Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
England
Deildabikarinn, 3. umferð:
Millwall – Leicester................................. 0:2
- Jón Daði Böðvarsson var ónotaður vara-
maður hjá Millwall.
Brighton – Swansea ................................. 2:0
Arsenal – Wimbledon............................... 3:0
Chelsea – Aston Villa ................. (1:1) 5:4 (v)
Manchester United – West Ham............ 0:1
Wolves – Tottenham .................. (2:2) 4:5 (v)
Ítalía
AC Milan – Venezia ................................. 2:0
- Steinn Bjarkason var ónotaður varamað-
ur hjá Venezia en Arnór Sigurðsson var
ekki í leikmannahópnum.
Svíþjóð
Elfsborg – Malmö .................................... 0:1
- Sveinn Aron Guðjohnsen hjá Elfsborg
var í leikbanni og Hákon Rafn Valdimars-
son var varamarkvörður liðsins.
Sirius –Norrköping ................................. 2:4
- Aron Bjarnason hjá Sirius er frá keppni
vegna meiðsla.
- Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Norrköping en Jóhannes Kristinn Bjarna-
son var ekki í hópnum.
Grikkland
Panetolikos – PAOK ............................... 1:2
- Sverrir Ingi Ingason hjá PAOK er frá
keppni vegna meiðsla.
Olympiacos – Apollon Smyrnis.............. 4:1
- Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos.
Danmörk
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Kjellerup – Midtjylland........................... 0:5
- Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll-
and.
Nyköbing – Köbenhavn .......................... 3:0
- Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Köbenhavn og Andri Fannar Baldurs-
son fyrri hálfleikinn en Hákon Arnar Har-
aldsson var ekki í hópnum.
B 1913 – SönderjyskE ............................. 3:4
- Kristófer Ingi Kristinsson skoraði tvö
marka SönderjyskE og lék fyrstu 80 mín-
úturnar.
Noregur
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Alta – Bodö/Glimt ................................... 1:2
- Alfons Sampsted skoraði seinna mark
Bodö/Glimt og lék í 76 mínútur.
Strömsgodset – Stabæk.......................... 5:1
- Valdimar Þór Ingimundarson lék í 63
mínútur með Strömsgodset og Ari Leifsson
kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.
Vålerenga – Odd...................................... 0:3
- Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 68
mínúturnar með Vålerenga.
Viking – Rosenborg ................................ 3:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson kom
inn á sem varamaður á 77. mínútu.
- Hólmar Örn Eyjólfsson var varamaður
hjá Rosenborg og kom ekki við sögu.
Ranheim – Aalesund ................. (1:1) 2:4 (v)
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund og skoraði í vítakeppni.
Sogndal – Åsane ...................................... 0:2
- Emil Pálsson var varamaður hjá Sogn-
dal og kom ekki við sögu.
>;(//24)3;(
Meistaradeild karla
Aalborg – Montpellier ........................ 36:28
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö
mörk fyrir Montpellier.
Kiel – Elverum..................................... 41:36
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark
fyrir Elverum.
Noregur
Bækkelaget – Drammen .................... 28:31
- Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir
Drammen.
Oppsal – Sola........................................ 29:34
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki
fyrir Oppsal.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – Víkingur ................ 19.30
Kaplakriki: FH – Grótta ...................... 19.30
Framhús: Fram – Selfoss .................... 19.40
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fjölnir/Fylkir – Selfoss .... 18.30
Austurberg: ÍR – HK U....................... 20.15
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Vivaldi-völlur: Grótta – ÍBV................ 17.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Evrópubikar kvenna, fyrri leikur:
Ásvellir: Haukar – Uniao Sportiva ..... 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – Fjölnir ....................... 19
Í KVÖLD!
KSÍ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi
landsliðsfyrirliði Íslands í knatt-
spyrnu og síðar landsliðsþjálfari, til-
kynnti í gær að hún hefði ákveðið að
bjóða sig fram í kjöri til formanns
KSÍ.
