Morgunblaðið - 07.10.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Drónarnir eru síðan enn umhverf-
isvænni. Við heimsendingu með
bensínbíl fer rúmlega eitt kíló á
hverja sendingu í kolefnisspor en
með dróna fer það niður í 1,8
grömm. „Þetta er 650 sinnum minna
kolefnisspor á hverja sendingu.“
Þeir félagar höfðu lagt á ráðin um
opnun netverslunar allt frá lokum
síðustu aldar en Aha-ævintýrið hófst
þó 10 árum síðar. Aha var stofnað
snemma árs 2011 og hóf að nýta eig-
in flota í heimsendingar til við-
skiptavina 2014. „Það var eins og að
stökkva fram af kletti með fjárhag
fyrirtækisins, eins og að vera í
frjálsu falli.“ Maron segir það flókið
að reka heimsendingarþjónustu og
þar flæki veðurfarið á Íslandi málin
enn frekar. Meðalvegalengd send-
ingar Aha er allt að þrefalt lengri en
hjá sambærilegum þjónustum í ná-
grannalöndunum.
Svolítið brjáluð hugmynd
Auk þess að skipta yfir í raf-
magnsbíla skoðuðu þeir ýmsar aðrar
lausnir, m.a. heimsendingarróbóta
en komust að því að þeir hentuðu
ekki vel á Íslandi. „Þá komum við að
drónunum, í lok 2015. Það þótti svo-
lítið brjáluð hugmynd þá en Sam-
göngustofa var tilbúin að hlusta á
okkur.“ Þeir fengu leyfi fyrir því að
fljúga yfir Elliðavoginn í ágúst 2017.
„Svo fórum við að útfæra þetta
þannig að við værum að fljúga heim
til fólks og það gerðum við fyrst
2018.“
Síðan þá hafa þeir gert nýjar út-
gáfur af kerfinu og uppfært áhættu-
mat og sótt um viðeigandi leyfi í
hvert sinn. „Fyrstu árin keyrðum
við hverja útgáfu þar til við gátum
ekki lært meira af henni, en sjöunda
útgáfan var þannig að við héldum
áfram þar til Covid skall á.“ Þeir
segja nýjasta kerfið, með áttundu
útgáfunni af drónum, vera algjöra
byltingu.
Nú er ferlið orðið nokkuð full-
komið, nýjustu drónarnir sem Aha
fékk í hendurnar í vor eru alveg
sjálfstýrðir og geta flogið stystu og
öruggustu leið heim til viðskiptavin-
arins. Fólk sem býr innan ákveðins
svæðis á höfuðborgarsvæðinu getur
nú pantað sendingu með dróna og er
sífellt unnið að því að ná til fleiri
heimila. Þegar búið er að setja upp
afhendingarpunkt á heimilisfangið
er hægt að nýta hann aftur og aftur.
Drónarnir geta borið sendingar
sem eru allt að þrjú kíló og tuttugu
lítrar. Á afhendingarstað sígur
sendingin niður í bandi og lendir í
garðinum hjá viðskiptavininum. Ef
eitthvað fer úrskeiðis skýst út fall-
hlíf og dróninn svífur til jarðar svo
flugið er afar öruggt. „Dróninn er
15,5 kíló, flýgur í 70 metra hæð og
afhendir í 25 metra hæð svo þetta
skiptir miklu máli. Það eru hverf-
andi líkur á því að það gerist en mað-
ur þarf að gera ráð fyrir öllu,“ segir
Maron.
Sending er mun fljótari á leiðinni
með dróna en með bíl, svo maturinn
kólnar nánast ekki neitt. „Það líða
um 6 eða 7 mínútur frá því að við
fáum pakkann í hendur á flug-
staðnum í Skeifunni þangað til við
erum komin inn í Breiðholt eða
Grafarvog. Það tæki aldrei undir 13
mínútum á bíl ef öll ljós eru græn og
upp í 25 mínútur ef það er mikil um-
ferð. Aðalverðmætin sem við erum
að reyna að skapa með heimsend-
ingunum er tíminn hjá almenningi.“
Veðráttan skapar vandamál
Drónarnir sem munu koma á
markað á næstunni eru enn öflugri.
Á hverju ári eru þeir að bera meiri
og meiri þyngdir og geta farið
lengra og lengra. Maron segir þó að
það sé ekki þannig að heimsending-
ar muni verða með drónum ein-
göngu í framtíðinni, þetta verði allt-
af blandað. Íslensk veðrátta setur til
dæmis strik í reikninginn. Drón-
arnir eru ekki vottaðir regnheldir og
meðan sú vottun er ekki komin þá
verður þeim ekki flogið í rigningu
þótt það sé í raun hægt. Eins og
staðan er núna sendir Aha um 97%
sendinga með bílum því veðurfarið
hefur áhrif á aðra sendingarmáta,
eins og hlaupahjól og dróna.
