Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 36

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 36
✝ Valdimar Ólafsson fædd- ist 18. október 1933 í Reykjavík. Hann lést 16. september 2021 á LSH á Hringbraut. For- eldrar hans voru Ólafur Sigurjón Dagfinnsson, verkamaður í Reykjavík, f. 21. sept. 1900 í Reykja- vík, d. 24. febrúar 1975 í Reykja- vík og Þórlaug Valdimarsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 24. júní 1903 á Sóleyjarbakka, Hruna- mannahreppi í Árnessýslu, d. 9. mars 1972 í Reykjavík. Systkini Valdimars eru Helga Ólafs- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1934 í Reykjavík, Unnur Ólafsdóttir, skrifstofu- maður og húsfreyja í Reykjavík, f. 21. júní 1936 í Reykjavík og Dagfinnur Halldór Ólafsson, húsasmíðameistari, síðar bif- reiðarstjóri í Reykjavík, f. 23. ágúst 1942 í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Valdi- mars er Gígja Jóhannsdóttir, fiðluleikari og fiðlukennari í Reykjavík, f. 15. nóvember 1932 á Akureyri. Foreldrar hennar heimili í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla og svo Verzl- unarskóla Íslands þar sem hann lauk verslunarprófi. Hann sótti námskeið í verslunarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla og New York University á árunum 1956-1957. Skrifstofumaður var hann hjá Feldi hf. í Reykjavík 1953-1956 og eigandi og fram- kvæmdastjóri Þrifa hf. 1959- 1962. Starfsmaður og síðar lög- giltur endurskoðandi og eigandi hjá Endurskoðunarskrifstofu N. Manscher og Co., síðar Price- waterhouseCoopers hf., frá 1962 til ársins 2001 er hann lét af störfum vegna aldurs. Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn FLE 1974-1976. Í stjórn Endurskoðunarskrifstofu N. Manscher & Co. 1969-1998, þar af formaður 1981-1982. Formað- ur stjórnar Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga (SPOEX) 1980-1985. Eftir að hafa látið af störfum hjá PricewaterhouseCoopers árið 2001 vann Valdimar áfram sjálfstætt við ráðgjöf og skatta- uppgjör fyrir ýmis fyrirtæki og einstaklinga allt fram á loka- dag, ásamt því að skrásetja nið- ur allt mögulegt er viðkom hans aðaláhugamáli, ættfræði. Útför Valdimars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. október 2021, kl. 13. voru Jóhann Frið- geir Steinsson, tré- smíðameistari á Akureyri, f. 4. nóv- ember 1892 á Kálf- skinni, Árskógs- hreppi í Eyjafirði, d. 18. júlí 1973 á Akureyri og Sigríð- ur Guðbjörg Jó- hannsdóttir, hús- freyja og klæðskeri á Akureyri, f. 19. nóvember 1894 á Siglunesi við Siglufjörð, d. 19. febrúar 1962 á Akureyri. Sonur Valdimars og Gígju er Jóhann Friðgeir, óperusöngvari og lögg. fasteignasali í Reykja- vík, f. 12. desember 1967 í Reykjavík, eiginkona hans er Ír- is Björk Viðarsdóttir, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, f. 8. desember 1968 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Valdimar Viktor, við- skiptafræðingur í Svíþjóð, f. 6. júlí 1987 í Reykjavík, maki hans er Ragnhildur Hauksdóttir, læknir í Svíþjóð, f. 31. október 1990 í Reykjavík. 2) Viðar Snær, f. 6. apríl 1997 í Reykjavík. 