Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Sérstök hátíðarsýning var haldin á
Dýrinu, kvikmynd leikstjórans
Valdimars Jóhannssonar, í stóra
salnu.m í Háskólabíói í fyrrakvöld. Í
kvikmyndinni leika Noomi Rapace
og Hilmir Snær Guðnason hjón og
fjárbændur sem taka að sér veru og
ala upp sem afkvæmi sitt. Handritið
skrifaði Valdimar með skáldinu
Sjóni og má finna viðtal við Sjón á
bls. 64 í blaðinu í dag.
Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í sum-
ar og var góður rómur gerður að
henni þar og gagnrýnendur almennt
hrifnir. Almennar sýningar á Dýrinu
hefjast hér á landi á morgun.
Morgunblaðið/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Gleði Leikarinn Hilmir Snær Guðnason, Eliza Reid forsetafrú, Valdimar
Jóhannsson leikstjóri og Björn Hlynur Haraldsson leikari í Háskólabíói.
Dýrinu fagnað í Háskólabíói
Leikarahjón Nína Dögg Filippus-
dóttir og Gísli Örn Garðarsson.
Barnabækur eru áberandi að vanda
á útgáfulista Bókabeitunnar á
þessu ári. Þegar hafa komið út
nokkrir titlar, þar á meðal þriðja
bókin í bókaröðinni Bekkurinn
minn eftir Yrsu Þöll og Iðunni
Örnu, glæpasagan Farangur eftir
Ragnheiði Gestsdóttur, Fugla-
bjargið eftir Birni Jón Sigurðsson
og Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur
og tvær Ljósaseríubækur: Veran í
vatninu eftir Hjalta Halldórsson
sem Auður Ýr myndlýsti og Sóley
og töfrasverðið eftir Eygló Jóns-
dóttur sem Hafsteinn Hafsteinsson
myndlýsir, en þær bækur eru svo-
nefndar léttlestrarbækur.
Fyrir stuttu kom svo út bókin
Kennarinn sem kveikti í eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur, en það er
þriðja bókin um börnin í BÖ-bekkn-
um. Nú ber svo við að krakkarnir
eru sendir í dularfullan ratleik í
mannlausum skólanum og í þeim
leik kvikna ýmsar spurningar:
Hvar er afleysingakennarinn? Hver
er þrautakóngurinn? Hvern á að
steikja á teini?
Hringavitleysa eftir Sigurrós
Jónu Oddsdóttur, sem Sigmundur
B. Þorgeirsson myndlýsti, kom líka
út fyrir stuttu. Í henni segir frá
Fjólu og Lárusi sem skríða inn í
forngrip á Þjóðminjasafninu og
lenda í ýmsum ævintýrum.
Holupotvoríur alls staðar! er bók
í Ljósaseríu eftir Hilmar Örn Ósk-
arsson, sem Blær Guðmundsdóttir
myndlýsir. Í bókinni segir frá þeim
Hávarði og Maríusi, átta ára bestu
vinum, sem kynnast Bartek sem er
nýfluttur til Íslands frá Póllandi.
Það gengur erfiðlega í fyrstu fyrir
strákana að tala saman en þeir láta
það ekki stöðva sig. Sérstaklega
ekki þegar þeir uppgötva að Bartek
er á leið í lífshættulegan leiðangur.
Fyrsta bók Fanneyjar Hrundar
Hilmarsdóttur heitir Fríríkið og
segir frá heimili hennar Öllömmu
sem er sannkallað fríríki þar sem
endur drekka kvöldkaffi við eldhús-
borðið, froskar slaka á í klósettinu,
háttatímum er breytt í gítarpartí,
kassabílum í klessubíla og heima-
lærdómi í leikrit. Skyndilega
standa Allamma og krakkarnir
Asili, Alex, Bella og hundurinn
Frændi frammi fyrir baráttu við
þann sem hefur völd, peninga og
svífst einskis til að fá sínu fram-
gengt.
Þriðja bókin í röðinni Nornasögu,
Þrettándinn, eftir Kristínu Rögnu
Gunnarsdóttur er einnig væntan-
leg. Í bókinni þurfa Katla og Máni
að koma tveimur nornum aftur til
Goðheima. Auk þess þarf Katla að
finna örlaganornirnar og fá Skuld
til að skera á galdrafjötur. Áætlanir
eiga það þó til að fara úrskeiðis
þegar Katla á í hlut og í þetta sinn
kemur hún af stað röð atburða sem
gætu haft áhrif á örlög sjálfra guð-
anna. Þrettándinn er beint fram-
hald bókanna Nornasaga: Hrekkja-
vakan og Nornasaga 2: Nýársnótt.
Á undanförnum árum hefur
Hjalti Halldórsson skrifað bækur
fyrir ungmenni sem sækja innblást-
ur í Íslendingasögurnar. Í Eldinum
segir frá því er þau Halla, Hildi-
gunnur, Kári og Skarpi eru ein í
skólanum, hvert með sína ástæðu.
Það stóð samt aldrei til að kveikja
í … eða hvað?
Jónas ísbjörn og jólasveinarnir
eftir Súsönnu M. Gottsveinsdóttur,
sem Viktoría Buzukina myndlýsir,
segir frá Jónasi sem kominn er í
jólafrí. Hann hlakkar mikið til að fá
gómsæta jólasteik og skógjafir frá
jólasveinunum. En 19. desember er
skórinn hans tómur úti í glugga og í
fjárhúsinu rekst hann á afar skrít-
inn karl. Jónas býður karlinum inn
í hús og þá gerast heldur betur
undarlegir hlutir.
