Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 6

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 LAGERSALA LÍN DESIGN HEFST Á MORGUN FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA KL15.00 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verulegur vöxtur hefur verið á veit- ingaþjónustu að undanförnu og er mjög mikil eftirspurn meðal veitinga- húsa eftir því að fá nema á náms- samninga í framreiðslu og matreiðslu um þessar mundir. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri Hótel- og matvælaskólans við Menntaskólann í Kópavogi, segir í samtali við Morgunblaðið að eftir að ákveðið bakslag varð í kórónuveiru- faraldrinum sé nú komin upp alveg ný staða eftir að höftum var aflétt og mikil eftirspurn eftir nemum hjá veitingahúsunum. ,,Núna er allt í syngjandi sveiflu. Við erum búin að heyra í nokkuð mörgum og einn sagði við mig: Það er ekkert rautt Ísland, hér er brjálað að gera og við sjáum ekki út úr verkefnum,“ segir Baldur. Gætu auðveldlega fengið pláss „Ég get nánast fullyrt að þeir nem- endur sem misstu samninginn sinn vegna Covid og vilja vinna áfram fengju samningspláss aftur, ef ekki á sama stað þá fengju þeir pláss annars staðar,“ segir hann. Baldur segir að skólinn sé í miklu samstarfi við at- vinnulífið vegna nemenda við skólann sem séu allir á samningum og þurfi því ekki að leita að störfum þegar þeir eru komnir af stað í náminu. Hann birti nýverið grein á vefnum veitingageirinn.is þar sem hann hvet- ur þá sem vilja komast á námssamn- ing í framreiðslu og matreiðslu að hafa samband við skólann. „Mikill skortur er á nemendum í framreiðslu og matreiðslu og hefur um langan tíma ekki verið meiri eft- irspurn eftir nemendum í greinarnar. Er svo komið að margir veitingastað- ir hafa sett sig í samband við áfanga- stjóra Hótel- og matvælaskólans og óskað eftir aðstoð við að útvega nem- endur á samninga í greinunum. Þetta er nokkuð breytt staða og ástæða til að benda ungu fólki á möguleika þá sem þessi störf bjóða,“ segir hann í greininni. Margvíslegir möguleikar Við upphaf faraldursins var nokk- uð um uppsagnir námssamninga hjá nemendum og brást Hótel- og veit- ingaskólinn við með því að taka á móti fleiri nemendum sem sóttu um nám á haustönn í fyrra og á vorönn á þessu ári. Nú er staðan gjörbreytt eins og fyrr segir og margvíslegir möguleikar á að aðstoða þá sem vilja við að útvega samninga í greinunum, að sögn Baldurs. Hann segist vera þess fullviss að miðað við eftir- spurnina gæti hann komið a.m.k. 20 manns og jafnvel fleiri strax á samn- ing í matreiðslu og 30 til 40 nemend- um á samning í framreiðslu á ein- hverjum veitingastöðum. Í reynd vanti nemendur í allar matvæla- greinarnar, ekki eingöngu mat- reiðslu og framreiðslu heldur líka í bakaraiðn. Fagmennska og auknar kröfur Baldur segir mikla grósku á veit- ingastöðum bæði á höfuðborgar- svæðinu og víða á landsbyggðinni, þar sem mikil fagmennska sé í fyrir- rúmi, að ógleymdum stóru hótelkeðj- unum og matarkjörnum sem spretti upp um þessar mundir, sem allt auki veg og virðingu matvælagreinanna. „Það eru spennandi hlutir að gerast fyrir fagmenn og fagvitundin og kröfurnar eru orðnar meiri meðal fólks. Eldhúsin okkar hafa í gegnum tíðina verið mjög góð, jafnvel frábær og í eðli sínu eru hér mörg Michelin- eldhús, þó þau hafi ekki endilega sótt sér stjörnur. Það hefur gengið vel þar sem fagmenn eru í framvarðar- sveitinni í matar- og veitingasölunum og auk þess eigum við margt ófag- lært frambærilegt fólk sem starfar í þessum greinum, sem gott væri að ná til og leiðbeina um að ljúka náminu.