Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 33
þykir óskaplega vænt um og munu
alla tíð lifa með okkur.
Við lofum að passa upp á afa fyr-
ir þig.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Við elskum þig.
Birna, Eva Katrín og
Skúli Jón.
Elsku amma Birna. Það er erfitt
að trúa því að við munum ekki hitta
þig aftur. Að koma til Ólafsfjarðar
vitandi það að þú sért ekki þar til
þess að taka á móti okkur. Okkur
hefur alltaf fundist þú hetjan sem
hefur stigið yfir allar hindranir sem
hafa orðið á þinni leið og erfitt að
vita að núna hafi verið komið að síð-
ustu hindruninni. Við lifum með
risasafn af yndislegum minningum
um þig sem gott er að skoða núna.
Þessar minningar koma fljótt til
manns þegar við hugsum til allra
ferðanna til Ólafsfjarðar, kvöld-
kaffið sem beið alltaf tilbúið á borð-
um eftir langt ferðalag með ynd-
islegu knúsi frá þér og afa.
Gönguferðir um bæinn, veiða á
bryggjunni, koma heim með fisk-
inn og vera alltaf jafn hissa á því
þegar þú sagðir okkur að augun á
fiskinum væri besti bitinn. Ekki fór
maður svangur að sofa hjá ykkur
afa þar sem allur dagurinn ein-
kenndist af mat, kökum, bláberjum
(þar sem baráttan um bestu og
flottustu skeiðina var stór hluti) og
að okkur fannst óteljandi kaffi-
tímar á dag. Ótal spilin sem spiluð
voru í eldhúsinu með eldgömlum
slitnum spilastokki því algjör
óþarfi var að fara og kaupa nýjan
stokk þegar öll spilin voru til staðar
í þeim gamla. Nægjusemin og
stuðningurinn við alla sem í kring-
um þig voru var alltaf eitthvað sem
við horfðum á með aðdáunaraugum
og temjum okkur í okkar eigin lífi.
Okkar bestu minningar með þér
eru þegar við komum norður um
jólin. Að halda jólin á Ólafsfirði
með ykkur var alltaf einstakt. Að
rölta öll saman yfir til langömmu
og borða saman yndislegan mat.
Hjá okkur var auðvitað hápunkt-
urinn að sitja og opna pakka í
marga, marga klukkutíma. Þótt
það hafi ekki alltaf verið auðvelt að
bíða eftir að allir opnuðu pakka
þangað til röðin kom að manni aft-
ur þá eru þetta minningar sem
okkur þykir ótrúlega vænt um í
dag.
Þótt þú sért farin frá okkur þá
mun minningin alltaf lifa á Ólafs-
firði, þegar við komum þangað
munum við rifja upp allar þessar
yndislegu stundir sem við áttum
með þér og munum aldrei gleyma
öllu því sem þú kenndir okkur.
Elsku amma Birna, takk fyrir
allt.
Þín barnabörn,
Rannveig, Sigurður
og Gunnar.
Elsku amma.
Við bjuggumst nú ekki við að
þurfa að kveðja þig alveg strax en
nú stöndum við frammi fyrir því að
þú hefur kvatt þennan heim. Þú
varst sterk og staðföst kona og á
sama tíma svo umhyggjusöm og
góðhjörtuð. Þú hafðir einstaklega
þægilega nærveru og vildir allt fyr-
ir mann gera.
Það voru mikil forréttindi fyrir
okkur systkinin að alast upp með
þig og afa í næsta húsi, frá unga
aldri og fram á fullorðinsár. Minn-
isstæðar eru samverustundirnar
við eldhúsborðið á Gunnólfsgöt-
unni þar sem við sátum löngum
stundum. Þú bjóst undantekning-
arlaust til heitt kakó og settist nið-
ur með manni við eldhúsborðið í
notalegt spjall og ekki var það nú
verra þegar maður fékk hina einu
sönnu karamelluköku.
