Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 8
Undirritun Kjartan bæjarstjóri með fulltrúum frá ÍAV, VSB og UMFN. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, undirritaði í vikunni verksamning milli bæjarins og Íslenskra aðalverktaka vegna framkvæmda við annan áfanga Stapaskóla. Umræddur áfangi er fullbúið íþróttahús með plássi fyrir 1.100 áhorfendur og 25 metra inni- sundlaug auk útisvæðis með heitum pottum. Við sama tækifæri var undirrit- aður samningur við VSB Verk- fræðistofu ehf. um eftirlit og bygg- ingarstjórn vegna fram- kvæmdarinnar en sú stofa hafði sama hlutverk á fyrri áfanga Stapa- skóla. Fullkláraður mun þessi áfangi kosta rúma 2,4 milljarða króna en tilboð Íslenskra aðalverktaka hljóð- aði upp á 92% af kostnaðaráætlun. Stapaskóli tók til starfa haustið 2020 og er heildstæður skóli með yf- ir þrjú hundruð nemendur á grunn- og leikskólaaldri. Skólinn stendur miðsvæðis í nýjasta hverfi Reykja- nesbæjar og eru leiðarljós hans „gleði, vinátta, samvinna og virð- ing“. Bygging skólans er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hef- ur ráðist í. „Með byggingu annars áfanga Stapaskóla fær skólinn ekki aðeins vel búna aðstöðu til íþróttakennslu heldur mun byggingin einnig stór- bæta aðstöðu til almennrar íþrótta- iðkunar og með tengingu við bóka- safnið þjóna íbúum bæjarins sem eins konar hverfismiðstöð,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. hdm@mbl.is Annar áfanginn kostar 2,4 milljarða - Verksamningur við ÍAV vegna Stapaskóla 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Í fyrra lífi sínu, sem hann vill ekki kannast við í dag, var foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, ötull talsmaður aukins einkarekstrar á öllum sviðum og al- mennt aukins frjálsræðis í viðskipta- lífinu, auk þess að taka sjálfur þátt í því af óheftum myndar- skap eins og frægt er orðið. Þá viðraði hann, sem ritstjóri Fréttablaðsins, skoðun sína á ýms- um málum og fjallaði meðal annars um það að stjórnmálaflokkum væri „nauðsyn- legt að hafa trúverðuga leiðtoga“. - - - Hringlandaháttur er tæplega til að auka trúverðugleika og þess vegna er sjálfsagt að rifja upp skoðanir Gunnars Smára áður en hann skyndilega varð sósíalisti. Tök- um tvö dæmi sem snerta sérstaklega stefnumál Sósíalistaflokksins. - - - Um kjaramál og launahækkanir sagði hann: „Kjarasamningar verkalýðsfélaga geta vissulega haft slæm áhrif á kjörin – til dæmis samningar sem bera með sér of miklar hækkanir á skömmum tíma sem síðan brjótast út í hærra verð- lagi – en þau jafna sig ávallt til lengri tíma.“ Hvað ætli sósíalistafor- inginn segi um þetta? - - - Hann fjallaði einnig ítrekað um einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu og sagði til dæmis: „Ef það eitt að einkavæða bankana gat leyst slíka orku úr læðingi sem við höfum séð á undanförnum mánuðum, hversu mikil afrek gætum við ekki unnið í heilbrigðiskerfinu ef við frelsuðum það undan stefnulausum og orkusóandi ríkisrekstri?“ - - - Þetta er áleitin spurning sem óneitanlega snertir trúverð- ugleika flokksforingjans – og flokks- ins. Gunnar Smári Egilsson Trúverðugleikinn STAKSTEINAR VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðalmeðferð Rauðagerðismálsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lauk seinnipartinn í gær með málflutningi verjenda og saksóknara. Fjögur eru ákærð í málinu, einn fyrir að hafa orðið Armando Beqirai að bana í Rauðagerði 13. febrúar síð- astliðinn, en hin fyrir samverknað. Angjelin Sterkaj, einn ákærðu, hefur játað að hafa orðið Armando að bana en hin þrjú ákærðu neita sök. Í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur varahér- aðssaksóknara kom fram að augljóst væri að Angjelin Sterkaj hefði skipu- lagt morðið á Armando Beqirai. Hann hefði gengið fumlaus til verks, verknaðurinn hefði tekið innan við mínútu og um hefði verið að ræða hreina og klára aftöku. Þá segir Kolbrún einnig að með- ákærðu í málinu hafi vitað um fyr- irætlanir Angjelins og séu þannig sek um samverknað með honum. Þessu er Oddgeir Einarsson, verj- andi Angjelins, ósammála og hefur hann haldið fram síðan réttarhöldin hófust að skjólstæðingur sinn hafi beitt nauðvörn. Angjelin hafi mátt sæta linnulausum líflátshótunum af hálfu Armandos og því hafi hann farið vopnaður á hans fund í Rauðagerði til þess að geta varist árás. Þegar svo upp úr sauð á Angjelin að hafa gripið til þess örþrifaráðs að skjóta Arm- ando til bana. Aðrir verjendur í málinu gerðu lítið úr málflutningi ákæruvaldsins um samverknað sinna skjólstæðinga í málinu. Einna mestur hiti hefur verið um skýrslu lögreglu um eigin rann- sóknarhætti í málinu, þar sem fram koma ósannaðar kenningar lögreglu um málsatvik. Geir Gestsson, verj- andi ákærða, Murats Selivrada, fór mikinn þegar hann gagnrýndi að sú skýrsla hefði verið lögð fram í málinu til grundvallar sekt. Fyrir því sagði Geir að ekki væri heimild í lögum. Morðið talið hrein og klár aftaka - Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu lauk í gær - Verjandi talar um nauðvörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.