Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
stór maður, með stórt og hlýtt
hjarta, glaðlyndur, duglegur og
kappsamur. Okkar leiðir lágu
saman eftir að ég varð skotinn í
fósturdóttur hans og kom því
svo oft sem verða mátti í heim-
sókn á heimili þeirra í Hraun-
bænum. Þá mætti ég honum í
forstofunni, með sítt hár og vík-
inga-skegg, hann í stuttu fríi af
loðnuvertíð. Mér leist ekkert á
blikuna en þétt handtakið og
brosið gaf vísbendingar um það
sem á eftir fylgdi. Hann reynd-
ist mér og fjölskyldu minni vin-
ur í raun, umhyggjusamur og
hjálpsamur.
Hann var háseti á Grindvík-
ing þegar ég kynntist honum,
netaveiði, loðna og síld og oft
langar útilegur. Sótt í Norðursjó
og við Nýfundnaland og þegar
heim var komið fylgdi gjarnan
eitthvað sérstakt og gómsætt
með til heimilisnota. Heimilislíf-
ið mótaðist á þessum árum af
fjarveru hans, Kolla eiginkona
hans bar hitann og þungann af
heimilisrekstrinum, naut aðstoð-
ar Guðnýjar systur sinnar sem
var svo lánsöm að fara í fóstur
hjá þeim Kollu og Gumma við
fráfall móður sinnar aðeins 5 ára
gömul. Gummi var mikils metinn
í flotanum, sterk tengsl hans við
Grindavík og starfsmenn út-
gerðarinnar Fiskaness rofnuðu
ekki þótt hann færi í land. Við
tók rekstur sendibíls og hafði
hann í nógu að snúast, keyrði
aðallega fyrir innflutningsfyrir-
tækið Dreifingu, McCain-fransk-
ar kartöflur í tonnavís á hverj-
um degi. Þar kom dugnaður
hans og kappsemi að góðum not-
um, hann sinnti hlutverki sínu
eins og hann væri eigandi Dreif-
ingar en ekki dreifingarstjóri.
Hann hætti sendibílarekstri og
hóf störf hjá Elíasi syni sínum
við byggingafyrirtækið Sérverk,
eljusemi og dugnaður, rík sam-
viskusemi einkenndi áfram störf
hans. Ekkert gert með hálfum
hug, alltaf á fullu gasi, enda kall-
aður Gassi af vinum.
Það fór ekki á milli mála hvað
honum var annt um fólkið sitt,
eftirtektarvert hvað hann rækt-
aði samband sitt við börnin sín,
systkini og tengdafólk. Ára-
mótaboð og árleg stórfjölskyl-
duútilega batt sístækkandi hóp-
inn þétt saman, þar gegndu
Gummi og systkini hans lykil-
hlutverki. Einkenni stórfjöl-
skyldu Gumma var samheldni,
umhyggja og hjálpsemi, við
Guðný og börnin okkar tekin
með frá fyrsta degi.
Síðustu mánuðir reyndust
Gumma erfiðir, heilsunni hrak-
aði, stoðkerfisvandi og veikara
hjarta tóku frá honum getuna til
að sinna fjölskyldu sinni og
áhugamálum eins og hugur hans
stóð til. Að endingu þakka ég
fyrir vináttu hans í 46 ár og ekki
síst hve góður fósturfaðir hann
reyndist Guðnýju konu minni.
Guðbrandur Kristinn
Jónasson.
Fallinn er frá góður vinur
minn Guðmundur Jónsson,
Gassi.
Gassa kynntist ég í gegnum
Ella og var á milli okkar mikill
vinskapur. Ég fór þó nokkra
veiðitúra með þeim feðgum
hvort sem það var í laxveiði eða
silungaveiði í ár eða upp á heiði.
Gassi var mikill veiðimaður og
hafði mjög gaman af því að
veiða. Sögurnar sem hann sagði
frá í veiðitúrum voru mjög
skemmtilegar og var Gassi alltaf
hrókur alls fagnaðar. Mér þótti
alltaf gaman að því þegar hann
sló saman lófunum og sagði ÉG
ELSKA LÍFIÐ. Gassi var einn-
ig mikill KR-ingur og var KR
honum mjög kært félag og veit
ég ekki um nokkurn annan jafn-
mikinn KR-ing og Gassi var,
hann talaði alltaf vel um KR og
ef KR gekk illa þá sagði hann
þetta kemur í næsta leik hjá
okkur. Gassa hitti ég af og til
þegar hann og Kolla komu til
okkar í Sérverk í kaffi og þá var
iðulega talað um KR eða veiði.
