Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
S
egðu mér með hvaða enska fótboltaliði
þú heldur, hvað sé uppáhalds Euro-
vision-lagið þitt og hver sé uppáhalds
kynlífsstellingin þín og þá skal ég segja
þér allt um persónuleika þinn. Nokkurn veginn
svona hljómar samkvæmisleikurinn sem ein
persóna Þéttingar hryggðar eftir Halldór Lax-
ness Halldórsson, Dóra DNA, í leikstjórn Unu
Þorleifsdóttur, stingur upp á að farið sé í til að
drepa tímann. Í verkinu fylgjumst við með fjór-
um manneskjum sem af öryggisástæðum hefur
verið skipað að bíða um óákveðinn tíma á
borgarskrifstofu í Borgartúninu þar til yfir-
vofandi hætta er liðin hjá. Fyrir utan ríkir
umsátursástand og víkingasveitin vopnum búin
leitar manns í hermannajakka sem talinn er
bera ábyrgð á sprengingu í húsinu.
Þegar verkið hefst eru tíu klukkustundir liðn-
ar síðan persónur verksins leituðu skjóls á skrif-
stofunni og fljótlega verða símar þeirra raf-
magnslausir sem þýðir að litlar sem engar
fréttir fást utan frá um stöðuna. Það er velþekkt
aðferð að loka persónur af á tilteknum stað áður
en hitað er upp í kolunum. Snjallt er að svipta
þær símunum, því þegar ekki er lengur hægt að
sökkva sér ofan í þá neyðast persónurnar til að
tala saman. Minna fer hins vegar fyrir hvers
kyns hlustun. Við erum kynnt fyrir húsmóðirinni
Þórunni úr Hlíðunum (Vala Kristín Eiríks-
dóttir), arkitektinum Einari úr Vesturbænum
(Jörundur Ragnarsson), unglingnum Írenu úr
Breiðholtinu (Rakel Ýr Stefánsdóttir) og
iðnaðarmanninum Mána úr Grafarvoginum
(Sveinn Ólafur Gunnarsson). Við fyrstu sýn virð-
ast þau eiga lítið sameiginlegt sem birtist í kunn-
uglegum og þreyttum deilum hægri- og vinstri-
manna um umhverfismál, hjólreiðar, borgarlínu
og umferðarskipulag. Það eina sem virðist
tengja þessa tvo póla er orðræða þeirra um
„þessa helvítis kerfislægu fasista“.
Þegar á verkið líður er raunsæislegt yfir-
bragðið brotið upp með leiftrum úr fortíð per-
sóna sem gefa vísbendingar um að þær deili
ákveðnum einmanaleika óháð fjölskylduhögum.
Endurlitin, sem bjóða upp á áhugaverðustu
dýnamík verksins, vekja áhorfendur líka til um-
hugsunar um sýnd og reynd sem tengist þeirri
ímynd sem fólk reynir að gefa af sér út á við.
Slík ímyndarsköpun er auðvitað ekkert ný af
nálinni þótt hún sé vissulega orðin fyrirferðar-
meiri með tilkomu samfélagsmiðla.
Dóri DNA hefur næmt auga fyrir umhverfi
sínu og tekst að draga upp trúverðuga mynd af
fjórum kunnuglegum persónum, sem hann
býður okkur að hlæja að. Við þekkjum öll þessar
týpur og sjálf okkur í þeim. Hann leyfir okkur
að skoða þær líkt og undir smásjá þar sem
þysjað er inn. Við blasir ástandslýsing sem er
varla framvindudrifin. Þegar þysjað er aftur út
undir lok verks hafa persónurnar lítið sem ekk-
ert breyst þrátt fyrir öskurlætin og hamagang-
inn á sviðinu.