Spilastokkurinn eða krossgáta
voru aldrei langt undan. Oft þegar
við komum í heimsókn á Gunnólfs-
götuna þá var hálfkláraður kapall
eða krossgátan úr Morgunblaðinu
opin á eldhúsborðinu. Þú varst
dugleg að taka í spil með okkur,
hvort sem það var að spila ólsen ól-
sen eða kenna okkur eitthvað nýtt.
Þolinmæði þín gagnvart okkur var
óþrjótandi og þú kenndir okkur
jafnt að vinna og tapa.
Þú hafðir unun af saumaskap og
ýmiss konar handavinnu og feng-
um við heldur betur að njóta þess.
Við vorum mæld í bak og fyrir, síð-
an voru saumaðar hinar ýmsu flík-
ur á okkur, t.d. skíðagallar, íþrótta-
gallar, kjólar og spariföt svo
eitthvað sé nefnt. Fólkið þitt var
þér ávallt efst í huga. Okkur hefur
alltaf þótt vænt um hvað vellíðan
allra skipti þig miklu máli. Í hvert
skipti sem við hittumst vildir þú fá
að heyra hvernig gengi hjá öllum,
hvort sem það vorum við, makar
okkar eða börnin okkar.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú hefur kennt okkur í gegn-
um tíðina og alla þá umhyggju og
ástúð sem þú veittir okkur. Við
minnumst þín með mikilli vænt-
umþykju og munum sakna þín
mjög, hvíldu í friði.
Hilmar Ingi, Tinna og Orri.
Það er hverju byggðarlagi mik-
ils virði þegar til þeirra koma
sterkir einstaklingar sem hafa góð
og jákvæð áhrif á byggðarlagið.
Það var gæfa fyrir okkur Ólafs-
firðinga þegar Birna Friðgeirs-
dóttir kom til Ólafsfjarðar nýút-
skrifuð úr Kennaraskóla Íslands.
Birna reyndist frábær kennari,
enda var hún kennari sem lagði
ekki síst áherslu á það að skólinn
þroskaði og byggði nemendur til
að takast á við framtíðina. Birna
var formaður Slysavarnadeildar
kvenna í Ólafsfirði um árabil.
Einnig var hún bæjarfulltrúi í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar, og starf-
aði þar af ábyrgð og festu.
Síðari hluta af starfsævi Birnu
áttum við langt og farsælt sam-
starf við verslunina Valberg. Það
gladdi þann sem þetta skrifar þeg-
ar ég varð þess áskynja að Sig-
urður frændi minn hefði kynnst
þessari góðu konu, sem leiddi til
hjónabands þeirra. Það var samt
óþægilegt þegar ég óvart truflaði
miðja giftingarathöfn þeirra, þeg-
ar ég var sendur af föður mínum
til að rukka tryggingargjald af ný-
byggðu glæsilegu húsi þeirra!
Þau Birna og Siggi áttu saman
langa og einstaklega farsæla ævi.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg
börn, Valgerði, Guðmund og Frið-
geir, sem bera foreldrum sínum
fagurt vitni.
Við Sigrún sendum Sigurði og
fjölskyldu samúðarkveðju úr fjar-
lægð.
Jón
Þorvaldsson.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
inn upp með neitt múður hjá henni
Stebbu litlu Jóns. Það þurfti líka
mikla rödd til að hafa stjórn á sum-
um Birkibeinum (nefni engin nöfn
en þeir eru karlkyns), sem voru
gjarnan óstýrlátir mjög svo frægt
var um gjörvallan Skagafjörð í það
minnsta austan Vatna. Afi brosti
víst bara, hlóð í pípu og eftirlét þér
að skamma strákana. Á mennta-
skólaárunum fékk ég svo aftur at-
hvarf hjá ykkur afa á Hólaveginum
tvo námsvetur eftir að þið fluttuð á
Krókinn. Ég er þakklátur fyrir
þann tíma með ykkur afa. Minning-
arnar eru endalausar - allar verð-
mætar.
