Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Ármann Jakobsson.
armannja@hi.is
Þorvaldur Thoroddsen andaðist fyrir
einni öld, þann 28. september 1921. Þá
átti hann að baki langan og merki-
legan feril sem frumkvöðull í íslensku
vísindalífi og hafði fengið ýmsar við-
urkenningar, var m.a. heiðursdoktor
við Kaupmannahafnarháskóla og verð-
launaður af bandaríska landafræði-
félaginu (AGS). Hann lét einnig eftir
sig mikinn fjölda vísindarita sem vert
er að halda á lofti. Til að mynda lagði
hann Andvara, tímariti Hins íslenska
þjóðvinafélags, mikið efni til meðan á
rannsóknum hans og Íslandsferðum
stóð. Ógerningur er í stuttri grein að
lýsa öllum ritstörfum hans svo að vert
væri en í stað þess verða tekin dæmi
úr fjórum sem gefa nokkra mynd af
fjölþættum ritstörfum hans.
Lýsing Íslands
Þorvaldur Thoroddsen tók að sér að
ljúka því verki sem Jón Sigurðsson og
Jónas Hallgrímsson höfðu tekið að sér
á sínum tíma fyrir Hið íslenska bók-
menntafélag og gerði bæði styttri og
lengri gerð af því riti. Útgáfa lengri
gerðarinnar hófst í Kaupmannahöfn
árið 1907. Íslandslýsingin er grund-
vallarrit íslenskrar landafræði en
staða hennar var bágborin þegar Þor-
valdur hóf verkið. Eftirfarandi kafli
varpar ljósi á það. Þorvaldur segir í
upphafi: „Þó undarlegt megi virðast þá
vantar ennþá nákvæma vissu um
stærð Íslands. Til þess að reikna flat-
armál einhvers lands þarf umgjörðin
að vera mjög vel mæld en því fer fjarri
að enn hafi tekist að marka strand-
lengju Íslands með hinni fyllstu ná-
kvæmni á landabréf. Fullkomin
strandmæling er heldur ekkert
áhlaupaverk og þegar mælingar sem
nú byggjum vér á voru framkvæmdar
fyrir tæpum hundrað árum síðan
höfðu menn eigi nærri eins nákvæm
og handhæg verkfæri eins og nú og
hvorki nægilegt fé né tíma til þess að
fást við það sem þurfti mikla yfirlegu
ef vel átti að vera.“
Í lýsingunni gerir Þorvaldur ræki-
lega grein fyrir framlagi fyrri manna
til jarðfræðilegrar þekkingar á land-
inu en mestur hluti hennar er ná-
kvæm lýsing á landinu. Hér er stutt
dæmi: „Hinir eiginlegu firðir á Íslandi
hafa yfirleitt hina sömu eiginlegleika
einsog firðir í öðrum löndum þó þeir
hvorki séu eins djúpir né margkvísl-
aðir eins og firðir í Noregi og Græn-
landi og hér á landi eru heldur ekki
þverdalir og sund sem sumstaðar
sameina firði erlendis svo þeir eru
samtvinnaðir í flækjur eins og norð-
antil á austurströndu Grænlands, á
vesturströnd Ameríku og víðar.“ Hér
má sjá gott dæmi um hina breiðu sýn
sem einkennir verk Þorvalds og stafar
af hlutverki hans sem frumkvöðull.
Annað eins yfirlit yfir náttúru landsins
í stóru og smáu var ekki til fyrir hans
daga og mikið gagn væri að því að fá
rit hans öll á netið í leitarbæru formi.
Landfræðissaga Íslands
Íslandslýsingin er eðlilega skýrslu-
kennd og sjónum beint að náttúrunni
fyrst og fremst. Landfræðissagan sem
einnig var gefin út fyrir Bókmennta-
félagið frá 1892 og áfram er rit af öðru
tagi enda er hún ekki aðeins nátt-
úrusaga heldur einnig saga nátt-
úrufræðinnar og öðrum þræði eitt
fyrsta Íslandssöguritið. Ekki síst
glímir Þorvaldur þar við siðskiptaöld-
ina og 17. öldina og „hindurvitni“
hennar sem hann tekur skýra afstöðu
gegn. Ritstíll Þorvaldar er ævinlega
skýr og auðlæsilegur en að öðrum rit-
um hans ólöstuðum er landfræðissag-
an þó einna mestur skemmtilestur.
Auk þess að vera frábært yfirlitsrit
sem markaði tímamót þegar hún kom
út er landfræðissagan fyrirtaks heim-
ild um söguskoðun og mannskilning
menntamanns á 19. öld. Grípa má nið-
ur í lýsingu höfundar á landafræði-
þekkingu miðaldamanna: „Það voru
einkum tveir þjóðflokkar sem snemma
á miðöldunum urðu frömuðir þekk-
ingar og menningar og því nær ósjálf-
rátt koma hreyfingu á andlegt og lík-
amlegt líf norðurálfumanna í ýmsum
greinum; báðar þessar þjóðir voru
hraustar og harðfengar og brutu undir
sig lönd og þjóðir með miskunnar-
lausri harðneskju. Það voru Arabar að
sunnan og hinir norrænu víkingar að
norðan.“ Síðan fylgir löng lýsing á vík-
ingum sem „Aröbum norðursins“ sem
hætt er við að þjóðernissinnar nú-
tímans tækju sem snoppungi.