Aha hefur náð mjög langt á þessu
sviði drónasendinga og hefur verið
að vinna með evrópska loftferðaeft-
irlitinu, Boeing og fleiri aðilum við
að búa til módel um það hvernig
drónaflug geti virkað í Evrópu. Starf
þeirra hefur vakið athygli um allan
heim og hafa fyrirlestrar Marons
um starf Aha verið á dagskrá hjá
stórfyrirtækjum á borð við Google
og Amazon á ráðstefnum erlendis.
Markmið Aha er að búa til vett-
vang fyrir íslenskar verslanir. Mar-
on og Helgi segja það óþarft að hver
og ein verslun reyni að gerast sér-
fræðingar í netverslunum. Þeir vilja
frekar að litlu fyrirtækin einbeiti sér
í því sem þau eru góð í og láti þá sjá
um þessa hlið á málum.
„Þetta er dýrt fyrir íslenska neyt-
endur og fyrir fyrirtækin. Íslenskar
verslanir eru að missa spón úr aski
sínum til erlendra netverslana sem
senda hingað á nokkrum dögum. Við
erum miklu fljótari en þessar er-
lendu verslanir þegar við sendum
beint af sölustað með rafmagnsbíl
eða dróna,“ segir Helgi og Maron
heldur áfram: „Samfélagsleg áhrif af
því að missa stærstu atvinnugrein
landsins úr landi eru rosalega mikil.
Síðast þegar ég vissi voru yfir 20
þúsund manns að vinna í verslun.
Það skiptir miklu máli að við gerum
þessa þjónustu þannig að hún sé
betri en það sem er í boði úti og það
þýðir að þetta þarf að gerast hratt
og vel.“
Eins og að stökkva fram af kletti
- Netverslunin Aha.is býður upp á heimsendingar á mat með drónum - Hlutu verðlaun SA
fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála - Bílaflotinn gengur nú alfarið fyrir rafmagni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umhverfisvænt Kolefnisspor heimsendinga minnkar gríðarlega mikið við
það að skipta úr venjulegum bensínbílum í rafmagnsbíla og dróna.
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Það eru spennandi tímar fram und-
an,“ segir Maron Kristófersson sem
er ásamt Helga Má Þórðarsyni
stofnandi Aha.is, markaðstorgs á
netinu sem býður upp á heimsend-
ingu frá fjölda fyrirtækja. Þeir hafa
lagst í miklar tilraunir með dróna-
flug og nú er svo komið að viðskipta-
vinum býðst að fá mat sendan heim
að húsi með drónum. Umhverfis-
málin hafa lengi verið í forgrunni hjá
fyrirtækinu, bílaflotinn gengur al-
farið fyrir rafmagni og nú kanna
þeir hvaða tækifæri felast í dróna-
flugi.
Aha hlaut í gær verðlaun Samtaka
atvinnulífsins fyrir framtak ársins á
sviði umhverfismála. „Það hefur
mjög mikla þýðingu fyrir teymið,
sem er búið að vera að hamast í
þessu síðustu fimm ár, að fá þessa
viðurkenningu,“ segir Maron.
Í byrjun voru heimsendingarnar
með bensínbílum og í hverja fór um
hálfur lítri af bensíni svo þeir Maron
og Helgi fóru fljótt að leita að lausn-
um um hvernig væri hægt að gera
þetta öðruvísi. „Það var alveg rosa-
legt átak að fara úr bensínbílum í
rafmagnsbíla en kolefnissporið er
sjöfalt minna bara við það. Við verð-
um að gera allt sem við getum og við
erum með einstakt tækifæri til þess
með alla þessa raforku sem er fram-
leidd hérna,“ segir Maron.
Hraði „Það líða um 6 eða
7 mínútur frá því að við
fáum pakkann í hendur á
flugstaðnum í Skeifunni
þangað til við erum kom-
in inn í Breiðholt.“
Hælið
Höf. Emil Hjörvar Petersen
Les. Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Morðið í Rockville
Höf. Stella Blómkvist
Les. Aníta Briem
Svartur á leik
Höf. Stefán Máni
Les. Rúnar Freyr Gíslason
Ættarmótið
Höf. Guðrún Guðlaugsdóttir
Les. Sólveig Guðmundsdóttir
Áramótaveislan
Höf. Lucy Foley
Les. Aldís Hamilton, HildurVala Baldursdóttir,
Atli Rafn Sigurðarson, Heiðdís Hlynsdóttir,
Íris Tanja Flygenring
Kakkalakkarnir
Höf. Jo Nesbø
Les. Orri Huginn Ágústsson
Dóttirin
Höf. Anne B. Ragde
Les. Margrét Örnólfsdóttir
Spegilmennið
Höf. Lars Kepler
Les. Kristján Franklín Magnús
Karitas án titils
Höf. Kristín Marja Baldursdóttir
Les. Kristín Marja Baldursdóttir
Heiður
Höf. Sólveig Jónsdóttir
Les. Álfrún Helga
Örnólfsdóttir
vi
ka
39
TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi