Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra
„ÉG NOTA YFIRLEITT HEIMABANKANN.“ „ÉG ÞARF FJÓRA LÍTRA Í VIÐBÓT AF
LOFTAMÁLNINGUNNI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kyssast út í eitt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG STEMMDI AF
ÁVÍSANAHEFTIÐ
RYKSUGAÐI
HÚSIÐ
OG TÓK TIL Í
FORSTOFU-
SKÁPNUM
ÞETTA VAR
LAAAANGT
AUGLÝSINGA-
HLÉ
ÉG KOMST EKKI HJÁ ÞVÍ AÐ
SJÁ GRÓSKUMIKLA, ELDRAUÐA
HÁRBRÚSKINN …
HA, HA! HVAÐ
GET ÉG SAGT?
… Í NÖSUNUM
Á ÞÉR!
ÉG SEGI BARA
BLESS!
shiatsu-námið og kom fólk víða að.
Þarna voru margir læknar og fólk úr
heilbrigðisstéttum. Þaðan útskrif-
aðist ég 2004 sem endaði með boði
um mánaðar starfsnám í Beijing
sem var mjög lærdómsríkt. Því má
segja að mannslíkaminn hafi verið
starfsvettvangur minn alla tíð.
Helstu áhugamál Eyglóar eru
sund, fjallgöngur, hjólaferðir, ýmis
heilsurækt, útivera og ferðalög.
Fjölskyldan
Eiginmaður Eyglóar er Svein-
björn Reynir Pálmason, f. 26.2. 1947.
Þau hafa búið í Reykjavík allan sinn
búskap, lengst af á Rauðalæk í 40 ár.
Foreldrar Reynis eru hjónin Pálmi
Pálsson, bóndi á Hjálmsstöðum í
Laugardal, Árn., f. 6.6. 1911, d. 19.2.
1992, og Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir, f. 17.7. 1916, d. 7.4. 2007, hús-
freyja á Hjálmsstöðum.
Börn Eyglóar og Reynis eru 1)
Ingibjörg Reynisdóttir, f. 4.12. 1970,
leikkona, rithöfundur og stuðnings-
fulltrúi. Maki: Óskar Gunnarsson, f.
1969, byggingatæknifræðingur; 2)
Eyjólfur Reynisson, f. 24.4. 1977, líf-
fræðingur. Maki: Björg Norðfjörð, f.
1980, sálfræðingur; 3) Ragnheiður
Helga Reynisdóttir, f. 25.6. 1980,
ljósmóðir. Maki: Ingvi Rafn Haf-
þórsson, f. 1980, tölvunarfræðingur.
Barnabörn Eyglóar og Reynis eru
ellefu og eitt langömmubarn er á
leiðinni.
Alsystkini Eyglóar eru Ólöf Jóna,
f. 10.12. 1952, Jón Bergþór, f. 20.10.
1955, og Hugrún, f. 25.4. 1960. Hálf-
bræður Eyglóar sammæðra: Viðar
Þórhallsson, f. 28.5. 1936, dó af slys-
förum í apríl 1948, og Kári Jak-
obsson, f. 10.11. 1946.
Foreldrar Eyglóar voru hjónin
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 12.1.
1915, d. 18.3. 2015, húsfreyja á
Möðruvöllum í Kjós, og Þorgeir
Jónsson, f. 12.8. 1921, d. 24.8. 1996,
bóndi á Möðruvöllum í Kjós.
Guðbjörg Eygló
Þorgeirsdóttir
Sigríður Árnadóttir
húsfrú á Hafursá
Gísli Jónsson
bóndi á Hafursá í
Skógum, S-Múl.
Guðbjörg Gísladóttir
ljósmóðir og húsfrú á Hámundarstöðum
Sveinbjörn Sveinsson
bóndi á Hámundarstöðum í Vopnafirði
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir
húsfrú á Möðruvöllum
María Guðmundsdóttir
húsfrú á Selási
Sveinn Stefánsson
bóndi á Selási í Víðidal, V-Hún.
Kristbjörg Sigurðardóttir
húsfrú á Melum
Jón Jónsson
bóndi á Melum á Kjalarnesi
Ólöf Jónsdóttir
húsfrú á Möðruvöllum
Jón Bergþór Guðmundsson
bóndi á Möðruvöllum í Kjós
Guðlaug Jónsdóttir
húsfrú á Möðruvöllum
Guðmundur Sigurðsson
óðalsbóndi á Möðruvöllum í Kjós
Úr frændgarði Eyglóar Þorgeirsdóttur
Þorgeir Jónsson
bóndi á Möðruvöllum í Kjós
Ég hef verið að fletta Árbók
Ferðafélagsins frá 2007, sem
fjallar um Húnaþing eystra frá jökl-
um til ystu stranda, og heldur Jón
Torfason á penna. Það er skemmti-
leg lesning og fróðleg. Þangað sæki
ég efni þessa Vísnahorns. Þar segir
frá Páli Bjarnasyni (d. 1838) klerki
á Undirfelli. „Hann var fjörmaður
mikill, klerkur góður og liðugt
skáld, samanber þessar lipru stök-
ur sem hann kvað við dótturdóttur
sína, Guðrúnu Ólafsdóttur“:
Guðrún litla fírugt fitlar,
fjörið kitlar ört.
Mikið skoppar hún og hoppar,
háratoppa björt.
Gamlan afa Guðrún skrafar viður,
margt á góma mál þeim ber,
mjög lærdómaríkt sem er.
Þar segir, að Hannes Pálsson af
Guðlaugsstaðaætt hafi lengi att
kappi við Jón Pálmason á Akri um
þingsæti sýslunnar en jafnan beðið
lægri hlut. Eftir einar kosning-
arnar var þetta ort:
Stöðugt flykkjast fleiri menn
Framsóknar á prikið
en hundrað vantar Hannes enn,
helvíti er það mikið.
Enn segir, að burtfluttir Hún-
vetningar hafi mjög stundað þá
þraut að finna rímorð á móti „norð-
an“ og „norður“, að ekki sé talað
um að ríma á móti „Húnaþing“. Hér
er dæmi eftir Ásgrím Kristinsson
frumbýling í Ásbrekku:
Græn eru túnin gripum stráð,
glit á brúnu lyngi.
Unaðsrún er ennþá skráð
yfir Húnaþingi.
Ólafur, sonur Sigfúsar bók-
bindara Jónssonar í Forsæludal,
drukknaði sviplega í Mjóavatni á
Auðkúluheiði árið 1986. Hann orti
að loknum fundi:
Eg hef fundi átt í dag
með ýta kindum
alsjáandi á eigin hag
en annars blindum.
Þá er sagt frá því, að Sigríður
Guðmundsdóttir, systir Skáld-Rósu,
hafi búið skamma hríð á Geitabóli.
– „Hún var eitthvað dauf í dálkinn
eitt sinn þegar Rósa kom að heim-
sækja hana og kvað“:
Þeir sem reyna þankans meina greinir
gera ekki að gamni sín
geðs um bekki, systir mín.
Rósa svaraði:
Þrátt ég reyni þankans meina greinir,
geri ég þó að gamni mín,
svo gefist ró og sefjist pín.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stökur eftir ýmsa
í Húnaþingi