Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 ✝ Sigurður Ár- mann Sigur- jónsson fæddist á Selfossi 26. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum 27. september 2021. Sigurður var sonur hjónanna Önnu Guðnýjar Hildiþórsdóttur, f. 20.1. 1934, d. 25.6. 2020 og Sigurjóns Óskars Sigurðssonar, f. 8.5. 1927, d. 11.11. 2016. Systkini hans eru Kristín Júlía, f. 25.8. 1953, Aðalsteinn Þormar, f. 30.8. 1955, Anna María, f. 27.9. 1957, d. 2.7. 2002 og Að- ist þá ásamt fjölskyldunni í Hvassaleiti 16. Hann gekk í Hlíðaskóla og þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Tjörnina. Í gegnum tíðina fékkst Sig- urður við störf tengd verslun og þjónustu. Alls konar við- skipti áttu stóran hluta í lífi hans og má segja að þau hafi verið bæði vinnan hans og stærsta áhugamál. Hann ók leigubíl og lét til sín taka í félagsmálum tengt at- vinnubílstjórum. Hann var með- limur í JC-hreyfingunni. Sig- urður hafði alla tíð mikinn áhuga á skák. Sem ungur mað- ur var hann mjög efnilegur og vann til fjölda verðlauna. Síðustu árin og til dánardags starfaði hann á Blindravinnu- stofunni. Útför Sigurðar Ármanns verður í Grensáskirkju 7. októ- ber 2021 kl. 15. alheiður Guðrún, f. 10.5. 1965. Fóst- urdætur hans, dæt- ur Lek Kawep- hanna, fyrrverandi sambýliskonu hans, eru Prisana, f. 11.8. 1986 og Wal- nipha Bo, f. 14.9. 1989, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Wut- hitha, f. 22.11. 1984, þau eiga þrjá syni: Alex- ander, f. 22.4. 2007, Patrick, f. 19.3. 2012 og Richard, f. 6.8. 2015. Sigurður ólst upp til 8 ára aldurs í Drápuhlíðinni en flutt- Ég vil minnast í nokkrum orð- um mágs míns Sigurðar Ár- manns eða Sigga eins og hann var kallaður. Hann ólst upp í Hvassa- leiti 16, elstur fimm systkina. Æskuheimilið var stórt því fyrir utan þau systkinin og foreldrana voru þar búsett um langt árabil tvö gamalmenni austan úr Þykkvabæ. Sveitungar, fjöl- skylda og ættmenni að austan komu við á heimilinu þegar leiðin lá í borgina. Þannig var andinn í þá daga og allir meira en vel- komnir. Í þessum aðstæðum kom í ljós að Siggi sýndi skák mikinn áhuga. Skákfélagið útvegaði hon- um leiðbeinanda, eldri mann, sem kom reglulega inn á heimilið og tefldi við hann. Siggi var oft kom- inn með unna stöðu en maðurinn sá jafnan við honum. Þó kom svo að Siggi vann kallinn sem sagðist þá ekki geta kennt honum meira. Þetta var upphafið að tafl- mennsku Sigga. Hann tók þátt í mótum og þótti mjög efnilegur og vann til verðlauna. Hann sá tafl- borðið og stöðuna fyrir sér. Blindskák var ekkert mál fyrir honum. Hann notaði oft orðtök úr skákinni eins og það er ekkert annað í þessari stöðu eða nú eru bara tveir leikir í stöðunni eða það eru allir leikir vondir í stöð- unni en skákin er ekki töpuð fyrr en hún er töpuð. Það þarf að hugsa vel næsta leik. Skákáhug- inn fylgdi honum alla tíð. Þegar hann var orðinn blindur fann hann leiðir til að tefla við aðra í tölvunni. Hugsanlega sá hann líf- ið og heiminn eins og taflborð. Líf hans var þá eins og skákin, stund- um gekk vel og bjartsýnin var mikil og hann sá tækifærin og greip þau en stundum þrengdi að. Það voru sigrar og það voru ósigrar. Hann fór vel með hvort tveggja. Hann ofmetnaðist ekki af sigrum sínum. Í tengslum við rekstur leigubílastöðvar og leigu- bílaakstur sem hann vann við um tíma fór hann í mannréttindamál tengt félagafrelsi. Hann var ekki sáttur við niðurstöðu íslenskra dómstóla í því máli og fór með mál sitt fyrir Mannréttindadóm- stólinn í Strassborg þar sem hann vann málið sitt. Hugsjóna- maður sem vissi hvað var rétt og fylgdi sannfæringu sinni. Hann gerði þetta ekki til að græða pen- inga heldur þvert á móti snerist þetta um að réttlætinu væri full- nægt og mannréttindi væru í heiðri höfð. Skák og mát. Þetta var unnið tafl sem hann talaði ekki um. Hann sneri sér bara að næstu viðureign. Viðskipti áttu hug hans allan. Hann stofnaði eða átti hlut í ýms- um fyrirtækjum í gegnum tíðina. Hann stóð alla tíð í innflutningi á ýmsum vörum