Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 10

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 i | w . e. r t f r n n h v r e 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Andrés Magnússon andres@mbl.is Nú þegar dregur að lokum kosn- ingabaráttunnar þótti rétt að gefa frambjóðendum frí frá Dagmálum og áhorfendum Dagmála frí frá þeim. Gestir Dagmála nú eru þau Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og Árni Helgason lögmað- ur, áður framkvæmdastjóri þing- flokks sjálfstæðismanna. Þau eru því bæði öllum hnútum kunnug í stjórn- málunum, þó að hvorugt taki beinan þátt í kosningabaráttunni. Gestunum ber saman um að þrátt fyrir að framboðin hafi ræst fram- boðsvélarnar í vor og sumar, þá hafi kjósendur ekki reynst móttækilegir fyrir kosningabaráttunni fyrr en langt var liðið á haustið. Landsmenn hafi nýtt langþráð sumarfrí eins lengi og unnt var, en svo væri ekki hægt að líta hjá því að síðasta bylgja heimsfaraldursins hefði haft áhrif. Líf og Árni voru á einu máli um að fleiri kjósendur væru óákveðnir en venja væri og svo virtist sem vænn hluti myndi ekki ákveða sig fyrr en á leið í kjörklefann eða þar inni. Þau eru bæði fylgismenn stjórn- arflokka, en áttu ekki góðar skýr- ingar á því hvers vegna stjórnar- flokkarnir hefðu ekki náð að uppskera fylgi til samræmis við vin- sældir ríkisstjórnarinnar, sem hefðu verið miklar og viðvarandi. Líf minnti á skoðanakannanir sem sýndu að tæp 42% kjósenda vildu að Katrín Jakobsdóttir yrði áfram for- sætisráðherra. „Þetta er ekki stuðn- ingur sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær, en ég vona samt að það komi upp úr kjörkössunum,“ segir Líf og kveðst vona að Katrín myndi vinstristjórn að kosningum loknum. Árni var ekki sama sinnis um það, en minnti á að kosningarnar væru fyrri hálfleikur, stjórnarmyndunar- viðræður væri seinni hálfleikurinn og þar myndu úrslitin ráðast. Við þær myndi miklu skipta hvaða fólk gæti unnið saman. Kjósendur myndu vafalaust taka tillit til þess, rétt eins og persónu forystumanna. Í þessum kosningum skiptu mennirnir ekki minna máli en málefnin. Ekki síður kosið um menn en málefni - Kjósendur lengi ekki reynst móttækilegir fyrir kosningabaráttunni - Síðasta bylgja faraldursins hafði áhrif - Kosningarnar aðeins fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur fram undan að þeim loknum Morgunblaðið/Hallur Dagmál Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Árni Helgason lögmaður ræða við Andrés Magnússon í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Þrátt fyrir strekkingsvind á stöku stöðum og éljagang á hæstu fjall- vegum ættu samgöngur að geta gengið snurðulítið fyrir sig á kjör- dag – og þá um kvöldið þegar greidd atkvæði úti á landi verða flutt á talningarstaði. Spáð er NA- og A-átt víða um land og vindstyrk sem er 5-10 metrar á sek. Hvassara verður á Vestfjörðum og á útnesjum nyrðra, þar sem sennilega verða él eða krapi. Einn- ig gæti orðið éljagangur á Snæfells- nesi og á Hellisheiði. Á Reykjavík- ursvæðinu verður ágætt og milt veður en hugsanlega einhverjar skúrir. Um kvöld og nótt versnar veður SA-lands og á Austurlandi. Þar verður slagveður og jafnvel snjókoma. Þá gæti hvesst á vestan- verðu landinu og því fylgt él og hálka á heiðarvegum. Bjartviðri í síðustu kosningum Á kjördag 29. október 2016 fór lægð vestur fyrir land með rign- ingu um mestallt land. Hlýtt var nyðra. Kjörsókn þá var 79,2%. Í kosningum árið eftir, 28. október 2017, var kalt á landinu, engin snjó- koma og bjartviðri sunnanlands. Alls 81,2% kjósenda neyttu atkvæð- isréttar síns þá. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Væta Regnhlífar gætu orðið mikið þarfaþing í Reykjavík á morgun. Hvassviðri með vætu á kjördegi - Hvasst og él á vestanverðu landinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.