Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Eftir að hafa verið í sveitastörf-
unum sem barn og unglingur var
hann eiginlega staðráðinn í því að
fara á Hvanneyri og verða bóndi.
Svo álpaðist hann til að ná lands-
prófinu með hnefann á Dadí
ömmu á lofti yfir sér! Þá réð
bekkjarhópurinn för.
Nokkur ættarmót og stóraf-
mæli hafa verið haldin í Kollafirði
í gegnum árin. Þar hefur Nonni
verið hinn mikli fræðari og sagt
okkur frá sögu staðarins og ætt-
arinnar okkar þar. Hann hefur
alltaf gert þetta með miklum létt-
leika og verið hrókur alls fagnað-
ar.
Tryggvi setti saman vísu um
Nonna sextugan:
Sextugur sómamaður
svíkur hann engan mann.
Alltaf er hann jafn glaður.
Jón Sigurðsson heitir hann.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum Nonna og send-
um fjölskyldunni samúðarkveðj-
ur.
Guðrún, Tryggvi, Steinunn,
Kristín og Kolbeinn,
Helgu- og Guðmundarbörn.
Kynni okkar af Jóni Sigurðs-
syni hófust fyrir rúmri hálfri öld
þegar hann kvæntist Sigrúnu,
systur okkar og mágkonu. Hann
kom afskaplega vel fyrir, hressi-
legur í framgöngu, ræðinn, með
rökstuddar skoðanir á öllum mál-
efnum, stórum sem smáum. Hann
var bóngóður og greiðvikinn og
dró aldrei af sér, hvorki í andleg-
um né verklegum framkvæmd-
um.
Í fjölskylduboðum í áranna rás
varð hann sjálfkrafa og óviljandi
miðpunktur því það neistaði svo af
honum og undir ólgaði kímni og
hlátur. Aldrei miklaðist hann né
sló um sig þótt honum væri svo
margt gefið og hefði áorkað svo
miklu á lífsleiðinni. Hann var heill
í sínum skoðunum en víðsýnn og
þótti sem hver hefði til síns ágætis
nokkuð. Yfirdrepsskapur, sýnd-
armennska og undirmál voru eit-
ur í hans beinum og hann gekk
hreint og beint til allra verka.
Þessir eiginleikar, ásamt réttsýni,
skörpum skilningi og getu til að
kafa djúpt í viðfangsefnin urðu til
þess að stjórnvöld leituðu oftsinn-
is til hans að leysa úr málum sem
voru komin í mikið óefni eða til að
binda enda á óreiðu af ýmsu tagi,
þótt sjaldnast færi hátt. Hann
gegndi ýmsum virðingarstörfum
um ævina en þótti vænst um nafn-
bæturnar skólastjóri og rektor.
Áhugasviðið var víðfeðmt í
meira lagi. Þekkingu hans á ís-
lenskum og erlendum bókmennt-
um var við brugðið, sömuleiðis á
sagnfræði, heimspeki og stjórn-
málum, svo fátt eitt sé nefnt.
Hann skrifaði ljóst og læsilega um
fjölmörg efni og átti auðvelt með
að semja ljóð, eins og hann átti
kyn til.
Hjónaband þeirra Jóns og Sig-
rúnar var afar farsælt. Þar ríkti
mikill kærleikur, eindrægni og
samhugur en um leið gagnkvæm
virðing fyrir sjálfstæði og skoðun-
um hins.
Veikindastríðið síðustu vikurn-
ar var erfitt og hvorki Jóni né að-
standendum duldist að hverju
dró. Hann horfði til endalokanna
af óbilandi æðruleysi og trúar-
trausti og sjálfum sér líkur kvaddi
hann konu sína, börn og barna-
börn á sóttarsænginni með
hnyttni sem kveikti hjá þeim bros.
