Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
✝
Guðmundur
Reynir Jónsson
fæddist í Reykjavík
10. janúar 1940.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 15.
september 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Þórarinsson, skip-
stjóri frá Ánanaust-
um í Reykjavík, f.
29.6. 1905, d. 10.11.
1967, og Guðrún Þorkelsdóttir,
húsfreyja frá Valdastöðum í
Kjós, f. 11.8. 1911, d. 28.11.
1982. Systkini Guðmundar eru:
1) Halldór Heiðar, f. 18.10. 1935,
d. 10.10. 2009, maki Helga Jó-
hannsdóttir, f. 10.11. 1935, d.
8.2. 2021. 2) Þórarinn Þorkell
Jónsson, f. 7.6. 1938, d. 23.11.
2009, eftirlifandi maki Þorbjörg
Jónsdóttir, f. 20.12. 1939. 3)
Ragnheiður, f. 10.5. 1942, d.
15.11. 1954. 4) Halldóra Borg, f.
30.7. 1945, d. 10.5. 2002, eftirlif-
andi maki Kristján Kristjánsson,
f. 18.4. 1944, samb.k. Kristín
Einarsdóttir. 5) Þórleif Drífa, f.
6.9. 1951, maki Finnbogi B.
12.1. 1984. b) Ragnhildur Dóra,
f. 12.7. 1991, maki Ásgeir Hall-
dórsson, f. 27.6. 1986, c) Halldór
Ingi, f. 1.11. 1996. 3) Jón Þór, f.
15.11. 1968, maki Kolbrún Sig-
urðardóttir, f. 16.9. 1970. Börn
Jón Þórs: a) Hrannar, f. 8.9.
1997. b) Hilmir Jónsson, f. 7.11.
2000. 4) Hafdís, f. 6.2. 1974,
maki Róbert Ericsson, f. 24.3.
1971. Börn Hafdísar: a) Kolbrún
f. 14.12. 1996 b) Viktor Máni f.
25.7. 2000, c) Alexander, f. 25.4.
2006, Guðmundur f. 25.4. 2006.
5) Fósturdóttir, Guðný Halldórs-
dóttir, f. 13.2. 1956, maki Guð-
brandur K. Jónasson, f. 8.7.
1954. Börn Guðnýjar: a) Ingunn,
f. 9.7. 1978, maki Hjalti Bald-
ursson, f. 11.10. 1978. b) Jónas
Kristinn, f. 20.8. 1982.
Guðmundur fór ungur til sjós
með Halldóri bróður sínum og
föður þeirra en það var á bátn-
um Drífu sem faðir hans átti og
rak, hann stoppaði stutt þar og
réð sig á Arnfirðing og síðan lá
leiðin á Grindvíking þar sem
hann var til sjós í fjöldamörg ár.
Hóf akstur á Nýju sendibíla-
stöðinni með eigin rekstur í
nokkur ár.
Seinna hóf hann störf í fyrir-
tæki sonar síns, Sérverki, en þar
endaði hann sína starfsævi.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 23. september
2021, klukkan 15.
Ólafsson, f. 1.2.
1949, d. 22.8. 2014.
Hinn 25. febrúar
1961 kvæntist Guð-
mundur Kolbrúnu
Halldórsdóttur, f.
28.10. 1941. For-
eldrar hennar voru
Halldór Kristinn
Jónsson, sjómaður í
Reykjavík, f. 12.8.
1913, d. 8.12. 1997,
og Ingunn Elías-
dóttir húsfreyja, f. 27.9. 1914 í
Reykjavík, d. 2.9. 1961.
Börn og fósturdóttir Guð-
mundar og Kolbrúnar eru:
1) Inga Dóra, f. 24.12. 1960,
maki Snorri Torfasson, f. 22.7.
1959. Börn Ingu Dóru: a)
Thelma, f. 13.2. 1988, maki Við-
ar Örn Hafsteinsson, f. 6.5. 1985.
b) Reynir, 16.7. 1990, maki
María B. Baldursdóttir, f. 26.5.
1990. c) Hlynur, f. 4.6. 1996,
samb.k. Eva Sif Einarsdóttir, f.
29.8. 1996. 2) Elías, f. 14.2. 1964,
maki Alda Rós Ólafsdóttir, f.
