Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 47
Hér er mögulega um að ræða besta (og hættulegasta) góðgæti allra tíma því það eru nákvæmlega engar líkur á að hægt sé að fá sér bara eitt eða tvö í einu. Við erum að tala um súkkulaðihúðuð jarðarber en um er að ræða þurrkuð jarðarber sem búið er að húða með lúxusmjólkursúkku- laði. Hægt er að borða þau beint upp úr pokanum eða nota sem köku- skraut, partísnarl eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Jarðarberin koma í endurlokanlegum pokum og ef marka má búðarhillurnar þegar útsendara matarvefs mbl bar að garði er ljóst að þjóðin elskar súkkulaðihúðuð jarðarber (en það var nú reyndar löngu vitað). Fram- leiðandi er Til hamingju og ættu jarðarberin að vera fáanleg í flestum verslunum. Súkkulaðihúðuð jarðarber í verslanir Hættulega gott Það er fátt sem topp- ar súkkulaði- húðuð jarðar- ber Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Ostaveisla Hér getur að líta æðislega smart og bragðgóðan rétt sem passar á öll veisluborð. Bökuð ostaflétta 2 x Dala Auður 4 x smjördeigsplötur (keyptar frosn- ar) 3 msk. fíkjusulta 120 g pekanhnetur 3 msk. púðursykur 3 msk. síróp ½ tsk. cayenne-pipar Egg til penslunar Ferskar fíkjur Afþíðið smjördeigsplöturnar, rað- ið tveimur saman hlið við hlið langs- um og næstu tveimur í beinni línu þar fyrir ofan og klemmið saman samskeytin. Sjóðið saman púðursykur, síróp og pipar í um 5 mínútur, saxið pek- anhneturnar gróft á meðan og hellið þeim síðan saman við og hjúpið vel. Takið af hellunni og hrærið áfram þar til þær hafa drukkið sykur- bráðina í sig og sykurhjúpurinn fer að storkna, geymið. Smyrjið miðjuna á smjördeiginu með fíkjusultu og skerið um 2 cm breiðar ræmur skáhallt niður sitt hvorum megin við miðjuna (til að vefja yfir góðgætið í lokin). Skerið ostana niður í litla bita og hrúgið yfir sultuna ásamt pekan- hnetunum (geymið smá af hnetum til skrauts). Pískið eggið og vefjið smjördeigs- ræmunum yfir miðjuna og penslið í framhaldinu (þá festast þær betur saman). Bakið í 200° heitum ofni í 20 mín- útur eða þar til smjördeigið er orðið vel gyllt. Skerið ferskar fíkjur niður og rað- ið ofan á ostafléttuna ásamt restinni af pekanhnetunum. Undurfögur ostaflétta Það er kominn október sem þýðir að Ostóber sem helgaður er ostum er í garð genginn. Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is galdrar hér fram glæsilega osta- fléttu sem ætti að slá í gegn á hvaða veisluborði sem er enda ákaflega fagur réttur – svo ekki sé minnst á hve bragðgóður hann er. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Merkilega einfalt Ostafléttan er sáraeinföld í samsetningu eins og sést hér. Árlega er birtur listi yfir fimmtíu bestu veitingastaði heims og er til mikils að vinna enda ekki amalegt að komast í þennan hóp úrvalsveit- ingastaða. Ljóst er að Danir bera höfuð og herðar yfir aðra en efstu tveir veitingastaðirnir á listanum eru danskir og báðir í Kaupmanna- höfn. Annars vegar er það hinn víð- frægi veitingastaður Noma sem René Redzepi á heiðurinn af og hins vegar Geranium, sem mögu- lega hefur farið minna fyrir í fjöl- miðlum. Geranium hlaut sína þriðju Michelin-stjörnu árið 2016 en mað- urinn sem öllu stýrir í eldhúsinu er Rasmus Kofoed sem jafnframt er eini kokkurinn sem unnið hefur gull, silfur og brons í Bocuse d’Or. Tveir aðrir skandinavískir veit- ingastaðir eru á listanum. Hinn sænski Frantzen í sjötta sæti og norski staðurinn Maaemo í því fer- tugasta og sjöunda. Athygli vekur að á topp tíu listanum eru tveir danskir staðir, tveir spænskir og tveir frá Perú. Efstu tíu staðirnir Noma - Danmörk Geranium - Danmörk Asador Etxebarri - Spánn Central - Perú Disfrutar - Spánn Frantzén - Svíþjóð Maido - Perú Odette - Singapúr Pujol - Mexíkó The Chairman - Hong Kong Ljósmynd/Noma Framúrskarandi Veitingastaðurinn Noma hefur verið í fremstu röð í fjölda ára. Danir eiga tvö bestu veitingahús veraldar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is Góð á erlendum ferðalögum, í flugvélum og á flugvöllum 10 stk. verð kr. 720 C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma NISSAN - QASHQAI ACENTA 2WD – RN. 191867. Nýskráður 2/2016, ekinn 76 þ.km., dísel, steingrár, sjálfskiptur, krókur, stöðugleikakerfi, þakbogar, hraðastillir, bakkmyndavél, bluetooth. Verð 2.790.000 kr. MERCEDES-BENZ - GLE 300 D 4MATIC RN. 153623. Nýskráður 2/2020, ekinn 60 þ.km., dísel, grár, sjálfskiptur, 9 gírar, hraðastillir, fjarlægðarskynjarar, bluetooth, 360° myndavél o.fl. Verð 11.990.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is HONDA - CR-V EXECUTIVE – RN. 340579 Nýskráður 2/2012, ekinn 150 þ.km., bensín, ljósgrár, sjálfskipting, stöðugleikakerfi, þakbogar, leðuráklæði, hraðastillir, nálægðarskynjarar. Verð 1.990.000 kr. MITSUBISHI - OUTLANDER – RN. 340565 Nýskráður 5/2019, ekinn 77 þ.km., bensín/ rafmagn, svartur, sjálfskiptur, krókur, hraðastillir, glertopplúga, bluetooth, litað gler, leðuráklæði. Verð 4.500.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.