Við venslafólk Jóns kveðjum góð-
an mann með trega í hjarta og
þökkum fyrir gefandi og
skemmtilega samleið. Sigrúnu
systur okkar og mágkonu, og nán-
ustu aðstandendum, vottum við
okkar innilegustu hluttekningu.
Pálmi Jóhannesson, Soffía
Kjaran, Sigurður Jóhann-
esson, Halla Guðmundsdóttir.
Kveðja frá
Framsóknarflokknum
Í dag kveðjum við framsókn-
arfólk Jón Sigurðsson, fyrrver-
andi formann flokksins, hinstu
kveðju. Jón hafði um nokkurt
skeið barist við krabbamein. Frá
þeirri reynslu sagði hann opin-
skátt, örugglega í þeim tilgangi að
það gæti mögulega gagnast öðr-
um. Það var svolítið dæmigert
fyrir Jón. Hann vildi fræða, upp-
lýsa og gera samfélagi sínu gagn.
Þar lagði hann víða hönd á plóg.
Hann var hvað þekktastur fyrir
störf sín sem kennari og skóla-
maður. Margir eiga góðar minn-
ingar sem nemendur Jóns, sér-
staklega frá Bifröst þar sem hann
var við stjórnvölinn um 10 ára
skeið og leiddi umbreytingu Sam-
vinnuskólans yfir á háskólastig.
Jón fylgdi Framsóknarflokkn-
um alla tíð og lagði honum marg-
háttað lið. Tímabilið þar sem hann
var ráðherra og formaður flokks-
ins er aðeins lítill hluti þess. Hann
ritstýrði meðal annars Tímanum
um skeið og vann að málefnastarf-
inu um árabil. Er þá aðeins fátt
nefnt. Jón og Halldór Ásgrímsson
heitinn, formaður Framsóknar á
undan honum, kynntust í grunn-
skóla og þar mynduðust vinabönd
sem stóðu meðan báðir lifðu.
Það var einmitt Halldór sem
leitaði til Jóns um að taka sæti í
ríkisstjórn árið 2006 þegar Hall-
dór hafði tekið ákvörðun um að
láta af formennsku. Jón starfaði
þá sem bankastjóri Seðlabank-
ans. Það var ekki sjálfgefið að
hverfa frá því verkefni til að hella
sér út í slaginn á hinu pólitíska
sviði, sem getur verið óvæginn.
En Jón tók þeirri áskorun og var
svo kjörinn formaður haustið
sama ár. Hann vildi sem fyrr gera
allt sem hann gat til að vinna sam-
félaginu til heilla. Hann fékk það
hlutverk að leiða flokkinn í mjög
erfiðum kosningum árið 2007. Að
baki var 12 ára seta í ríkisstjórn
og talsverður órói innan flokksins.
Niðurstaðan varð að hann náði
ekki kjöri til þings og lét þá af for-
mennsku, en starfaði áfram með
Framsókn og hafði þegið heiðurs-
sæti á framboðslista fyrir kosn-
ingarnar á morgun.
Honum leið kannski aldrei
mjög vel í pólitísku argaþrasi en
hann kom alltaf til dyranna eins
og hann var klæddur. Það var ein-
faldlega hans stíll, bæði þá, fyrr
og síðar. Fyrst og fremst vildi
hann ávallt leita lausna og mála-
miðlana í anda samvinnu og skyn-
semishyggju. Hann vissi sem var
að það er sjaldan hægt að ná fram
breytingum nema í samvinnu við
aðra og málamiðlanir eru ekki
skammaryrði. Samstarfsfólk
hafði gjarnan orð á því hvað hann
var skipulagður. Aldrei var óþarfa
hlutur á skrifborðinu í dagslok og
öll mál í farvegi. Vinnudagurinn
byrjaði líka snemma. Þegar aðrir
mættu til vinnu voru kannski þeg-
ar komnir póstar frá Jóni þar sem
hann var að velta fyrir sér lausn-
um á verkefnum dagsins og skipta
verkum.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd framsóknarfólks þakka fyrir
ómetanlegt og óeigingjarnt starf
Jóns Sigurðssonar. Það verður
seint metið að fullu. Blessuð sé
minning Jóns Sigurðssonar og
innilegar samúðarkveðjur til Sig-
rúnar Jóhannesdóttur eftirlifandi
eiginkonu hans, barna þeirra og
barnabarna.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Glaðværð og gott hjarta eru
einhverjir bestu eiginleikar sem
mönnum eru gefnir. Slíkir ein-
staklingar eru sannir samvinnu-
menn og alls staðar aufúsugestir.