3) Gígja Björk, f. 17. apríl 2007 í Reykjavík. Valdimar ólst upp á ástríku Minn besti vinur er fallinn frá, faðir minn. Sá allra besti ráðu- nautur og ráðgjafi í öllu sem bar að í dagsins amstri, alla tíð gat ég leitað til hans og borið undir hann hin ýmsu mál allt til lokadags. Lífið hans á seinni árum var ekki auðvelt þar sem hann var með parkinson-sjúkdóm, ásamt öðr- um öldrunarsjúkdómum. Hann var samt alltaf lífsglaður og mjög viljugur að vera með okkur, litlu fjölskyldunni sinni, nánast í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Pabbi naut þess að vera innan um fólk og ræða málin, hann var viskubrunnur og gat rætt við fólk um allt milli himins og jarðar, en alltaf bar hann upp sömu spurn- ingu til allra þeirra sem hann kom að máli við: „Hvaðan ert þú og hverra manna ertu?“ Hann gat setið við tölvuna tímunum saman að grúska í ættfræði sem var hans aðaláhugamál. Pabbi var mikill húmoristi og oft var stutt í grínið hjá honum. Eitt sinn var ég með honum á mannamóti og fín frú spurði mig hversu mörg systkini ég ætti, ég svaraði að bragði að ég væri bara einn, þá sneri pabbi sér við, greip fram í og sagði: „Hvað heldurðu að þú vitir um það drengur!“ Það var mikið um veislur á heimilinu alla tíð, pabbi hafði un- un af því að borða góðan mat og bjóða til sín fjölskyldu og vinum á góðum stundum. Hann var sann- kallaður grillmeistari og með móður mína sér við hlið voru allir vegir færir fyrir honum í mat- seldinni, en hún sá um allt nema að grilla matinn, sem hann sá að sjálfsögðu um og var mjög gaman að standa honum við hlið við grill- ið og spjalla um öll heimsins mál. Hann hafði mjög gott minni og sem dæmi gat ég fyrir nokkrum dögum ómögulega munað eitt eftirnafn á gömlum fjarskyldum ættingja, hringdi ég þá í pabba sem var á Landakoti og spurði hann um eftirnafnið á viðkom- andi, hann svaraði á augabragði án umhugsunar og var með eft- irnafnið á hreinu, þetta var ein- mitt ekta pabbi, hann hafði alltaf svör við öllum spurningum. Hann tók vinnu sína alltaf mjög alvar- lega og þegar forvitnir voru að spyrja hann um atriði varðandi viðskiptavini hans sem þeir vissu að hann var að vinna fyrir, þá þóttist hann aldrei muna neitt og hélt trúnað alla tíð. Nú síðustu árin var oft erfitt að skilja elsku pabba minn, þennan fróða mann, sökum parkinson-sjúkdómsins og alveg sérstaklega ef hann var ekki með tanngóminn uppi í sér, hann var vel meðvitaður um þetta og fannst mér mjög sárt að horfa upp á hann vera farinn að veigra sér við að tala við fólk. Alltaf vildu þau pabbi og mamma koma og fylgja mér hvert sem ég fór um heiminn að syngja og alltaf sagði sá gamli við mig með húmor að „hann“ hefði nú getað sungið þetta betur og svo var slegið upp veislum með hljómsveitarstjórum, umboðs- mönnum og öðrum sem voru í kringum okkur og alltaf krafðist hann þess að fá að borga reikn- inginn, tók ekki annað í mál. Sólargeislar hans og þeirra hjóna voru og eru börnin okkar, Valdimar Viktor, sem ólst mikið til upp á heimili þeirra, Viðar Snær sem kom í heiminn tíu árum síðar og svo Gígja Björk sem rak lestina. Hann elskaði þau alveg út af lífinu og spurði hann alltaf um þau öll daglega með hann lá á sjúkrahúsinu, en sökum Covid gátu þau ekki heimsótt hann. Mikið tómarúm myndast nú í huga mér, innan um ástkærar minningar mínar sem ég mun geyma í hjarta mínu alla tíð um ástríkan föður minn. Elsku pabbi, hvíldu í friði, ég mun passa mömmu og við mun- um hittast seinna. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Jóhann Friðgeir. Í dag kveð ég minn elsku hjart- ans Valda tengdó í hinsta sinn. Ég var einungis 16 ára þegar ég kynntist honum og man ég þann dag enn sem gerst hafi í gær. Há- vær og glaðlyndur að grilla stór- kostlega sumarmáltíð, kjötveisla langt fram á kvöld með öllu til- heyrandi meðlæti sem streymdi út úr eldhúsinu frá Gígju tengda- mömmu. Þannig var Valdi, ein- staklega mikil félagsvera, hafði mikla ánægju af að fá fólk í mat og veislur, svo ég tali nú ekki um að spila brids og félagsvist líka, en hann fór á kostum í hvoru- tveggja og spiluðu hann og Gígja reglulega við systkini hans og maka. Valdi var mjög vel lesinn, manni fannst hann stundum hreinlega vita allt og þegar ég hugsa til baka til tímans fyrir Google þá má eiginlega segja að tengdapabbi hafi verið mitt „Google“, ég gat flett upp í hon- um nánast í hverju sem var og sjaldnast kom maður að tómum kofunum þar. Hann var okkar vizkubrunnur, ráðagóður og skynsamur en umfram allt þá var hann með mjög sterka réttlætis- kennd, hafði ákveðnar skoðanir sem hann fór alls ekki leynt með. Það var á stundum er ég kom inn í forstofuna á Kleifó og heyrði há- vaða innan úr stofu að ég hélt það væru gestir, en svo var ekki, held- ur Valdi á fullu að skammast og rífast með vísifingur á lofti að tala til pólitíkusanna í sjónvarpinu þegar honum var misboðið yfir einhverju sem þar fór fram. Ætt- fræðin var hans helsta áhugamál og minni hans og þekking á heilu ættartrjánum var alveg með ólík- indum, hann var fljótur að kom- ast að tengslum milli fólks á mannamótum og gat iðulega rak- ið skyldleikann langt aftur í tím- ann og já, allir voru jú annað- hvort frændur manns eða frænk- ur. Þegar draga fór af elsku Valda núna seinni árin og parkinson- sjúkdómurinn búinn að taka sinn toll þá kom að góðum notum hans mikli viljastyrkur og seigla sem fleytti honum áfram þegar líkam- inn lét ekki að stjórn. Hann mætti á mannamót þótt fæturnir bæru hann ekki og röddin hlýddi ekki, kom til okkar kvöld eftir kvöld í mat þó að það þyrfti næst- um því að bera hann inn, svo mik- ill var viljinn að hitta fólkið sitt og fá að vera með. Þær eru margar sögurnar, æv- intýrin, gleði- og sorgarstundir sem við áttum saman, en nú er komið að hinstu kveðjustund og kveð ég með virðingu og þakklæti mjög svo mætan mann, elsku tengdapabba minn. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. (Valdimar Briem) Takk fyrir allt, elsku Valdi. Megir þú hvíla í friði. Þín tengda- dóttir, Íris Björk. Elsku Valdi frændi minn er látinn. Hann var elstur fjögurra systkina, þau fæddust öll á 9 ára tímabili. Það er óhætt að segja að það hafi verið einstakur kærleikur og vinskapur á milli systkinanna. Þau hittust og spiluðu reglulega, þá var oft glatt á hjalla. Valdi var sterkur karakter og hafði oft hátt þegar honum lá eitthvað á hjarta. Ættfræði var honum hugleikin og hafði hann gaman af því að fræða nánustu ættmenni um alla sem voru skyldir okkur og oft á tíðum vorum við krakkarnir sannfærð um að allir landsmenn væru náskyldir okkur. Ég var svo heppin að fá að alast upp í faðmi þeirra systkina þar sem móðir mín var mjög ung þegar ég fædd- ist, en ég var mikið hjá ömmu og afa. Valdi var fyrirmynd í mínu lífi og var ég ákveðin í að finna mann sem væri eins flottur og klár og hann. Hann var alltaf til staðar þegar þurfti að hressa upp á kunnáttu mína í bókhaldi og reikningi, það voru ófáar stundir sem hann sat með mér yfir náms- bókunum. Eiginmaður minn og Valdi voru í sömu starfsstétt og voru margar skemmtilegar sam- komur þar sem við vorum saman. Þá fór hann stoltur með mig á milli manna