Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 32

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 ✝ Birna Frið- geirsdóttir fæddist í Leirhöfn á Melrakkasléttu 20. apríl 1928. Hún lést 16. september 2021. Foreldrar hennar voru Friðgeir Sig- geirsson, f. 1887, d. 1957, og Valgerður Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1975. Systkini Birnu voru Vilborg, f. 1919, d. 1924, Guð- mundur, f. 1920, d. 1924, Hólm- fríður, f. 1921, d. 2018, Þóra, f. 1923, d. 1924, Vilmundur Þór, f. 1925, d. 1928 og Helga, f. 1927, d. 2003. Þann 31. desember 1958 gift- ist Birna Sigurði Guðmundssyni frá Ólafsfirði, f. 12. ágúst 1931. Foreldrar hans voru Guðmundur L. Þorsteinsson, f. 1906, d. 1986, og Jónína Þorsteinsdóttir, f. 1912, d. 2008. Börn Birnu og Sig- urðar eru: 1) Valgerður, f. 1955, gift Rúnari Guðlaugssyni, f. 1956, búsett á Ólafsfirði. Þeirra börn eru: a) Hilmar Ingi, f. 1980, kvæntur Rakel Pétursdóttur, f. 1981. Synir þeirra eru Pétur Ingi, f. 2008, Rúnar Ingi, f. 2011 Barnsfaðir hennar er Sverrir Hermannsson, f. 1989. Dóttir þeirra er Vigdís Eva, f. 2011. c) Eva Katrín, f. 1994. Sambýlis- maður hennar er Atli Albertsson, f. 1994. Birna ólst upp á Melrakka- sléttu og í Aðalvík. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á Kópa- skeri, var tvo vetur í Héraðsskól- anum á Laugum í Reykjadal og útskrifaðist frá Kennaraskóla Ís- lands 1949. Að loknu kennara- námi starfaði Birna við forfalla- kennslu til 1952. Næstu fjórtán árin sinnti hún almennri kennslu í yngri bekkjum ásamt handa- vinnukennslu við Barnaskólann á Ólafsfirði. Birna var svo heima- vinnandi í nokkur ár auk þess sem hún vann við saumaskap og síðar við verslunarstörf í um tuttugu ár. Birna sat í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar í tólf ár, þar af sem forseti bæjarstjórnar í tvö, fyrst kvenna. Hún var einnig félagi í Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði og formaður í átta ár. Fljótlega eftir að Birna og Sig- urður hófu búskap fluttu þau að Gunnólfsgötu 18 Ólafsfirði þar sem þau hafa búið síðan ef frá er talið síðasta tæpa árið sem þau bjuggu á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hornbrekku á Ólafs- firði. Útför Birnu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 24. september 2021, og hefst athöfn- in klukkan 14. og Haukur Ingi, f. 2014. b) Tinna, f. 1982, gift Rúnari Pálmarssyni, f. 1981. Þeirra dætur eru Telma, f. 2014, og Rebekka, f. 2017. c) Orri, f. 1985. Sam- býliskona hans er Kolbrún Steinþórs- dóttir, f. 1986. Þeirra börn eru Ey- þór, f. 2017, og stúlka, f. í september 2021. 2) Guðmundur, f. 1960, kvæntur Sigurborgu Gunnarsdóttur, f. 1961, búsett á Seltjarnarnesi. Þeirra börn eru: a) Rannveig, f. 1989. Sambýlismaður hennar er Gunnar Magnússon, f. 1989. Þeirra börn eru Sigurborg María, f. 2016, og Magnús Logi, f. 2017. b) Sigurður, f. 1992. Sam- býliskona hans er Kelechi Anna Árnadóttir Hafstað, f. 1995. c) Gunnar, f. 1995. 