Nú kveð ég vin minn Gassa,
sterkan karakter, og hans verð-
ur sárt saknað. Ég votta Kol-
brúnu, Ella, Ingu Dóru, Jóni
Þór, Hafdísi, Guðnýju og öðrum
aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Ólafur Arnarson.
Handtakið var þétt. Brosið
náði til augnanna. Það fór ekki á
milli mála að hér fór maður sem
hafði þurft að hafa fyrir lífinu.
Dýft höndunum í kalt vatn og
migið í saltan sjó.
Guðmundur Reynir Jónsson –
Gassi – var lífsglaður maður.
Naut þess að vera til. Alltaf
stutt í hláturinn og grallaralegt
brosið. Hann var KR-ingur í
gegnum þykkt og þunnt, kunni
að lesa leikinn betur en flestir.
Gassi var sjálfstæðismaður af
gamla skólanum, vildi að fólk fái
að njóta eigin dugnaðar og ef
eitthvað fór illa í hann var það
leti, hvort heldur í leik eða
starfi. Hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur.
Hreinskiptinn og sagði skoðanir
sínar án þess að sykurhúða eitt
né neitt. Engu skipti hvort um
var að ræða frammistöðu liðs
eða einstakra leikmanna á fól-
boltavellinum, eða stöðuna í
þjóðmálum og framgöngu
stjórnmálamanna. Gassi las
stjórnmálin ekki síður en fót-
boltann.
Í áratugi fórum við á hverju
sumri í veiðiferðir með Gassa og
syni hans Elíasi – Ella. Á ár-
bakkanum naut Gassi sín.
Barnsleg gleðin þegar fyrsti
fiskurinn var kominn á land var
fölskvalaus, skipti engu hvort
hann sjálfur hafði sett í laxinn
eða einhver okkar hinna. En
ekki þótti honum verra að ná að
landa laxi á undan syninum, sem
þurfti þá að sitja undir háðs-
glósum, jafnvel löngu eftir að
leikurinn var jafnaður.
Samband þeirra feðga var
einstakt. Það fór ekki fram hjá
neinum hve sterk vinátta var á
milli feðganna. Vinátta sem
byggð var á gagnkvæmri virð-
ingu og leyfði góðlátlegt grín og
stríðni í garð hvors annars. Við
veiðifélagarnir fengum auðvitað
okkar skammt en náðum yfir-
leitt aldrei að eiga síðasta orðið.
Gassa varð sjaldan orða vant,
fljótur að svara fyrir sig og
brosið lék um allt andlitið.
Gassi var vinur vina sinna.
Stóð þétt við bakið á þeim og
kom þeim til varnar ef á þurfti
að halda. Drengskapur var hon-
um í blóð borinn.
Við sendum fjölskyldu Gassa
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Að leiðarlokum þökkum við ein-
staka vináttu sem aldrei brást.
Megi guð blessi minningu heið-
ursmannsins Guðmundar Reynis
– Gassa.
Hjörtur Nielsen
Óli Björn Kárason
Guðmundur Reynir Jónsson
er látinn, pabbi Jóns Þórs míns
góða vinar. Gassinn eins og hann
var kallaður var einkar
skemmtilegur maður og margs
að minnast frá öllum þeim
stundum sem maður hitti hann.
Sjómaður sem kallaði ekki allt
ömmu sína, harðasti KR-ingur-
inn í Árbænum. Við tókumst á
með það; ég reyndi að finna
Fylkistaug í honum en náði því
ekki á þeim tæpu fimmtíu árum
sem ég þekkti hann. Gassinn var
KR-ingur, fór á alla leiki og varð
fljótlega liðsstjóri í meistara-
flokki, ég man eftir blaktandi
KR-treyjum á snúrum á Digra-
nesveginum sem varð heimili
fjölskyldunnar eftir Hraunbæ-
inn. Maður hugsaði með sér:
hver gerir svona, þvo treyjurnar
af liðinu heima hjá sér?