og kynnti litlu frænku sína sem hafði gert hon- um ýmiskonar grikki þegar hann var að fara á stefnumót með henni Gígju sinni. Ein sagan var að hann hafði staðið í langri röð til að ná í bíómiða til að bjóða Gígju að sjá einhverja stórmynd, ég hafði náð í miðana og gæddi mér á þeim með bestu lyst og náði hann hálfétnum miðunum út úr mér og að hans sögn gat hann sannfært miðavörðinn þannig að þau misstu ekki af myndinni. Valdi var mikill fjölskyldumað- ur og var hann stoltur af sínu fólki, sérstaklega var hann stolt- ur þegar nafni hans, Valdimar Viktor, var ráðinn í vinnu hjá Deloitte og ætlaði að feta í fót- spor hans. Elsku Gígja, Jóhann, Íris og fjölskylda. Við Vaddi sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Valda frænda verður minnst með virðingu og söknuði. Þórlaug Ragnarsdóttir. Valdi hefur kvatt okkur og minningarnar koma upp í hug- ann. Valdi var maðurinn hennar Gígju móðursystur minnar, pabbi hans Jóhanns frænda míns og hef ég þekkt hann alla mína ævi. Valdi rifjaði það oft upp að ég hafi byrjað að ganga í fjögurra vikna pössun hjá honum og Gígju sum- arið 1967. Þá fylgdi sögunni að hann hefði aldrei kynnst krakka sem jafn auðvelt var að gefa að borða, en ég grét á milli skeiða því þetta gekk ekki nægilega hratt fyrir sig, svo skellihló hann þegar þetta var rifjað upp. Valdi og Gígja reyndust móður minni einstaklega vel þegar faðir minn veiktist og studdu þau hana og okkur systkinin með ráðum og dáð. Hann sýndi ávallt áhuga á því sem ég var að gera og hvernig mér gengi í lífinu, en Valdi var líka hreinn og beinn í samskipt- um ef honum fannst að eitthvað mætti gera öðruvísi. Síðustu ár reyndust Valda erfið vegna veik- inda og lífsgæðin fóru þverrandi en alltaf var hann jákvæður og engin uppgjöf í hans huga. Ég þakka Valda fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu sem er ómetanlegt. Einn- ig þakka ég fyrir kærleikann, umhyggjuna, samfylgdina og þol- inmæðina. Elsku Gígja, Jóhann, Íris, Valdimar Viktor, Viðar Snær, Gígja Björk og Ragnhild- ur, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ókunnur) Sigríður Þórdís Valtýsdóttir. Það besta í lífinu er fólkið okk- ar, að eiga góða samheldna fjöl- skyldu er ómetanlegt. Valdimar frændi minn var þar fremstur í flokki. Ein af bestu æskuminningum mínum eru samverustundirnar með föðurfjölskyldunni í Hólm- garðinum hjá afa og ömmu. Þar hittumst við alltaf á sunnudögum og enduðum á að horfa á Stund- ina okkar með munninn fullan af súkkulaði. Eftir að afi og amma féllu frá hittumst við stórfjöl- skyldan reglulega og þá var spil- uð félagsvist. Það var alltaf smá stress að spila á móti Valda því maður varð að standa sig. Hann taldi spilin og gat rakið hvað maður hafði sett út í hverjum leik. Síðasta spilaboð var haldið rétt áður en faraldurinn skall á og þar stóð Valdi uppi sem sig- urvegari 86 ára gamall. Skemmtilegu partíin þar sem systkinin komu saman eru einnig eftirminnileg. Þar var sungið hátt, hlegið hátt og talað hátt. Valdi talaði stundum um námstímann sinn í New York sem hefur verið ómetanlegur tími í hans lífi, hann lagði mikið upp úr menntun og hafði mikil áhrif á að ég valdi að fara fyrst í Kvenna- skólann og svo í Verslunarskól- ann sem voru góðar ákvarðanir. Hann fylgdist alltaf vel með sínu fólki, hafði einlægan áhuga á lífi okkar og gaf okkur góð ráð. Valdimar var mikill gæfumað- ur í einkalífinu með Gígju