Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
heyrandi ferðalagi út í
pólitíska óvissu hand-
an kosninga.
Kjósendur vita hins
vegar hvar þeir hafa
Sjálfstæðisflokkinn og
þeim mun fleiri sem
leggja okkur lið á
laugardaginn kemur
þeim mun minni
óvissa í framhaldinu.
Það eru forréttindi
að hafa fengið tæki-
færi til að taka þátt í
kosningabaráttu und-
anfarnar vikur. Að skynja traust og
þakklæti fólks á förnum vegi í garð
forystusveitar sjálfstæðismanna og
stjórnvalda fyrir öruggt taumhald á
erfiðum tímum heimsfaraldurs og
að tekist hafi á sama tíma að við-
halda stöðugleika og stuðla að
hraðari bata í efnahags- og atvinnu-
lífi eftir Covid-dýfuna.
Okkur hefur auðnast að grípa
mörg tækifæri og vinna úr þeim
landi og þjóð til heilla. Það ætlum
við sannarlega að gera áfram því
yfirskrift kosningabaráttu okkar
sjálfstæðismanna, „land tækifær-
anna“, er aldeilis ekki orðin tóm
heldur staðreynd og innihaldsríkur
vegvísir til næstu framtíðar og
áfram.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina
stjórnmálaaflið sem hefur birt
raunhæfa áætlun um að draga úr
losun koltvísýrings – CO2 – með
það að markmiði að notkun jarð-
efnaeldsneytis ljúki á Íslandi áður
en árið 2040 gengur í garð. Við eig-
um ekki að setja markið lægra en
svo að Íslendingar verði í forystu í
veröldinni að þessu leyti. Ísland
flytji bæði út rafeldsneyti og þekk-
ingu á því að hreinsa andrúmsloftið
í orðsins fyllstu merkingu. Þar vísa
ég til einstakrar hreinsistöðvar sem
tekur við útblæstri frá Hellisheið-
arvirkjun sem aðskilur brenni-
steinsvetni og koltvísýring og dælir
niður í jörðina til að binda efnin þar
við berglög á 1.000-2.000 metra
dýpi.
Við eigum gott heilbrigðiskerfi
sem hægt er að gera enn betra.
Stundarkornið á kjörstað hverju
sinni vekur með kjósandanum jafn-
an sérstakar tilfinningar og hefur
meiri og víðtækari áhrif en marga
grunar. Hvert atkvæði skiptir máli
og það á ekki síst við nú þegar boð-
ið er upp á fjölda framboða með til-
Þar bíða áskoranir
sem teljast ekki
vandamál heldur verk-
efni til að vinna að og
leysa. Fólk sem leitar
eftir grunnheilbrigð-
isþjónustu langar leið-
ir á auðvitað rétt á
heilsugæslu í heima-
byggð. Aukið samstarf
ríkisstofnana og einka-
fyrirtækja í heilbrigð-
iskerfinu ætti að vera
sjálfgefið og auðvitað
eigum við ekki að
senda fólk úr landi í liðskiptaað-
gerðir sem íslenskir læknar geta
annast. Hvaða vit er í því þegar
hægt er að framkvæma slíkar að-
gerðir hérlendis fyrir mun færri
krónur?
Sjálfstæðisflokkurinn er og verð-
ur kjölfesta í samfélaginu sem
kjósendur geta treyst að taki
hvorki þátt í pólitískri ævintýra-
mennsku né kollsteypum sem sum
framboð beinlínis lofa nú að verði
að veruleika fái þau valdatauma í
hendur á næsta kjörtímabili.
Það dylst engum sem fylgist með
málflutningi vinstriflokkanna þessa
dagana að þá dreymir fyrst og síð-
ast um að hækka skatta og gjöld af
ýmsu tagi. Hugur okkar
sjálfstæðismanna stendur til að
fara í þveröfuga átt og lækka álög-
ur á fólk og fyrirtæki, halda niðri
vöxtum og verðbólgu og auka enn
frekar ráðstöfunartekjur heim-
ilanna, sem vel að merkja hafa auk-
ist mikið vegna efnahagslega stöð-
ugleikans.
Þetta bið ég kjósendur að hafa í
huga þegar þeir eru einir með sjálf-
um sér í kjörklefanum.
Ögurstund í kjörklefanum
Eftir Guðrúnu
Hafsteinsdóttur
» Sjálfstæðisflokkur-
inn er og verður
kjölfesta í samfélaginu
sem kjósendur geta
treyst.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi.
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
YFIRHAFNIR
FYRIR HAUSTIÐ
Stærðir 14-30 eða 42-58
Það hafa löngum
verið mikil gamanmál í
fyrirsögnum dagblaða.
Seinni hluti fyr-
irsagnar þessarar
greinar er ein af mín-
um uppáhalds-
fyrirsögnum, beint úr
Morgunblaðinu. Önnur
skemmtileg fyrirsögn:
„Missti tvo fingur í
hausunarvél!“ Auðvit-
að hefði þetta getað farið miklu verr!
