undir fjórfrelsi EES-
samningsins því raforka flæðir ekki
frjálst frá Íslandi og þjóðin hefur
ekki tekið ákvörðun um að tengjast
innri raforkumarkaði ESB með lagn-
ingu sæstrengs. Fráleitt er að Ísland
sé að lögtaka ESB-lög um raforku-
viðskipti yfir landamæri og gangist
undir eftirlitsstofnun með slíkum við-
skiptum þegar Ísland stundar ekki
slík viðskipti. Því hefur verið haldið
fram til heimabrúks að Íslandi geti
hafnað því að lagður verði sæstreng-
ur til ESB. Það er líkt og að sam-
þykkja frjálsa vöruflutninga en hafna
byggingu vöruflutningahafna sem
gera frjálsa flutninga vöru mögulega.
Eini þröskuldur sæstrengs er hár
kostnaður, ekki vilji þjóðarinnar eða
Alþingis. Sæstrengur er skilyrði raf-
orkuviðskipa yfir landamæri.
Í 25 ára sögu EES-samningsins
hefur hinn stjórnskipulegi fyrirvari
aldrei verið nýttur og hefur ekki kom-
ið til þess að máli hafi verið vísað aftur
til sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Það dregur ekki úr gildi hins
stjórnskipulega fyrirvara í EES-
samstarfinu.
Engin forsenda er því fyrir aðild
Íslands að Orkusambandi ESB. Með
aðild að Orkusambandi ESB er Ís-
land að ganga inn í ESB á sviði orku-
mála. Í EES-samningnum var samið
um orkusamvinnu, ekki þátttöku í
orkusambandi. ESB-ríkin sköpuðu
grundvöll fyrir orkusambandi ESB
með Lissabon-sáttmálanum 2007,
fimmtán árum eftir undirritun EES-
samningsins 1992.
Ísland á því að hafna aðild að orku-
sambandi ESB. Þannig eru hags-
munir Íslands best tryggðir innan
EES-samstarfsins. Líti Ísland svo á
að beiting hins stjórnskipulega fyr-
irvara feli í sér uppsögn á EES-
samningnum eða að hann sé ekki
raunverulegur valkostur innan EES-
samstarfsins felst í því viðurkenning
á að hið raunverulega löggjafarvald á
þeim sviðum sem falla undir EES-
samninginn sé í raun hjá sameigin-
legu EES-nefndinni. Þetta viðhorf
grefur undan löggjafarvaldi Alþingis
og með tímanum mun fjara undan
því. Það hefur gerst áður í sögunni.
Fullveldi þjóðarinnar í orkumálum
hefur reynst okkur Íslendingum
heilladrjúgt og á því höfum við byggt
velmegun okkar. Mikilvægt er að
þjóðin hafni í alþingiskosningunum
því fullveldisafsali sem á sér stað með
innleiðingu orkustefnu ESB.
Segið NEI við orkusambandi ESB
með því að kjósa Flokk fólksins á
kjördag.
Kjósum fullveldi í orkumálum og
höfnum orkusambandi ESB
Eftir Eyjólf
Ármannsson »Mikilvægt er að
þjóðin hafni í
alþingiskosningunum
því fullveldisafsali sem á
sér stað með innleiðingu
orkustefnu ESB.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur skipar 1. sæti á F-lista
Flokks fólksins í NV-kjördæmi og er
formaður Orkunnar okkar, samtaka
um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í
orkumálum.
eyjolfur@flokkurfolksins.is
Þegar ég kom til Ís-
lands heilluðu auglýs-
ingarnar um borð í Ice-
landair-þotunni. Ég
flaug frá París, borg
ástarinnar. Það „vöru-
merki“ Parísar hefur
náð að loða við þá fögru
borg í áratugi. Borgin
er einnig borg listar,
menningar og heim-
speki svo eitthvað sé
nefnt. Hvers vegna?
Lent var á Keflavík-
urflugvelli árið 2000.
Hekla spúði eldi í febr-
úar það ár og snarvit-
laust veður gekk yfir.
Ég var komin á eyju
langt, langt í norðri.
Þegar voraði og ég
kom aftur að sumri sá
ég fegurðina betur. Ég
skildi að landið hefur
upp á margt að bjóða. Ég aðlagaðist
eins og ég gat, öðlaðist ríkisborgara-
rétt, vann víða hjá fyrirtækjum og
stofnaði svo mitt eigið. Ég starfa í
ferðaþjónustu.
Við hrun fjármálakerfisins réðust
bankar og kröfuhafar á almenning
með lítinn skilning á
vaxtalögum nr. 38/2001.
Þeir nutu stuðnings þá-
verandi seðla-
bankastjóra, m.a. þess
norska, og síðustu
vinstristjórnar Íslands.
Eftir hrun byggði ég
upp ferðaþjónustufyrir-
tæki. Ég tók meirapróf
á stóra farþegarútu og
fór enn og aftur langt,
langt út fyrir þæginda-
rammann. Ég „píndi“
eiginmanninn einnig í
að taka sama próf. Ég
vildi geta rætt um spin-
dilkúlur og sjálfskipt-
ingar við matarborð
þar sem einhver skildi
mig.
