Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Öðru hvorum megin við mánaðamót
er reiknað með að útsýnispallurinn á
Bolafjalli verði opnaður. Vegurinn
upp á fjallið lokaðist vegna snjóa í
vikunni, en í gær var aftur orðið fært
þangað. Eins til tveggja daga vinna
er eftir við pallinn og að því loknu er
stefnt að formlegri opnun þegar gef-
ur gott veður.
Lokafrágangur á fjallinu
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í
Bolungarvíkurkaupstað, segir að
framkvæmdir hafi gengið vel frá því
lagt var af stað í þetta verkefni með
hönnunarsamkeppni árið 2019. Nú
er einungis eftir að ljúka við að
skrúfa grindur í gólf pallsins og
jafna jarðveg sem rótað var frá
berginu við uppsetninguna. Gólfplöt-
urnar koma frá Ítalíu og eru með
hálkuvörn, sérstaklega hannaðar
fyrir aðstæður eins og í þverhníptu
fjallinu í 700 metra hæð. Áður en
blásið verður til opnunarhátíðar
verður gerð öryggisúttekt á mann-
virkinu.
Síðari hluta ágústmánaðar kom í
ljós að byggingarleyfi hafði ekki ver-
ið gefið út vegna pallsins, en þá voru
framkvæmdir langt komnar. Jón
Páll segir að eftir viðræður
bæjaryfirvalda og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar, sem deili
ábyrgð í málinu, hafi það mál verið
leyst farsællega og leyfið gefið út í
byrjun september. Hann segir
ástæður þess vera margvíslegar, að
ekki hafi náðst að gefa út bygging-
arleyfi í tæka tíð.
Fer óhræddur út á pallinn
Veginum upp á Bolafjall hefur
verið lokað með keðju í fyrstu snjó-
um, oft undir lok september. Nú
verður honum haldið opnum fram
yfir opnunarhátíðina. Auk bæjarbúa
verður ráðherrum, þingmönnum
kjördæmisins og þeim öðrum sem
komið hafa að verkefninu boðið á
opnun pallsins.
Jón Páll segir að framkvæmdin sé
innan kostnaðaráætlunar, en endan-
legur kostnaður liggi þó ekki fyrir.
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða veitti 160 milljónir króna í
byggingu pallsins á Bolafjalli. Fram-
lag bæjarins var áætlað 20% af
heildarkostnaði, sem stefnir í að
verða innan við 200 milljónir, að
sögn Jóns Páls.
Stefnt er að því pallurinn verði
sterkur ferðamannasegull þar sem
hægt verði að njóta stórbrotins út-
sýnis yfir Ísafjarðardjúpið. Jón Páll
segist ekki í vafa um að svo verði og
sjálfur segist hann óhræddur fara út
á pallinn, sem að hluta til slútir yfir
þverhnípið.
Mikið útsýni Vestfirskir verktakar festa grindur á pallinn í vikubyrjun.
Formleg opnun á Bola-
fjalli þegar vel viðrar
- Halda veginum opnum - Innan kostnaðaráætlunar
Á Bolafjalli Það var kuldalegt á pallinum í gær þegar Jón Páll Hreinsson
bæjarstjóri og Finnbogi Bjarnason byggingarfulltrúi skoðuðu mannvirkið.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil leynd hvíldi yfir komu erlends
kvikmyndatökuliðs hingað til lands
í síðasta mánuði. Tökuliðið vann að
gerð stórrar kynningarmyndar fyr-
ir hinn nýja iPhone 13 sem kemur í
sölu í dag.
Margir bíða spenntir eftir nýja
iPhone-símanum, ekki síst Pro-
útgáfu hans sem hefur að geyma
einstaka eiginleika við myndatökur
ef marka má kynningarefnið.
Apple-fyrirtækið vildi sýna að iP-
hone 13 Pro gæti nýst við kvik-
myndatökur á erfiðustu stöðum og
því var horft hingað til lands.
Útkomuna má finna á Youtube.
Um er að ræða 2:40 mínútna
langa kynningarmynd um iPhone
13 Pro sem tekin var bæði hér á
landi og í myndveri í Los Angeles.
Myndin hefur þegar fengið hátt í 17
milljónir áhorfa á Youtube.
Tökur fóru fram á Langjökli um
miðjan ágústmánuð, í „vitlausu
veðri“ eins og einn viðmælandi
Morgunblaðsins orðaði það. Töku-
dagar voru fjórir og yfir eitt hundr-
að manns voru í tökuliðinu. Þar af
komu um 20 manns að utan en um
90 Íslendingar voru á tökustað þeg-
ar mest lét.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafði íslenska fram-
leiðslufyrirtækið Pegasus umsjón
með tökunum hér á landi. Forsvars-
menn fyrirtækisins vildu ekki stað-
festa það þegar eftir því var leitað.
Vinsældir iPhone-símanna eru
flestum kunnar. Yfir einn millj-
arður slíkra síma er í notkun í
heiminum og hermt er að iPhone sé
mest selda tækið í heiminum. Ís-
lendingar láta ekki sitt eftir liggja
en þeir þurfa þó að bíða um sinn
eftir nýjustu útgáfunni af iPhone.