1.8. 1964, d. 17.10. 2016. Börn
Elíasar: a) Elín Rut, f. 12.7.
1989, maki Birnir Sveinsson, f.
Elsku pabbi minn, nú er kom-
ið að kveðjustund sem mér
finnst erfitt að hugsa til því við
vorum miklir vinir og félagar og
áttum svo mikið saman en ég
veit að í nokkur mörg ár hefurðu
fundið fyrir minna baráttu þreki
vegna veikinda, en þegar maður
hugsar um allar þær stundir
sem við áttum saman þá getur
maður ekki annað en verið
þakklátur og heppinn að hafa
eignast góðan og ljúfan pabba
og já eins og minn besti vinur
orðaði það hann var mikill kar-
akter, fyrir það minnist ég hans.
Allar þær minningar sem
maður býr yfir eru manni svo
dýrmætar á svona stundu, allar
útilegurnar og veiðitúrarnir og
ferðin okkar til Mallorca sem við
töluðum oft um, veiðiferðirnar í
Grenilækinn með þér og Dóra
bróður þínum og strákunum
hans sem voru einstakar og
skemmtilegar ferðir sem við Elli
bróðir og frændur okkar tölum
oft um, ferðirnar á Hraun í Ölf-
usi á Saabnum þar sem við vor-
um háðir flóði og fjöru með bíl-
inn svo hann færi ekki á haf út
og maður hugsaði oft þegar
maður sá Saabin í sandinum,
þessi bíll hefur margar fjörurnar
sopið í veiðiferðum. Svo er önn-
ur minning sem situr fast í mér
og hefur fengið mig til að brosa
oft af en hún var þannig að þeg-
ar við komum á veiðistaði þá var
ekki verið að drolla neitt við að
setja saman, það var gert af
ógnahraða því það lá allt undir
að koma færinu út í og ef maður
bað um hjálp þá var því ekki vel
tekið svona rétt á meðan hann
græjaði sig fyrstan með stöng-
ina og sagði hann oft hvað er
þetta þú átt að kunna þetta ég
er búinn að kenna þér þetta
margoft, en það var líka alveg
rétt hjá honum.
Við fórum oft á völlinn já KR-
völlinn, ég þú og Elli, þú varst
mikill KR-ingur og í raun var
alltaf eitt lið á vellinum sama
hvernig liðið spilaði, við bræður
sögðum oft hvað KR hefði verið
slakt í hinum og þessum leikjum
en þú varst nánast aldrei sam-
mála, sagðir við okkur þið hafið
verið að horfa á annan leik og
skiljið ekki leikinn kom stundum
líka, KR var hans lið, hann var
líka liðsstjóri hjá KR og lands-
liðinu til margra ára og hann
þekkir margt frábært fólk í
kringum boltann og honum
fannst gaman að fylgjast með
þeim strákum sem voru með
honum hjá KR en það eru miklir
vinir hans og gaman að sjá hvað
þeir komu margir og heilsuðu
upp á hann fyrir leik eða hvar
sem hann hitti þá, honum þótti
vænt um það.
Pabbi var sjómaður og heyrði
maður margar sjóarasögur af
honum frá mönnum sem voru
með honum til sjós en allar áttu
þær það sameiginlegt, pabbi
þinn var hörkusjómaður var oft
sagt við mig og maður var nú
stoltur að heyra það.
Pabbi og mamma voru svo
áhugasöm að fylgjast með manni
og þurftu að fá að vita allt um
hvað væri að gerast, hvort sem
ég fór á Þingvelli að veiða eða
með fjölskylduna utan þá gat ég
verið viss um að hann myndi
hringja og fá fréttir um stöðu
mála, „Hvað ertu búinn að veiða
marga og hvernig er veðrið, er
ekki heitt og hvernig hafa strák-
arnir og Kolla það?“ var meðal
þeirra spurninga sem maður
fékk og á ég eftir að sakna að fá
ekki lengur símtöl frá pabba.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn!
Þinn sonur,
Jón Þór.
Elsku pabbi minn.
Það er skrítið að hugsa til
þess að þú sért farinn frá okkur.