Þessir tveir eiginleikar koma
helst upp í hugann þegar nafn
Jóns Sigurðssonar er nefnt. Jóni
voru falin margvísleg trúnaðar-
störf á ferli sínum og skilaði hann
ávallt góðu verki. Hann var seðla-
bankastjóri frá október 2003 til
júní 2006. Það var þó ekki í fyrsta
skipti sem hann kom að Seðla-
bankanum. Hann hafði setið í
bankaráði frá 2001 til 2003 og í
þverpólitískri nefnd sem endur-
skoðaði lög um Seðlabankann og
samdi frumvarp sem varð að nýj-
um lögum árið 2001. Þau mörkuðu
ákveðin þáttaskil í starfi og sögu
Seðlabankans. Með þeim var
sjálfstæði bankans styrkt til
muna, m.a. til ákvarðana í pen-
ingamálum. Um leið var áréttað
að meginmarkmið Seðlabankans
væri að stuðla að stöðugu verðlagi
og bankanum heimilað með sam-
þykki ráðherra að lýsa yfir tölu-
legu markmiði um verðbólgu. Það
var gert með yfirlýsingunni um
verðbólgumarkmið í mars árið
2001 og gildir hún enn.
Í þau tæplega þrjú ár sem Jón
sat í bankastjórninni heyrðu bók-
haldssvið, fjármálasvið og rekstr-
arsvið, þar með talin starfs-
mannamál, undir hann skv.
verkaskiptingu bankastjóranna.
Hann lét því málefni þessara
sviða sérstaklega til sín taka. Að
auki lét Jón sig varða málefni
safnadeildar bankans og tók með-
al annars virkan þátt í undirbún-
ingi á flutningi myntsafns bank-
ans og Þjóðminjasafnsins í
bankahúsið við Kalkofnsveg þar
sem því var einkar vel komið fyr-
ir.
Fyrrum samstarfsfólk Jóns í
Seðlabankanum minnist hans sem
góðs yfirmanns og félaga þar sem
saman fóru einstaklega létt lund
og gott skopskyn en um leið góð
og skörp yfirsýn yfir starfsemi
bankans og tengd verkefni. Leiðir
okkar Jóns lágu oft saman í störf-
um okkar beggja eftir að ég kom
heim úr námi árið 2000. Hann var
ákaflega skemmtilegur viðræðu –
jákvæður og víðsýnn. Við töluðum
stundum um áhugamál okkar
beggja – sögu og bókmenntir.
Hann hafði skemmtilegar hug-
myndir – sumar mjög frumlegar.
Ég minnist hans því með bæði
hlýju og þakklæti.
Fyrir hönd Seðlabanka Íslands
og fyrrum samstarfsmanna Jóns í
bankanum votta ég Sigrúnu og
öðrum ástvinum Jóns innilega
samúð.
Ásgeir Jónsson.