Vanda, sem er lektor hjá Háskóla
Íslands í tómstunda- og félagsmála-
fræðum, er aðeins önnur konan í
sögunni sem býður sig fram í for-
mannskjöri hjá KSÍ. Halla Gunn-
arsdóttir bauð sig fram árið 2007 en
beið lægri hlut fyrir Geir Þorsteins-
syni.
Þá yrði Vanda með kjöri eina kon-
an sem væri formaður knattspyrnu-
sambands í Evrópu, allavega eins og
staðan er í dag, en samkvæmt vef
UEFA eru karlar í formannsemb-
ættunum hjá öllum 55 aðildar-
þjóðum sambandsins.
Vanda átti mjög farsælan feril
sem leikmaður, fyrst með ÍA og síð-
an með Breiðabliki. Hún varð þrisv-
ar Íslandsmeistari og einu sinni bik-
armeistari með ÍA á árunum 1983 til
1989 og síðan sex sinnum Íslands-
meistari og tvisvar bikarmeistari
með Breiðabliki en Vanda var yfir-
leitt fyrirliði í sínu liði. Hún var
fjórða leikjahæsta kona efstu deildar
með 147 leiki þegar hún lagði skóna
á hilluna eftir tímabilið 1996.
Vanda var jafnframt spilandi
þjálfari Breiðabliks þrjú síðustu árin
og á árunum 1999 til 2003 varð KR
þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni
bikarmeistari undir hennar stjórn.
Fyrirliði þegar Ísland
komst í átta liða úrslit
Vanda var fyrirliði íslenska lands-
liðsins sem komst í átta liða úrslit
Evrópukeppninnar 1994 og var
leikjahæsta landsliðskona Íslands
með 37 leiki þegar hún hætti keppni
árið 1996.
Þá tók hún við sem landsliðsþjálf-
ari og stýrði landsliðinu árin 1997 og
1998. Inn á milli áranna hjá KR
þjálfaði Vanda karlalið Neista á
Hofsósi í 3. deild árið 2001 og er enn
í dag eina konan sem hefur verið
aðalþjálfari íslensks karlaliðs.
Vanda þjálfaði síðan kvennalið
Tindastóls, Breiðabliks og Þróttar á
árunum 2007 til 2013 og tók jafn-
framt fram skóna og lék með Tinda-
stólsliðinu.
„Mér þykir vænt um þessa hreyf-
ingu og hef verið partur af henni
stóran hluta ævi minnar. Ég tel að
ég sé vel til þess fallin að leiða þá
vinnu sem fram undan er,“ sagði
Vanda m.a. þegar hún tilkynnti
framboð sitt á facebooksíðu sinni í
gær.
Fyrst kvenna
formaður KSÍ?
- Ein sigursælasta knattspyrnukona
landsins býður sig fram til forystu
Morgunblaðið/Bjarni
Sigursæl Vanda Sigurgeirsdóttir fær flugferð eftir að hafa stýrt
Breiðabliki til sigurs á Íslandsmótinu 1994 sem spilandi þjálfari.
Calvin Burks mun leika áfram með
Keflavík í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik á komandi keppnis-
tímabili. Bandaríkjamaðurinn
þekkir vel til hjá félaginu eftir að
hafa leikið með Keflavík í úrvals-
deildinni á síðustu leiktíð þar sem
hann var algjör lykilmaður. Hann
skoraði 18 stig, tók sex fráköst og
gaf þrjár stoðsendingar að meðal-
tali í leik en Keflavík varð deildar-
meistari 2020-21. Til stóð að Burks
myndi ganga til liðs við Khimik í
efstu deild Úkraínu en nú er ljóst að
af því verður ekki.
Leikur áfram
með Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Keflavík Calvin Burks verður
áfram með á komandi tímabili.
Körfuknattleikslið Njarðvíkinga
verða komin á nýjan heimavöll eftir
fimmtán mánuði ef áætlanir um
byggingu nýs íþróttahúss ganga
eftir. Víkurfréttir skýrðu frá því í
gær að fullbúið íþróttahús með
áhorfendastúku muni rísa við
Stapaskóla. Þar muni Njarðvík fá
nýjan heimavöll með áhorfenda-
stæðum fyrir um 1.100 manns.