Þú, sem hefur alltaf náð að
standa upp aftur eftir öll þín
veikindi, enda algjör nagli sem
gafst aldrei upp. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa unnið í for-
eldralottóinu, því að betri pabba
og mömmu er ekki hægt að
hugsa sér. Þú varst alltaf svo
áhugasamur um okkur og fylgd-
ist vel með barnabörnunum þín-
um, hvort sem það var í leik eða
starfi.
Þú varst svo stoltur af afas-
telpunni þinni, Kolbrúnu, sem
þú áttir svo mikið í og það var
yndislegt að fylgjast með gæða-
stundunum ykkar saman. Þegar
Viktor Máni, Alexander og Guð-
mundur voru að keppa í fótbolta,
þá varstu ávallt fyrstur til að
hringja og fá upplýsingar um
hvernig leikurinn fór og hvernig
þeim hafði gengið. Eftir að Vikt-
or Máni fór í háskólanám til
Kansas varstu fljótur að læra að
hringja í hann í gegnum face-
time og voru símtölin ykkar
mörg í mánuði, þú varst svo
áhugasamur um hann og vildir
fylgjast vel með honum.
Alexander og Guðmundur
áttu góðan vin í afa sínum sem
gerði allt fyrir afastrákana sína.
Við erum líka svo heppin að hafa
búið í sama húsi og þið mamma
síðastliðin 14 ár og samveran því
mjög mikil á milli okkar, enda
stutt í kaffibolla og spjall. Við
hittumst nánast daglega og ef
það liðu einn eða tveir dagar á
milli, þá hringdir þú alltaf í mig
til að láta mig vita að þið væruð
heima og spurðir hvort ég ætlaði
ekki að kíkja á ykkur.
Fyrir nokkrum árum skapað-
ist sú hefð að við systkinin kom-
um alltaf í kaffi til ykkar á laug-
ardagsmorgnum og ég veit að
það gaf ykkur mömmu svo mikið
að fá alla til ykkar. Við skipt-
umst á skoðunum um fótbolta,
pólitík og allt þar á milli. Þetta
voru yndislegar samverustundir
sem skilja svo mikið eftir núna,
enda höfum við alltaf verið sam-
rýnd fjölskylda og gert mikið
saman.
Það er erfitt að hugsa sér lífið
án þín elsku pabbi minn og ég
mun sakna þín svo mikið. Ég
lofa þér því að við munum hugsa
vel um mömmu fyrir þig.
Hvíldu í friði elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Hafdís Mjöll.
Elsku afi okkar.
Við eigum erfitt með að trúa
því að þú sért farinn frá okkur,
enda héldum við öll að við fengj-
um meiri tíma með þér. Það eru
forréttindi að hafa kynnst þér og
erum við svo þakklát fyrir að
hafa átt þig sem afa.
Þú varst okkar stærsti stuðn-
ingsmaður í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur, enda fyrstur
til að fá upplýsingar, hvort sem
þær tengdust áhugamálum,
skóla eða starfi.
Þú varst alltaf jafn áhugasam-
ur um okkur og gleðin skein í
gegn þegar við komum í heim-
sókn. Við erum svo lánsöm að
hafa búið fyrir neðan ykkur
ömmu í öll þessi ár og heim-
sóknir til ykkar voru nánast
daglegar.
Þú varst fljótur að láta okkur
vita þegar þér fannst langt liðið
frá síðustu heimsókn, þótt það
hefðu aldrei verið meira en
nokkrir dagar.
Jólahátíðirnar voru okkar
bestu samverustundir en þar
skapaðist sú hefð í Ásakór að
jólasteikin var borðuð hjá ykkur
ömmu en pakkarnir opnaðir hjá
okkur. Það er eitthvað sem við
munum öll frá því að við vorum
pínulítil og eru þær minningar
okkur mjög dýrmætar. Söknuð-
urinn verður mikill en minning-
arnar um góðan afa munu lifa að
eilífu.
Hvíldu í friði elsku afi okkar,
við elskum þig.
Þín afastelpa og afastrákar,
Kolbrún, Viktor Máni,
Alexander og Guðmundur.
Elsku Gummi bróðir.
Nú er komið að því að kveðja
þig í síðasta sinn. Það má þakka
fyrir að við fengum að hafa þig
hér hjá okkur þó svona lengi.