Ellegar: „Handleggsbrotnaði í beyg-
ingarvél!“ Auðvitað er það ofstopi að
brjóta í stað þess að beygja!
Flestar fyrirsagnir í núverandi
kosningabaráttu eru miðstigs-
auglýsingar án nokkurs sam-
anburðar.
„Lægri skattar!“ Lægri en hvað?
„Greiðari samgöngur!“ Greiðari en
hvað?
Sennilega er best að segja ekki
neitt í kosningabaráttu. Gefast upp á
öllum útskýringum og segja kurt-
eislega: „Er ekki bara best að kjósa
Framsókn!“ Aldrei kaus ég fram-
sókn og alltaf fæ ég Framsókn!
Fátækt og fátæktargildrur
Eða: „Útrýmum fátækt!“ Helsta
leiðin til að útrýma fátækt er að
stöðva auðsöfnun. Einhvern tímann
las ég um fátæktargildrur. Einn
hópur var sérstaklega til umfjöll-
unar, einstæðar mæður með tak-
markaða menntun. Sérstaklega þeg-
ar upp voru komin stoðkerfis-
vandamál og geðraskanir vegna
álags! Ég veit aðeins eitt ráð við því
að komast í þessa stöðu en ég má
víst ekki ræða hana. Þá verð ég sak-
aður um og úthrópaður fyrir skort á
samkennd.
Það hefur verið talinn skortur á
samkennd að vilja efla frjálsan
sparnað í öllum aldurshópum og með
öllum þjóðfélagshópum! Fátæktar-
gildra öryrkja stafar að nokkru leyti
af skerðingu á örorkubótum vegna
fjáreignatekna. Um það má ekki
ræða því þá er verið að ganga erinda
auðsöfnunar.
Sjúkdómavæðing
Sálfræðingafélagið er gengið í lið
með Öryrkjabandalaginu vegna van-
efnda stjórnvalda. Mikil góðmenni
eru sálfræðingar.
Eða stórsókn Sam-
fylkingar í geðvernd-
armálum! Gott hjá
hjónunum í Geðvernd!
Enda þekkt góðmenni.
Og svo ætla mið-
flokksmenn að senda
alla í læknisskoðun.
Vissulega er fyrir-
byggjandi heilsuvernd
arðbær. Fyrirætlanir
þessa sérstaka flokks
liggja ekki fyrir en ein-
föld sjúkdómaleit kem-
ur í veg fyrir að ákveðnir sjúkdómar
verði skaðlegir. Þetta er nú þegar
gert án þess að Miðflokkurinn komi
þar nærri! Það var reyndar drep-
fyndið að sjá þingmann flokksins
hlaupa í ræðustól! Þar kom fram vís-
bending um lífsstílssjúkdóm.
Góðmennskuköst
Toppurinn í góðmennskuköstum
frambjóðenda er: „Sókn í loftslags-
málum.“ Þetta er auglýsing Sam-
fylkingarinnar á díseltrukk. Nú vill
til að þjóðin hefur verið í samfelldri
sókn í loftslagsmálum frá 1930. Í öllu
falli í Reykjavík þar sem hitaveitu-
væðing hófst og bygging virkjana í
Soginu og á Þjórsársvæðinu. Eða
skógrækt í Heiðmörk. Margir sjá
alls ekki skóg fyrir trjám.
Peningamálastjórn
Stjórnmálamenn og hagsmuna-
hópar halda að þeim hafi verið falin
stjórn peningamála í landinu. Einn
ágætur forstjóri hafði reglulega
samband við mig og tjáði mér hver
væri kostnaður við að framleiða
bandaríkjadollara í sínu byggðar-
lagi. Oftast var það fjarri því sem
Seðlabanki Íslands ákvað, með fast-
gengi eða gengissigi. Forstjóranum
hugkvæmdist aldrei að eitthvað væri
athugavert í hans eigin rekstri.
Stjórnmálamenn vilja enn ákveða
gengi og vexti eins og gert var 1961.
Þá voru flutt frumvörp til laga um
lögfestingu vaxta.
Hátekjuskattur og
auðlegðarskattur
Hve margir skattgreiðendur
munu greiða hátekjuskatt og hverjir
eru það? Í ljós kom að greiðendur
voru þeir sem formælendur skatts-
ins ætluðu að ná til, svo og nokkrir
læknar og sjómenn! Sennilega er
best að hefja töku hátekjuskatts
þegar framhaldsskólakennarar
byrja að kenna í yfirvinnu.
Og auðvitað verða greiðendur
auðlegðarskatts margir sem lokið
hafa starfsævi og enn aðrir munu
flytja úr landi. Ágætt framlag ofan í
hjal um bætt kjör eldri borgara.
