Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 32
Nú eru 13 mánuðir í næstu kosningar í Banda- ríkjunum. Ekki verður kosið um forsetaembættið og því þykja þess- ar kosningar ekki jafn mikil- vægar og ella. En þær valda þó spennu. Meginástæðan er sú að nú standa atkvæði í öld- ungadeildinni jafnt og velta úrslit þar á atkvæði varafor- setans. Demókratar hafa nú mjög tæpan meirihluta í fulltrúa- deildinni. Repúblikanar gera sér því væntingar um að vinna meirihluta í báðum deildum og þar með vængstýfa vald for- setans þar. Við bætist að kann- anir sýna að Biden tapar hratt fylgi um þessar mundir sem ætti að styrkja stöðu andstæð- inga hans að ári. Repúblikanar gefa sér að staða forsetans geti bara veikst, þótt það sé ekki fast í hendi. Stór mál eins og klúðrið í Afganistan og öngþveitið á landamærum ríkisins og smærri mál á borð við magn- aða fýlu Frakka í garð forset- ans vegna viðskiptaklúðurs sem nam 40 milljörðum dala sitja í mörgum. Skýringar að- stoðarmanna Bidens á ógöng- um hans eru ekki alltaf hjálp- legar, enda undirstrika þær iðulega að forsetinn sé fjarri því að valda starf- anum. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú sérstakur erindreki forset- ans í loftslags- málum, kom ný- lega í þeim erindum til Parísar og varð að nýta fyrstu stund- irnar þar til að leitast við að deyfa viðskiptaáreksturinn við Frakka. Kerry sagði þá við fjölmiðla um Biden að hann hefði alls ekki gert sér grein fyrir því sem svo kom á dag- inn. („He literally had not been „aware“ of what had transpir- ed“). Demókratar eru teknir að óttast nýjan meirihluta and- stæðinganna í öldungadeild- inni, sem sést á tilraunum þeirra til að klára mikilvæg mál sem allra fyrst. Þeir hafa reynt að knýja Stephen G. Breyer hæstaréttardómara og það opinberlega til að fara á eftirlaun. Breyer, sem er 83 ára gamall, var skipaður af Clinton. Biden hefur lýst vilja sínum til að skipa „róttækan“ dómara í stað Breyers, dómara sem dæmi jafnan frá vinstri í réttinum. Fái repúblikanar meirihluta í öldungadeildinni geta þeir komið í veg fyrir að forsetinn fái „versta kost sinn“ í gegn, þótt þeir geti varla ráð- ið því hver verði staðfestur að lokum. Vonir repúblikana um að vinna meiri- hluta í báðum þing- deildum knýja þá áfram} Kosningabaráttan hefst 32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Í áhugaverðu viðtali Morg- unblaðsins við Tómas Má Sig- urðsson, forstjóra HS Orku, var meðal annars komið inn á það hvort virkja þyrfti meira hér á landi til að sjá bílaflota landsmanna fyrir rafmagni. Tómas lýsti þeirri skoðun sinni að svo væri og vísaði í því sambandi til orku- spárinnar. Hann sagði hana liggja fyrir og sýna að „til að rafvæða bílaflotann, og til að framleiða eldsneytið sem sparar okkur gjaldeyri, þarf einfaldlega að virkja“. Hann bætti því við að til „þess að geta lagt okkar af mörkum varðandi loftslags- markmið, ekki aðeins Íslands heldur heimsins alls, þurfum við að virkja okkar endurnýj- anlegu orkugjafa skyn- samlega“. Ýmsir halda því fram að ná þurfi loftslagsmarkmiðum og rafvæðing bílaflotans er liður í því. Með skattaívilnunum er gengið langt í að ýta fólki yf- ir í rafbíla og hefur það geng- ið vel eins og sjá má á tölum um þróun á innflutn- ingi nýrra bíla. Áhugi er einnig á því að færa skipaflotann yfir í orkugjafa sem framleiddir verði með þeirri endurnýjan- legu orku sem Ísland býður upp á. Augljóst er að ekki fer saman að koma í veg fyrir nýjar virkjanir og segjast vilja rafvæða bíla, skip og önnur framleiðslutæki sem enn nýta jarðefnaeldsneyti. Og eins og Tómas bendir á þá eru stórnotendur raforku ekki að fara að loka eins og aðstæður eru um þessar mundir. Raforka fyrir bíla- flotann fæst því ekki með lokun álvers eða sambæri- legum breytingum, sem betur