Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is NJÖRVI & NJÖRVI+ Öflug árekstrarvörn Njörvi er öflugur stólpi til að verja mannvirki og gangandi fólk. Hentar líka vel til skyndilokana vega og til að afmarka akstursleiðir og bílaplön. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Minnisvarði Björns Jónssonar í Nesi var afhjúpaður af Vilhjálmi Lúðvíkssyni, fyrrverandi formanni Garðyrkjufélags Íslands, og Ás- gerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, í Urtagarð- inum í Nesi í gær. Björn var fyrsti lyfjafræðingur og apótekari okkar Íslendinga en hann fæddist 1. nóvember 1738 og lést 19. september 1798. Tilefni minnisvarðans er að í desember á síðasta ári voru 250 ár liðin frá því að Björn útskrifaðist sem lyfjafræð- ingur frá háskóla í Kaupmanna- höfn, og kom hann þá til starfa í Nesi við Seltjörn. Steinninn var hannaður og út- færður af Guðrúnu Indriðadóttur, lyfjafræðingi og listkonu, en á hon- um má sjá sortulyng sem talið er að Björn hafi notað sem lyfjafræð- ingur. hmr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Minnisvarði Björns afhjúpaður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur varhugavert að Íslendingar festi krónuna við evruna. Telur hann það illframkvæmanlegt og geti það meðal annars leitt til hærri stýrivaxta. Frá þessu var greint á vef Viðskiptablaðsins í gærkvöldi. Seðlabankastjórinn telur ómögu- legt fyrir bankann að halda fast- gengi við evru en til að það gangi upp þyrfti meðal annars að beita öllum gjaldeyrisforðanum til að við- halda því. Auk þess yrði ríkisstjórn- in ávallt að taka mið af jafnvægi gengisins í fjárlögum og samkomu- lag þyrfti að ríkja við verkalýðs- félög um launahækkanir. Að þess- um skilyrðum uppfylltum væri þó enn ekki hægt að treysta á að fast- gengið myndi ganga eftir þar sem aðrir óvissu- þættir væru enn til staðar. Telur Ásgeir að tenging krón- unnar við evruna gæti meðal ann- ars leitt til hærri stýrivaxta þar sem nauðsynlegt gæti orðið að hækka vexti til að verja gengið. Segir hann ekki ráðlegt að bera saman stöðu Íslendinga nú og þeg- ar krónan var tengd við reikniein- inguna ECU árið 1989. Hafi það fyrirkomulag gengið upp í ljósi fjár- magnshafta sem eru ekki til staðar í dag. Myndi taka mið af Evrópu Segir Ásgeir að Íslandi bjóðist tvær leiðir, annars vegar evran og innganga í Evrópusambandið, og hins vegar sjálfstæð peningastefna. Hvað varðar upptöku evrunnar seg- ir Ásgeir Íslendinga þurfa að inn- leiða efnahagsstefnu og launastig sem myndu taka mið af gangi mála í Evrópu. Ef laun hér á landi væru í miklu ósamræmi við önnur lönd í Evrópu gæti það haft neikvæðar af- leiðingar fyrir samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja. hmr@mbl.is Erfitt að tengja við evru - Seðlabankastjóri telur það illframkvæmanlegt að tengja íslensku krónuna við evruna - Hætta á hærri stýrivöxtum Ásgeir Jónsson Hlutfall atvinnulausra sem eru á aldrinum 16-24 ára hefur aldrei mælst lægra í ágústmánuði frá upp- hafi samfelldrar vinnumarkaðsrann- sóknar Hagstofunnar. Áætlað er að 800 einstaklingar á þessum aldri hafi verið án atvinnu í seinasta mánuði, sem samsvarar 2,5% atvinnuleysi og var hlutfall starfandi á vinnumark- aðinum sem eru á þessu aldursbili 16 til 24 ára 76,7%. Jókst hlutfallið um rúm átta pró- sentustig á milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðs- könnunar Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Þá mældist samkvæmt könnuninni 5,1% heildaratvinnuleysi yfir allt landið þegar tekið hefur ver- ið tillit til árstíðasveiflna á þessum árstíma. Reikna má með að yfir landið allt hafi um 5.200 karlar verið atvinnu- lausir í seinasta mánuði og heldur fleiri konur eða 5.700. Stóð árstíða- leiðrétt atvinnuleysi í stað á milli mánaða. Í gögnum Hagstofunnar úr rann- sókninni kemur fram að áætlað er að 211.600 manns á aldrinum 16 til 74 ára hafi verið á vinnumarkaðinum í ágústmánuði og jafngildir það 79,8% atvinnuþátttöku. Af þessu vinnuafli voru tæplega 201 þúsund við störf en aðrir voru atvinnulausir og í atvinnu- leit. Hefur hlutfall starfandi fólks aukist um 1,4 prósentustig á milli ára og atvinnuleysið dregist saman um 1,4 prósentustig að jafnaði sam- kvæmt greiningu Hagstofunnar. Að jafnaði var vinnutími starfandi fólks á vinnumarkaðinum 35,2 stund- ir á viku í ágústmánuði. omfr@mbl.is Minnsta atvinnu- leysi 16-24 ára - Hagstofan mæl- ir 5,1% atvinnu- leysi í ágúst Morgunblaðið/Ómar Við störf Atvinnuleysi á landinu var 5,1% í ágúst að mati Hagstofunnar. Hinn 1. janúar næstkomandi mun breytt fjármögnun Landspítalans taka gildi þar sem klínísk starfsemi spítalans verður fjármögnuð í sam- ræmi við umfang veittrar þjónustu. Samningur um nýja greiðslufyrir- komulagið var undirritaður í gær en í því felst að þjónusta stofnunarinnar verður flokkuð samkvæmt sjúk- dómaflokkunarkerfi. Hver flokkur lýsir umfangi þjónustunnar er liggur að baki hverju tilfelli og verður það mælt í DRG-einingum. Mun spítal- inn síðan fá greitt í samræmi við ein- ingarnar. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítala, kveðst ánægður með að samningur um þjónustutengda fjár- mögnun sé loks í höfn. Taki nú við mikil vinna við innleiðingu greiðslu- fyrirkomulagsins þar sem mæla þarf með réttum hætti framleiðsluna og kostnaðargreina hvert verk. Hann vekur athygli á að þótt samningurinn nái yfir stóran hluta starfsemi spítalans séu enn margir þættir sem þjónustutengda fjár- mögnunin muni ekki ná til. Bráða- móttaka og geðheilbrigðisþjónusta munu til að mynda verða undanþeg- in þessari fjármögnun. Er það mark- miðið að öll þjónusta Landspítala verði þjónustutengd á næstu árum. hmr@mbl.is Breytt fjármögn- un Landspítala - Fjármögnun í samræmi við þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.