Það gekk ekki sérstaklega vel
hjá KR á þessum árum, það var
ekki fyrr en Guðjón Þórðarson
kom til KR að eitthvað stórt fór
að gerast. Tókst mikill vinskap-
ur milli þjálfarans og liðsstjór-
ans, sem varð til þess að Guðjón
tók Gassann með sér þegar
hann tók við landsliðinu. Gass-
inn fór þá um allan heim með
landsliðinu, m.a. til Indlands, og
undi því einkar vel. Gassinn lét
mig oft og iðulega vita þegar
Fylkismenn voru með allt niðr-
um sig, ég reyndi að svara fyrir
mig en málstaðurinn ekki alltaf
góður. Hann hefði nú aldeilis
gott tækifæri í dag til að skjóta
á mig. Ég minnist þess þegar
við vinir Jóns Þórs vorum að fá
okkur í tána á Digranesveginum
á gamlárskvöld og Gassinn kall-
ar í okkur rétt fyrir miðnætti til
að skjóta upp. Gassinn með risa-
stóran fjölskyldupakka frá KR,
einn af okkur gætti ekki að sér
og henti rokeldspýtu í pakkann
hjá Gassanum. Gassinn tók á
rás, þessum spretti gleymi ég
aldrei. Pakkinn sprakk ekki upp
í heilu lagi, en við grenjuðum
allir af hlátri, ekki síst Gassinn.
Ég kveð þennan góða mann
með söknuði. Fjölskyldu Jóns
Þórs vinar míns sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Björn Arnar Ólafsson.
Í dag er til moldar borinn á
sínu 82. aldursári, mikill heið-
ursmaður, góður félagi og KR-
ingur. Guðmundur Reynir eða
Gassi, eins og hann var ávallt
kallaður, ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Eins og ætterni
hans gefur til kynna var sjó-
mennskan honum í blóð borin,
og stýrði lífi hans fyrstu áratug-
ina. Það gafst því ekki mikill
tími fyrir boltaspark, eins og hjá
mörgum öðrum drengjum í
Vesturbæ. En eitt var hann með
á hreinu, hann var gallharður
KR-ingur eins og félagarnir og
vinirnir og stuðningur hans við
félagið var ævilangur og fölskva-
laus.
Eftir að Gassi kom í land um
1980, opnuðust honum mögu-
leikar til að taka að sér störf fyr-
ir KR. Þó að heimilið og fjöl-
skyldan væri nú flutt handan við
bæjarmörk Kópavogs, þá var
stuðningur hans aldrei meiri.
Hann var kjörinn í stjórn knatt-
spyrnudeildar KR árið 1981 og
sat hann fyrst í varastjórn og
síðan í stjórn deildarinnar næstu
10 árin. Þar kom Gassi að ýms-
um málum svo sem getraunum,
stúkubyggingunni og auðvitað
flugeldunum, en hann var einn
af mikilvægum hlekkjum í upp-
gangi KR-flugelda, sem tóku
flugið á þessum árum. Það
þurfti ekki að spyrja að því hvar
Gassi varði jólafríinu, þar kom
ekkert annað til greina en flug-
eldasala KR.
Er Ian Ross tók við þjálfun
meistaraflokks KR árið 1988,
tók Gassi að sér hlutverk liðs-
stjóra, og þar fann hann fjölina
sína. Hann gegndi starfinu með
miklum sóma næstu 10 árin. Það
má hiklaust segja að hann hafi
að mörgu leyti mótað þetta mik-
ilvæga starf – og ekki bara í KR
heldur meðal knattspyrnufélaga
í efstu deild. Hann starfaði með
ýmsum þjálfurum, auk Ross
voru þeir helstir Ivan Sochor,
Guðjón Þórðarson og Luka Cos-
tic. Skömmu eftir að Guðjón var
ráðinn þjálfari A-landsliðs Ís-
lands árið 1997 var Gassi ráðinn
liðsstjóri þess. Því gegndi hann
næstu sjö árin, er hann settist í
helgan stein frá knattspyrnustú-
ssinu. Í blaðaviðtali í Mbl. var
eftirfarandi haft eftir honum:
„Það var engu líkt að vera í
kringum þessa stráka enda eru
þeir allir vinir mínir. Leikmenn
eins og Rúnar Kristinsson og
Heimir Guðjónsson voru ein-
stakir í klefanum og að öðrum
ólöstuðum var Gaui, Guðjón
Þórðarson, sér á parti sem þjálf-
ari – mikill vinnuþjarkur.“
Gassi lét sig sjaldan vanta á
völlinn þegar leikur var hjá KR.
Og ef menn vildu hitta hann á
heimaleikjum var alveg ljóst
hvar hann var að finna – á girð-
ingunni norðvestan vallarins, og
þá gjarnan í samfylgd sona
sinna og í námunda við „þver-
sviðið“. Það svæði hefur reyndar
verið lokað á Covid-tímum þegar
krafist er skráningar í sæti.
