Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-9139 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-8929 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-8809 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-7573C 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-8929 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-8929 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-8542 19.995.- / St. 41-46 Vnr.: URB-7573C KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE HERRASKÓR Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Eldfjallið sýndi sannarlega listir sín- ar. Langbesta „live-show“ sem ég hef séð allt mitt líf og það besta sem ég hef upplifað,“ segir Jolanta Kaziu- koniene í samtali við K100.is en hún fór ásamt dóttur sinni Gabija Kaziu- konyte í sérstaka ferð til Íslands, í lok ágúst, til að berja eldgosið í Geld- ingadölum augum. Eldgosið og Ís- landsferðin heillaði mæðgurnar það mikið að þær ákváðu að fá sér húðflúr í stíl með mynd af eldgosinu. Húðflúrið er byggt á teikningu af eldgosinu sem þær fengu listamann í London til hanna fyrir sig. „Þetta er eitthvað sem dóttir mín stakk upp á fyrir löngu, að við ættum einhvern tímann að fá okkur húðflúr í stíl og þetta var fullkominn tími. Þetta var eitthvað sérstakt sem við sáum og nú erum við með minn- inguna um það á okkur,“ segir Jolanta. Eldfjallið var í fullu fjöri Mæðgurnar, sem eru litháískar að uppruna en hafa búið í Bretlandi í 13 ár, nutu Íslandsferðarinnar í botn en þær ákváðu að nýta tækifærið og ganga að eld- fjallinu fyrsta kvöldið sem þær komu til landsins. Sú ákvörðun reyndist mæðg- unum vel en eldfjallið var í fullu fjöri þetta tiltekna kvöld. „Við notuðum tækifærið á meðan við gátum. Næstu daga var eldfjallið svo ekki virkt svo við ákváðum að ferðast um landið,“ segir Jolanta en þær mægður heimsóttu meðal ann- ars Gullfoss, Geysi, Vík, Reynisfjöru, Skógarfoss, Dyrhólaey, Þingvelli og Bláa lónið á þeim fjórum dögum sem þær dvöldu á Íslandi. Grét næstum Mægðurnar undirbjuggu sig að sögn Jolanta vel og fylgdust vel með virkni eldfjallsins en Jolanta hafði lengi fylgst með eldgosinu í gegnum vefmyndavél á netinu. „Í sannleika sagt þá grét ég næst- um því þegar ég sá hraunið í fjar- lægð. Af því að þarna sá ég það með mínum eigin augum en ekki í gegnum vefmyndavél,“ sagði Jolanta. Í lok ferðarinnar ætluðu mæðg- urnar að ganga aftur að eldfjallinu en vegna þess hve slæmt veðrið var og mikil þoka ákváðu þær að skoða þess í stað nýja hraunið í Nátthaga sem var að sögn Jolanta afar mikil- fenglegt. „Það rauk upp úr hrauninu þegar regndroparnir snertu það enda er það enn heitt. Manni leið smá eins og það væri kominn heimsendir,“ sagði Jolanta. Þriðja Íslandsferðin Þetta er í þriðja skipi sem Jolanta hefur komið til landsins en hún hefur mikla ástríðu fyrir Íslandi. Hún heimsótti landið í fyrsta sinn árið 2015 á 20 ára brúðkaupsafmæli sínu ásamt eiginmanni sínum þar sem hún upplifði það meðal annars að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð. Í annað skipti ferðaðist hún til Íslands um há- vetur með syni sínum. Jolanta vonast til þess að heimsækja landið aftur í framtíðinni og að ná þá að keyra hringinn í kringum Ísland. Fengu sér húðflúr með eld- gosinu eftir Íslandsferðina Ísland Mæðgurnar, Jolanta Kaziukoniene og Gabija Kaziukonyte, urðu al- gjörlega heillaðar af Íslandi en Jolanta var sjálf að heimsækja landið í þriðja sinn. Í stíl Jolanta fékk sér húðflúr rétt fyrir of- an ökkla en Gabija á framhandlegginn. Mæðgurnar Jolanta Kaziukoniene og Gabija Kaziukonyte heilluðust algjörlega af sjónarspili eldgossins í Geldinga- dölum, svo mjög að þær létu húðflúra eldfjallið á líkama sinn. Útsýni Í sannleika sagt þá grét ég næstum því þegar ég sá hraunið í fjarlægð, segir Jolanta sem hafði aðeins séð gosið í vefmyndavél. Flott Húðflúrið er sérhannað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.