Ég þakka Guði fyrir að þú varst
heilsuhraust og lífsglöð nánast til
enda þótt árin væru of mörg án
Munda afa. Þegar þú veikist undir
lokin fékk ég að kveðja þig með
mömmu. Þú meira að segja hlóst
þegar ég sagði þig vera ættarhöfð-
ingja en það varstu. Ég veit að þú
varst stolt af börnum þínum sem og
afkomendum öllum og fylgdist vel
með öllu og öllum, stóru sem litlu.
Betri mömmu, ömmu og langömmu
var ekki hægt að hugsa sér. Afkom-
endur þínir, Birkibeinar, stórfjöl-
skyldan er samstæð, falleg og hress
(stundum hávær) og minning þín
lifir áfram í öllum þínum. Og þú lifð-
ir okkur öll. Fyrir það má þakka.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Ég veit að Mundi afi, systur
þínar og bróðir taka á móti þér
með faðmlagi í himnaríki. Guð
blessi minningu þína elsku lang-
besta amma mín.
Guðmundur Stefán
Ragnarsson (Muggi).
Við minnumst elsku Stebbu
ömmu með hlýju. Þvílík forrétt-
indi fyrir okkur bræður að eiga
slíka kjarnakonu fyrir ömmu,
alltaf svo róleg og brosmild en
einhvern veginn gat hún allt.
Hún var mikil félagsvera og vildi
alltaf hafa fólkið sitt í kringum
sig.
Siggi Úlli var sá okkar sem
fékk að upplifa heimilislífið á
Hofsósi mest, þar minnist hann
þess hve heimilishaldið var fullt
af lífi og fjöri en alltaf stóð
Stebba amma róleg, ekkert að
æsa sig eða skamma þótt hún
hafi alveg sagt sína meiningu.
Við minnum þess að amma
bauð oft upp á heitt kakó og
pönnukökur og já brauðtertur,
alltaf var hún höfðingi heim að
sækja. Það sýndi hennar karakt-
er svo vel að fá alla fjölskylduna
heim á jóladag, þ.e. að hafa fólkið
sitt hjá sér og auðvitað var mikið
fjör og amma passaði að bjóða
upp á góðar veitingar og drykki
við hæfi.
Hún amma mín sagði mér sögur
er skráðust í huga minn inn,
sumar um erfiðu árin
aðrar um afa minn.
Og þá var sem sól hefði snöggvast
svipt af sér skýjahjúp
því andlitið varð svo unglegt
og augun svo mild og djúp.
R.Þ.
Okkur þótti yndislegt að njóta
nærveru hennar, visku og skýr-
leika allt fram á síðasta dag. Þvílík
forréttindi fyrir börnin að fá að
kynnast og upplifa langömmu sína
svona skemmtilega. Það var alltaf
gaman að kíkja í blokkina og síðar
á sjúkrahúsið og iðulega leyndist
ýmis góður moli í skál eða frostp-
inni í frysti.
Halla og Sólveig minnast ómet-
anlegra samtala við hana en báð-
um fannst svo gaman að heyra
Stebbu okkar segja frá lífi sínu
sem ungrar stúlku í Fljótunum og
síðar ungrar konu á Hofsósi.
Stebba gaf lítið út á erfiðleika og
sagði frá öllu með bros á vör. Þeim
fannst einstakt að fá að skyggjast
inn í líf hennar, konu sem hefur átt
svo langa og merka ævi. Þvílíka
fyrirmyndin!
Þá verðum við að minnast á
minnið hennar, það var algjörlega
einstakt. Það var hrein unun að
tala við hana og hún virtist ávallt
vera með á hreinu hvernig afkom-
endur hennar hefðu það, sem gat
nú ekki verið auðvelt þegar af-
komendurnir eru komnir hátt í
100.
Því minningar mannsins um ömmur
okkar
eru eilífðar djásn sem gæta skal vel.
Sú er bakaði snúða og prjónaði sokka
er konan sem lék sér með leggi og
skel.
(M.)