fer. Framundan hljóta því að vera frekari virkjanir. Stjórnvöld og Alþingi verða að koma sér saman um bestu kostina í þeim efnum og tryggja að framkvæmdir geti hafist hið fyrsta. Orkuskipti verða ekki nema með því að ráðist verði í nýjar virkjanir} Rafvæðing kallar á rafmagn 2021 en aðeins hluti af því eru þó sjúkraskrár. Landspítalinn hafi árið 2021 skilað um 236 hillumetrum af sjúkraskrárskjölum. Engar sjúkra- skrár á rafrænu formi hafa enn verið afhentar Þjóðskjalasafni. Njörður segir að einhverju af elstu varðveittu sjúkraskrárgögn- unum hér á landi hafi verið skilað til Þjóðskjalasafns. Helst er þar að nefna sjúkraskrár Holdsveikraspít- alans í Laugarnesi sem ná aftur til 1896. Þá geymir safnið sjúkraskrár frá stofnun Landspítala. Í sjúkra- skrársafni Landspítala sé líklega enn að finna elstu sjúkraskrárnar, þ.m.t. frá Landakoti sem kaþólska kirkjan hér á landi rak um langt árabil, en þær hafa ekki enn verið afhentar. Í sjúkraskráasafni Landspítalans sé nú verið að vinna að frágangi og skráningu á skjölum til afhendingar á Þjóðskjalasafn. Meðal tillagna sem starfshópur þjóðskjalavarðar gerði í sumar er að komið verði á fót sérstöku heilbrigð- issafni sem verði deild í Þjóð- skjalasafni. Þar verði sjúkraskrár varðveittar. Þykir þetta heppilegt vegna sérstöðu sjúkraskráa meðal opinberra gagna. Er litið til reynslu Norðmanna og bent á að norska heil- brigðisskjalasafnið sé fjármagnað af heilbrigðisráðuneyti landsins þótt það sé hluti af Ríkisskjalasafninu sem heyrir undir mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið. Sérdeild verði um heilbrigðisskjöl Morgunblaðið/Kristinn Varðveisla Unnið er að því að frumkvæði Þjóðskjalasafns að marka stefnu um það hvernig standa skuli að varðveislu sjúkraskráa til frambúðar. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is S júkraskrár fólks eru að áliti löggjafans einhverjar við- kvæmustu upplýsingar sem varðveittar eru. Óviðkom- and er ekki veittur aðgangur að þeim fyrr en liðin eru hundrað ár – heil öld – frá síðustu færslu og þá þarf að bera fram sérstakar ástæður fyrir ósk um aðgang, svo sem vegna fræðistarfa. Strangar reglur gilda einnig um aðgang sjúklinganna sjálfra, aðstandenda þeirra og starfsfólks heilbrigðisstofnana að þessum skrám meðan þær eru í notkun. Aftur á móti skortir reglur um það hvaða sjúkraskrárupplýs- ingar á að varðveita til lengri tíma og afhenda til varðveislu í Þjóð- skjalasafni. Hefur safnið beitt sér fyrir því að komist verði að niður- stöðu í því efni. Samkvæmt upplýsingum frá Nirði Sigurðssyni, sviðsstjóra í Þjóð- skjalasafni, skipaði Hrefna Róberts- dóttir þjóðskjalavörður vorið 2020 fimm manna vinnuhóp til gera til- lögur um varðveislu sjúkraskráa til framtíðar. Sátu m.a. í honum fulltrú- ar embættis landlæknis, Landspít- alans og heilbrigðisráðuneytisins. Hópurinn skilaði niðurstöðum í júní og voru þær sendar til mennta- og menningarmálaráðherra og heil- brigðisráðherra. „Í bréfinu óskaði þjóðskjalavörður jafnframt eftir því að fá að kynna tillögurnar og að ráðuneytin kæmu af stað starfshópi til að vinna að nánari útfærslu á til- lögunum. Þjóðskjalasafn bíður enn svara,“ segir Njörður. Allt pappírsskjöl Á undanförnum árum hafa allar afhendingar á sjúkraskrám til Þjóð- skjalasafns komið í pappírsformi frá einkastofum heilbrigðsstarfsfólks en minnihluti frá afhendingarskyldum aðilum samkvæmt lögum, þ.e. sjúkrahúsum, heilsugæslum og heil- brigðisstofnunum. „Undanfarin ár hafa þó afhendingarskyldir aðilar verið að skila sjúkraskrám í auknum mæli,“ segir Njörður og nefnir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi skilað um 50 hillumetrum árin 2017 og 2020 og Heilbrigðisstofnun Norð- urlands um 210 hillumetrum árið Starfshópur um varðveislu sjúkraskráa leggur til að þær