Vala Kristín Einarsdóttir og Sveinn Ólafur
Gunnarsson fá úr mestu að moða í uppfærsl-
unni. Hún sem ljóskan sem dreymir um að til-
heyra þotuliðinu hvað sem það kostar þótt
kostnaðurinn lendi á táningssyninum sem hún
eignaðist ung. Hann sem sá tilfinningalega
bældi karl sem Sveinn Ólafur er löngu orðinn
sérfræðingur í. Svipbrigði hans þegar Máni er
kominn í rökþrot og kallaði Einar „asna“ sem
hann sér svo strax eftir eru óborganleg og mun
meira gefandi en rifrildin á háa c-inu. Máni fær
einnig fyndnasta endurlitið sem veitir mikil-
vægar upplýsingar um getuleysi hans í sam-
skiptum við hitt kynið. Dásamlega fyndinn er
Sveinn Ólafur síðan sem sjálfumglaði eigin-
maður Þórunnar.
Jörundi Ragnarssyni tekst vel að miðla
sveiflum Einars frá yfirlæti til vandræðagangs.
Rakel Ýr Stefánsdóttir fær úr minnstu að moða
í hlutverki unglingsins sem hafnar foreldrum
sínum af hugmyndafræðilegum ástæðum, en
getur samt varla staðið á eigin fótum án þeirra.
Írena er sú eina sem fær ekkert endurlit og
verður fyrir vikið eins og lokuð bók. Ekki bætir
heldur úr skák að hún er einnig eina persónan
sem áhorfendur fá ekki að vita hvers vegna var
stödd á skrifstofum borgarinnar þegar sprengj-
an sprakk. Hafi ætlunin verið að gefa í skyn að
hún bæri þar ábyrgð eða væri vitorðsmaður þá
var það alls ekki nógu skýrt.
Sjónræn umgjörð sýningarinnar ber þess
varla merki að persónurnar séu staddar á
borgarskrifstofu ef frá eru taldir gulir kollar og
gult húsgagn sem geymir kaffi og með því. Þess
í stað er bakveggurinn klæddur stillönsum með
tilheyrandi grænu öryggisneti, en engar vís-
bendingar gefnar um það hvort nota eigi still-
ansana til uppbyggingar eða niðurrifs. Netið er
jafnframt notað til að tákna einu útgönguleiðina
út úr rýminu, en virkar ekki sem skyldi til að
afmarka skilin milli rýma.
Hvorum leikhluta fyrir sig lýkur með flutn-
ingi lags í fullri lengd. Fyrra lagið er lagt Einari
í munn þar sem hann líkt og Pocahontas veltir
upp spurningunni um það hver sé í reynd frum-
stæður í samskiptum sínum við umhverfið og
náttúruna. Seinna lagið, sem var Eurovision-
framlag Ítala 1987, syngja persónur verksins
saman á frummálinu. Vafalítið muna einhverjir
eftir íslenskri þýðingu lagsins og velta fyrir sér
hvort með því eigi að undirstrika einmanaleika
persónanna og þrá eftir samveru með öðrum.
Áhorfendur sem rýna í ítalska textann rekast
þar á ljóðmælendur sem eru fastir í borginni og
hræðast hugmyndina um of mikið frelsi. Er
niðurstaða verksins mögulega sú að það eru
ekki borgarmúrar, tiltekin hverfi eða lokuð
rými sem í reynd hefta frelsi okkar, heldur sú
meðvitaða og ómeðvitaða ímynd af okkur sjálf-
um sem við reynum að lifa upp til og halda að
öðrum jafnt í samkvæmisleikjum og almennum
samtölum? Tryggir náið sambýli það að fólk láti
sig aðra varða? Þétting hryggðar veitir engin
afgerandi svör við þessum spurningum þegar
hún þysjar út eftir ástandsskoðun.
Sérðu það sem ég sé?
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Borgarleikhúsið
Þétting hryggðar bbbnn
Eftir Halldór Laxness Halldórsson. Leikstjórn: Una
Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Eva Signý
Berger. Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson. Lýs-
ing: Kjartan Þórisson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir.
Sviðshöfundur: Jóhann Kristófer Stefánsson.
Aðstoð við raddþjálfun: Kristjana Stefánsdóttir.
Leikarar: Jörundur Ragnarsson, Rakel Ýr Stefáns-
dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vala Kristín
Eiríksdóttir. Frumsýning á Litla sviði Borgarleik-
hússins fimmtudaginn 16. september 2021.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST Svör „Þétting
hryggðar
veitir engin
afgerandi
svör,“ segir
í rýni.