Elsku Stebba amma, við kveðj-
um þig með þakklæti í huga og
kærleik í hjarta fyrir ómetanlegan
tíma saman. Þú varst undurfögur
drottning sem var fyrirmynd af-
komenda sinna.
Sigurður Úlfar (Siggi Úlli),
Brynjar Örn og Halla Björg,
Hólmar Logi og Sólveig
Guðrún Elfa, Karín, Sólon,
Bryndís Eva, Hákon
og Emelía Rún.
✝
Jóhann Þor-
steinsson húsa-
smíðameistari
fæddist 22. maí
1944 í nunnu-
klaustrinu í Stykk-
ishólmi. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans þann 9.
september 2021
Foreldrar hans
voru Þorsteinn Sig-
urðsson, bóndi á
Vörðufelli á Skógarströnd, Snæ-
fellsnesi, f. 9. mars 1902, d. 8.
nóv. 1981, og Guðrún Ingunn
Jónsdóttir, húsfreyja á Vörðu-
felli, f. 23. apríl 1904, d. 24. maí
1993.
Systur Jóhanns eru Edda Þor-
steinsdóttir, f. 11. maí 1945, og
Elín Þorsteinsdóttir, f. 31. des.
1948.
Jóhann giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Eddu Gísladóttur,
1. júní 1974. Foreldrar Eddu
voru Gísli Sigurjónsson, f. 14.
sept. 1904, d. 29.
des. 1985, og Guðný
Rakel Hulda Jóns-
dóttir, f. 3. sept.
1908, d. 31. des.
1976, frá Bakka-
gerði, Reyðarfirði.
Jóhann og Edda
bjuggu allan sinn
búskap á Reyð-
arfirði.
Börn Jóhanns og
Eddu eru 1) Anna
Elín, f. 12. okt. 1974, eignmaður
hennar er Hákon Ásgrímsson, f.
15. júlí 1968. Þau eru búsett í
Kópavogi. Börn þeirra eru: Jó-
hann Ísfjörð, Auður og Steinar.
Faðir Jóhanns Ísfjörð er Bjarg-
þór Ingi Aðalsteinsson. 2) Guð-
rún Hulda, f. 3. júlí 1976, eig-
inmaður hennar er Tait Dylan
Covert. Þau eru búsett í Seattle í
Bandaríkjunum. Börn þeirra eru
Aron Tait og Eva Rakel. 3) Sonja
Björk, f. 17. sept. 1985, sambýlis-
maður hennar er Björgvin Karl
Gunnarsson, f. 19. maí 1976. Þau
eru búsett á Reyðarfirði. Börn
þeirra eru: Klara Sóldís og Edda
Maren. Faðir Klöru Sóldísar er
Ragnar Láki Jónsson.
Jóhann ólst upp á Vörðufelli á
Skógarströnd, Snæfellsnesi.
Hann útskrifaðist sem búfræð-
ingur frá Hvanneyri árið 1964.
Lauk sveinsprófi í húsasmíði frá
Iðnskólanum í Reykjavík árið
1970 og meistaraprófi árið 1974.
Jóhann rak Trésmiðjuna á
Reyðarfirði á árum áður og
stofnaði ásamt félögum sínum
fyrirtækið Verktakar, en fyrir-
tækið saltaði síld frá 1981-1994
og gekk í daglegu tali undir
nafninu Trésíld. Hann vann ýmis
störf áður en hann fór á eft-
irlaun, m.a. sem verkstjóri hjá
Vegagerðinni, hjá Reyðarfjarð-
arhreppi og Fjarðabyggð við
viðhald fasteigna í sveitarfé-
laginu og síðast við smíða-
kennslu í Grunnskóla Reyð-
arfjarðar frá 2004-2011, þegar
hann settist í helgan stein.