sína sér við hlið. Þau voru glæsileg hjón sem sópaði að. Það var alltaf líf, fjör og tónlist á heimilinu. Einkasonurinn Jóhann var þeirra stolt. Jóhann, Íris og börn- in þeirra hafa hugsað einstaklega vel um Valdimar og Gígju sem bjuggu enn á heimili sínu þrátt fyrir veikindi síðastliðin ár. Nú er komið að kveðjustund, góður frændi, bróðir, eiginmað- ur, tengdapabbi og afi er farinn og skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Hans verður sakn- að. Þóra. Ef eitthvað er öruggt í þessu lífi okkar þá er það dauðinn sjálf- ur að leiðarlokum. En samt, fyrir þá sem eftir lifa, er það svo erfitt að missa ástvin. Valdi hafði verið svo heilsulítill um langt skeið. Síðast þegar ég heimsótti Ísland, í júlí 2019, vorum við saman í fjöl- skylduboði. Og rödd hans var mjög óstyrk, næstum óheyran- leg, þegar hann sagði við mig þessi orð er við kvöddumst: „Já, Hulda mín, þetta er nú í síðasta sinn sem við munum sjást.“ Orð hans komu einsog þruma yfir mig og ég ákvað að ég skyldi sko sanna fyrir honum að hann hefði rangt fyrir sér! En, nei, þetta var einmitt það sem átti eftir að ger- ast. Við sáumst ekki aftur. Valdi var mjög vitur, skarp- skyggn og hafði mikið innsæi. Aldrei hef ég kynnst neinum með víðari þekkingu á íslensku landi og tungu. Ættfræði var hans áhugamál og hann gat rakið ættir manns fram og til baka, í marga ættliði. Hann, og ástkær lífsföru- nautur hans, hún Gígja frænka, voru miðpunktarnir í fjölskyldu- lífinu. Hátíðisdagar, afmæli og veisluhöld voru tíðir viðburðir á Kleifarveginum, þar sem sterk og hljómmikil rödd Valda ríkti yf- ir, með sögum og skörpum at- hugasemdum. Það var gott að þiggja góð ráð frá þeim og hjálp veittu þau án þess að beðið væri um. Það er mikil auðna að hafa átt hann Valda að og ég er inni- lega þakklát fyrir allt sem hann hefur kennt mér og verið mér. Hann mun lifa í okkur sem eftir erum og eigum minningarnar um hann. En hans verður saknað og ég votta elsku Gígju, Jóhanni, Ír- isi og öllum barnabörnunum inni- lega samúð mína. Hulda. Kveðja frá Pricewater- houseCoopers ehf. Valdimar Ólafsson endurskoð- andi starfaði hjá því fyrirtæki sem nú heitir Pricewaterhouse- Coopers ehf. (PwC) frá árinu 1962 óslitið til síðustu aldamóta. Stærstan hluta þess tímabils bar félagið heitið N.Manscher & Co. Valdimar keypti reksturinn ásamt félögum sínum árið 1969 og var eftir það einn af eigendum þess og sat í stjórn frá árinu 1969 til 1998. Hann átti því bæði lang- an og farsælan starfstíma hjá fyrirtækinu. Valdimar féll kannski ekki að þessari hefðbundnu staðalmynd af endurskoðanda. Það gustaði af honum hvert sem hann fór. Hann talaði hátt, lét skoðun sína í ljós og kunni manna best að gleðjast á góðri stund. Þegar undirritaður hóf störf hjá N.Manscher, rúmlega tvítug- ur, í upphafi árs 1988, fékk hann aðstöðu við hliðina á skrifstofu Valdimars. Á þessum tíma voru að eiga sér stað viðamiklar breyt- ingar á skattkerfinu með upp- töku virðisaukaskatts og stað- greiðslu skatta á launatekjur. Valdimar hafði umsjón með stórum hópi viðskiptavina, bæði stórra og smárra, og það var mik- ill lærdómur fyrir ungan mann í viðskiptafræðinámi að heyra ráð- leggingar hans til viðskiptavina því símtölum rigndi yfir hann frá þeim. Þar fékk ungur maður svo sannarlega viðbótarkennslu í skattskilum og það fór ekki milli Valdimar Ólafsson 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.