Við fráfall Jóns vakna ljúfar
minningar um gefandi stundir í
starfi og leik. Mörgum ágætis-
manninum hefur maður kynnst
um dagana. Jón er þar í efsta
kantinum, mikill persónuleiki og
fjölfróður gáfumaður.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir 65 árum í Austurbæjar-
barnaskólanum. Þar vorum við
bekkjarfélagar í þrjú ár. Um hríð
kenndum við Jón saman í MR. Þá
var enn kennt á laugardögum og
kom það fyrir að við færum í vett-
vangsathuganir eftir laugardags-
kennsluna. T.d. til ömmubróður
míns, Guðmundar Árnasonar frá
Stóra-Hrauni, innrömmunar-
meistara og lífskúnstners, á verk-
stæðið hans. Þangað komu ýmsir
skemmtimenn, sögur voru sagðar
og leiknar og mikið hlegið. „Það
dettur enginn í depressjón í návist
Guðmundar Árnasonar,“ skrifaði
einn fastagestanna, Örlygur Sig-
urðsson, 1973. Og nokkrum sinn-
um skelltum við Jón okkur á Hót-
el Borg eftir laugardagskennslu.
Þar voru gjarnan frægir pamfílar.
Og fleira skemmtilegt var brallað.
Veturinn 1974-75 sáum við um
vikulega síðu, „Á vettvangi“, í
Tímanum. Þar var fjallað um
stjórnmál í víðri merkingu þess
orðs. Við greindum þar frá vanda-
málum og sjónarmiðum, sem
gjarnan vilja liggja í láginni í dæg-
urmálabaráttunni. Við skrifuðum
ýmist hálfa síðu hvor, eða alla síð-
una saman, nú eða tókum viðtöl
við ýmsa, einkum úr röðum ungs
fólks. Þetta var mjög fjörugt sam-
starf. Jón kom úr miklu vinstra
starfi, stundum uppnefndur Jón
„bolsi“ og ég kom frá hægri. Ein
grein Jóns „Á vettvangi“ hét „Sí-
gildur kjarni“. Þar segir m.a. um
framsóknarstefnuna: „Við sí-
breytilegar aðstæður hefur þessi
kjarni reynzt sígildur og farsæll,
og nýjustu aðstæður borgarsam-
félags og neysluþjóðfélags hafa
gefið honum nýtt og aukið gildi.
Hann reynist einnig raunsæjasta
og framsýnasta viðbragðið við
vandamálum nútímans.“
Húmor Jóns var mikill og
græskulaus. Ég tel því vel við
hæfi að benda á, að í auglýsingu
landskjörstjórnar um framboð til
Alþingis á morgun, sem borin er í
hvert hús, stendur að Jón heitinn
sé í heiðurssæti B-lista í Rvíkur-
kjördæmi norður. Það er kjör-
dæmið mitt og með bros á vör
krossa ég við það framboð!
Jón var einlægur fylgjandi lýð-
ræðislegrar umræðu sem endar í
ákvörðunum meirihlutans. Hann
var frumlegur hugsandi maður
sem átti sterkar rætur í sögu Ís-
lands, en í henni var hann sér-
fræðingur, eins og í svo mörgu
öðru. Ævistarf Jóns og menntun
eru með ólíkindum margbrotin:
Kennari, rektor, ráðherra, rit-
stjóri, flokksformaður, seðla-
bankastjóri o.m.fl. Íslensku- og
sagnfræðingur, MA í menntunar-
fræðum og dr. í rekstrarhagfræði
o.fl. Og ritstörfin: Maður lifandi!
Alveg ótrúleg afköst! Bókmennt-
ir, saga, hagfræði, heimspeki og
stjórnmál. Alúð lögð við hvert ein-
asta verk, stór og smá.
Minningin um Jón er minning
um merkan mann sem skipti máli
fyrir okkur Íslendinga. Hann lifir
í verkum sínum og í minningum
allra sem báru gæfu til að kynnast
honum.
Þessum orðum fylgja innileg-
ustu samúðarkveðjur frá okkur
Önnu til Sigrúnar og fjölskyldu
þeirra Jóns.
Guð blessi minningu Jóns Sig-
urðssonar.