3) Friðgeir, f. 1963, kvæntur Ragnhildi Skúla- dóttur, f. 1963, búsett á Seltjarn- arnesi. Þeirra börn eru a) Skúli Jón, f. 1988. Sambýliskona hans er Jennifer Berg Pinyoch, f. 1991. Sonur þeirra er Malcolm Berg, f. 2021. b) Birna, f. 1991. Elskuleg tengdamóðir mín, Birna Friðgeirsdóttir, hefur nú kvatt okkur eftir stutta sjúkrahús- legu. Það eru ófá skiptin sem hún var viss um að komið væri að kveðjustund, en þó að líkaminn yrði fyrir skakkaföllum þá var hugurinn sterkur, hún náði vopn- um sínum á ný og lífið hélt áfram. Það var fyrir þrjátíu og sex ár- um sem ég kom inn í líf þeirra hjóna og fann strax að ég var vel- komin. Þau voru forvitin um þessa rúmlega tvítugu stelpu, vissu ein- hver deili á fólkinu mínu og sýndu mér áhuga þannig að þessi fyrsta heimsókn varð mun auðveldari en ég þorði að vona. Ég man enn eftir okkar fyrsta fundi við hádegis- verðarborðið á Gunnólfsgötunni þar sem læri og „tilbehör“ var á boðstólum og ís í eftirrétt. Ferð- irnar okkar á Ólafsfjörð í gegnum árin hafa verið ófáar og alltaf var passað upp á að það væri nóg að borða. Börnin okkar minnast oft á kvöldkaffið með sælubrosi á vör. Hún tengdamóðir mín fæddist ekki með silfurskeið í munni og var mikil fátækt á hennar æsku- heimili. Hún var skarpgreind og fékk tækifæri til að mennta sig, fyrst á Laugum í Reykjadal en síðar í Kennaraskólanum. Eftir Kennaraskólann réð hún sig til starfa við Grunnskólann á Ólafs- firði sem var mikið gæfuspor, því að á Ólafsfirði kynntist hún hon- um Sigga sínum, Sigurði Guð- mundssyni. Hún kenndi við Grunnskólann á Ólafsfirði bæði al- menna kennslu og handavinnu og hafði alla tíð mikinn áhuga á skóla- starfi. Sjálf kenndi ég í mörg ár og ræddum við Birna oft um mennta- kerfið og skólamál almennt. Það var skemmtilegt að skiptast á skoðunum við hana um hvaðeina, hvort heldur var um lífið og til- veruna, barnauppeldi eða þjóðmál- in, enda var hún rökföst og hafði sterkar skoðanir. Þegar við kynnt- umst þá sat hún í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og átti þar sæti í tólf ár, þar af var hún forseti bæjar- stjórnar í tvö ár. Fyrsta konan til að gegna því embætti fyrir bæinn. Birna var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana mörg meistara- stykkin, hekluð og saumuð. Við höfum öll fengið að njóta þeirra og prýða verk eftir hana okkar heimili. Ég verð tengdamóður minni æv- inlega þakklát fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman, þær voru innihaldsríkar og gefandi, en ekki síst þeim stundum sem hún gaf börnunum okkar. Hún var einstak- lega ánægð og áhugasöm um allt sitt fólk og fylgdist með því allt til síðasta dags. Ég minnist tengda- móður minnar með mikilli hlýju. Elsku Birna, takk fyrir allt og allt. Ragnhildur Skúladóttir. Árið var 1983. Það var hávetur, allt á kafi í snjó og ég á leið í fyrstu heimsókn mína til Ólafsfjarðar að hitta tilvonandi tengdaforeldra. Hnútur í maganum eins og hjá flestum í þeim aðstæðum. Á Ólafs- firði biðu Birna og Siggi án efa líka spennt að sjá þessa stelpu sem Gummi ætlaði að kynna fyrir þeim. Allur kvíði minn var óþarfi. Frá fyrstu mínútu var mér tekið með mikilli hlýju. Þetta var fyrsta heimsóknin af ótal mörgum. Smám saman kynnt- ist ég Birnu betur og fór að gera mér grein fyrir hversu öflug kona hún var. Það var ekki sjálfgefið þegar hún var að alast upp að stúlk- ur færu í framhaldsnám