Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 53
ÍÞRÓTTIR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Emil Hallfreðsson er að hefja sitt
tólfta tímabil í röð og það fjórtánda
samtals í ítölsku knattspyrnunni en
hann hefur samið við C-deildarliðið
Virtus Verona um að leika með því
út þetta tímabil. Emil hefur leikið á
Ítalíu frá 2007, að einu tímabili und-
anskildu þar sem hann hefur verið
átta ár í A-deildinni, tvö í B-
deildinni og þrjú í C-deildinni. Með-
al annars var hann í sex ár með
Hellas Verona í sömu borg og lék
með liðinu í öllum þremur deild-
unum og er því kominn á gamal-
kunnar slóðir.
Fjórtándi vetur
Emils á Ítalíu
Morgunblaðið/Eggert
Ítalía Virtus Verona er sjötta
ítalska liðið sem Emil leikur með.
Hafdís Renötudóttir, landsliðs-
markvörður í handknattleik úr
Fram, meiddist á æfingu landsliðs-
ins í Svíþjóð í gærmorgun. Saga Sif
Gísladóttir, markvörður úr Val, var
strax kölluð inn í hópinn og fór til
Svíþjóðar í gær. Hún verður til taks
ef Hafdís verður ekki leikfær í dag
þegar Ísland og Svíþjóð mætast í
fyrsta leik liðanna í undankeppni
Evrópumótsins í Eskilstuna. Serbar
unnu Tyrki 36:27 í fyrsta leiknum í
sama riðli í gær en Ísland mætir
Serbíu á Ásvöllum í Hafnarfirði á
sunnudaginn.
Óvíst hvort Haf-
dís verður með
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meiddist Óvíst er hvort Hafdís
Renötudóttir verður með í dag.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í
körfuknattleik og fyrirliði Hauka,
segir að Haukar mæti þremur mjög
öflugum liðum í riðlakeppni Evrópu-
bikarsins í körfuknattleik. Haukar
eru í L-riðli og mæta þar frönsku lið-
unum Villeneuve d‘Ascq og Tarbes
og tékkneska liðinu Brno.
„Við fengum tvö sterk frönsk lið og
eitt gott tékkneskt lið. Við mætum
liðum sem eru 100% atvinnumannalið
þótt okkar lið sé ekki alveg byggt upp
þannig. Flestar hjá okkur eru í skóla
eða vinnu og þótt maður vilji helst
ekki kalla körfuboltann áhugamál þá
er það nánast þannig í samanburði
við erlend félög sem eru í Evrópu-
keppni. Við gerðum vel með því að
komast inn í riðlakeppnina og við
hlökkum mjög til að fara á stærra
svið,“ sagði Helena við Morgunblaðið.
Helena hefur umtalsverða reynslu
af því að spila Evrópuleiki. Hún fór
alla leið í undanúrslit sterkustu Evr-
ópukeppninnar, EuroLeague, með
Good Angels Kosice frá Slóvakíu.
Spurð hvernig frönsku liðin hafi verið
í gegnum tíðina segir hún að Frakkar
eigi iðulega mörg lið í Evrópukeppn-
um. „Mörg frönsk lið taka þátt í
Euroleague og EuroCup. Metnaður-
inn er mikill hjá frönskum liðum og
kvennakarfan er nokkuð hátt skrifuð.
Sem dæmi þá á Tony Parker [fjór-
faldur NBA-meistari] eitt lið í Frakk-
landi. Þegar hann setti slatta af pen-
ingum í kvennaliðið þá þurftu önnur
félög að halda í við hann. Frönsku lið-
in eru því mjög góð og franska lands-
liðið eitt það fremsta í Evrópu. Í lið-
unum eru svo einnig bandarískir
leikmenn.“
Þekkir til Brno
Helena hefur spilað á móti tékk-
neska liðinu Brno. „Ég hef spilað
nokkrum sinnum á móti Brno. Eitt lið
frá Tékklandi er í Euroleague en það
er CSKA Prag. Þær eru langbestar í
Tékklandi en Brno hefur verið næst-
besta liðið. Þetta er flott félag og
tékkneska landsliðið er gott lið. Það
verður verðugt verkefni að mæta
þessu liði.
Við í Haukum erum með hávaxið
lið á íslenskan mælikvarða. Nú mun-
um við mæta liðum sem eru með
eina, tvær eða jafnvel þrjár sem eru
yfir 1,90 metra. Þessi lið eru ábyggi-
lega með hávaxna miðherja, hreyf-
anlega framherja og mjög sterka
leikstjórnendur. Við erum ekki kom-
in langt í þeirri vinnu að stúdera
þessa andstæðinga því við eigum eft-
ir að spila tvo leiki hérna heima áður
en að þessu kemur. Það er því nóg að
gera. Auðvitað verðum við að gera út
á okkar styrkleika. Við erum með
stelpur sem geta hlaupið völlinn vel
og erum með frábæran leikstjórn-
anda. Svo verðum við stóru stelp-
urnar að reyna okkar besta inni í
teig,“ útskýrði Helena.
