Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 47
UMRÆÐAN
47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Einbeittur vilji
frambjóðenda vinstri-
flokkanna til að stór-
auka ríkisútgjöld er
öllum ljós. Í huga
þeirra virðast öll opin-
ber kerfi vanfjár-
mögnuð og hleypa
þarf fjölmörgum nýj-
um verkefnum af
stokkunum, allt á
kostnað skattgreið-
enda að sjálfsögðu. Litlar tilraunir
eru oft gerðar til kostnaðarmats en
nefna má hugmyndir um borgara-
laun upp á hundruð milljarða króna,
100 milljarða króna ríkisstrætó
(borgarlínu), stóraukningu fjárfram-
laga til bóta- og milli-
færslukerfa af öllu tagi
o.s.frv.
Tilgangur vinstri-
flokkanna virðist vera
sá að láta sem flesta
kjósendur fá á tilfinn-
inguna að þeir muni
hagnast persónulega á
því að viðkomandi
flokkur komist til valda
og þar með í aðstöðu til
að hrinda stefnumálum
sínum í framkvæmd. Þá
verði ríkiskassinn opn-
aður upp á gátt, skattfé ausið í allar
áttir og ekki síst í vasa kjósandans.
Slíkt viðhorf byggist á hugsun,
sem hagfræðingurinn Frédéric
Bastiat orðaði eitt sinn þannig:
„Ríkið er tálsýnin mikla, þar sem
Eftir Kjartan
Magnússon
Kjartan Magnússon
»Komist vinstristjórn
til valda að loknum
kosningum mun hún
hækka skatta eins og
allar vinstristjórnir á
undan henni hafa gert.
Höfundur skipar 4. sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi nyrðra.
kjartanmagg@gmail.com
Varist vinstri slysin – Kjósið XD
allir leitast við að lifa á kostnað allra
annarra.“
Loforðaflaumur vinstriflokkanna
tekur ekki mið af stöðu ríkisfjár-
mála. Hugmyndir um ný ríkisút-
gjöld tröllríða kosningaumræðunni
en lítið er fjallað um hvernig eigi að
eyða geigvænlegum halla á ríkis-
sjóði, hvað þá að fjármagna alla
eyðsludraumana.
Skattar skulu hækka
Ekki er hægt að byggja kosninga-
loforð um varanlega aukningu ríkis-
útgjalda á síauknum hagvexti. Slík
loforð fela í sér stórfelldar skatta-
hækkanir á almenning. Komist
vinstristjórn til valda að loknum
kosningum mun hún hækka skatta
eins og allar vinstristjórnir á undan
henni hafa gert. Og skattar myndu
hækka verulega þótt einungis ætti
að fjármagna hluta kosningaloforða
vinstriflokkanna.
Aukin skattheimta á tekjur og
eignir dregur úr fjárfestingum og
atvinnustarfsemi. Þá er alkunna að
þegar skattar fara yfir tiltekið
mark, t.d. í prósentum af tekjum,
minnka skatttekjur ríkisins. Sér-
hver skattahækkun hefði því minni
skatttekjur í för með sér.
Reynsla Reykvíkinga
Draumur vinstrimanna stendur til
þess að ný ríkisstjórn verði mynduð
með þátttöku sömu flokka og mynda
nú meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur. Stjórn borgarinnar
gefur því skýra vísbendingu um
hvernig slík ríkisstjórn myndi
starfa. Stefna vinstri meirihlutans í
Reykjavík er í stuttu máli sú að
halda sköttum eins háum og hægt er
og að safna skuldum eins og enginn
væri morgundagurinn. Skuldir
Reykjavíkurborgar eru komnar yfir
hættumörk enda hlóðust þær upp í
góðærinu, á meðan ríkið og mörg
önnur sveitarfélög greiddu niður
skuldir sínar.
Sjálfstæðisflokkurinn, XD, tekur
ekki þátt í því ábyrgðarlausa upp-
boði á skattfé, sem vinstriflokkarnir
stunda fyrir kosningarnar. Slík upp-
boð eru ávísun á frekari skuldasöfn-
un, skattahækkanir og verðbólgu,
sem myndi bitna verst á almenningi.
Tölum um skerð-
ingar og keðjuverkandi
skerðingar í almanna-
tryggingakerfinu sem
setur þá sem reyna af
fremsta megni að tóra í
þessu ömurlega búta-
saumaða kerfi á Íslandi
ekki bara í fátækt,
heldur í sárafátækt.