“ Baldur segir að áhuginn á námi í matvælagreinum sé sannarlega til staðar. Nemendur sem koma í skól- ann úr grunnskólum fara fyrst á grunnbraut þar sem þeir kynnast öll- um greinunum sem kenndar eru og síðan velja þeir sér ákveðnar fag- greinar. Í framhaldinu standa síðan margir spennandi möguleikar til boða. Sumir fari utan og sæki sér reynslu og framhaldmenntun í út- löndum og komi svo margir hverjir aftur heim með dýrmæta kunnáttu í farteskinu, jafnvel eftir að hafa starf- að á Michelin-veitingastöðum eins og dæmin sanna. „Núna er allt í syngjandi sveiflu“ Morgunblaðið/Golli Veitingastaður Mikill skortur er á nemendum í framreiðslu og matreiðslu. - Veitingastaðir hafa mikla þörf á að fá nemendur á námssamninga í framreiðslu og matreiðslugreinum - Óska liðsinnis Hótel- og veitingaskólans við að útvega nemendur - Mikil gróska á veitingahúsum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er eðlilegt að skoða það að fella biðlistaátak, sem samkomulag hefur verið um milli Landspítala og heil- brigðisráðuneytis í nokkur ár, undir heildarframleiðslu spítalans. Það yrði þá horft til þeirra skurðaðgerða sem lengstan bið- tíma hafa í dag og falla undir það átak en eins má skoða aðra bið- lista spítalans,“ sagði í skriflegu svari Páls Matt- híassonar, for- stjóra Landspít- alans, við spurningum Morgunblaðsins um nýj- an samning Landspítalans við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um framleiðslutengda fjármögnun. Fram kom í svari SÍ til Morg- unblaðsins að stofnunin hafi ákveðið fjármagn til umbunargreiðslu um- fram framleiðsluáætlun. Páll var spurður hvernig Landspítalinn hygg- ist nýta þann möguleika. „Með framleiðslutengdri/ þjónustutengdri fjármögnun er inn- byggður hvati í módelinu bæði til að auka gæði/afköst en einnig til að fá greitt fyrir aukna eftirspurn eftir þjónustu. Ákveðið fjármagn er lagt til hliðar hjá SÍ til þess að unnt sé að fjármagna hugsanlega aukna starf- semi. Landspítali stefnir að því að auka framleiðslu og mun þá fé fylgja,“ sagði Páll. Landspítalinn og SÍ sömdu um framleiðslutengda fjármögnun í júní 2016. Slíkur samningur var gerður aftur 2017 og átti að verða virkur frá 2018. Hvers vegna varð ekki af því? „Árið 2017 var skrifað undir samn- ing milli SÍ og Landspítala um fram- leiðslutengda fjármögnun sem byggðist á starfsemis- og kostn- aðargreiningu með DRG-flokk- unarkerfinu. Samningurinn var til þriggja ára. Árið 2017 var hugsað sem undirbúningsár með skugga- keyrslu og síðan skyldi nýtt fjár- mögnunarmódel taka við árið 2018. Snemma í því ferli varð ljóst að svo viðamikil breyting sem samningurinn kallaði á, m.a. innan stjórnsýslunnar, næðist ekki á þeim stutta undirbún- ingstíma sem samningurinn náði til og það varð meginástæða þess að undirbúningstíminn lengdist,“ svar- aði Páll. Samkvæmt samningnum frá 2017 var gert ráð fyrir ákveðnum breyt- ingum til að laga starfsemina að breyttu umhverfi en með óbreyttri fjármögnun. Er eitthvað til í því að ef unnið hefði verið eftir þessum samn- ingi hefði það þýtt lægri fjárframlög til Landspítalans? „Framleiðslutengd fjármögnun gengur út á það að mæla klíníska starfsemi í DRG-einingum og verð- leggja eininguna með raunhæfu ein- ingaverði en margfeldi þeirra stærða þarf síðan að rýmast innan þeirra fjárveitinga sem veittar eru til Land- spítala í fjárlögum. Ef fjárveiting er ekki nóg miðað við eftirspurn á hverj- um tíma hefur það eðlilega áhrif á framleiðsluna.