Útför Jóhanns fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 24.
september 2021, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku pabbi, það er skrítin til-
finning að þú sért ekki lengur með
okkur. Síðustu árin reyndust þér
erfið en röð heilablóðfalla og veik-
inda tóku sinn toll af þreki þínu og
heilsu. Í janúar á þessu ári fluttir
þú á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð
á Eskifirði. Það reyndist þér erfitt
skref þó svo að þú hafir talað um
að þar liði þér vel. Miðvikdaginn 8.
september síðastliðinn þegar þú
veikist skyndilega og varst sendur
með sjúkraflugi til Reykjavíkur
og komið undir læknishendur
vegna alvarlegrar hjartabilunar,
var mamma þér við hlið eins og
ávallt og við vissum að ástandið
var tvísýnt. Lokabarátta þín
þennan síðasta sólarhring var í
þínum anda, ekkert hálfkák og tók
skamman tíma.
Við minnumst þín sem orku-
mikils og duglegs pabba sem vann
mikið og þú sinntir vel áhugamál-
um, eins og skák, bridge og svo
ljósmyndun á seinni árum. Þú leit-
aðir þér þekkingar og fróðleiks og
sankaðir að þér alls kyns bókum.
En ekkert áhugamál átti hjarta
þitt og huga eins og skákin. Við
höfðum gaman af að heyra sögur
af þér, ein þeirra var af því þegar
þú tefldir fjarskák á yngri árum
við vini þína í gegnum sveitasím-
ann, tepptist þá síminn á Skógar-
strönd, bændunum í sveitinni til
talsverðrar armæðu.
Við áttum margar góðar stund-
ir í Vallargerðinu þar sem við
systur ólumst upp. Sérstaklega
eru góðar minningar úr garðinum
fallega, þar var bæði gróðurhús,
rósir og jarðarber og gaman að
leika sér. Þú byggðir húsið fyrir
okkur fjölskyldu þína á mörgum
árum samhliða vinnu og tryggðir
okkur fallegt og öruggt heimili.
Þegar við systur vorum farnar
að heiman minnkuðuð þið mamma
við ykkur og fluttuð í Efstagerðið
og þaðan eigum við einnig margar
góðar minningar. Það var sama
upp á teningnum þar, þið bjugguð
ykkur fallegt heimili og ræktuðuð
garðinn ykkar af natni.
Þú hafðir sérstaklega gaman af
því að ferðast og ofarlega í huga
eru fjölmörg ferðalög okkar fjöl-
skyldunnar saman bæði innan-
lands og utan. Þú vildir alltaf
byrja daginn snemma og fara og
sjá sem flesta staði. Minnisstæð er
Evrópuferðin sem við fórum í af
tilefni 60 ára afmæli þínu, þar
heimsóttum við 7 lönd á tveimur
vikum.
Við eigum góðar minningar úr
jólafríum hjá ykkur mömmu á
Reyðarfirði. Minnisstætt er þegar
þú spilaðir við okkur en þá var
mikið hlegið og grínast.
Þú hafðir í seinni tíð mikinn
áhuga á íþróttum og fylgdist m.a
með enska boltanum. Við höfðum
gaman af því hve vel þú fylgdist
með öllum tækninýjungum og
varðst alltaf að eignast nýjustu
græjurnar: tölvur, iPadar, iPhon-
ar, kindlar, myndavélar og linsur
og síðast var það þegar þú fluttir á
Hulduhlíð þá valdir þú tæknileg-
asta hægindastólinn.
Dags daglega varst þú ekki
mjög ræðinn en varst bæði snjall
og úrræðagóður, og það var gott
að leita til þín þegar eitthvað bját-
aði á. Beinskeyttur húmorinn þinn
var kapítuli út af fyrir sig, en það
vita þeir sem til þekkja. Þú áttir
það til að leika þér að því að ganga
fram af fólki enda varstu með ein-
dæmum stríðinn. Þú hafðir sterk-
an persónuleika, varst ákveðinn,
fróðleiksfús og með sterka rétt-
lætiskennd.
Þú fygdist vel með okkur systr-
um og barnabörnunum alla tíð og
það sem að við erum þér þakk-
látar fyrir allar góðu stundirnar,
og síðast núna í sumar þegar við
heimsóttum þig í Hulduhlíð. Þú
varst alla tíð mikill fjölskyldu-
maður sem elskaðir mömmu okk-
ar, okkur dæturnar og barna-
börnin.