að utan og sótti kaupstefnur og sýningar um all- an heim. Bæði í Evrópu og Asíu. Í einni af ferðum sínum til Taílands kynntist hann Lek Kaweapanna sem fluttist síðar til Íslands árið 2001 ásamt dætrum sínum sem eru Well og Bo. Lek og Siggi slitu samvistum en dæturnar hafa ver- ið honum áfram stoð og stytta í hans lífi sem og afastrákarnir þrír sem hann bar mikinn kær- leika til. Siggi var óvenjulegt eintak af manni. Hann var einstakur. Hann var iðinn, hugurinn síleit- andi að nýjum áskorunum og við- fangsefnum í stöðunni á hverjum tíma. Hann var félagslyndur en samt einfari sem fór sínar eigin leiðir. Upp úr fertugu fór að bera á heilsufarsvanda. Hann lá oft mikið fyrir og þurfti að gangast undir ýmis erfið inngrip. Við hvert inngripið á fætur öðru varð hann í raun læknisfræðilegt kraftaverk. Þrátt fyrir lélega heilsu kvartaði hann ekki og virt- ist aldrei líta á sig sem neinn sjúkling og svo var alveg fram í andlátið. Hann var bjartsýnis- maður og sá sín tækifæri í erfiðri og þröngri stöðu. Hann vísaði lé- legri heilsu frá sér með því að hugsa um innflutning á vörum og viðskiptum og hvað hann gat gert best fyrir fólk í kringum sig. Sið- ast þegar ég heyrði í honum í síma heyrði ég jafnframt að afa- strákurinn hans bað hann að hlusta á sig lesa. Þetta vildi hann láta ganga fyrir og sagðist hringja seinna. Þetta fannst mér gott hjá honum. Ég þakka Sigga mági mínum samfylgdina. Well, Bo, Alexand- er, Patrick og Richard sem og systkinum hans og fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning um góðan dreng lifa. Daníel Heiðar Guðjónsson. Sigurður Á. Sigurjónsson fæddist 26. júní 1952. Hann lést 27. september sl. á gjörgæslu eft- ir dags legu þar. Þetta skyndilega fráfall hans var öllum óvænt, þótt líkamlegt ástand hans gæti brugðist. Var horft til þess að Siggi var á fullu að gera margan viðskiptasamninginn, eins og fram undan væri „að meika það“. Í þessum skrifum langar mig að minnast Sigga með fátæklegum minningarbrotum og byrja ég á skólagöngu hans. Sigurður var góður námsmaður, á stundum var almenn vitneskja Sigga það mikil að námsbækur voru bara notaðar sem uppflettirit. Í grunn- skóla og menntaskóla var hann í skákliðum skólanna og keppti á stórmótum. Á þessum árum var mikið farið á rúntinn, komið við á Bæjarins bestu, þar sem snædd var ein með öllu eða tvær. James Bond og Clint Eastwood voru í uppáhaldi þegar bíó var valið. Þegar skólanámi lauk átti Siggi góð ár, enda heilsuhraustur. Vann t.a.m. hjá Ingvari Helga- syni hf. í nokkur ár. Þá hófst leigubílatímabilið. Hann byrjaði hjá Bifreiðastöð Steindórs og keyrði leigubíl. Þegar Bifreiða- stöðin hætti stofnaði Sigurður Greiðabíla hf. ásamt hópi manna. Honum féll það illa að hann væri neyddur til að greiða félagsgjöld til Frama, sem var félag vörubíl- stjóra. Hann vildi að val væri frjálst. Lok málsins urðu að hann fór með málið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu og þar hafði hann sigur 1993 með góðri hjálp lögfræðinga. Hann stofnaði verslunina Smá- fólk sem lengi var til húsa í Aust- urstræti. Eins og nafnið bendir til var lagerinn með ýmislegt fyrir unga fólkið. Siggi ferðaðist nokkrum sinnum til Taílands. Þar kynntist hann stúlku, henni Leg sem fluttist seinna til Ís- lands, ásamt dóttur sinni Bo. Seinna bættist We í hópinn, en hún er systurdóttir Leg. Siggi greindist með sykursýki snemma á ævinni. Smátt og smátt minnkaði sjónin og nýrun gáfu eftir. Þetta leiddi til þess að hann þurfti að nota nýrnavél. Smám saman fjölgaði ferðum í nýrnavélina, þar til þrír dagar vikunnar voru notaðir. Þeir dag- ar voru Sigga mjög erfiðir. Leitað var eftir nýrnagjafa og hann var heppinn þegar slíkur fannst og nýja nýrað reyndist guðsgjöf í nokkur ár. Það gaf honum mikið frelsi. Hann heimsótti okkur til Húsavíkur í strætó og alltaf var yndislegt að fá hann í heimsókn. Leg þurfti að fara til Taílands og hjálpa ættinni í erfiðleikum og hefur heimkoman dregist. Bo og We hjálpuðu Sigga með heimilis- störfin. Gjafanýrað