Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 65

Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 J æja gott fólk, stórmyndin með stóru essi hefur verið strengd á svo breiðan striga að mannsaugað fær útlín- urnar varla numið. Sandalda er svo tröllvaxin, svo þrútið ferlíki fagur- fræðilegrar blætiskenndar að harð- gerðasta úlfalda kynni að svima. Til grundvallar er öndvegistexti í vís- indaskáldskap, skáldsagan Dune eftir Bandaríkjamanninn Frank Herbert sem kom út árið 1965 en hún hefur haft víðtæk áhrif á grein- ina, m.a. á söguheim hinna uppruna- legu Stjörnustríðsmynda. Tvívegis hefur merkum kvikmyndagerðar- mönnum mistekist að aðlaga textann hvíta tjaldinu: annars vegar tilraun fransk-síleska költmynda- súrrealistans Alejandros Jodor- owskys sem fór ekki í tökur (en henni eru gerð skemmtileg skil í heimildarmyndinni Dune Jodor- owskys (Pavich, 2013) þar sem snilldarlegar geimteikningar meist- ara H.R. Gigers sáust) og hins vegar umdeild útgáfa frá 1984, sem er al- mennt er talin eina feilspor á frægð- arferli meistara Davids Lynch. Kanadíski kvikmyndagerðar- maðurinn Denis Villeneuve ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrri verk hans ná mestu flugi í miklu valdi hans á sjónrænni frásögn og í uppbyggingu á spennu en þær líða þó á köflum fyrir ófrum- leg söguefni og þemu. Sandalda tek- ur formalisma hans út í ystu öfgar, útþanin og þrútin dramatíkin drýpur af hverjum fitugum myndramma en frásögnin sjálf er útþynnt seyði af mest litlu. Fátt gerist í myndinni og það litla sem fyrirfinnst er teygt út í hið ýtrasta. Í upphafi kynnir myndin sig sem „fyrsta hluta“, vonast er eftir framhaldi og eftir 155 mínútur er rétt búið að kynna aðstæður og helstu leikendur þegar kveðjuorð eru færð í munn sögupersónu um „að þetta sé aðeins byrjunin“ – afsakið hlé eða eitthvað á þá lund. Á tímum þar sem svarthol langa (eða linnulausa) söguformsins virðist kokgleypa menningarneytendur er kaldhæðnislegt að sjálfskipaðan riddara kvikmyndarinnar eins og Villeuneve skorti sjálfsaga til að leggja niður upphaf, miðju og endi. Kubrick gat það í 2001 og Lucas í Stjörnustríði, svo digur ás sé gefinn í gerð frásagna, en Kanadabúinn mát- ar sig eflaust við a.m.k. annan þessara leikstjóra. Sandölduheimurinn er um margt kunnuglegur, meðal annars vegna áhrifa skáldsögunnar á seinni tíma verk en einnig vegna notkunar henn- ar á goðsagnaminnum. Ytri hönnun söguheimsins er án efa helsta afrek myndarinnar og uppfyllir verkið á þann hátt vel þörf vísindaskáldsögu- aðdáenda fyrir ítarlega sjónarsmíð mikilfenglegra geimskipa og er hugað gætilega að stóru sem smáu í þeim efnum. Ákvarðanir styðja þó ekki að öllu leyti við efniviðinn hvað þetta varðar. Messísasarsöguhetjan æfir sig í skylmingabúðum við eldri meistara en árásir stöðvast á eins konar stafrænum hjúpi – þar sem rauð slykja táknar náðarhögg en blá venjulega áverka. Þessu er haldið til streitu í öðrum hasaratriðum sem dregur þau umtalsvert niður og verður fljótt leiðigjarnt. Minnir þetta á eftirmyndirnar (af Elvis og fleirum) í síðustu mynd Villeneuves Blade Runner 2049 á þann hátt að ein sjónræn brella er fundin upp og síðan ofnotuð. Í grunninn er þetta saga kónga- fólks og nýlendustefnu í órafjarlægri framtíð – sögð í gegnum sögu hvíta bjargvættarins. Á eyðimerkur- plánetunni Arrakis fyrirfinnst yfir- skilvitlegt „krydd“, verðmætasta auðlind veraldar sem framlengir líf og gerir mannshuga ofurfrjóa – og síðast en ekki síst – knýr geimflota áfram á ljóshraða. Atreides-hefðar- ættinni eru falin á völd á hnettinum af keisara nokkrum sem bruggar þeim launráð. Á Arrakis býr eyði- merkurættbálkur innfæddra (sem greinilega skírskotar til arabískra og norðurafrískra þjóða), sem hefur liðið ofsóknir þeirra sem mergsjúga heimkynni þeirra. Ungum arftaka Atreides-tignarinnar, Paul, sem er leikinn af hinum snoppufríða Timothée Chalamet, reynist vera ætlað að vera hvítur frelsari þessa hóps. Móðir hans er hluti af Bene Gesserit-nornareglunni en innan hennar er spádómur um væntan- legan almáttugan galdrakarl (en henni tilheyra vanalega bara konur) sem skal bjarga málum. Chalamet fer ágætlega að vera forviða, veiklu- legur en ofurfagur erfingi með heim- inn á herðum sér. Hann er „emó“- Harry Potter, Loga geimgengils- Kristgervi. Stórskotalið leikara stillir sér á skjáinn. Oscar Isaacs er pabbi kóng- ur með karlmannlegt skegg og viskuorð í vasa sem birtist í strirð- busalegu samtalsatriði þeirra Simba og Múfasa. Jason Momoa er Han Solo-ígildi sem Paul litli tilbiður. Móðir Pauls, galdrakonan, leikin af Rebeccu Ferguson, er leiðinlega passíf persóna og fellur inn í hneigð slappra kvenpersóna og ofurkarl- mennsku í myndum Villeneuves. Skemmtilegust eru kvikindin: Stell- an Skarsgård sem lifrarlegt óvætti skylt Jabba the Hut og Charlotte Rampling sem galdranorn (þó meira mætti vera af henni). Margar klisjur eru hér taldar upp að ofan, sem er gott og blessað, en því miður ná þær að vera lítið annað en það. Gallinn er ekki síst frásagnar- aðferðin. Undrabarnið Paul sér inn í framtíðina og í gríð og erg er sýnt hvað bíður. Á endanum gerist ein- mitt það, hægt væri að kalla þetta Vertigo-regluna, til þess að geta framfylgt slíku mynstri þarf viðkom- andi að vera ansi fær og Villeneuve veldur því ekki. Ofuralvarlegur tónn er lýjandi, epísk list er riðin í hlað, og birtist á versta máta í ofhlaðinni og yfirspenntri síbylgju Hans Zimmers sem gengur alla leið í músíkölskum „oríentialisma“ og mætti alveg setja karl í skammar- krókinn við tækifæri. Þrútinn sandsperðill liðast um Á Sandöldu Timothée Chalamet í hlutverki bjargvættarins Pauls og Rebecca Ferguson í hlutverki móður hans, lafði Jessicu Atreides. Borgarbíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó, Sambíóin og Smárabíó Sandalda/ Dune bbnnn Leikstjórn: Denis Villeneuve. Handrit: Jon Spaihts, Denis Villeneuve, Eric Roth. Klipping: Joe Walker. Kvikmynda- taka: Greig Fraser. Leikarar: Timothée Chalamet, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Stellan Skarsgård. Bandaríkin, 155 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.