Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 50
Limoncello Atlantico er sætur og
ferskur drykkur sem best er að bera
fram beint úr frystinum. Þetta er
frábær „digestivo“ til að fá sér eftir
mat en hentar einnig í kokteila á
borð við Limoncello Spritz og Li-
moncello gin og tónik.
Drykkurinn er ekki kominn í vín-
búðir enn en hægt er að panta flösk-
ur beint frá framleiðanda.
Limoncello-kaka sem bragðast
eins og sælgæti
Fyrir kökuna
200 g mjúkt smjör
200 g sykur
4 egg
150 g möndlumjöl
50 g hveiti
4 msk. Limoncello Atlantico
börkur af 2 sítrónum
1 tsk. lyftiduft
Fyrir sírópið
Safi úr 2 sítrónum
50 g sykur
60 ml Limoncello Atlantico
Fyrir toppinn
Safi úr 1 sítrónu.
60 g sykur
Aðferð
1. Hitaðu ofninn í 160°C með
blæstri.
2. Þeyttu saman smjör og sykur í
um 8-10 mínútur eða þangað til
það er orðið silkimjúkt.
3. Þeyttu egg í annarri skál og
bættu þeim svo rólega við smjör-
blönduna.
4. Taktu nú fram sleifina og hrærðu
hveitinu, möndlumjölinu, sítr-
ónuberkinum, Limoncello-inu og
lyftiduftinu varlega saman við.
5. Helltu deiginu yfir í bökunarmót
sem búið er að smyrja og klæða
að innan með smjörpappír (mjög
mikilvægt að sleppa ekki smjör-
pappírnum).
6. Bakaðu í um 40-45 mínútur og
láttu kökuna svo kólna í bök-
unarmótinu. Mikilvægt að láta
kökuna kólna vel.
7. Settu öll sírópshráefnin í lítinn
pott á lágum hita, og leyfðu
sykrinum að bráðna rólega.
8. Notaðu svo gaffal eða grillpinna
til að stinga göt í kökuna og
helltu svo sírópinu varlega yfir.
Kældu aftur í hálftíma.
9. Blandaðu saman sítrónusafa og
sykri og smyrðu því yfir kökuna.
10. Láttu þetta allt kólna í bök-
unarforminu sjálfu. Þessa á ekki
að bera fram heita, gefðu henni
nægan tíma til að kólna.
11. Takið úr forminu, skerið í sneið-
ar og berið fram.
Íslensk fram-
leiðsla Hægt
er að fá Limon-
cello Atlantico á
veitingahúsum
og börum víða
um land.
Limoncello-kaka
sem bragðast eins
og sælgæti
Limoncello er ítalskur sítrónulíkjör sem hefur verið
framleiddur í rúmlega 100 ár. Nú loksins er hægt
að fá íslenska framleiðslu á þessum magnaða
drykk en það er Þoran Distillery sem hefur sett
Limoncello Atlantico á markað.
Ljúffengur biti Gott er að gefa sér góðan tíma í
baksturinn en það skilar sér í enn meiri gæðum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar í góðan mat
og notalegt andrúmsloft
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
„Svona ryksugur hafa lengi verið í
uppáhaldi hjá mér og keypti ég mér
alltaf pakka af þeim þegar ég fór í
IKEA, nema nú er það ekki lengur
hægt,“ segir María.
„Vegna mikils söknuðar ákvað ég
að gera svona sjálf og er óhætt að
segja að þær hafi notið mikilla vin-
sælda hjá heimilisfólkinu. Mér hefur
alltaf fundist þær minna mig á kókos-
kúlur úr bakaríi húðaðar marsípani,
og því ákvað ég að hafa fyllinguna
þannig. Útkoman var lýgilega lík bit-
unum í Ikea og virkilega góð. Ég
mæli með að þið prófið þessa enda vel
þess virði.“
Sænskar ryksugur eins og í Ikea
Fylling
125 g smjör
100 g MUNA-hafrar (ekki trölla)
50 g MUNA-kókosmjöl
75 g MUNA-hrásykur
30 g MUNA-kakó
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. rommdropar
½ tsk. fínt salt
Marsípan utan um
110 g MUNA-hrásykur
200 g MUNA-möndlur
1 eggjahvíta
pínu salt
½ tsk. möndludropar
grænn og gulur matarlitur
Súkkulaðihúð
½ dl MUNA bragð- og lyktarlaus kókos-
olía
½ dl MUNA-kakó
2,5 msk. MUNA-agavesíróp
Aðferð
Fylling
1. Mýkið smjörið með því að setja það
í örbylgju eins og í 20 sek.
2. Setjið svo allt saman í skál og hnoð-
ið vel saman eins og þegar eru
gerðar kókoskúlur
Marsípan utan um
1. Byrjið á að setja hrásykurinn í blen-
der (helst í svona glasi ef þið eigið)
og malið þar til verður fínn, næstum
eins og flórsykur og leggið til hliðar
2. Setjið svo möndlur í matvinnsluvél
eða blandara og malið þar til eru
orðnar að fínu dufti en ekki of lengi
samt
3. Setjið næst sykurinn og allt hitt
hráefnið sem á að fara í marsípanið
saman við og blandið þar til er orð-
ið að fínu grænu marsípani
Súkkulaðihúð
1. Bræðið olíu með lokinu á undir
vatnsbaði og hellið í skál
2. Setjið agave og kakó saman við og
hrærið vel saman þar til er orðið að
silkimjúku súkkulaði og leggið til
hliðar
Samsetning
1. Breiðið út filmu á brauðbretti og
setjið fyllinguna á í lengju, gott er
að gera þetta í tveimur til þremur
pörtum, þ.e setja ½ eða 1⁄3 fyllingu á
í einu
2. Lokið filmunni og rúllið á brettinu
þar til verður svona mjó lengja eins
og ormur, bara smá þykkari
3. Fletjið næst út ½ eða 1⁄3 af marsíp-
ani (gott er að setja smá spelt eða
hveiti undir það svo festist ekki og
á kökukeflið líka
4. Leggið svo fyllinguna ofan á end-
ann á marsípaninu öðrum megin
og rúllið upp þar til marsípanið
nær hringinn og skerið þá af-
gangsmarsípan frá
5. Endurtakið þar til fylling og mar-
sípan hafa klárast
6. Skerið svo í eins og 5 cm bita og dýf-
ið hvorum endanum ofan í súkku-
laðið, mér finnst best að byrja á að
dýfa öðrum endanum og láta
storkna smá og dýfa svo hinum
7. Það má líka bræða 70% súkkulaði í
staðinn fyrir að gera súkkulaðið frá
grunni og dýfa í ef þið kjósið frekar
8. Mér finnst síðan best að geyma bit-
ana í frysti eða kæli og borða þá
kalda
Ljósmynd/María Gomez
Sænskar ryksugur eins og í IKEA
Það eru sjálfsagt einhverjir sem muna eftir
ryksugumolunum í IKEA en María Gomez á Paz.is
hefur endurskapað þá í allri sinni dýrð.
Hollt og gott „Ég reyndi
líka að nota sem mest af
lífrænt ræktuðu hráefni sem er
næringarríkt eins og möndlur,
haframjöl, hrásykur og kakó
frá MUNA, segir María.