Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Mark Zucker- berg, forstjóri Facebook, hafn- aði í fyrradag ásökunum þess efnis að sam- félagsmiðillinn setti gróðavonir framar sam- félagsheill. Sá Zuckerberg sig knúinn til að svara eftir að Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrir- tækisins, bar vitni fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings, en hún sagði þar meðal annars að miðillinn ýtti vilj- andi undir misklíð og væri skaðleg- ur fyrir börn. Haugen hvatti til þess að þingið setti löggjöf til þess að koma bönd- um á samfélagsmiðilinn, en sagðist þó ekki vilja að fyrirtækinu yrði skipt upp. Zuckerberg sagði í svari sínu að það væri órökrétt að halda því fram að Facebook græddi á því að ýta undir reiði, þar sem auglýsendur miðilsins, sem veita honum allar tekjur sínar, sendu ítrekað þau skilaboð að auglýsingar þeirra ættu ekki að vera við hliðina á skaðlegu eða særandi efni. BANDARÍKIN Hafnar ásökunum uppljóstrarans Mark Zuckerberg Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að ríki Evrópu bæru sjálf ábyrgð á nú- verandi orku- krísu, en verð á jarðgasi hækkaði um 25% í álfunni í gær vegna stór- aukinnar eftir- spurnar. Verðhækkunin leiddi til ásakana um að Rússar væru að takmarka sendingar sínar á jarðgasi til Evr- ópuríkjanna, en rússnesk stjórn- völd hafa hafnað öllum slíkum ásökunum og segja að Rússar hafi uppfyllt allar samningsskyldur sín- ar. RÚSSLAND Evrópuríkin beri sjálf ábyrgðina Vladimír Pútín Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemó- krataflokksins í Þýskalandi (SPD), færðist í gær nær því að verða næsti kanslari landsins eftir að leiðtogar Græningja og Frjálslyndra demó- krata (FDP) lýstu því yfir að þeir vildu reyna að mynda stjórn með SPD. Sagði Annalena Baerbock, kanslaraefni Græningja, brýnt að mynda ríkisstjórn sem fyrst, og að Þjóðverjar þyrftu „nýtt upphaf“. Nái þeir saman munu kristilegu flokkarnir tveir, CDU og CSU, fara í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 16 ár, en þeir biðu sinn stærsta ósigur í þingkosningunum 26. september frá lokum síðari heimsstyrjaldar, en þeir fengu þá 24,1% atkvæða, en SPD 25,7%. Hvorugur getur þó myndað stjórn án aðkomu Græningja og Frjálslyndra demókrata. „Kjósendur hafa gefið okkur um- boðið til að mynda ríkisstjórn saman,“ sagði Scholz, en flokkarnir munu hefja viðræður sínar á morgun. Christian Lindner, leiðtogi FDP, sagði í gær að flokkur sinn hefði sam- þykkt tillögu Græningja að hefja sem fyrst viðræður við SPD, og að ekki yrði rætt við kristilega demókrata á sama tíma. Útilokaði Lindner þó ekki að það yrði gert síðar, færu viðræð- urnar við SDP út um þúfur. Þó að Græningjar og FDP hafi ör- lög næstu ríkisstjórnar sameiginlega í hendi sér, eru flokkarnir taldir nokk- uð langt hvor frá öðrum í málaflokk- um eins og skattlagningu, umhverfis- vernd og ríkisfjármálum. Leiðtogar flokkanna hafa hins vegar reynt að „byggja brýr“ sín á milli á síðustu dögum til þess að liðka fyrir myndun ríkisstjórnar. Laschet eygir enn von Armin Laschet, leiðtogi CDU og kanslaraefni kristilegu flokkanna, sagði í gær að hann virti ákvörðun Græningja og FDP. Hann lagði hins vegar áherslu á að kristilegu flokk- arnir væru enn reiðubúnir til þess að hefja viðræður. Markus Söder, leiðtogi CSU, sagði hins vegar að ákvörðunin þýddi að stjórn kristilegu flokkanna hefði verið hafnað. Yrðu íhaldsflokkarnir nú að búa sig undir það að vera í stjórnar- andstöðu næstu árin. „Þetta mun breyta landi okkar,“ sagði Söder. Scholz nær frumkvæðinu - Frjálslyndir demókratar og Græningjar ákveða að hefja stjórnarmyndunarvið- ræður við SDP - Vilja mynda stjórn sem fyrst - Laschet enn ekki af baki dottinn AFP Þýskaland Olaf Scholz mun hefja stjórnarmyndun sína á morgun. Chiu Kuo-cheng, varnarmálaráð- herra Taívans, varaði við því í gær að spennan á milli eyjunnar og Kín- verja væri nú sú mesta í rúma fjóra áratugi. 150 kínverskar herþotur hafa nú flogið inn fyrir það svæði sem yfirvöld á eyjunni skilgreina sem loftvarnasvæði sitt. Varaði Chiu við því að Kínverjar myndu geta gert innrás í eyjuna, sem þeir líta á sem sitt yfirráða- svæði, árið 2025. „Þeir hafa getuna nú, en þurfa að taka með í reikning- inn hvað það myndi kosta,“ sagði Chiu og bætti við að eftir 2025 yrði sá kostnaður í lágmarki. Spennan við Taívansund sú mesta í 40 ár KÍNA Flokksþingi breska Íhaldsflokksins lauk í gær með ræðu Boris Johnsons forsætisráðherra, þar sem hann hét því að breyta Bretlandi í land með há laun, vel menntað vinnuafl og aukna fram- leiðni. Sagði hann að sú breyting yrði bæði löng og erfið, en á endanum þess virði eftir Brexit. AFP Boris boðar breytingar á Bretlandi www.gilbert.is VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR GILBERT LIBERATOR LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.