Það komu tímar sem við héldum
þú værir að yfirgefa okkur en
alltaf reist þú upp aftur, það var
alveg ótrúlegur kraftur í þér. Ég
átti alls ekki von á fréttunum af
andláti þínu því ég hafði verið
hjá ykkur Kollu helgina á undan
og þá voru þið að segja frá
hvernig þið fjölskyldan ætluðuð
að halda upp á 80 ára afmælið
hennar Kollu sem er í næsta
mánuði.
Þegar hugsað er til baka
komu upp ánægjulegar minning-
ar sem hægt er að hugga sig við
á svona stundum. Það var mikið
fjör þegar allur hópurinn hittist
hjá mömmu þar sem systkina-
börnin voru mörg á svipuðum
aldri. Fjölskylduferðirnar sem
farið var í á hverju sumri í mörg
ár voru ómetanlegar og urðu til
þess að hópurinn þekktist mjög
vel. Hefðin var einnig að hittast
alltaf á hverju ári 2. janúar til að
fagna nýju ári og þá varst þú og
þín fjölskylda alltaf með nóg af
flugeldum, blysum og stjörnu-
ljósum, sem auðvitað var allt
keypt hjá KR.
Núna síðustu árin eftir að við
vorum bara tvö eftir af systk-
inunum og Finnbogi fallinn frá
höfum við hist mjög reglulega.
Það var mér mjög dýrmætt hvað
þið Kolla tókuð vel á móti Guð-
jóni vini mínum þegar ég kynnt-
ist honum. Það kom í ljós að þið
áttuð ýmislegt sameiginlegt sem
þið gátuð rætt um þar sem Guð-
jón hafði verið til sjós í gamla
daga eins og þú.
Í stað þess að kaupa afmæl-
isgjafir fyrir hvert annað
ákváðum við að fara út að borða
í hádeginu ásamt Tobbý mág-
konu og ég vona að við sem eftir
erum höldum því áfram.
Elsku Kolla mín og fjölskylda
þið hafið misst yndislegan mann
en minningarnar lifa í hjörtum
ykkar og okkar um ókomna tíð.
Gummi minn núna er ég ein
eftir af okkur systkinum en ég
hef notið þess að vera litla systir
alla tíð. Farðu í friði og guð fylgi
þér. Takk fyrir allt.
Þín systir
Þórleif Drífa.
Svili minn og „tengdafaðir“
Guðmundur Reynir Jónsson var
Guðmundur
Reynir Jónsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR
barnakennari og skáld,
lést á líknardeild Landspítalans
16. september. Útför hennar fer fram frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. september klukkan 15.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Egill Arnaldur Ásgeirsson
Þorgeir Elís Þorgeirsson Guðrún Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, systir okkar og
mágkona,
EDDA SVAVA ARNÓRSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 5. september í Osló.
Ólafur Jónsson
Víðir Kalmar Arnórsson Jóhanna Lúðvíksdóttir
Guðlaug Sigríður Arnórsd.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJÖRGVIN RUNÓLFSSON
bóndi á Dvergasteini,
Lindasíðu 2, Akureyri,
lést sunnudaginn 19. september
á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju
mánudaginn 4. október klukkan 13.
Benedikt Björgvinsson
Vilborg Björgvinsdóttir Davíð Stefánsson
Jón Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
HLÍF HELGADÓTTIR,
Furugrund 70, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
9. september.
Hjartans þakkir til starfsmanna líknardeildar
fyrir yndislega umönnun.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Dís, börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÍNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Grenivík í Grímsey,
sem lést á Landspítalanum mánudaginn
6. september, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 15.
Erlendur Geirdal Kolbrún Matthíasdóttir
Guðmundur Gísli Geirdal Linda Jörundsdóttir
Halldóra Sæunn Sæmundsd.
ömmu- og langömmubörn
Okkar ástkæri
ÞÓR MATTHÍASSON,
Klapparstíg 3, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
11. september. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur
senda alúðarþakkir fyrir frábæra þjónustu til
líknardeildarinnar og Heru.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi
og líknarþjónustuna Heru.
Yrja Þórsdóttir
Janet Matthíasson Freyja Matthíasdóttir
Edda Matthíasdóttir Swan Sif Matthíasdóttir
og fjölskyldur