Njarðvíkingar hafa um áratuga
skeið leikið heimaleiki sína í
íþróttahúsi Njarðvíkur, sem jafnan
er kallað Ljónagryfjan, en þar rúm-
ast um 500 manns með góðu móti.
Njarðvíkingar
fara í Stapahöll
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Njarðvík Logi Gunnarsson og
áhorfendur í Ljónagryfjunni.
Vetur konungur minnti á sig á Ís-
landi í gær þegar fennti í byggð
víða um land. Karlalið Vestra í
knattspyrnu æfði í gær í snjó í Bol-
ungarvík. Á Íslandsmótinu er liðið
um miðja 1. deildina, og getur
hvorki farið upp um deild né fallið.
Hins vegar á Vestri heimaleik gegn
Víkingi í undanúrslitum Mjólk-
urbikarsins annan laugardag. Þar
er því mikið í húfi.
Á Vestfjörðum er ekki knatt-
spyrnuhús til staðar eins og finnst í
flestum öðrum landshlutum nú orð-
ið. Utandyra hefur Vestri aðstöðu á
grasvöllum í Bolungarvík og á Ísa-
firði. „Aðstöðuleysið minnir á sig,“
skrifaði Jón Hálfdán Pétursson, að-
stoðarþjálfari liðsins, á facebook í
gær. Á morgun stendur til að Vestri
mæti Kórdrengjum á Ísafirði í loka-
leik 1. deildarinnar.
Ljósmynd/Jón Hálfdán
Æft Vestramenn á æfingu á snæviþöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.
Æfa í snjónum fyrir
undanúrslitaleikinn
Haukar, bikarmeistarar kvenna í
körfuknattleik, taka í kvöld á móti
portúgalska liðinu Clube Uniao
Sportiva í Evrópubikarnum á Ás-
völlum. Liðin mætast svo aftur á
heimavelli Uniao Sportiva á Asor-
eyjum að viku liðinni en sigurveg-
arinn úr rimmu liðanna fer í riðla-
keppni. Þar er um að ræða fjögurra
liða riðil og bætast þá við sex leikir
í keppninni hjá liðinu sem kemst
áfram.
Verður þetta fyrsti Evrópuleikur
hjá íslensku kvennaliði í íþróttinni í
fimmtán ár. Þá voru það Haukar
sem tóku þátt og léku þá sex leiki
gegn liðum frá Spáni, Frakklandi
og Ítalíu. Ári áður lék kvennalið
Hauka einnig sex Evrópuleiki og
gegn liðum frá þessum sömu lönd-
um. Haukar er eina íslenska
kvennaliðið sem tekið hefur þátt í
Evrópukeppni í körfuknattleik til
þessa.
Frá árinu 2006 hefur verið rólegt
yfir íslensku liðunum þegar Evr-
ópukeppnir eru annars vegar. Frá
þeim tíma hefur kvennalið ekki ver-
ið með fyrr en nú en tvisvar hjá
körlunum. Karlalið KR tók þátt ár-
ið 2007 og aftur árið 2018.
Uniao Sportiva hefur notið vel-
gengni í portúgölsku deildinni og
þá sérstaklega á síðustu árum. Lið-
ið varð portúgalskur meistari 2015,
2016 og 2018. Í leikmannahópi liðs-
ins eru tvær frá Bandaríkjunum og
ein frá Hollandi en aðrar frá Portú-
gal. Liðið er staðsett á Asoreyjum
sem tilheyra Portúgal. Þær eru
hins vegar ekkert sérstaklega ná-
lægt Portúgal. Austasta eyjan er
um 1.370 kílómetra frá höfuðborg-
inni Lissabon og sú vestasta um
1.940 kílómetra frá. Íbúar á eyj-
unum eru um 235 þúsund.
Fimmtán ár liðin frá
síðasta Evrópuleik
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Haukar Helena Sverrisdóttir og
samherjar spila á Ásvöllum í kvöld.