Núverandi ríkis-
stjórn ef hún heldur
völdum mun halda
áfram að skerða atvinnutekjur, dán-
arbætur, mæðra- og feðralaun,
sjúkrabætur, lífeyrissjóð, leigubætur,
sértækar leigubætur, barnabætur,
aldurstengdu uppbótina, heimilis-
uppbótina og fleiri flokka og það með
tilheyrandi skelfingu fyrir þá sem
fyrir keðjuverkandi skerðingunum
verða.
Afleiðingarnar fyrir þá sem reyna
að lifa af á lægstu almannatrygg-
ingalaununum eru vannæring, þung-
lyndi og kvíði fyrir afkomu viðkom-
andi og fjölskyldna þeirra.
Hugsið ykkur áhrifin sem þetta
hefur á öll börnin sem verða að lifa í
þessum ömurlegu aðstæðum og af-
leiðingar sem það hefur á þau í nútíð
og framtíð að vera í sárafátækt svo
árum skiptir?
Þetta er það sem ríkisstjórnin býð-
ur þeim upp á sem verst hafa það á
Íslandi. En á sama tíma hafa þeir sem
hafa óheftan aðgang að auðlindum
þjóðarinnar aldrei grætt meira og
vita ekki aura sinna tal.
Hvers vegna í ósköpunum setti rík-
isstjórnin aftur á „krónu á móti krónu
skerðingar“ hjá þeim sem verða fyrir
búsetuskerðingum, þ.e.a.s. eldra fólki
og öryrkjum. Hvað er að hjá þeim
sem geta beitt þá verst settu svona
ömurlegum skerðingum, sem er ekk-
ert annað en fjárhagslegt ofbeldi af
verstu gerð.
Það var sagt fyrir síðustu kosn-
ingar að nú væri tími þeirra verst
settu í okkar samfélagi kominn og að
þessir hópar gætu ekki beðið lengur.
En þeir bíða og bíða og bíða enn.
Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hefur
byggt upp þetta ömurlega bútasaum-
aða almannatryggingakerfi og við-
haldið því með ekki bara skerðingum,
heldur keðjuverkandi skerðingum
þar sem allar hækkanir renna í gegn-
um vasa öryrkja og eldra fólks og
beint aftur í ríkissjóð. Ekkert annað
hægt hjá þessum verst setta hóp í ís-
lensku samfélagi, en að herða enn
frekar sultarólina.
Flokkur fólksins segir fólkið fyrst
og svo allt hitt og það á enginn á Ís-
landi að fá minna en 350.000 krónur á
mánuði skatta- og skerðingarlaust
Á biðlista til komast á biðlista?
Um 2.000 börn eru á biðlista eftir
þjónustu í heilbrigðiskerfinu, hundr-
uð barna á biðlista til að komast á
annan hundraða barna
biðlista hjá Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins
sem sinnir börnum með
alvarleg veikindi. Það er
allt að þriggja og hálfs
árs bið hjá börnum með
alvarleg veikindi. Hvað
næst, biðlisti til að kom-
ast á biðlista, til að kom-
ast á biðlista?
Skýrsla sem ég fékk í
vor um fjölgun á biðlist-
um sýnir að biðlistar eru
að lengjast og lengjast í heilbrigð-
iskerfinu og það er óþolandi að ár eft-
ir ár styttast ekki biðlistar barna
heldur lengjast og að hafa á annað
þúsund börn á bið er okkur til hábor-
innar skammar. Hvað verður þá um
þau börn sem eru komin fram á
bjargbrúnina með skólagönguna og
hvaða afleiðingar mun það hafa á
framtíð þeirra og fjölskyldna?
Flokkur fólksins segir eitt barn á
biðlista er einu barni of mikið.
Á biðlista
Heilbrigðiskerfið er á ystu nöf og
biðlistar eftir flestum aðgerðum eru
að lengjast. Kulnun í starfi og að
manna störf í heilbrigðiskerfinu er að
verða stórt vandamál og þá einnig að
álagið sé að buga marga þá sem eru í
fremstu víglínu í þessu kerfi.
Þá hefur ekki enn verið samið við
sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga
og sérfræðilækna. Þá skora læknar
einnig á stjórnvöld að standa við
nauðsynlegar aðgerðir og úrbætur í
heilbrigðiskerfinu.
Hjúkrunarheimilin eru komin á
ystu nöf vegna fjárskorts og áhyggju-
laust ævikvöld verður alltaf fjarlæg-
ari og fjarlægari draumur. Vonandi
er ekki enn verið að útskrifa aldrað
fólk af sjúkrahúsi og heim til sín þar
sem það eina sem er til í ísskápnum
er lýsisflaska og maltdós.
Þá verðum við að sjá til þess að all-
ir sem þurfa læknisaðstoð fái hana
strax, en lendi ekki í langri bið eftir
lífsnauðsynlegri aðgerð vegna Co-
vid-19. Þá ber að upplýsa þá sem hafa
beðið lengur en þrjá mánuði eftir að-
gerð að þeir eiga rétt á að fara til út-
landa í þá aðgerð, á kostnað ríkisins.
Flokkur fólksins segir réttlæti fyr-
ir alla í ríku landi.
Eftir Guðmund
Inga Kristinsson
Guðmundur Ingi
Kristinsson »Hvað verður þá um
þau börn sem eru
komin fram á bjarg-
brúnina með skólagöng-
una og hvaða afleiðingar
mun það hafa á framtíð
þeirra og fjölskyldna?
Höfundur er þingmaður og
varaformaður Flokks fólksins og
í 1. sæti fyrir hann í Suðvestur-
kjördæmi.
Gudmundurk@althingi.is
Burt með skerðingar
og biðlista
Langflestir lands-
menn vilja sjá Katrínu
Jakobsdóttur áfram
sem forsætisráðherra.
Næstum annar hver
maður vill að hún leiði
áfram næstu ríkis-
stjórn. Vinsældir
hennar ná langt út
fyrir fylgi flokks
Vinstri grænna. Það
er hins vegar svo að ef
fólk vill að Katrín leiði næstu ríkis-
stjórn þá verður hún að fá góða
kosningu.
Katrín hefur sýnt það síðastliðin
fjögur ár að hún er afar farsæll leið-
togi og henni hefur tekist það sem
margir töldu óhugsandi og það er að
fá tvo höfuðandstæðinga í stjórn-
málum til að vinna saman, Vinstri-
græna og Sjálfstæðisflokkinn.
Auðvitað er það ekki alfarið henni
einni að þakka að þessi ríkisstjórn
hefur verið afar farsæl. Það þarf að
minnsta kosti tvo til og jafnvel þrjá í
þessu tilviki til að dansa tangó.
Hlutur Bjarna Benediktssonar og
Sigurðar Inga Jóhannssonar er
heldur ekki lítill í því að þessi ríkis-
stjórn hefur verið farsæl. Þau þrjú
hafa náð vel saman og
mikið traust hefur ríkt
á milli þeirra. Það er
gott að ólíkir flokkar
starfi saman vegna
þess að mjög ólík sýn
gefur oft betri fókus á
bestu lausnina hverju
sinni. Við höfum öll í
grunninn svipaða lífs-
sýn, viljum komast á
sama staðinn en okkur
greinir oft á um hver sé
besta leiðin þangað.
Með ríkisstjórn með breiða skír-
skotun er meiri möguleiki á að besta
leiðin sé ávallt fundin. Það er sú leið
sem flestir geta verið sáttir við.
Margir hafa talað um að mjög
þarft sé að skattleggja meira stór-
útgerðina í landinu og að Vinstri-
grænir hafi svikið lit í þeim efnum.
En hlutirnir eru sjaldnast svona ein-
faldir. Eitt af höfuðmálum Vinstri-
grænna eru loftslagsmálin. Það ligg-
ur fyrir að á næstu árum og áratug-
um þarf útgerðin að fara í
stórfelldar og mjög kostnaðarsamar
breytingar á vélbúnaði skipa sinna
til þess að minnka mengandi út-
blástur. Hver á að borga þessar
breytingar? Ríkið? Það liggur auð-
vitað ljóst fyrir að útgerðin sjálf
mun þurfa að fjármagna þessar
breytingar og þess vegna er nauð-
synlegt að hún sé vel í stakk búin til
þess fjárhagslega þegar að því kem-
ur. Það verður hún ekki með ein-
hverri ofurskattlagningu. Vel má
vera að útgerðin geti greitt eitthvað
meira til samfélagsins fyrir aðgang-
inn að fisknum okkar í sjónum. En
það verður að vera sátt um það bæði
milli útgerðarinnar og ríkisins.
Gleymum því ekki að útgerðin er
líka að styðja við atvinnulíf út um
allt land með því að fjárfesta í öðr-
um mannaflsfrekum verkefnum.
Kosningar á laugardaginn snúast
um það hvort við viljum áfram stöð-
ugleika og framfarir sem þessi ríkis-
stjórn hefur fært okkur eða glund-
roða. Til þess að stöðugleiki ríki
áfram þarf verkstjóri þessarar ríkis-
stjórnar, Katrín Jakobsdóttir, að fá
góða kosningu. Kjósum Vg.
Eftir Ragnar
Thorarensen
Ragnar Thorarensen
»Ef fólk vill að Katrín
leiði næstu ríkis-
stjórn þá verður hún að
fá góða kosningu.
Höfundur er félagi í Vinstri-
grænum.
raggithor@simnet.is
Kjósum Vinstri-græn á laugardaginn