en Birna siglir suður og fer í Kennaraskól- ann. Það hefur þurft kjark til þess. Á Ólafsfirði var hún í bæjarpólitík- inni og um tíma forseti bæjar- stjórnar. Hún lét til sín taka í hin- um ýmsu málefnum. Ég hef alltaf litið upp til hennar fyrir þennan styrk og hefur hún verið mér fyr- irmynd í mörgu. Það voru ófá jólin sem við Gummi eyddum á Gunnólfsgöt- unni. Fyrst mættum við tvö. Síðan stækkaði fjölskyldan og að lokum urðum við átta sem mættum til að fagna hátíðinni með Birnu og Sigga. Alltaf var jafn yndislegt að keyra úr stressinu í borginni til Ólafsfjarðar. Á Gunnólfsgötunni var allt tilbúið, búið að þrífa, skreyta og að sjálfsögðu baka smá- kökurnar. Melrakkasléttan var í huga Birnu dýrðarstaður og lærði ég fljótt að meta fegurð Sléttunn- ar. Ganga með Birnu um æsku- stöðvar hennar í Kötlu er mér minnisstæð. Eftir þá göngu skildi maður aðeins betur hvernig lífið var á þeim tímum sem Birna var að alast upp. Við sem lifum á tím- um allsnægta eigum erfitt með að setja okkur í hennar spor, þegar lífið snerist um að lifa af og það var ekki sjálfgefið að börnin kæmust til manns. Samt virtist alltaf vera stutt í gleðina. Margar minningar á ég úr sumarbústaðnum Systraseli en þann bústað áttu Birna og Siggi með systur Birnu og mági. Á þann dýrðarstað komum við oft saman og nutum náttúrunnar. Í leiðinni var alltaf keyrt út á Rauf- arhöfn til að heilsa upp á syst- urnar Hollu og Helgu. Þá var nú oft glatt á hjalla og Sléttuandinn sveif yfir vötnum. Þegar Birna varð áttræð ákváðu börnin hennar ásamt okkur tengdabörnunum að bjóða foreldrunum í borgarferð og mátti Birna velja borgina. Að sjálfsögðu valdi hún París. Þetta var yndisleg ferð þar sem þessi átta manna hópur sigldi meðal annars á Signu og naut franskrar matargerðar. Einnig var ógleym- anleg ferðin til Barcelona sem þessi sami hópur fór á áttræðisaf- mæli Sigga. Tengdamamma hefur í gegn- um tíðina oft glímt við erfið veik- indi en með ótrúlegri þrautseigju hefur hún alltaf náð sér aftur. Ég hef lengi sagt að hún eigi níu líf eins og kötturinn. En nú er þess- um lífum lokið og Birna okkur horfin. Elsku Siggi, þinn missir er mikill. Innilegar samúðar- kveðjur til þín og fjölskyldunnar allrar. Við sitjum nú og yljum okkur við góðu minningarnar sem eru svo ótrúlega margar og dýrmætar. Elsku Birna, ég kveð í síðasta sinn og faðma þig í huganum. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Sigurborg (Borga). Elsku amma Birna, það er ótrúlega erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ferðirnar okkar norður til ykkar afa eru einhverjar bestu minningar sem við eigum. Þó svo að við höfum ekki alist upp fyrir norðan, þá höfum við alla tíð upp- lifað þá tilfinningu að við værum komin heim þegar við keyrðum út úr Múlagöngunum, því við viss- um að okkar beið hlýr og opinn faðmur ykkar afa í forstofunni. Það skipti ekki máli hversu seint við mættum á svæðið, þú varst alltaf búin að hafa til kvöldkaffi, eins og reyndar öll önnur kvöld þegar það voru gestir í húsinu og alltaf voru kræsingarnar heima- tilbúnar. Eldhúsið var í raun sá staður í húsinu sem við eyddum hvað mestum tíma með þér. Yfirleitt var hægt að