Fann ekki fyrir spennunni
Haukar slógu út portúgalska liðið
Uniao Sportiva í tveimur leikjum á
leið sinni í úrslitaleikinn. Um leið
unnu Haukar fyrsta sigur íslensks
kvennaliðs í Evrópukeppni í körfu-
knattleik. Eftir mikla spennu í síðari
leiknum ytra gerði Helena gæfumun-
inn á lokamínútunum. Þá skoraði hún
nokkrar þriggja stiga körfur og alls
32 stig.
„Þetta var ótrúlega sætt. Ég hafði
ekki leyft mér að hugsa lengra en
fram að síðari leiknum gegn Uniao
Sportiva. Ég var eiginlega svolítinn
tíma að meðtaka að við hefðum slegið
þær út og værum komnar áfram.
Það fór svolítið um mann þegar lít-
ið var eftir og þær settu niður tvo
þrista í röð. Það var ógeðslega mikill
raki og hiti í höllinni en mér fannst
við gera ótrúlega vel eftir glataða
byrjun. Okkur tókst að halda haus og
spennan var vissulega mikil undir lok
leiksins. Ég finn ekki fyrir því sjálf
þegar ég er inni á en eftir að hafa tal-
að við stelpurnar á bekknum og
stjórnarmennina sem voru í stúkunni
skilst mér að spennan hafi verið ansi
mikil.“
Hafa náð í tvo bikara
Ýmislegt er óvenjulegt í upphafi
keppnistímabilsins í þetta sinn. Bik-
arkeppninni 2020-2021 var frestað
síðasta vetur vegna heimsfaraldurs-
ins. Í upphafi tímabilsins hafa Hauk-
ar því spilað bikarkeppnina, þar með
talið bikarúrslitaleik, leik í Meistara-
keppni KKÍ og tvo Evrópuleiki.
Haukar unnu bæði Meistarakeppn-
ina og bikarkeppnina. Hefur Helena
einhvern tíma á sínum ferli upplifað
jafn líflega byrjun í upphafi keppnis-
tímabils?
„Nei, október er rétt að byrja og
maður er búinn að spila um tvo bik-
ara og fullt af öðrum leikjum. Manni
finnst einmitt ekkert sérstaklega
langt síðan síðasta Íslandsmóti lauk.
Þetta er voða fínt. Þegar maður er
orðinn svona gamall nennir maður
ekki að æfa alltof mikið og finnst
skemmtilegra að spila leikina. Ég
kvarta ekki yfir því. Það er nóg að
gera og maður þarf að fara vel með
líkamann þessa dagana,“ sagði Hel-
ena Sverrisdóttir þegar Morgun-
blaðið ræddi við hana.
Þrír öflugir mótherjar
- Helena Sverrisdóttir segir að bæði frönsku liðin sem Haukar mæta séu
geysilega sterk og tékkneska liðið mjög gott - Ótrúlega sætt að komast áfram
Morgunblaðið/Eggert
Haukar Helena Sverrisdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir í hörðum slag
gegn Uniao Sportiva í fyrri leik liðanna sem fór fram á Ásvöllum.
Haukar leika sex leiki í L-riðli Evrópubikars kvenna en þar leika fjögur lið
um eitt sæti í aðalkeppninni.
14. október: Haukar – Villeneuve d’Ascq á Ásvöllum.
20. október: Tarbes – Haukar í Frakklandi.
28. október: Haukar – Brno á Ásvöllum.
3. nóvember: Villeneuve d’Ascq – Haukar í Frakklandi.
25. nóvember: Haukar – Tarbes á Ásvöllum.
1. desember: Brno – Haukar í Tékklandi
Leikir Hauka í Evrópubikarnum
Í íþróttum er stundum talað um
að hlutirnir jafnist út þegar kemur
að ákvörðunum þeirra sem ann-
ast dómgæsluna. Í boltagreinum
komi lið vel út úr vafaatriðum í
einum leik og illa út í öðrum leik.
Kannski mætti segja að hlut-
irnir hafi jafnast út hjá Víkingum á
KR-vellinum. Í fyrra urðu þeir fyrir
barðinu á leikaraskap í fyrstu
brottvísun af þremur í leik á móti
KR. Um síðustu helgi sluppu þeir
hins vegar afskaplega vel gegn
Vestra í undanúrslitum bikarsins.
Víkingurinn Pablo Punyed tók
mikla áhættu þegar hann felldi
Nicolaj Madsen hjá Vestra í eigin
vítateig í fyrri hálfleik. Þar sem
brotið var viljandi þá hefði mögu-
lega rautt spjald fylgt vítaspyrnu-
dómi. Í tilfelli sem þessu eru augu
dómarans, Egils Arnars, vænt-
anlega á boltanum og fyrirgjöf-
inni. Varadómarinn, Helgi Mikael,
ætti líklega að fylgjast með vítat-
eignum. Sá hinn samdi og dæmdi
hasarinn hjá Víkingi og KR í fyrra.