varð óstarfhæft og þurfti Siggi að leita aftur til nýrnavélarinnar. Síðustu ár hefur Siggi unnið hjá Blindrafélaginu og dásamaði alla starfsmenn þar, bæði yfir- menn og þá, sem voru með hon- um á plani, eins og hann orðaði það. Siggi var skemmtilegur og mikill húmoristi, þótt oft væri á brattann að sækja heilsufarlega. Vinátta okkar Sigga nær til æskuára og aldrei komu hnökrar á þá vináttu og ég tel mig heppinn að eignast slíkan vin. Ég sendi fjölskyldu Sigga innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur B. Guðjónsson. Sigurður Ármann Sigurjónsson Það er ekki langt síðan við Páll hittumst. Þá leit ég til hans sl. haust með handrit og sá strax að farið var að sverfa að Páll Magnússon ✝ Páll Magn- ússon fæddist 26. október 1952. Hann lést 29. sept- ember 2021. Útförin fór fram 6. október 2021. honum, svo ekki kom dánarfregnin alveg á óvart. En við höfðum unnið saman í fjórðung aldar eftir að Barnageðdeild var stofnuð 1970 og nafni minn var þá nýkominn úr sál- fræðinámi í Frakk- landi og ég hafði þá nýlokið námi í nýrri sérgrein, barnageðlækn- ingum, fyrstur Íslendinga. Þá var það næsta mikilvægt að fá sem best lið til aðstoðar og var Páll einn af þeim sem komu sér best. Okkur féll samvinnan prýði- lega og er ekki síst minnisstætt hversu vel Páli tókst vel með allt sem fyrir hann var lagt, ekki síst með þjónustu við ein- hverfu og ADHD. Stofnaði hann til samvinnuhópa um hvort tveggja auk þess sem hann tók að sér þjónustu við fjölskyldur á þessum sviðum. Reyndist hann ávallt einstak- lega vel við þær fjölskyldur sem eignuðust börn með slíka skavanka, bæði með dagmeð- ferð og fjölskyldumeðferð. Margs konar vandkvæði þurfti að leysa, m.a. þegar ákveðið var með tímanum að flytja þjónustu við einhverfa frá BUGL til Greiningarstöðvar ríkisins. Páll reyndist Greiningarstöð- inni ekki síst vel við þá breyt- ingu. Þá hafði Páll stundað fjöl- breyttar rannsóknir, sem leiddu m.a. í ljós hversu miklu algeng- ari einhverfutruflanir voru en áður hafði verið talið. En hvað sem Páll tók sér fyrir hendur reyndist hann geta leyst vand- kvæði barnanna með ágætum. Við nafnarnir tókum m.a. þýðingu úr ensku greiningar- kvarða Rutters og litum þá um leið inn hjá fjölskyldu Páls í Lundúnum, en Magnús, faðir hans, hafði þá sest þar að. Ástæða er líka til að minnast þess, að Páll eignaðist merka eiginkonu, Margréti Vallý Jó- hannsdóttur fóstru, sem hafði unnið merk stjórnunarstörf á sínu sviði, en hún lést löngu á undan Páli. Að lokum langar mig að votta fjölskyldu Páls innilega samúð. Páll Ásgeirsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALGEIR INGVARSSON garðyrkjumaður, Borgarheiði 41, Hveragerði, lést 2. október á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 8. október klukkan 14. Lilja Guðmundsdóttir Símon Arnar Pálsson Guðrún Guðmundsdóttir Össur Emil Friðgeirsson Björn Guðmundsson Sigríður Magnúsdóttir afabörn og langafabörn Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær móðir okkar, ÓLÖF INGA KLEMENSDÓTTIR, Naustabryggju 15, lést föstudaginn 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn og Hrafnhildur Inga Halldórsdætur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát okkar ástkæra GUNNARS RÚNARS KRISTJÁNSSONAR á Akri. Jóhanna Erla Pálmadóttir Guðný Björnsdóttir Helga Gunnarsdóttir Pálmi Gunnarsson Þuríður Hermannsdóttir Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, ÞÓRA GUÐNADÓTTIR, áður til heimilis í Sólheimum 25, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 5. október. Útför hennar verður auglýst síðar. Gerður Guðnadóttir Bjarni Guðnason Jónína M. Guðnadóttir Sveinn Snæland og frændfólk Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, HEIÐBJÖRT ERLA ÁRNADÓTTIR, Þórðarsveig 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 11. október klukkan 13. Magnús Magnússon Tuna Hauge Sigrún Gísladóttir Flosi Jónsson Jóhannes Helgi Gíslason barnabörn og systkini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.