Þorri og Þura: Jólakristallinn
eftir þær Agnesi Wild og Bergrúnu
Írisi Sævarsdóttur er líka jólasaga
og segir frá því er Þorri og Þura
eiga að gæta jólakristalsins hans
afa. Allt í einu hættir kristallinn að
lýsa og hinn eini sanni jólaandi því í
mikilli hættu. Þetta er önnur bókin
í bókaröð um Þorri og Þura, í sum-
ar kom út bókin Þorri og Þura –
Tjaldferðalagið.
Barnabækur á útgáfu-
lista Bókabeitunnar
- Bækur í bókaröðum fyrir alla aldurshópa
Hjalti
Halldórsson
Fanney Hrund
Hilmarsdóttir
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Kristín Ragna
Gunnarsdóttir
Sigurrós Jóna
Oddsdóttir
Agnes
Wild
Hilmar Örn
Óskarsson
Súsanna M.
Gottsveinsdóttir
Bókaforlagið Hólar hefur þegar
sent frá sér fjölbreytt úrval bóka og
fleiri eru væntanlegar. Út eru
komnar bækurnar Ekki var það illa
meint – ljóð og lausavísur eftir
Hjálmar heitinn Freysteinsson,
lengi heimilislækni á Akureyri, í rit-
stjórn Höskuldar Þráinssonar og
Ragnars Inga Aðalsteinssonar og
Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár –
ljósmæðratal 1984-2019 og saga
ljósmæðra á Íslandi, sem þær rit-
stýrðu Áslaug Íris Valsdóttir Petty,
Álfheiður Árnadóttir, Harpa Ósk
Valgeirsdóttir, Hildur Kristjáns-
dóttir, Inga Sigríður Árnadóttir og
Ólöf Ásta Ólafsdóttir.
Af öðrum útgáfubókum má nefna
Spurningabókina 2021 eftir Guðjón
Inga Eiríksson, Brandara, gátur og
þrautir og Fótboltaspurninginga-
bókina 2021 eftir Bjarna Þór Guð-
jónsson og Guðjón Inga Eiríksson.
Þá kemur einnig út þriðja heftið af
hinum vinsælu Fimmaurabrönd-
urum, sem sótt er í safn Fimmaura-
brandarafjelagsins.
Spæjarahundurinn heitir ævin-
týrabók eftir Guðjón Inga Eiríks-
son og fjallar um bráðskarpan
hund, gáfaðan og gæfan hund, sem
getur líka verið grimmur ef þörf
krefur. Spæjarahundurinn leysir
hin erfiðustu sakamál, sem lög-
reglan hefur í rauninni gefist upp á.
Hann hefur aðstoðað lögreglu víða
um heim og birtist jafnan óforvar-
andis þar sem hans er mest þörf. Í
bókinni glímir hann við harðsvírað
glæpagengi sem hyggst ná heims-
yfirráðum með því að fremja rán í
smábænum Bjartabæ og aðstoðar
Laugu löggu við að hafa hendur í
hári þrjótanna. Halldór Baldursson
myndlýsir bókina.
Ógn – ævintýrið um Dísar-Svan,
eftir Hrund Hlöðversdóttur, fjallar
um Svandísi, 14 ára gamla, sem
flytur úr borginni norður í land.
Amma hennar heldur því fram að
álfar séu til og segir barnabörn-
unum sögur úr álfheimum. Svandís
trúir ekki á álfa en þegar dularfull
skilaboð berast henni er hún ekki
lengur viss í sinni sök. Í kringum
hana er margt einkennilegt á
kreiki. Köttur með rauð augu, dul-
arfullir hestar og fólk sem ef til vill
er annað en það sýnist vera. Hún
flækist inn í baráttu góðs og ills,
kynnist ástinni og þarf ásamt vinum
sínum að glíma við grimmar kynja-
skepnur.
Fuglar á Íslandi og árstíðirnar
fjórar eftir Sigurð Ægisson, með
undirtitlinum Fugladagbókin 2022,
er einkum hugsuð fyrir þá sem hafa
áhuga á fuglum, ekki síst í nærum-
hverfinu, þótt einnig megi nota bók-
ina sem venjulega dagbók. Í henni
er hægt að skrá hjá sér í hverri
viku ársins þær tegundir, og fjölda
innan hverrar og einnar, sem sjást,
auk þess sem ítarlegur fróðleikur er
um 52 af þeim rúmlega 400 fugla-
tegundum sem hingað hafa komið
til lengri eða skemmri dvalar frá
því farið var að halda tölur um slíkt.
Hrund
Hlöðversdóttir
Sigurður
Ægisson
Hjálmar
Freysteinsson
Guðjón Ingi
Eiríksson
Fjölbreyttar
bækur frá Hólum
- Glens og gaman í bland við alvöru
- Fugladagbók væntanleg
LISTVINAFÉLAGIÐ Í REYKJAVÍK 39. STARFSÁR
SCHOLA CANTORUM REYKJAVICENSIS
KÓRTÓNLEIKAR Í HÁTEIGSKIRKJU REYKJAVÍK
SUNNUDAGINN 26. SEPTEMBER 2021 KL. 17
IN PARADISUM
SCHOLA CANTORUM
HÖRÐUR ÁSKELSSON
KAMMERKÓRINN
STJÓRNANDI
FLYTJENDUR:
Miðaverð: 3.900,-
Miðasala: tix.is og við innganginn í Háteigskirkju 1 klst. fyrir tónleikana
listvinafelag.is - scholacantorum.is