Apple skiptir sölu iPhone eftir
landssvæðum og ekki geta öll lönd
hafið sölu á sama tíma. Því kemur
iPhone 13 í sölu 8. október á Ís-
landi.
Auglýsing fyrir iPhone tekin á Langjökli
- Yfir hundrað manns í tökum fyrir iPhone í brjáluðu veðri - Nær 17 milljón áhorf á Youtube á viku
Landkynning Stór auglýsing fyrir iPhone 13 Pro var tekin á Langjökli um miðjan ágúst. Yfir hundrað manns unnu við tökurnar í „vitlausu veðri“.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég hugsa að heilt yfir verði þetta
jákvætt fyrir neytendur. Ef tengi
verða stöðluð í Evrópu munu þau ef-
laust verða stöðl-
uð annars staðar í
kjölfarið,“ segir
Guðmundur Jó-
hannsson, sam-
skiptafulltrúi
Símans og tækni-
sérfræðingur.
Evrópusam-
bandið tilkynnti í
gær að það myndi
setja reglur sem
kveða á um staðl-
aða tegund hleðslukapla fyrir snjall-
síma. Slík ráðstöfun kemur illa við
Apple sem hefur framleitt sérstaka
hleðslukapla, svokölluð Lightning
tengi fyrir iPhone-síma sína. Evr-
ópusambandið segir að samræmd
tengi fyrir öll tæki muni minnka raf-
rænan úrgang. Apple heldur hinu
gagnstæða fram, að úrgangur muni
aukast, og að verði þetta að veru-
leika muni það hægja á nýsköpun.
„Það hefur verið talað um þetta
lengi,“ segir Guðmundur. Hann rifj-
ar upp að fyrir rúmum tíu árum hafi
tæknirisarnir gert með sér sam-
komulag um að nota sömu tengin.
Apple hafi verið með í því en þegar á
reyndi lét fyrirtækið aðeins milli-
stykki fylgja símum sem hægt var
að tengja USB-tengi.
Nú er staðan þannig að öll tækni-
fyrirtækin nema Apple noti USB-C-
tengi fyrir síma sína. Til að hlaða iP-
hone þarf svokallað Lightning-tengi
sem Apple framleiðir. Hins vegar
notast Apple við USB-C í nýjustu
fartölvum sínum og sumum iPad
spjaldtölvum. „Að baki þessu búa
líklega markaðslegar ástæður. Það
getur enginn búið til aukahlut fyrir
iPhone nema að borga Apple fyrir.
Apple gæti fjarlægt tengin alveg af
iPhone í framtíðinni og notast aðeins
við sína eigin þráðlausu hleðslu-
tækni og þannig haldið áfram að fá
tekjur af aukahlutum,“ segir Guð-
mundur.
Hann bendir á að þótt flestir kjósi
að hafa hleðslukapal tiltækan fyrir
síma sína hafi tengi hvorki fylgt með
iPhone 12 né Samsung S21. „Að
hluta má rekja það til að auðveldara
er að hlaða síma þráðlaust en áður
og fjölmörg heimili eiga mörg hver
fjölda hleðslutækja fyrir.“
Stöðluð hleðslu-
tæki fyrir síma
- Evrópusambandið boðar nýjar reglur
Guðmundur
Jóhannsson
Í umfjöllun um skýrslu um framtíð
íslensks fiskeldis var haft eftir Árna
M. Mathiesen að grundvöllur tæki-
færa til aukinnar framleiðslu væri
tækninýjungar sem tryggja að hægt
verði að auka framleiðslu án þess að
fara með opið sjókvíaeldi inn á þau
svæði sem eru í gildandi burðarþols-
mati. Hið rétta er að átt var við
svæði sem eru utan nýtingarsvæða í
gildandi burðarþolsmati. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Sjókvíaeldi utan nýtingarsvæða
Sr. Pálmi Matt-
híasson kveður
söfnuð sinn í Bú-
staðakirkju nk.
sunnudag 26.
september, við
guðsþjónustu
sem hefst kl. 13.
Hann er nú að
láta af störfum
sem sóknar-
prestur eftir 32 ár í Bústaðakirkju.
Við guðsþjónustuna þjónar sr.
Pálmi ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur
djákna. Kammerkór Bústaðakirkju
og kantor Jónas Þórir og vinir
verða með tónlistarveislu og að
henni lokinni verður boðið upp á
veitingar.
Sr. Pálmi var vígður í Akureyr-
arkirkju 1977 og hefur verið sókn-
arprestur í 44 ár. Hann þjónaði
Melstaðaprestakalli í Miðfirði í 5 ár.
Var svo 1981 kjörinn prestur í ný-
stofnuðu Glerárprestakalli á Ak-
ureyri og vann þar að byggingu
Glerárkirkju. Þjónaði einnig Mið-
garðakirkju í Grímsey. Árið 1989
var Pálmi kallaður til starfa í Bú-
staðaprestakalli og hefur þjónað
þar síðan, nú síðast sameinuðu
Fossvogsprestakalli.
Kveðjumessa sr. Pálma í Bústaðakirkju
Pálmi Matthíasson