Væl frá Samtökum
atvinnulífsins
Nú vælir framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins um hættu vegna
vaxtahækkana. Er sá góði maður að
halda því fram að börn og gamal-
menni eigi að greiða fyrir þá pen-
ingastjórn Seðlabankans sem nú er
rekin? Neikvæðir raunvextir eru
ekki sjálfbærir og slík peningamála-
stefna leiðir til fátæktar og auðsöfn-
unar skuldakónga á grundvelli
óstjórnar.
Hafa ber í huga að fæst íslensk
stórfyrirtæki hafa áhyggjur af inn-
lendum vöxtum. Þau lifa í evrópsku
lágvaxtaumhverfi en dásama sum
hver sveigjanleika íslensku krón-
unnar.
Hafa ber í huga að framkvæmda-
stjóri SA var eitt sinn staðinn að því
að skilja ekki eðli verðbóta!
Seðlabankinn var fyrir löngu bú-
inn að vara við skuldsetningu í skjóli
lágra vaxta því vaxtabreytingar
breyta greiðslubyrði skyndilega.
Hvað með lífeyrissjóði?
Lífeyrissjóðir hafa aðeins eina
skyldu og hún er að greiða sjóðs-
félögum lífeyri eftir starfslok. Frjáls
sparnaður er einnig hluti af lífeyr-
iskerfinu. Lífeyrissjóði varðar ekk-
ert um þjóðarhag. Sem betur fer
eiga lífeyrissjóðir flóttaleið frá pen-
ingastjórn hverju sinni.
Það er ekki til neins fyrir seðla-
bankastjóra að biðja stjórnendur líf-
eyrissjóða að styðja við pen-
ingastefnu sem vinnur til verðlauna í
peningastefnunefnd Seðlabankans.
Skylda lífeyrissjóðanna er ekki að
stuðla að framgangi opinberrar pen-
ingastefnu, lífeyrissjóðir verða að
lifa við þá peningastefnu og leita
leiða til að vernda hagsmuni lífeyris-
þega.
Sú rökleysugildra, sem almanna-
tryggingar eru í, þarfnast lagfær-
ingar. Sú lagfæring hefur á liðnum
árum gengið út á að skerða greiðslur
til lífeyrisþega og ennþá meiri
skerðingar til þeirra sem eiga ein-
hvern frjálsan sparnað.
Þeir sem fá greiðslur úr lífeyris-
sjóðum spara almannatryggingum
verulegar fjárhæðir, enda var að því
stefnt í upphafi. Þeir spara trygg-
ingunum einnig fé með kostnaðar-
þátttöku í vist á hjúkrunarheimilum
þar sem dvalardagurinn kostar kr.
35.000.
Einn maður hefur lagt til lækkun
skatta á lífeyristekjur með þeim rök-
um að lífeyristekjur séu að hluta til
fjáreignatekjur, en góðmennin hafa
ekki hlustað á slíkt.
Hvað með fátækt?
Að sjálfsögðu er það samfélagsleg
skylda að koma í veg fyrir fátækt og
allra helst að börn alist ekki upp við
fátækt. Það er því miður ekkert
samband á milli „auðsöfnunar“ og
fátæktar. Frjáls sparnaður er leið út
úr fátækt.
Til eru þeir, sem stunda auðsöfn-
un með því að veita sér fáar lysti-
semdir lífsins. Það leiðir ekki til fá-
tæktar annarra. Miklu fremur
lækkar slíkt vexti í hagkerfinu og
styður þannig við ríkjandi pen-
ingastefnu.
Ábyrgð og ábyrgðarleysi
Ég þreytist aldrei á að minna á
ábyrgð mannsins á eigin lífi. Margt í
hegðun getur valdið fátækt. En auð-
vitað á að koma fólki úr fátæktar-
gildrum.
Þeir, sem stunda fátæktarrann-
sóknir, eiga að gera það á grundvelli
tölulegra gagna en ekki á grundvelli
upplifunar eða þokukennds huglægs
mats!
Upplifunarvísindi eru mjög
ómarkviss vísindi og algerlega
gagnslaus. Rannsókn á því hvernig
ungar stúlkur verða ófrískar er þó
sennilega skemmtileg á grundvelli
upplifunar.
Tekið skal fram að höfundur
greinarinnar er einn ábyrgur fyrir
efninu og ber enga ábyrgð á
stjórnarathöfnum eða skoðunum
stjórnmálaflokka, og þeir bera ekki
ábyrgð á höfundi.
Í hans huga er það löstur á snær-
islausum manni að kunna latínu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Tekið skal fram að
höfundur greinar-
innar er einn ábyrgur
fyrir efninu og ber enga
ábyrgð á stjórnar-
athöfnum eða skoðunum
stjórnmálaflokka …
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Peningastefna, og hvernig verða ungar stúlkur ófrískar?