finna þig í eldhús- króknum þar sem þú sast og lagð- ir kapal. Við gripum þá oft tæki- færið og plötuðum þig til þess að spila við okkur. Þú kenndir okkur allskyns spil og í þeim kom keppnisskapið þitt heldur betur í ljós. Þú kenndir okkur ýmislegt annað en að spila enda varstu kennari að mennt. Nægjusemin stendur þar helst upp úr en þú varst með eindæmum nægjusöm. Það gekk það langt eitt sinn að eitt okkar neitaði að henda ónýt- um tannbursta því að þú hafðir kennt okkur að nýta hlutina vel og helst fleygja ekki að óþörfu. Þessu var tekið of bókstaflega og það kom síðar í ljós að nægjusem- in átti betur við á öðrum stöðum og því fékk gamli tannburstinn að víkja fyrir nýjum. Við höfum alltaf litið upp til þín og munum alla tíð gera. Það er ekki vegna þess að okkur fannst þú svo hávaxin hér áður fyrr, heldur vegna einlægrar góð- mennsku þinnar og væntum- þykju sem hefur alla tíð fylgt þér. Samband ykkar afa hefur verið afar fallegt og eruð þið okkur al- gjörar fyrirmyndir. Þér og ykkur hefur alltaf verið annt um að búa okkur barnabörn ykkar sem og börn undir lífið og erum við ykkur ævinlega þakklát. Við erum uppfull af fallegum minningum um þig sem okkur Birna Friðgeirsdóttir ✝ Stefanía Guð- rún Jónsdóttir fæddist í Nesi í Fljótum í Skaga- firði 12. mars 1925. Hún lést 14. sept- ember 2021 á Heil- brigðisstofnun Norðurlands Sauð- árkróki. Foreldrar henn- ar voru Jón Stef- ánsson, bóndi og verkamaður, f. 1. des. 1894, d. 1. mars 1964 og Sigurbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 5. júní 1884, d. 19. júní 1954. Systkini Stefaníu voru Anna Sigurbjörg, f. 1921, Arnbjörg, f. 1928, hálfbróðir þeirra systra var Björn, f. 1925, móðir hans var Rósa Jóakims- dóttir. Björn ólst upp með þeim 26.3. 1952, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn, Jónu Rut og Birki Rafn. Fyrir á Jón soninn Magnús Þór. 4) Björgvin Margeir, f. 12.4. 1954, kvæntur Margréti Björgu Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn, Katrínu Evu, Efemíu Hrönn, Stefaníu Fanney og Vikt- or Sigvalda. 5) Guðmundur Örn, f. 17.8. 1955, kvæntur Ernu Bald- ursdóttur, eiga þau eina dóttur, Ísabellu, fyrir á Guðmundur dótturina Eddu Hrund og Erna soninn Baldur. 6) Steinn Márus, kvæntur Guðrúnu Jónu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn, Gunnar Frey, Guðmund Vigni og Bergnýju Heiðu. 7) Hólmfríður Dröfn, f. 29.5. 1960, sambýlis- maður hennar er Hjörtur Sævar Hjartarson, Hólmfríður á tvö börn, Stefán Friðrik og Ragn- hildi. 12 ára gömul flutti Stefanía með foreldrum sínum til Hofsóss og bjó fjölskyldan lengst af í Há- askála. Stefanía gekk í barna- skóla á Hofsósi og vann ýmis til- fallandi störf eftir að hún komst á fullorðinsár. Fyrstu búskapar- árin sín bjuggu Stefanía og Guð- mundur í Bræðraborg á Hofsósi og þar fæddust tvö elstu börnin. 