Svo fór ég á nám-
skeið og fyllti út ómælt
af pappír til að fá ferða-
þjónustuleyfi,
hópferðaleyfi, atvinnu-
réttindin og ökuleyfi. Eins gott að
lagadeild Háskóla Íslands sé góð í að
kenna manni að klappa pappírs-
tígrum í íslensku umhverfi. En ráða
allir við þetta umhverfi? Geta allir
stundað viðskipti á Íslandi ef í allri
þessari fegurð ganga lausir pappírs-
tígrar sem bíta hvar sem stigið er
niður fæti?
Ég keypti rútu og sendi bæði
tengdaföður minn og eiginmann í
flugi með Icelandair til Frankfurt en
áfangastaðurinn var bærinn Lands-
hut í Þýskalandi; fæðingarbær Hein-
richs Himmlers og þar sem fyrstu
fangabúðirnar eru sem nasistar opn-
uðu, Dachau. Þeim feðgum var eðli-
lega afar illa við Dachau en þar voru
hýstir fangar án dóms og laga og af
skepnuskap. Illska hversdagsleikans
tekur á sig fjölmargar myndir svo
vitnað sé í þýska stjórnmálahugs-
uðinn Hönnuh Arendt (1906-1975).
Þetta er nú þekktur ferðamanna-
staður en ekki að góðu.
Ég keypti litla rútu þar (reyndar í
gegnum netið) og óku þeir henni
heim. Ferðin gekk vel þangað til
pappírsfargan Samgöngustofu varð
að hraðahindrun. Norræna hafði lagt
að bryggju á Seyðisfirði, þeim fagra
bæ sem mér þykir sérstaklega vænt
um. Þetta var fyrsta hraðahindrunin.
Síðan þá og þar til Covid-19 skall á
hefur margt gengið á. Fyrir utan ís-
lensku pappírstígrana í vistkerfi ís-
lenskrar stjórnsýslu bættist við
svindl og svikráð við íslenska skatt-
borgara. Íslensk stjórnvöld höfðu bú-
ið svo um hnútana að hingað gátu sótt
rútubifreiðar úr allri Evrópu með bíl-
stjórum sem voru borgaðar um 50
evrur á dag, stundum ekkert. Þegar
ég fór að eiga við stjórnkerfið til að
benda á svindlið var það einhver
nefnd, e.k. samræmingarnefnd víðs-
fjarri skattborgurum, sem átti að
samræma reglur. Reglurnar áttu svo
að koma í veg fyrir þetta. Þar gerðist
lítið sem ekkert. Þegar dregið var
saman hverjir ættu þarna hlut að
máli kom ýmislegt í ljós.
Fjármálaráðherra fór með skatta-
mál, skattaeftirlit og tollinn. Með lög-
reglu rúntuðu fulltrúar skattsins á
sérmerktum Sprinterum sem dóms-
málaráðherra kom fyrir hjá ríkislög-
reglustjóra. Þessir fylgdust aðallega
með þeim sem höfðu allt á hreinu.
Það var auðvelt því slíkir bílar eru
merktir. Á meðan var svindlarinn í
níu sæta bíl eða á rútu þar við hliðina
og hló dátt. En embættismaðurinn
gat hakað við að eitthvað hefði gerst
yfir daginn.
Ráðherra ferðamála, iðnaðar og
nýsköpunar var annar ráðherra sem
átti að gæta að hagsmunum ferða-
þjónustunnar. Engin sérstæði hafa
verið byggð upp á ferðamannastöð-
um fyrir lögreglu og eftirlit eins og
gert hefur verið í Noregi. Undir það
ráðuneyti heyrir Ferðamálastofa,
sem nánast stundar „iðnaðarnjósnir“,
þvílíkt er upplýsingaflæðið sem kall-
að er eftir.
Félags- og barnamálaráðherra er
svo yfir Vinnumálastofnun, sem á að
hafa eftirlit með að þeir sem hingað
koma séu á launaskrá. Það er allt í
lamasessi og lögreglan veit ekki að
þangað ber að leita. Það á við þegar
hópferðaaðilar innan úr EES en utan
Íslands flandra um á vegum landsins
með bílstjórum á sultarlaunum.
Þannig er samkeppnisstaðan skert.
Tollurinn hleypti þessu öllu inn í
landið á vertíð í lögsögu Íslands.
Svo er það samgönguráðherra.
Undir hann heyrir Samgöngustofa.
Sú stofa er engin venjuleg skrifstofa
og sýnir enga miskunn þeim sem allt
hafa á hreinu. Þarna og víðar er
framleiddur ómældur kostnaður
gagnvart þeim sem starfa í ferða-
þjónustu. Þar er þeim refsað mest
sem minnst hafa til saka unnið. Aug-
unum er lokað og einnig eyrum þegar
minnst er á svindlið og svínaríið sem
flutt er hingað inn í boði stjórnvalda.
Nú undir lok kjörtímabilsins birtist
umhverfisráðherra sem ætlar að loka
hálendinu fyrir ferðaþjónustubænd-
um sem öðrum bændum og leggja
skatt á alla vegi og vegferð fólks.
Er á þetta bætandi?
Ferðaþjónusta, svik og flækjustig
Eftir Danith Chan
» Þarna og víð-
ar er fram-
leiddur ómæld-
ur kostnaður
gagnvart þeim
sem starfa í
ferðaþjónustu.
Höfundur skipar 2. sæti á lista
Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður. LLM-meistarapróf í lögfræði
frá HÍ og MBA í viðskiptafræði frá
HR.
Danith Chan