Þorvaldur stendur styrkum fótum í
vísindahyggju síns tíma sem sést þeg-
ar hann lýsir hugarfari 17. aldar í kafl-
anum „Hindurvitni og galdratrú“.
Þrátt fyrir það mat sækist hann þó eft-
ir að skilja hugarfarið sem hann tekur
þó skýra afstöðu gegn: „Flest íslensk
náttúrufræðis- og landfræðisrit á 17.
öld eru svo gagndrepa af hjátrú að vér
verðum í þessum kafla að skýra nokk-
uð nánar frá galdratrú og hugs-
unarhætti þeirrar aldar. Það sem vér
köllum hjátrú og hindurvitni var í aug-
um flestra þeirra er þá voru uppi heil-
agur sannleiki og þótti mjög vítavert
og hegningarvert að efast um slíkt.
Vér furðum oss nú á hjátrú og
heimsku manna á 17. öld og galdra- og
andatrúin er oss hneyxli: hugs-
unarháttur þeirra tíma er svo frá-
brugðinn hugmyndum nútímans að
oss er hann varla skiljanlegur. Þó
verður djöfla- og galdratrúin skilj-
anlegri þegar nánar er athugað;
hjátrúin er bein og eðlileg afleiðing
heims- og lífsskoðunar miðaldanna.“
Viðhorf Þorvaldar til fyrri alda urðu
áhrifamikil alla 20. öldina. Sem vís-
indamaður er hann eðlilega fullur
framfaratrúar og fyrir því voru eðlileg-
ar forsendur: hann lifir þá tíma að vís-
indin taka stórstígum framförum og
þekkingin á heiminum eykst hratt. Þar
var hann sjálfur í framlínunni sem
frumkvöðull íslenskar landafræði og
jarðfræði.
Ferðabók
Hin breiða sýn Þorvaldar Thorodd-
sen til Íslandssögunnar og einkum
hugmyndasögunnar kemur þannig
skýrt fram í Landfræðissögu hans.
Öllu persónulegri er Ferðabók hans
sem Hið íslenska fræðafélag í Kaup-
mannahöfn gaf út 1913-1915. Í Inn-
gangi ritsins segir Þorvaldur: „Þegar á
ungum aldri kom mér oft í hug hve
undarlegt það væri að Íslendingar
skyldu ekki þekkja þetta litla land sem
þeir búa í, að stór svæði af hálendinu
skyldu enn vera ókunnug byggða-
mönnum og ókönnuð af fræðimönnum.
Þótti mér minnkun að hugsa til þess að
Íslendingar sjálfir ekki skyldu hafa
hug á að rannsaka náttúru landsins,
létu útlendinga á hlaupum vera að at-
huga það sem merkilegt væri en gerðu
sér sjálfir ekkert far um að grennslast
eftir því sem þeim þó virtist sjálfum
næst.“ Hugsjón höfundar er hér sett
fram í tveimur meitluðum setningum
sem lýsa í raun ævistarfi hans.
Í Ferðabók kemur hagsýni Þorvald-
ar vel fram. Ferðalög um lítt kannað
land kröfðust vitaskuld ómældrar hag-
nýtrar þekkingar og Þorvaldur er fús
að deila henni með lesendum. Hér lýs-
ir hann fatnaði á slíkri ferð: „Fatnaður
okkar á ferðalaginu var vanalegur ís-
lenskur vaðmálsfatnaður og stutt reið-
stígvél. Í þeim gekk ég upp á alla
fjallatinda því mjög óþægilegt er að
ganga í lausaskriðu á íslenskum eða
dönskum skóm því oft fer möl og sand-
ur niður í þá og maður verður fljótt
sárfættur. Í rigningum höfðum við
eðlilega olíuföt og suðvesti.“
Næringunni lýsir Þorvaldur svo: „Á
öræfum höfðum við helst til matar nið-
ursoðið kjöt af ýmsu tagi og ýmsan
vanalegan íslenskan mat og suðum við
vínanda; hann var miklu drýgri og
þrifalegri í flutningum en steinolía þó
hann væri dýrari. Af kaffi drukkum
við mikið þó það væri mjólkurlaust en
vínfanga neyttum við mjög sjaldan og
lítið; kjötsúpu úr Liebigs-ekstrakt not-
uðum við alloft. Kaffi, the og sykur og
ýmislegt fleira geymdum við blikkílát-
um í koffortunum svo það dofnaði ekki
og borðbúnaðurinn var úr blikki og tini
svo hann ekki brotnaði.“
En maðurinn lifir ekki á kjöti einu
saman: „Eigi allsjaldan kom það fyrir
að okkur legaðist í tjaldi vegna stór-
rigninga eða þoku og var þó oft leið-
inlegt að hafa ekkert fyrir stafni þegar
búið var að rita í dagbækur og gjöra
annað er þurfti. Af þeim orsökum hafði
eg jafnan með mér fáeinar smábækur
sem lítið fór fyrir til að lesa í til fróð-
leiks og dægrastyttingar, oftast sömu
bækurnar ár eftir ár.“ Í neðanmáls-
grein kemur frem að það eru Faust
eftir Goethe og Ansichten der Natur
eftir Humboldt.
Ferðasögur Þorvaldar eru ná-
kvæmar og skemmtilegar aflestrar en
einnig kryddaðar fróðleik úr Íslands-
sögunni og skemmtilegum athuga-
semdum. Á Hornströndum gerir hann
þessa þurrlegu athugasemd: „Það er
oft til þess tekið að málið sé ein-
kennilegt á Hornströndum og þar
heyrist bæði orðskrípi og hjákátlegir
talshættir. Eg varð þess ekki var að
málið væri í neinu verulega frábrugðið
vanalegri íslensku.“
Árferði á Íslandi
Árferði á Íslandi í þúsund ár kom út
hjá Hinu íslenska fræðafélagi í Kaup-
mannahöfn 1916-1917 og er það hart-
nær 500 blaðsíðna annáll með sér-
stökum hafísannál aftast. Þorvaldur
vann annál þennan upp úr ýmsum
heimildum, einkum skýrslum og ann-
álum en líka frásagnarheimildum á
borð við íslenskar miðaldasögur sem
vitaskuld eru síður áreiðanlegar. Það
sem mestu skiptir er sú einstaka heild-
armynd sem skapast af íslensku veð-
urfari við lestur ritsins. Stundum er
fátt vitað um árferðið, t.d. „Um ið
mikla veður“ árið 1115 sem Þorvaldur
hefur ekki önnur gögn um en þetta
heiti.
Á seinni öldum eykst nálægð at-
burðar og heimildar og um leið verða
lýsingar nákvæmari. Um árið 1659
segir. „Gott veður nýársdag, vetur upp
þaðan víðast harður með jarðbönnum
og ósöðugri veðráttu fram á góu, kom
góður bati með mars og tók upp allan
jökul en víða hafði verið lógað sauðfé á
þorra.“ Þegar enn nær dregur styðst
Þorvaldur við eigin reynslu. Árinu
1895 er þannig lýst: „Veðrátt var frá
áramótum og út veturinn mjög mild og
oft líkari sumri en vetri. Er þess sér-
staklega getið að á Ströndum vestra
féll enginn snjór á þorra og tók þar þá
upp áfallinn sjó og þíddi ísa.“
Lestur annálsins veitir hverjum
sem plægir sig í gegnum hann ein-
staka tilfinningu fyrir lífinu á Íslandi,
ekki síst á þeim tímum þar sem árferði
skipti lífsafkomuna öllu. Eins má víða
glöggt sjá hina hagsýnu tilfinningu vís-
indamannsins fyrir því sem máli skipt-
ir fyrir hana.
Víðförull 19. aldar maður
Þorvaldur Thoroddsen vann sér
fyrst og fremst orðspor sem landkönn-
uður og vísindamaður. Faðir hans var
Jón Thoroddsen sem setti saman Pilt
og stúlku og nokkuð af stílgáfu föð-
urins hefur erfst til Þorvaldar; texti
hans er þekkilegur og vandaður og
efnið áhugavert þannig að líkt og fað-
irinn hefur hann haft næma tilfinningu
fyrir lesendahópnum. Þeir feðgar urðu
báðir víðförlir á vængjum prentvél-
anna á 19. öld; Piltur og stúlka var
þýdd á flest evrópsk tungumál á fyrstu
hálfu öldinni eftir útkomu hennar og
Þorvaldur lét sér ekki nægja að setja
saman fræðirit á íslensku heldur liggja
einnig eftir hann rit á dönsku og
þýsku, þar á meðal Die Geschichte der
isländischen Vulkane sem kom út eftir
andlát hans, árið 1925.
Landkönnuður Íslands
- Þorvaldur
Thoroddsen,
rithöfundur og
vísindamaður
Vísindamaður Þorvaldur og Þóra Thoroddsen og Sigríður dóttir þeirra. Úr
minningabók Þorvaldar sem Hið íslenska fræðafélag gaf út 1922-1923.
SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS
40x60 cm – 3.990,-
60x90 cm – 7.990,-
120x67 cm – 11.990,-
130x90 cm – 17.990,-
200x90 cm – 26.990,-
Slitsterkar mottur