verði afhentar Þjóðskjalasafni 10 árum eftir andlát sjúklings, óháð því hvort þær eru í raf- rænu formi eða á pappír. Þá er lagt til að sjúkraskrár sem eru á pappír verði skannaðar í tölvu og síðan eytt. Rafræn varð- veisla verði þannig reglan en ekki þó án undantekninga sem skilgreina þurfi í lögum og reglum. Fram kemur í álitsgerð hópsins að í Noregi hafi verið ákveðið að skjöl sem eru eldri en frá 1950 verði áfram varð- veitt á pappír. Þá er upplýst að Þjóðskjalasafnið hafi haft það viðmið að skjöl sem eru eldri en frá 1960 skuli varðveitast á pappír og er lagt til að sú regla gildi hér varðandi sjúkraskrár. Enn fremur segir í tillögunum að skilgreina þurfi hvaða sjúkraskrárupplýsingar skuli varðveita til frambúðar og hverju megi eyða. Komi 10 ár- um eftir lát SJÚKRASKRÁR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ M ahatma Ghandi taldi að meta ætti samfélagið út frá því hvernig valdhafarnir koma fram við þjóðfélagsþegna sína, sérstaklega þá sem þurfa mest á hjálp þeirra að halda. Þetta er það leiðarstef sem fylgt hefur Flokki fólksins frá upphafi. Hugsjónin sem liggur að baki því að ég stofnaði okkar fallega flokk. Í fyrradag kom út skýrsla frá UNICEF um geðheilbrigði barna og ungmenna í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að eitt af hverjum sjö börnum á aldrinum 10-19 ára sé með greinda geðröskun. Þá leiðir skýrslan í ljós það sem marga hafði grunað, að heimsfaraldurinn Cov- id-19 og afleiðingar hans hafa haft virkilega slæm áhrif á geðheilsu barna. Þau hafa mátt þola mikla röskun á námi og öllu félagsstarfi. Allt bendir til þess að þetta hafi verulega slæm áhrif á andlega líðan, þroska þeirra og heilsu til lengri tíma. Því ætti hinn mikli vöxtur á þörfinni fyrir geðheibrigðisþjónustu nú og á komandi árum ekki að koma neinum á óvart. Það er börnunum okk- ar lífsnauðsynlegt að stjórnvöld tryggi þeim öllum tafar- laust aðgengi að allri þeirri þjónustu sem þau þarfnast og það strax. Framtíð þeirra er í húfi. Alvarleg þróun Því miður er það svo að undanfarin ár hafa börnin okkar þurft að bíða eftir viðeigandi læknisaðstoð. Staðan var slæm fyrir komu faraldursins og ekki hefur hún batnað síðan. Langir biðlistar eru eftir greiningu og þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöðinni varðandi bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina BUGL ásamt skammarlegum biðlistum eftir sálfræðiþjón- ustu hjá heilsugæslunni. Fyrir ári biðu 1.078 börn eftir þjónustu á þessum stofnunum. Í skýrslu heilbrigðisráðherra um áhrif Covid-19 á biðlista í heilbrigðiskerfinu, sem unnin var í kjölfar skýrslubeiðni Flokks fólksins, kom fram að fjölgað hefði á biðlistum BUGL um 30% á milli ára. Meðalbiðtími barna eftir þjón- ustu á göngudeild BUGL var 24 vikur. Þá fjölgaði bráðakomum og bráðainnlögnum um 34% milli ára. Yfirlæknir á BUGL hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og sagt að börnin séu nú veikari en áður þegar þau koma til meðferðar. Það vita allir sem vita vilja að ástandið hjá börnunum er grafalvarlegt. Tökum höndum saman! Geðheilbrigðisþjónusta er lífsnauðsynleg heilbrigðis- þjónusta sem felur í sér jafn sjálfsögð mannréttindi og hver önnur læknisþjónusta. Það er þjóðarskömm að börn séu látin bíða heilu misserin eftir læknishjálp. UNICEF á Íslandi skorar á stjórnmálaflokka að setja málefni barna í forgang. Flokkur fólksins mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir betra og réttlátara samfélagi fyrir okkur öll. Ég skora á alla stjórnmálaflokka að leggja sitt af mörk- um til að bæta geðheilbrigði barnanna okkar. Það er póli- tísk ákvörðun að eyða biðlistum og bæta stöðuna. Þetta eru allt mannanna verk. Inga Sæland Pistill Börnin fyrst, svo allt hitt! Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.