“ Undirbúningi miðar vel En hvernig miðar undirbúningi að gildistöku nýs samnings SÍ og Land- spítala 1. janúar 2022? „Undirbúningi miðar vel en skv. samningnum eru samningsaðilar að vinna fylgiskjöl samningsins og skal þeirri vinnu vera lokið 1. desember. Eins er undirbúningur í gangi bæði hjá embætti landlæknis, sem mun sjá um að DRG-flokka vistunargögn Landspítala, og hjá heilbrigðisráðu- neytinu sem heldur utan um heildar- innleiðinguna,“ sagði Páll. Hann segir ekki annars að vænta en að tímasetningin 1. janúar stand- ist. „Samningurinn gerir ráð fyrir því að árið 2022 sé án fjárhagslegra skuldbindinga og verði notað til þess að láta reyna á flæði gagna á milli stofnana, DRG-flokkun vistunar- gagna hjá embætti landlæknis, gerð framleiðsluáætlunar og einingaverðs. Svo best ég veit má vænta reglugerð- ar með einingaverði og kostnaðar- vigtun DRG-flokka fyrir árið 2022 frá ráðuneytinu á næstu vikum,“ sagði Páll. En er útlit fyrir að fráflæðisvand- inn minnki á næsta ári svo Landspít- alinn hafi svigrúm til að nýta sér þá nýju möguleika sem fylgja fram- leiðslutengdri fjármögnun? „Fráflæðisvandi Landspítala er til kominn vegna þess að það skortir úr- ræði utan spítalans til að taka við ein- staklingum sem lokið hafa meðferð á spítalanum en geta af einhverjum or- sökum ekki farið til síns heima. DRG- fjármögnun hefur ekki bein áhrif á þá stöðu. Minnki fráflæðivandinn þá mun það auka getu spítalans til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og auka framleiðslu,“ sagði Páll. Hvati fyrir Landspítala inn- byggður í nýjan samning - Skoða að fella biðlistaátak undir heildarframleiðslu spítalans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landspítalinn Nýr Landspítali er nú óðum að rísa við Hringbrautina.Páll Matthíasson Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is „Lygi hlýtur að þýða einhver ásetn- ingur og það var enginn ásetningur uppi um að blekkja fólk,“ segir Dóra Björt Guðjóns- dóttir, formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborg- ar, en Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, sakaði hana um að hafa logið til um fund borg- aryfirvalda með samtökunum. Dóra vísaði til fundar um stafræna umbyltingu borgarinnar en Sigurður þvertók fyrir að fundurinn hefði átt sér stað. „Það er áhugavert að sjá Samtök iðnaðarins og þá vegferð sem þau eru á. Þau hafa sjálf slegið upp kolrangri mynd af stafrænni byltingu borgar- innar sem er kveikja umræðunnar sem er á villigötum,“ segir Dóra og bætir við að raunar hafi ekki bara misskilningur ráðið því að hún fór dagavillt um fyrirhugaðan fund borgaryfirvalda með SI, heldur sé málið allt einn misskilningur. Þannig segir hún að margir haldi að ekki eigi að kaupa neitt af stafrænu vegferð- inni af aðilum á markaði og fyrirætl- anir borgarinnar séu að „sópa öllu tæknimenntuðu fólki af markaði“. Það segir hún af og frá og bendir á að borgaryfirvöld ætli að verja að minnsta kosti tæpum átta milljörð- um af alls 10 í útboð og útvistun til einkarekinna fyrirtækja og einstak- linga. „Við erum þannig að fara leið sem byggist á ítarlegum greiningum á kostnaði og áhættu og við erum ekk- ert að taka upp þessa aðferð hjá sjálfum okkur,“ segir Dóra. Ekki ásetningur um að blekkja - Dóra segir umræðuna á villigötum Dóra Björt Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.