1949 byggðu þau íbúðarhúsið Birkihlíð, þar fæddust hin börnin og var hún heimavinnandi hús- móðir þar til börnin komust á legg. Eftir það vann hún á hrað- frystihúsinu og síðar á sauma- stofu Hofsóss sem saumaði m.a. íslenska fánann. Árið 1979 fluttu Stefanía og Guðmundur til Sauðárkróks og bjuggu fyrst á Víðigrund 14 og síðar á Hólavegi 8. Fljótlega eftir að þau fluttu á Sauðárkrók hóf hún störf á saumastofunni Yl- rúnu og þar stafaði hún þar til hún lét af störfum. Fljótlega eftir að Guðmundur lést flutti hún á Víðigrund 22 og bjó þar til 2014 að hún flutti á Heilsustofnun Norðurlands Sauðárkróki, fyrst á deild VI og síðar á deild II. Útför Stefaníu fer fram í dag, 24. september 2021, frá Sauðár- krókskirkju kl. 14. systrum til fullorð- insára. Uppeldis- bróðir þeirra var Óskar Björnsson, f. 1917. Þau eru öll látin. Stefanía giftist Guðmundi V. Steinssyni, f. 24. des. 1921, þann 30. des. 1945, hann lést 25. júní 1993. Börn þeirra eru sjö: 1) Sigmundur Einars, f. 12.7. 1945, kvæntur Amalíu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, Sigurð Úlf- ar, Brynjar Örn og Hólmar Loga. 2) Anna Steinunn, f. 21.9. 1946, gift Ragnari Inga Tómassyni, Ragnar lést 2009, eiga þau þrjú börn, Guðmund Stefán, Tómas Inga og Sunnu Apríl. 3) Jón, f. Nú kveð ég elsku Stebbu tengdamömmu þakklát fyrir að hafa átt hana að, yndisleg kona sem var óspör á að dreifa frá sér kærleik, gleði, umhyggjusemi og góðvild, með því snart hún hjörtu okkar samferðafólks hennar. Í orði og verki sýndi hún svo mikinn náungakærleik. Man að oft hafði hún á orði hversu rík hún væri að eiga öll þessi börn sín og stolt var hún af þeim og þakklát guði fyrir að eng- an hefði hún misst. Gleði og kátína var hennar að- alsmerki alltaf stutt í brosið og hnyttin tilsvör. Þakka henni fyrir allt, það er gott að eiga minningu um svo ynd- islega konu sem með mennsku sinni hefur kennt mér svo margt. Kærleikskveðja, Erna Baldursdóttir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, er máltæki sem margir tengja við. Í þetta skipti tengi ég sáralítið við þetta máltæki þar sem ég veit nákvæmlega hvað það var sem ég missti þegar ég fékk þær fréttir að amma Stebba væri farin frá okkur. Amma var einstakt eintak af manneskju, með lúmskan húm- or, þolinmóð, hjartahlý og svo má ekki gleyma hvað hún var mikil drottning og töffari. Gullfalleg bæði að innan sem og utan. Það hefur alltaf verið gaman að setjast niður með ömmu og spjalla um daginn og veginn. Hún sagði alltaf það sem henni fannst og hvort sem maður var sammála eða ekki þá gátum við hlegið að vitleysunni sem kom stundum upp í þessum samtölum. Ég mun aldrei gleyma síðasta samtalinu sem við áttum saman, en þá var ég að segja henni frá því að von væri á lítilli dömu í fjölskylduna. Svarið frá henni var: „Auðvitað! Ég hafði fulla trú á þér! Ég vissi að þú myndir redda þessu.“ Ég mun halda fast í allar þær minningar með ömmu sem ég geymi núna í hjarta mínu. Þær minningar sem eru mér kærastar eru öll þau skipti sem ég stoppaði við hjá ömmu og afa á Hólaveg- inum eftir sundferðirnar mínar. Dró ég þá oftar en ekki vinkonu- hópinn með mér í heimsókn og fengum við alltaf hafragraut hjá ömmu eftir sundið. Amma sá sér þar leik á borði þar sem ég var farin að koma oft og reglulega og kenndi mér að gera hafragraut þá aðeins 6 ára gömul. Í mínum huga er þessi grautur sem hún kenndi mér að gera þarna sá allra besti hafra- grautur sem gerður hefur verið. Hólavegurinn hjá ömmu og afa var í minningunni alltaf fullur af