Hvíl í friði elsku pabbi okkar.
Þínar dætur,
Anna, Guðrún (Gunna)
og Sonja.
Við að heyra af andláti vinar og
samstarfsmanns til margra ára
setur mann hljóðan. Hugurinn
leitar svo til baka og upp koma í
hugann ótal minningar um sam-
skiptin sem við áttum á þeim tíma
þegar við unnum saman að ýms-
um verkum. Var það bæði við
byggingarvinnu og síldarsöltun
hjá Trésíld.
Fyrst lágu leiðir okkar saman
þegar Jói kom austur, nýbúinn að
ná í hana Eddu sína og tók hann
þá að sér að byggja sundlaugina
og íþróttahúsið á Reyðarfirði
ásamt Sigurjóni mági sínum. Ég
var á þeim tíma starfandi kennari
en réð mig til vinnu hjá þeim í
sumarfríum. Það vatt síðan upp á
sig og endaði með því að ég hætti
kennslunni og fór á samning hjá
Jóa til að læra húsasmíði. Þessi
tími var afar lærdómsríkur á
margan hátt. Ekki bara að ég
hefði þarna við hlið mér afar fær-
an og útsjónarsaman meistara
heldur var húmor okkar á svip-
uðum nótum. Minnisstæð er okk-
ur hjónum ferðin okkar sem við
fórum ásamt Jóa og Eddu og
Döggu frænku hennar til Ítalíu
sumarið 1981. Þessi ferð var farin
þegar við höfðum nýlokið við
smíði blokkarinnar á Reyðarfirði
sem var stærsta verk okkar sam-
an við smíðar. Töldum við því
ástæðu til að verðlauna okkur og
konur okkar fyrir allan þann tíma
sem sú framkvæmd kallaði á. Þótt
langt sé liðið frá ferðinni þeirri
skjótast oft og tíðum upp í hugann
myndbrot frá þeirri samveru og
þeim fjölmörgu stórkostlegu stöð-
um sem heimsóttir voru.
Síðan æxluðust málin þannig að
síldarsöltun tók við sem aðalvið-
fangsefni okkar. Þar var Jói með
stórt hlutverk sem matsmaður og
þar var það sama upp á teningn-
um og við smíðar. Hann hafði al-
gjörlega á hreinu út á hvað starfið
gekk og leysti úr öllum þeim mál-
um sem upp komu. Stóð sú starf-
semi í nokkur ár en varð heldur
endaslepp eins og svo víða varð
raunin á þeim árum.
Þegar því ævintýri lauk skildi
leiðir okkar. Ég fór aftur í kennslu
en Jói einbeitti sér að smíðum eins
og áður. Má því segja að upphaf-
leg staða væri komin upp hjá okk-
ur báðum. Eftir þetta fækkaði
þeim stundum sem við hittumst
en alltaf var samt eins gott að
hitta Jóa. Húmorinn á sínum stað
óbreyttur og auðvelt að hlæja að
því sem um var rætt.
Ég þakka af heilum hug fyrir
þann tíma sem samstarf okkar
stóð og er afar þakklátur fyrir þau
tækifæri sem meistari minn gaf
mér. Minningin um góðan félaga
lifir.
Hvíl í friði vinur.
Við hjónin sendum Eddu og
dætrunum og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að veita þeim styrk á
þessari erfiðu stund.
Hilmar Sigurjónsson.
Jóhann
Þorsteinsson
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÓSKAR HARRY JÓNSSON,
Gerplustræti 16, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
8. september.
Útför fer fram í kyrrþey.
Margrét Jónsdóttir
Ingibjörg Óskarsdóttir Pétur Björnsson
Jón Harry Óskarsson Dóra Guðný Rósud. Sigurðard.
Margrét Ósk Óskarsdóttir
Guðrún Anna Magnúsdóttir Hrefna Huld Helgadóttir
og barnabörn