Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Bandaríska frumbyggjafyrirtækið Sealaska hefur fest kaup á 60% hlut í sölufyrirtækinu IceMar ehf. í Reykjanesbæ og 25% hlut í fisk- vinnslunni AG-Seafood í Sandgerði. Kaupin eru sögð hluti af stefnu Sea- laska er snýr að því að hlúa að heil- næmi hafsins á tímum sem eftir- spurn eftir sjálfbærum sjávar- afurðum fer vaxandi. „Að fá Sealaska í eigendahóp IceMar og AG-Seafood mun styrkja alla markaðssetningu og dreifingu afurða frá Íslandi. Sealaska hefur kynnt sér innviði íslensks sjávarút- vegs og eru þau afar hrifin af þeim ábyrgu fiskveiðum sem við Íslend- ingar stundum og einnig þeim metn- aði og krafti sem einkennir iðnaðinn hér heima,“ segir Gunnar Örlygs- son, framkvæmdastjóri IceMar. IceMar var stofnað af Gunnari sem mun halda áfram sem fram- kvæmdastjóri þess og er hann einn- ig minnihlutaeigandi í AG-Seafood en þar hefur Arthur Galvez verið stærsti hluthafi og mun Arthur áfram stýra þeim rekstri. Báðir eru þeir hluthafar í AG eignum ehf. sem búa yfir samanlögðu aflamarki sem nemur 30 þorskígildistonnum og gerir út línu- og netabátinn Ölla Krók GK-211. Trúnaður um kaupverð Spurður um kaupverð segir Gunnar það vera trúnaðarmál, en samkvæmt ársreikningaskrá námu rekstrartekjur AG-Seafood í fyrra tæplega 1,38 milljörðum króna og voru tekjur IceMar 242 milljónir króna árið 2019. Sameiginleg velta samstæðu Sea- laska í sjávarútvegi er nærri 100 milljörðum króna og hefur hún auk- ist mikið undanfarin ár. „Öll þeirra nálgun er heilbrigð í orði og verki, þá bæði gagnvart umhverfinu sem og neytendunum sjálfum,“ segir Gunnar. Stefnan sett á Bandaríkin „Við eigum í dag viðskipti við fjöl- mörg sterk sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, ég á von á því að umsvifin muni aukast á næstunni. Hugmynd- ir eru uppi um öfluga uppbyggingu, þá sér í lagi til að byrja með í Bandaríkjunum og Kanada. Staða Sealaska á Bretlandsmark- aði er einnig sterk í gegnum eign- arhald félagsins í New England Seafoods (NESI) sem starfrækir þrjár verksmiðjur í London og Grimsby. Við höfum verið birgjar NESI í langan tíma og átt með þeim frábært samstarf,“ útskýrir Gunnar er hann er spurður hvaða merkingu það mun hafa að fá Sealaska í rekst- urinn. Í tilkynningu á vef Sealaska kveðst fyrirtækið með fjárfesting- unni á Íslandi vera að styðja við áherslu sína á neytendamiðaða framleiðslu á kældum hágæðaafurð- um. Fyrsta skrefið í þá átt hafi verið kaupin á NESI í október í fyrra. „Aðgerðin eykur getu fyrirtækisins til að veita alþjóðlega samþætta vinnslu á heimsmælikvarða og mat- væli frá best stjórnuðu fiskveiðum heims.“ Amerískir frumbyggjar kaupa í íslenskum félögum - Sealaska fjárfestir í vinnslu og sölufélagi á Reykjanesi - Alþjóðleg samstæða Fiskvinnsla AG-Seafood í Sandgerði verður nú hluti af alþjóðlegri samþættri vinnslu sjávarafurða. Sealaska » Samvinnufélag þjóðflokk- anna Tlingit, Haida og Tsimshi- an og hluthafar 23 þúsund. » Höfuðstöðvar samstæð- unnar eru í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum. » Stofnað 1972. » Er eigandi tæplega 1.500 ferkílómetra af landi sem veitt var frumbyggjum 1971. » Velta samstæðunnar hefur sexfaldast frá 2015. Eimskip hefur undirritað samning við norska fyrirtækið Blueday Technology AS um hönnun og smíði á búnaði til að landtengja skip við rafmagn við Sundahöfn, en Efla mun hafa umsjón með verkinu, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Eim- skipa. Þar segir að einnig hafi verið samið við kínverska fyrirtækið SaierNico um breytingu á rafstýr- ingum um borð í Brúarfossi og Dettifossi. Með tilkomu landtengingarinnar mun hávaðasöm ljósavél sem knýr rafmagn og nauðsynlegan búnað um borð heyra sögunni til og er áætlað að hægt verði að minnka olíunotkun um 160 tonn árlega. Áfangi í orkuskiptum „Um er að ræða mikilvægan áfanga í orkuskiptum við Sundahöfn en viljayfirlýsing var undirrituð á síðasta ári á milli umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins, Faxaflóahafna, Veitna, Reykjavíkurborgar og Eim- skips um uppbyggingu og rekstur landtenginga fyrir skip í Sunda- höfn,“ segir í tilkynningunni. Vert er að minnast á að kranar Eimskips hafa þegar verið rafvædd- ir og kveðst fyrirtækið stefna að því að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda í starfsemi sinni um 40% fyrir 2030. Orkuskipti Flutningaskipin munu geta tengst rafmagni í Sundahöfn. Spara 160 tonn af eldsneyti Afurðaverð á markaði 6. okt. 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 588,27 Þorskur, slægður 557,97 Ýsa, óslægð 428,16 Ýsa, slægð 393,34 Ufsi, óslægður 221,55 Ufsi, slægður 262,81 Djúpkarfi 177,00 Gullkarfi 470,99 Blálanga, óslægð 263,00 Blálanga, slægð 265,79 Langa, óslægð 267,56 Langa, slægð 281,79 Keila, óslægð 83,03 Keila, slægð 134,88 Steinbítur, óslægður 388,63 Steinbítur, slægður 502,95 Skötuselur, slægður 675,24 Grálúða, slægð 49,45 Skarkoli, slægður 480,38 Þykkvalúra, slægð 589,79 Langlúra, óslægð 244,00 Langlúra, slægð 249,00 Sandkoli, óslægður 143,58 Sandkoli, slægður 136,00 Bleikja, flök 3.176,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.371,75 Hlýri, óslægður 422,95 Hlýri, slægður 518,17 Lúða, slægð 443,26 Lýsa, óslægð 50,75 Lýsa, slægð 117,76 Náskata, slægð 94,00 Skata, slægð 58,00 Stórkjafta, slægð 177,54 Undirmálsýsa, óslægð 158,17 Undirmálsýsa, slægð 191,37 Undirmálsþorskur, óslægður 268,00 Undirmálsþorskur, slægður 268,29 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Fitueyðing Augnlyfting FJÖLBREYTTÚRVAL HÚÐMEÐFERÐA Eyðir fitu á erfiðum svæðum. Sársaukalausmeðferð með nýjustu tækni. Háreyðing Leggjumáherslu á bestu fáanlegu tækin ámarkaðnumhverju sinni. Lyftir augnlokumog þéttir slappa húð. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.