Hjálmar W. Hannesson
Kveðja frá
Rótarýklúbbi Kópavogs
Jón Sigurðsson gerðist félagi í
Rotaryklúbbi Kópavogs fyrir um
15 árum. Það kom ekki á óvart að
hann reyndist frábær félagi okkar
í klúbbnum. Við leggjum meðal
annarra mála mikla áherslu á að
fá góða fyrirlesara á okkar fund
sem fjalla um hin ólíkustu mál.
Jón var fundvís í þeim efnum
enda með miklar tengingar í allar
áttir. Þá var alltaf fræðandi og
upplífgandi að sitja til borðs með
Jóni. Aldrei kom maður að tómum
kofunum við samræður um hin
ólíkustu málefni. Þrátt fyrir mikla
þekkingu og víðtæka reynslu kom
hann ávallt fram sem jafningi í
okkar hópi.
Starfsárið 2019 til 2020 var
hann kjörinn forseti klúbbsins
okkar. Því starfi sinnti hann með
mestu ágætum þrátt fyrir að hann
væri þegar farinn að kenna sér
meins. Aldrei boðaði hann forföll
á vikulegum fundum okkar þrátt
fyrir aðstæður. Hvern fund hóf
hann á upplífgandi hátt með lestri
á ljóði eða ljóðaparti enda fullur af
fróðleik í þeim efnum eins og á
mörgum öðrum sviðum.
Á útmánuðum flutti Jón okkur
geysilega áhugaverðan og fróð-
legan fyrirlestur um horfur í þró-
un stjórnmála í Bandaríkjunum í
kjölfar forsetaskipta. Við hvöttum
hann til að flytja fyrirlestur um
annað tiltekið mál fljótlega. En
eigi má sköpum renna.
Við félagarnir geymum með
okkur ljúfar minningar um góðan
félaga og þökkum samfylgdina í
gegnum árin. Við sendum Sig-
rúnu eiginkonu Jóns og nánustu
aðstandendum okkar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Kópavogs,
Karl Magnús Krist-
jánsson, forseti Rót-
arýklúbbs Kópavogs.
Með Jóni er genginn einhver
merkasti Íslendingur samtímans.
Þegar litið er yfir feril Jóns verð-
ur að teljast ótrúlegt hversu
miklu hann fékk áorkað og hversu
víða hann kom við. Ég ætla því að-
eins að fara nokkrum orðum um
kynni mín af Jóni á þeim árum
sem ég starfaði undir hans stjórn
og í samstarfi á Bifröst árin 1987-
1995. Aðrir munu bæta um betur,
því af nógu er að taka.
Ég kynntist Jóni fyrst þegar
okkur hjónum buðust kennslu-
störf við Samvinnuskólann á Bif-
röst, haustið 1987, og fluttum þá
um sumarið á Bifröst. Þar með
hófst samfellt átta ára afar
ánægjulegt og lærdómsríkt sam-
starf með Jóni og Sigrúnu konu
hans. Skólinn starfaði þá á seinni
tveimur árum framhaldsskóla-
stigsins, en Jón var þegar 1984
kominn með hugmyndir um að
færa skólann upp á háskólastig og
byrjaður undirbúning að því. Þar
kom til skilningur hans á þörfum
skólakerfisins og samspil þess
með atvinnulífinu, framsýni og
metnaður fyrir hönd skólans.
Hann var þeirrar skoðunar að til
að skólinn héldi fyrri virðingu og
stöðu sinni til að mennta fólk til
starfa í atvinnulífinu yrði hann að
þróast upp á háskólastigið. Það
væri í takt við auknar þarfir at-
vinnulífsins fyrir hagnýta mennt-
un. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi næstu árin að starfa með
Jóni að þessari umbreytingu á
skólanum, sem endaði með því að
Samvinnuháskólinn á Bifröst varð
til (síðar Háskólinn á Bifröst). Á
þessum tíma varð mér ljóst hver
yfirburðamaður Jón var. Hann
var með eindæmum afkastamikill,
víðsýnn og fróður. Það var aldrei
komið að tómum kofunum hjá
honum. Hann var alltaf tilbúinn
að hlusta á önnur sjónarmið, en
fastur fyrir ef það átti við. Meiri
húmorista var vart hægt að kynn-
ast og oft kátt á hjalla kringum
hann, jafnvel á kennarafundum,
sem þó voru alltaf skilvirkir.
Ég á Jóni mikið að þakka.
Hann sýndi mér það traust að
ráða mig sem aðstoðarrektor
skólaárið 1989-1990 og aldrei bar
skugga á það samstarf. Þegar Jón
lét af störfum sem rektor vorið
1991 studdi hann ráðningu mína
til starfa sem arftaka sinn. Jón
hélt áfram störfum við skólann
sem lektor, með þeirri undan-
tekningu að þau hjón héldu til
Ameríku til að afla sér frekara
náms, en fróðleiksþorstinn og
menntunarþörfin virtist óþrjót-
andi. Eftir tveggja ára nám í Am-
eríku sneru þau hjón aftur til
starfa við Samvinnuháskólann.
Þrátt fyrir hlutverkaskipti gat ég
alltaf reitt mig á stuðning og að-
stoð Jóns, sem sýndi og sannaði
lítillæti hans og það hve laus hann
var við allan hroka. Undirbúning-
ur fyrir upptöku 3. árs kennslu til
BS-gráðu stóð sem hæst á Am-
eríkuárum Jóns og Sigrúnar, en
það kom ekki í veg fyrir þátttöku
Jóns í þeim undirbúningi og fram-
lag hans ómetanlegt.
Ég fæ seint fullþakkað fyrir
kynni mín og okkar hjóna af þeim
Jóni og Sigrúnu. Við minnumst
Jóns af mikilli hlýju, virðingu og
með góðum minningum. Hann var
einstakt gáfumenni og stórbrot-
inn einstaklingur. Það var mikill
heiður að fá að starfa með honum
og þeim hjónum. Fyrir það ber að
þakka.
Við Edda vottum Sigrúnu,
börnum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum Jóns okkar inni-
legustu samúð.
Vésteinn Benediktsson.
Okkur hjónin á Heiðarbæ 1 í
Þingvallasveit langar að setja
nokkur orð á blað til minningar
um einn af okkar allra tryggustu
smölum. Til að taka af allan vafa
nú þegar kosningar til Alþingis
eru yfirvofandi var þar um að
ræða smölun á sauðfé. Enda vissi
Nonni hvað skipti mestu máli í líf-
inu! Hann og Steinunn á Heið-
arbæ, sem er móðir og tengda-
móðir okkar undirritaðra, eru
systkinabörn og frændsemi mjög
náin hjá fjölskyldunum.
Þegar við vorum við nám á
Hvanneyri seint á síðustu öld var
Nonni á Bifröst. Þá kom hann að
því að kenna frænda sínum og
bekkjarfélögum á Hvanneyri
þjóðhagfræði. Nonni gerði þessa
mikilvægu grein að hreinni
skemmtun. Svo líða nokkur ár, þá
erum við tekin við búi á Heiðarbæ
og Nonni og Sigrún flutt á mölina.
Hann verið langdvölum í sveit
ungur maður og smalað í Borg-
arfirði er hann bjó þar, og fannst
nú vanta eitthvað í líf sitt. Því
hafði hann samband við frænda
sinn á Heiðarbæ og spyr hvort
hann geti ekki fengið að taka þátt
í sauðfjárböðunum, smala-
mennskum eða einhverju slíku.
Sauðfjárbaðanir höfðu þá því mið-
ur verið lagðar af fyrir nokkru.
Smalamennskur eru hins vegar
mannfrekasti atburður ársins á
hverju sauðfjárbúi, og þar skiptir
máli að hafa með fólk sem veit
hvert það ætlar sér og er tilbúið
að setja sig inn í hugsanagang
sauðkindarinnar.
Fyrsta smaladaginn sinn í
Þingvallasveit smalaði Nonni ríð-
andi, á hestinum Trefli sem
frændi okkar Guðmundur Björns-
son, Kolbeinssonar frá Kollafirði
hafði afhent Jóa frænda. Sá varð
einn allra besti smalahesturinn á
bænum, en Nonni smalaði þó
gangandi alla tíð eftir það, vel á
annan áratug eða þar til
„læknavesen“ fór að trufla hann í
því. Hann fór með Helgu frænku
sinni og fleirum á Hlíðina, það var
allt í öruggum höndum, en jafn-
framt sérhæfði hann sig í Ár-
mannsfellinu, einhverju erfiðasta
smalasvæði sveitarinnar. Hann
var grjótharður göngumaður og
mjög útsjónarsamur og athugull
smali. Í einni smalamennskunni
fann hann tvö hross aflokuð í
Stórkonugili, sem höfðu tapast úr
rekstri fyrr um sumarið, það varð
þeim til lífs.
Guðmundur Björnsson og
bræður hans, Steini og Gunni,
smöluðu árum saman í Þingvalla-
sveit. Með Nonna fylgdu margir
af hans legg, bræður hans, synir
tveir og bróðursonur. Þetta til við-
bótar hópi smala af Helgu legg
varð til þess að samheitið von
Kollan (frá Kollafirði) varð ein-
kennisheiti sem borin er virðing
fyrir í smalamennskum og víðar í
þjóðlífinu. Þótt mikilvægt sé að ná
fénu til byggða þá hefur það ekki
síður verið okkur hjónum mikil-
vægt, og verður áfram, að fá að
njóta þess góða félagsskapar við
eldhúsborðið á milli orusta á heiði
og fjalli. Þar var Nonni alltaf í lyk-
ilhlutverki, og þótt hann hefði
gaman af að tala þá var hann líka
afbragðshlustandi og yfirburða-
greinandi. Þá skipti ekki máli
hvort rætt var um pólitík, smala-
mennskur, ættfræði, eða hvað
sem var. Við þökkum og munum
þessar stundir allar.
Jóhannes (Jói) og Björg,
Heiðarbæ.
Fundum okkar Jóns Sigurðs-
sonar bar saman í vinnu fyrir
samvinnuhreyfinguna. Þá stýrði
hann skólanum að Bifröst í Borg-
arfirði
Nú hefur Jón kvatt eftir erfið
veikindi og þar er skarð fyrir
skildi. Samskipti okkar í seinni tíð
voru að mestu símleiðis, og þar
var komið víða við. Jón var ein-
staklega fróður um menn og mál-
efni, og hann var skemmtilegur í
viðræðu. Skipti þá ekki máli hvert
umræðuefnið var, hvort það voru
stjórnmál, bókmenntir, lífið í
landinu, sagan eða eitthvað allt
annað. Það var jafnan gott að tala
við hann, ekki síst fyrir það hvað
hann var jákvæður í garð fólks al-
mennt og fundvís á góðar hliðar
og skemmtilegar í mannlífinu, og
talaði gjarnan um þær.
Jón var óhræddur við að fara
nýjar leiðir í lífinu, skipta um
starfsvettvang, hvort sem það var
að fara til náms á fullorðinsárum
erlendis eða gerast seðlabanka-
stjóri, eða formaður í stjórnmála-
flokki. Hann var ritstjóri dag-
blaðsins Tímans um skeið og vann
hjá Menningarsjóði við bókaút-
gáfu. Hann var rithöfundum og
gaf út bækur um söguleg efni.
Ritstörf og sagnfræði lágu einkar
vel fyrir honum. Hann var sann-
arlega þúsundþjalasmiður. Jón
var einn af þeim mönnum sem
voru forréttindi að kynnast. Hann
var orðheppinn og skemmtilegur,
án þess að vera skaplaus.
SJÁ SÍÐU 36