Gassi lét það þó ekki stoppa sig
og mætti ótrauður á nokkra
heimaleiki KR í sumar.
Gassi var hress og góður fé-
lagi, og vinur sem var gaman að
hitta. Við félagarnir og vinirnir í
starfinu hjá KR vissum að heils-
an var erfið síðustu árin og áföll-
in nokkur. Kveðjustundin kemur
samt alltaf á óvart. KR sendir
Kolbrúnu og fjölskyldu þeirra
hjóna innilegustu samúðarkveðj-
ur. Eftir standa félagarnir og
syrgja góðan vin og traustan
samstarfsfélaga.
Lúðvík S. Georgsson,
formaður KR,
Stefán Haraldsson,
fv. formaður knspd. KR.
Gassi, Guðmundur R. Jóns-
son, KR-ingur. Ég kynntist
Gassa ungur maður í KR þegar
hann var liðsstjóri. Gassi var
góður félagi leikmanna og ein-
staklega vel liðinn innan félags
sem utan. Gassi kunni sögur að
segja enda marga fjöruna sopið.
Störf sín fyrir félagið vann hann
ávallt af mikilli alúð og skyldu-
rækni. Hjá Gassa skyldu menn
umgangast keppnistreyjuna af
virðingu.
Svo lágu leiðir aftur saman í
KSÍ. Gassi var orðinn liðsstjóri
landsliðsins. Maðurinn var vel
liðinn af leikmönnum, hann hafði
þennan góða hæfileika að vinna
sín störf og þjappa hópnum
saman, án þess að gnæfa yfir
hópinn. Margar voru stundirnar
í góðra vina hóp þar sem Gass-
inn fór á kostum án þess að
halla á nokkurn mann.
KR er öflugt félag af því að
menn eins og Gassi gáfu alltaf
sitt. Hans verður minnst fyrir
óeigingjörn og vel unnin störf
fyrir KR og landsliðið. Samúð
okkar er hjá fjölskyldu Guð-
mundar R. Jónssonar og gæti ég
mælt fyrir hönd mikils fjölda
fyrrverandi leikmanna og félaga
sem hann þekktu, þá væri þakk-
læti og vinátta efst í huga þegar
góður félagi kveður. Minning
Gassa lifir.
Geir Þorsteinsson.
Elsku mamma, amma og tengdamamma,
GUÐRÚN HRUND SIGURÐARDÓTTIR
hönnuður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans 3. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 28. september klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni https://youtu.be/uok4mRSBPLQ
Streymið má einnig finna á Mbl.is/andlát
Hildur Georgsdóttir Ólafur Már Ægisson
Ragnhildur Katla
Edda Guðrún
Lárus Gauti Georgsson Laura Daniela Hurtado
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts okkar ástkæra
SIGURÐAR EGGERTSSONAR,
fyrrverandi hljóðmeistara
Þjóðleikhússins,
Hvassaleiti 58.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjartadeildar Landspítala fyrir góða umönnun.
Elín Sigurvinsdóttir
Jónína Sigurðardóttir Rafn Ingólfsson
Sigrún Sigurðardóttir Helgi Daníelsson
Sigurður Sigurðsson Elín Ólafsdóttir
Sigurvin Sigurðsson Kristrún Daníelsdóttir
barnabörn, langafabörn og langalangafabörn
Við þökkum af alhug hlýjar kveðjur og
samhug vegna fráfalls
STEINARS GEIRDAL,
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
heimahlynningar, dagdvalar Ísafoldar og Skógarbæjar
ásamt frímúrarastúkunni Sindra.
Vigdís Erlingsdóttir
Sverrir Geirdal Lára Jóhannesdóttir
Snorri Geirdal Christina Byø
Dagný Geirdal Bergþór Haukdal Jónasson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BIRNA FRIÐGEIRSDÓTTIR,
Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði
16. september. Útförin fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 24. september klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og
hjúkrunarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði.
Sigurður Guðmundsson
Valgerður Sigurðardóttir Rúnar Guðlaugsson
Guðmundur Sigurðsson Sigurborg Gunnarsdóttir
Friðgeir Sigurðsson Ragnhildur Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður •www.buumvel.is
Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11, 2. hæð,101 Reykjavík
Vantar þig þjónustu
við dánarbússkipti, sölu
og ráðstöfun eigna?
Sérhæfð lögfræðiþjónusta
vegna búsetuskiptameð
áherslu á 60+