Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! Haustdagar Nýjar vörur FLORA BLÓMAVASI Ø25CM 3.995 kr. STONE SÆNGURVER 140x200CM 14.995 kr. MAI KERTASTJAKIMARGIR LITIR 1.495 kr. RONA ÁBREIÐURMARGIR LITIR 130x170CM 7.995 kr. BEND KERTI H14.5CM 4.995 kr. BOBBIE SKÁL LEIR. Ø26,5CM 7.995 kr. RONA ÁBREIÐAMAUVE 130x170CM 7.995 kr. AUBREY GÓLFLAMPI H128CM 19.995 kr. Félagi íslenskra bókaútgefenda bárust samtals 702 umsóknir frá bóka- unnendum sem áhuga hafa á að velja at- hyglisverðustu bækur ársins í dóm- nefnd Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Þetta eru 429 fleiri umsóknir en í fyrra. Alls sóttu 151 karl (21,5%) og 551 kona (78,5%) um að gegna dómnefnd- arstörfum. Umsækjendur gátu sótt um að komast í eina eða fleiri nefndir, en þrír dómnefndarmenn starfa í hverri nefnd. Alls sóttu 458 á aldrinum sjö til 83 ára um að vera í dómnefnd barna- og ungmennabóka, 64 karlar (14%) og 394 konur (86%); 557 á aldrinum 18 til 83 ára sóttu um að vera í íslensku skáldverkadóm- nefndinni, 115 karlar (21%) og 442 konur (79%), og 244 á aldrinum 23 til 83 ára sóttu um að vera í dóm- nefnd fræðibóka og rita almenns efnis, 76 karlar (31%) og 168 konur (69%). Verðlaunanefnd félagsins fer yfir umsóknirnar og leggur fram tillögur sínar á stjórnar- fundi félagsins. Greint verður opinberlega frá nöfnum dómnefndarmanna um leið og tilnefningar verða kynntar, hinn 1. desember. 702 vilja velja vinningsbækurnar FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær framboð sitt í kjörinu á formanni Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kjöri verður hún fyrst kvenna til að gegna embætt- inu og um leið væntanlega eina konan sem væri í for- svari fyrir knattspyrnusambönd 55 Evrópuþjóða. Sjálf á Vanda að baki glæsilegan feril sem knattspyrnukona og þjálfari. »62 Fyrst kvenna á formannsstól KSÍ? ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta á upphaf sitt í því að þegar Unnur var í sjötta bekk í grunnskóla var handavinnukennarinn hennar hér í Flúðaskóla að reyna að finna eitthvað fyrir hana að gera sem hæfði henni. Hún vissi að í framtíð- inni myndi Unnur hafa nægan tíma og því væri upplagt að kenna henni að sauma út,“ segir Marta Hjalta- dóttir, móður ungrar konu, Unnar Þórsdóttur, en hún situr við dagana langa og saumar út púða sem seldir eru til styrktar Downs-félaginu, en sjálf er Unnur einstök stúlka með Downs-heilkenni. „Unnur er með heilmikla þrá- hyggju og hún festist alveg í púða- útsaumnum, sem er ástæða þess hversu miklu hún hefur afkastað. Hún situr við útsaum alla daga hér í eldhúsinu á Kópsvatni, en ég er með henni í þessu; ég set spottana á rétt- an stað og svo geng ég frá þeim. Unnur er mjög glögg á þetta og læt- ur mig strax vita ef ég rétti henni rangan lit af garni,“ segir Marta og bætir við að Unnur hafi fengið handavinnuverðlaun í sjöunda bekk í Flúðaskóla, því það varð svo mikil framför hjá henni í saumaskapnum. „Þá fékk hún í verðlaun mynd af Mjallhvíti til að sauma út og sú er orðin að púða sem prýðir stofuna hjá okkur,“ segir Marta og bætir við að Unnur sé með ódæmigerða einhverfu, kvíða og fleira. „Hún var með þráhyggju fyrir Disney-lögum og horfir mikið á Disney-myndir, þess vegna vill hún helst eingöngu sauma út teikni- myndafígúrur. Teiknimyndir eru aðalmálið hjá henni, Konungur ljón- anna er í miklu uppáhaldi.“ Næstum hundrað myndir Marta segir að á þeim sextán ár- um sem liðin eru frá því að Unnur byrjaði að sauma út hafi eðli málsins samkvæmt safnast upp mikið magn af útsaumsmyndum. „Þetta voru orðnar um níutíu myndir, en hún hefur líka saumað út litlar jólamyndir og fleira. Við höfum í gegnum tíðina gefið Unnar-púða í jólagjafir innan fjölskyldunnar, brúðkaupsgjafir og fleira, enda vill Unnur mjög gjarnan gefa púðana sína. Ella Jóna vinkona mín í Tungu- felli, sem er mikil saumakona, fékk þessa hugmynd að taka að sér að setja upp púðana og selja þá inni á síðunni sinni ellajona.net, en þar kallar hún sig: Fjallafrúin saumar. Hver púði kostar átta þúsund krón- ur en fimm þúsund renna til Downs- félagsins. Þrjú þúsund krónurnar sem eftir eru fara upp í kostnað á efniskaupum, því ámáluðu stramm- arnir eru dýrir og svo þarf að kaupa efni í púðabak, fyllingu og rennilás. Við gefum alla okkar vinnu, Unnur, Ella Jóna og ég. Núna í september stofnaði Ella Jóna facebooksíðuna Unnar púðar, þar sem fólk getur keypt púða til að styrkja Downs- félagið.“ Marta segir að þegar Unnur fór á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Suður- lands hafi kennararnir þar kennt henni að sauma ýmislegt fleira. „Til dæmis jólateppi sem við not- um alltaf undir jólatréð. Unnur get- ur með miklum stuðningi gert flókn- ari hluti. Ef hún fengist til að láta einhvern annan en mig hjálpa sér væri hún ábyggilega búin að læra að ganga sjálf frá púðunum, en hún vill fá mikla þjónustu hjá mér, enda er ég umboðsmaður listakonunnar.“ Vandvirk Unnur við út- saum við eldhúsborðið heima á Kópsvatni. Unnar-púðar eru seldir til styrktar Downs-félaginu - Unnur Þórsdóttir er afkastamikil við útsauminn Fallegir Hér er sýnishorn af út- saumuðu púðunum hennar Unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.