Hann þyrfti vitaskuld að sjá brotið
hjá Pablo 100% til að taka
ákvörðunina.
Ekkert var dæmt og óheiðar-
leiki Pablos borgaði sig í þessu til-
felli. Vonandi voru ekki of margir
ungir iðkendur að fylgjast með
leiknum. Atviki sem þessu má
draga lærdóm af enda mikilvægi
leiksins geysilegt.
Fyrir ári voru leikmenn Víkings
brjálaðir út í Pablo, þáverandi
leikmann KR, á þessum sama
velli. Sögðu hann hafa fiskað fyr-
irliða Víkings, Sölva Geir, út af.
Réttlætiskennd getur breyst á
rúmu ári því leikmenn Víkings
hafa ekki gagnrýnt Pablo eftir
þennan leik svo ég viti til.
Hér er sjálfsagt að taka fram að
pistlahöfundur lék með þeim lið-
um sem sameinuðust í Vestra og
telst því kenghlutdrægur.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Alfreð Elías Jó-
hannsson var í
gær ráðinn þjálf-
ari karlaliðs
Grindavíkur í
knattspyrnu en
hann tekur við
liðinu af Sigur-
birni Hreiðars-
syni sem hefur
stjórnað því und-
anfarin tvö tíma-
bil.
Alfreð er 45 ára gamall Grindvík-
ingur og lék sjálfur með liðinu á ár-
unum 2002 til 2005 en hefur þjálfað
samfleytt frá 2010. Fyrst karlalið
BÍ/Bolungarvíkur, þá karlalið Æg-
is í fimm ár og var svo aðstoðar-
þjálfari karlaliðs ÍBV. Undanfarin
fimm tímabil hefur Alfreð þjálfað
kvennalið Selfyssinga og náði í
fyrsta stóra titilinn í sögu þess þeg-
ar það varð bikarmeistari árið
2019.
Grindvíkingar hafa leikið í 1.
deild undanfarin tvö ár og enduðu í
sjöunda sæti á nýliðnu tímabili.
Alfreð tekur
við Grindavík
Alfreð Elías
Jóhannsson
Subway-deild kvenna
Fjölnir – Breiðablik.............................. 75:71
Keflavík – Skallagrímur ...................... 80:66
Grindavík – Valur ................................. 69:94
Haukar – Njarðvík............................. (21:29)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
4"5'*2)0-#
„Við erum samkeppnishæft lið og munum koma
inn í mótið undir þeirri pressu að vera eitt af sig-
urstranglegustu liðunum. Ég tel það vera gott
fyrir Njarðvík eftir síðasta tímabil þar sem þeim
gekk ekki nægilega vel,“ segir argentínski körfu-
boltamaðurinn Nicolás Richotti sem útlit er fyrir
að verði í lykilhlutverki hjá Njarðvíkingum á Ís-
landsmóti karla í körfuknattleik í vetur.
Njarðvíkingar sluppu naumlega við fall síðasta
vetur en mæta nú með gjörbreytt og öflugt lið til
leiks og taka á móti Íslandsmeisturum Þórs frá
Þorlákshöfn í fyrstu umferð Subway-deildarinnar,
eins og úrvaldsdeild karla nefnist í vetur, í Ljóna-
gryfjunni kl. 18.15 í kvöld. Richotti á glæsilegan
feril að baki með Tenerife í spænska körfubolt-
anum og hefur unnið bæði Meistaradeild FIBA og
heimsmeistaramót félagsliða með liðinu en þar
var hann fyrirliði um árabil.
Richotti hóf tímabilið með Njarðvík á bikar-
meistaratitli á dögunum en samkvæmt spá félag-
anna í deildinni er Njarðvík, undir stjórn hins
þrautreynda Benedikts Guðmundssonar, líkleg-
asta liðið til að vinna deildina í vetur.
„Hingað til hefur þetta verið stórkostlegt. Við
höfum þegar fengið tækifæri til og unnið einn bik-
ar og það er línan sem við viljum halda. Við viljum
halda áfram á þeirri braut,“ sagði Richotti við
Morgunblaðið en viðtalið við hann í heild sinni er
að finna á íþróttavef mbl.is.
Íslandsmeistararnir úr Þorlákshöfn eru með
gjörbreytt lið frá því í fyrra þegar þeir slógu eft-
irminnilega í gegn og hefur nú verið spáð sætum
um eða fyrir neðan miðja deild. Keflvíkingum er
spáð toppbaráttu með Njarðvík og þeir byrja
tímabilið vestur á Ísafirði í kvöld þar sem þeir
mæta nýliðum Vestra.
KR-ingar, sem spáð er sæti í neðri hlutanum í
vetur, taka á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld og
Stjarnan fær ÍR í heimsókn.
Við mætum til leiks undir pressu