Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 47
Hér er mögulega um að ræða besta (og hættulegasta) góðgæti allra tíma
því það eru nákvæmlega engar líkur á að hægt sé að fá sér bara eitt eða
tvö í einu. Við erum að tala um súkkulaðihúðuð jarðarber en um er að
ræða þurrkuð jarðarber sem búið er að húða með lúxusmjólkursúkku-
laði. Hægt er að borða þau beint upp úr pokanum eða nota sem köku-
skraut, partísnarl eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Jarðarberin
koma í endurlokanlegum pokum og ef marka má búðarhillurnar þegar
útsendara matarvefs mbl bar að garði er ljóst að þjóðin elskar
súkkulaðihúðuð jarðarber (en það var nú reyndar löngu vitað). Fram-
leiðandi er Til hamingju og ættu jarðarberin að vera fáanleg í flestum
verslunum.
Súkkulaðihúðuð
jarðarber í verslanir
Hættulega
gott Það er
fátt sem topp-
ar súkkulaði-
húðuð jarðar-
ber
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ostaveisla Hér getur að líta æðislega smart og bragðgóðan rétt
sem passar á öll veisluborð.
Bökuð ostaflétta
2 x Dala Auður
4 x smjördeigsplötur (keyptar frosn-
ar)
3 msk. fíkjusulta
120 g pekanhnetur
3 msk. púðursykur
3 msk. síróp
½ tsk. cayenne-pipar
Egg til penslunar
Ferskar fíkjur
Afþíðið smjördeigsplöturnar, rað-
ið tveimur saman hlið við hlið langs-
um og næstu tveimur í beinni línu
þar fyrir ofan og klemmið saman
samskeytin.
Sjóðið saman púðursykur, síróp
og pipar í um 5 mínútur, saxið pek-
anhneturnar gróft á meðan og hellið
þeim síðan saman við og hjúpið vel.
Takið af hellunni og hrærið áfram
þar til þær hafa drukkið sykur-
bráðina í sig og sykurhjúpurinn fer
að storkna, geymið.
Smyrjið miðjuna á smjördeiginu
með fíkjusultu og skerið um 2 cm
breiðar ræmur skáhallt niður sitt
hvorum megin við miðjuna (til að
vefja yfir góðgætið í lokin).
Skerið ostana niður í litla bita og
hrúgið yfir sultuna ásamt pekan-
hnetunum (geymið smá af hnetum
til skrauts).
Pískið eggið og vefjið smjördeigs-
ræmunum yfir miðjuna og penslið í
framhaldinu (þá festast þær betur
saman).
Bakið í 200° heitum ofni í 20 mín-
útur eða þar til smjördeigið er orðið
vel gyllt.
Skerið ferskar fíkjur niður og rað-
ið ofan á ostafléttuna ásamt restinni
af pekanhnetunum.
Undurfögur ostaflétta
Það er kominn október sem þýðir að Ostóber sem helgaður er ostum er í garð
genginn. Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is galdrar hér fram glæsilega osta-
fléttu sem ætti að slá í gegn á hvaða veisluborði sem er enda ákaflega fagur
réttur – svo ekki sé minnst á hve bragðgóður hann er.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Merkilega einfalt Ostafléttan er sáraeinföld
í samsetningu eins og sést hér.
Árlega er birtur listi yfir fimmtíu
bestu veitingastaði heims og er til
mikils að vinna enda ekki amalegt
að komast í þennan hóp úrvalsveit-
ingastaða. Ljóst er að Danir bera
höfuð og herðar yfir aðra en efstu
tveir veitingastaðirnir á listanum
eru danskir og báðir í Kaupmanna-
höfn.
Annars vegar er það hinn víð-
frægi veitingastaður Noma sem
René Redzepi á heiðurinn af og
hins vegar Geranium, sem mögu-
lega hefur farið minna fyrir í fjöl-
miðlum. Geranium hlaut sína þriðju
Michelin-stjörnu árið 2016 en mað-
urinn sem öllu stýrir í eldhúsinu er
Rasmus Kofoed sem jafnframt er
eini kokkurinn sem unnið hefur
gull, silfur og brons í Bocuse d’Or.
Tveir aðrir skandinavískir veit-
ingastaðir eru á listanum. Hinn
sænski Frantzen í sjötta sæti og
norski staðurinn Maaemo í því fer-
tugasta og sjöunda. Athygli vekur
að á topp tíu listanum eru tveir
danskir staðir, tveir spænskir og
tveir frá Perú.
Efstu tíu staðirnir
Noma - Danmörk
Geranium - Danmörk
Asador Etxebarri - Spánn
Central - Perú
Disfrutar - Spánn
Frantzén - Svíþjóð
Maido - Perú
Odette - Singapúr
Pujol - Mexíkó
The Chairman - Hong Kong
Ljósmynd/Noma
Framúrskarandi Veitingastaðurinn Noma hefur verið í fremstu röð í fjölda ára.
Danir eiga tvö bestu
veitingahús veraldar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel
Sími 555 3100 www.donna.is
Góð á erlendum
ferðalögum,
í flugvélum og
á flugvöllum
10 stk. verð
kr. 720
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
NISSAN - QASHQAI ACENTA 2WD – RN. 191867.
Nýskráður 2/2016, ekinn 76 þ.km., dísel,
steingrár, sjálfskiptur, krókur, stöðugleikakerfi,
þakbogar, hraðastillir, bakkmyndavél, bluetooth.
Verð 2.790.000 kr.
MERCEDES-BENZ - GLE 300 D 4MATIC
RN. 153623. Nýskráður 2/2020, ekinn 60 þ.km.,
dísel, grár, sjálfskiptur, 9 gírar, hraðastillir,
fjarlægðarskynjarar, bluetooth, 360° myndavél o.fl.
Verð 11.990.000 kr.
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
HONDA - CR-V EXECUTIVE – RN. 340579
Nýskráður 2/2012, ekinn 150 þ.km., bensín,
ljósgrár, sjálfskipting, stöðugleikakerfi, þakbogar,
leðuráklæði, hraðastillir, nálægðarskynjarar.
Verð 1.990.000 kr.
MITSUBISHI - OUTLANDER – RN. 340565
Nýskráður 5/2019, ekinn 77 þ.km., bensín/
rafmagn, svartur, sjálfskiptur, krókur, hraðastillir,
glertopplúga, bluetooth, litað gler, leðuráklæði.
Verð 4.500.000 kr.