fólki og var sannkallað athvarf fyrir okkur afkomendur, alltaf stuð og alltaf gleði. Svo það kemur manni ekki á óvart að amma hafi verið staðráðin í að mæta í 100 ára afmælið hans afa í draumaland- inu. Eins og henni einni er lagið þá mun hún ná að mæta tímanlega í það partí og aðstoða við undirbún- inginn. Elsku amma, ég bið að heilsa í partíið. Þangað til næst, þín Stefanía Fanney Björgvinsdóttir (Stefý). Elsku langamma. Mikið ósköp sakna ég þín mikið. Þegar ég átti heima á Sauðárkróki fyrir mörg- um árum var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín þegar ég var einmana og átti ekki vini. Þú varst alltaf svo góð við mig og skemmtileg og hlóst hátt og mikið og það var alltaf gleði í kringum þig. Pönnukökurnar og kleinurn- ar sem þú gerðir voru þær bestu í heimi. Ég man eftir að ég fékk stundum að hvíla mig í litlum gömlum sófa heima hjá þér á Hólaveginum og þú sagðir við mig að ég yrði að vakna um leið og þú kallaðir. Og þegar þú gerðir brá mér svo mikið að ég datt ég á gólf- ið og veltist þar um og við hlógum bæði hátt og mikið. Ég mun alltaf sakna þín. Takk fyrir mig elsku langamma mín. Þinn Ragnar Darri. Ég á ótal sögur og minningar af Stebbu ömmu sem gaman verður að rifja upp með fjölskyldunni. Þú kenndir mér um kærleikann og gafst mér mörg heilræði sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Ég kveð þig elsku amma með bæn- inni sem þú kenndir mér. Þessa bæn fer ég með með börnunum mínum og hugsa ávallt til þín. Nú er ég komin í hvílu mína kann mig snerta engin pína. Jesús sendir engla sína allt í kringum mig og mína. Elska þig amma, hvíldu í friði. Katrín Eva Björgvinsdóttir. Elsku amma mín. Það eru for- réttindi að hafa átt þig að sem ömmu í rúma hálfa öld. Þótt sorgin hafi nú knúið dyra þá er efst í huga mér þakklæti fyrir að hafa átt þig að allan þennan tíma. Það var ekki ónýtt fyrir lítinn strák að hafa átt athvarf á Hofsósi hjá ykkur Munda afa í Birkihlíð á sumrin. Þegar ég var líklega 6 eða 7 ára og dreymdi illa var gott að fá að skríða upp í ör- yggið til ykkar afa. Í minningunni var alltaf gott veður á Hofsósi og sumarkvöldin voru böðuð blóð- rauðu sólarlagi svo lýsti upp Þórð- arhöfðann. Maður einhvern veginn rann saman við náttúruna á Hofs- ósi. Allir dagar voru ævintýri enda Hofsós einn stór leikvöllur; úti að leika svo tíminn týndist, spila fót- bolta eða renna fyrir fisk á bryggj- unni og reyna að veiða eitthvað annað en marhnút. Það var því ekki lítið stoltur 10 ára afa- og ömmustrákur sem veiddi myndar- legan sjóbirting og færði ömmu sinni eitt sinn. Frelsið var algert á Hofsósi nema þú krafðist þess að maður borðaði það sem lagt var á borð. Án undantekninga. „Skelltu þessu í andlitið á þér drengur og þegiðu,“ hef ég orðrétt eftir þér eitt sinn þegar ég var með eitt- hvert matar-andóf og er enn sem greypt í minni mér áratugum síð- ar. Síðan þá hef ég borðað allan mat og jafnvel helst til of mikið en ég hlýddi. Þú kunnir að aga mann en ávallt með mildi og húmor. Þú varst ekki há í loftinu en það heyrð- ist þeim mun hærra í þér þegar á þurfti að halda og það komst eng- Stefanía Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.