Morgunblaðið - 07.10.2021, Síða 55

Morgunblaðið - 07.10.2021, Síða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 V ersta manneskja í heimi er þroskasaga ungrar konu sögð í tólf köflum og er lokamynd norska leikstjórans Joachim Trier í Óslóar-þríleik hans, á eftir End- urheimt (2006) og Ósló, 31. ágúst (2011). Aðalsögu- persónan, Julie (Renate Reinsve), er kona á þrí- tugsaldri sem skiptir reglulega um starf og maka. Þegar áhorfendur kynnast Julie fyrst er hún læknanemi því þar telur hún að gáfur sínar séu best nýttar. Síðan fær hún hugljómun og skiptir yfir í sálfræði sem hún útskýrir fyrir móður sinni að sé vegna þess að áhugi hennar liggi frekar á hinu huglæga. Áður en áhorfendur vita af eru þeir aftur mættir í stofuna hjá móðurinni þar sem Julie útskýrir að hún verði að setja sálfræðibækurnar á hilluna vegna nýlegrar ástríðu sinnar fyrir ljós- myndun. Sama á við um karlmennina í lífi hennar, þegar Julie skiptir um gír þá skilur hún þá eftir. Í upphafsatriðinu kynnir Joachim Trier stef kvikmyndarinnar fyrir áhorfendum. Julie stendur á svölunum í baklausum svörtum kokteilkjól og allur fókusinn er á henni. Í bakgrunni glittir í borgina sem fellur í skugga Julie og er út úr fókus. Heimurinn bíður við fætur hennar, hún er ung og tækifærin eru endalaus. Hins vegar getur mörg- um möguleikum fylgt valkvíði og verið erfiðara að skuldbinda sig. Ef valmöguleikarnir eru endalaus- ir hvernig er hægt að vera viss um að hafa valið rétt og hvenær er kominn tími til þess að ákveða sig? Julie stendur frammi fyrir þessum stóru spurningum og vísar titillinn, „versta manneskja í heimi“, í það hvernig Julie refsar sér fyrir þær röngu ákvarðanir sem hún tekur, þótt það séu ein- mitt þær sem geri hana mannlega. Myndin er samansafn augnablika í lífi Julie þar sem hún fetar sín fyrstu spor sem fullorðinn ein- staklingur. Kaflarnir tólf eru mislangir og eiga áhorfendur þar af leiðandi erfitt með að átta sig á tímanum rétt eins og Julie sem virðist vera í kapp- hlaupi við hann. Í einu atriði stoppar tíminn og Ju- lie hleypur í gegnum borgina þar sem fólkið stend- ur kyrrt í sinni stöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem tíminn bíður eftir henni en ekki öfugt og hún hefur aldrei verið hamingjusamari. Þar fær Julie að upplifa sína helstu fantasíu, þ.e.a.s. val án afleið- inga. Eina langtímasamband Julie er með farsæla grafíska skáldsagnahöfundinum Aksel (Anders Danielsen Lie) sem er 15 árum eldri en hún. Aksel er þekktur fyrir grófar kynferðislegar teikni- myndasögur sínar sem ný kynslóð femínista gagn- rýnir hann harðlega fyrir, en þetta er ekki í eina skiptið sem Trier hleypir nútímanum inn í myndina. Julie skrifar pistil sem ber nafnið „Munnmök á tímum #MeToo“ en þar notar Trier kvikmynda- formið til að sýna hvernig samfélagsmiðlar taka virkan þátt í að móta samfélagið. Í samböndunum í myndinni birtast einnig ýmis sér nútímaleg vandamál, eins og t.d. hversu langt á par að ganga í umhverfismálum, spurningin hvort réttlætanlegt sé að fæða barn inn í heiminn og hvort konur séu að gangast við úreltum hugmyndum um kynin með því að verða mæður? Í myndinni þrýstir Aksel á Julie að stofna fjöl- skyldu með honum en hún telur sig ekki vera til- búna til þess og þegar Aksel spyr hana hver ástæðan sé getur hún engu svarað. Raunverulega ástæðan er sú að móðurhlutverkið ógnar Julie, hún er hrædd við það að móðurhlutverkið verði að eina tilgangi hennar í lífinu. Þennan ótta sýnir Trier listilega í myndinni með kómískri mynd- fléttu þar sem teknar eru saman myndir for- mæðra Julie þar sem þær líta hver annarri verr út og tekið er fram hversu mörg börn þær eigi. Hægt er að færa rök fyrir því að Trier gagnrýni þá úr- eltu hugmynd að barnlaus kona verði aldrei heil með því að segja sögu ungrar konu sem horfist í augu við framtíð sína sem mun að öllum líkindum ekki innibera móðurhlutverkið. Versta manneskja í heimi var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni Cannes um mitt sumar þessa árs þar sem myndin fékk tilnefningu til Gullpálmans og Renate Reinsve var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Ásamt því vann myndin til tvennra verðlauna á evrópsku kvikmyndahátíðinni Palic. Kvikmyndin var í síðustu viku opnunar- mynd RIFF (Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík) í Gamla bíói og eftir sýninguna svaraði leikstjórinn Joachim Trier spurningum gesta úr sal. Það kemur ekki á óvart að Versta manneskja í heimi hafi verið valin sem opnunarmynd hérlendis enda niðurstaðan fyrirtaks rómantísk gaman- mynd sem er ekki síður mynd af ungmennum nú- tímans og þeim þrautum sem sú kynslóð þarf að takast á við. Kynslóð tækifæranna Sjálfsásakanir Renate Reinsve í hlutverki Julie í Verstu manneskju í heimi. Titill myndarinnar vísar í hvernig Julie refsar sér fyrir þær röngu ákvarðanir sem hún tekur í lífinu, eins og segir í gagnrýni. Bíó Paradís Verdens verste menneske/Versta manneskja í heimi bbbbn Leikstjórn: Joachim Trier. Handrit: Joachim Trier, Eskil Vogt. Aðalleikarar: Anders Danielsen Lie, Renate Reinsve, Maria Grazia Di Meo, 2021. 121 mín. Sýnd á RIFF. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR „Rokkdrottningin“ Tina Turner hefur selt útgáfurétt laga sinna, og þar með réttinn til að nota nafn hennar og ímynd í viðskipta- samhengi, til útgáfufyrirtækisins BMG sem er hluti Bertelsmann- útgáfurisans. Samkvæmt BBC mun BMG aldrei hafa greitt jafn mikið fyrir útgáfu- rétt að verkum nokkurs listamanns en upphæðin er sögð nema um 50 milljónum dala, um 6,4 milljörðum króna. Í tilkynningu er haft eftir Turner að tónlist hennar verði í „öruggum höndum“. Hún er 81 árs gömul, hefur verið búsett í Sviss um langt árabil og glímir við vanheilsu. Á síðustu misserum hafa margir kunnir tónlistarmenn fetað þessa braut og selt réttinn að tónlist sinni til stórra útgáfufyrirtækja fyrir háar fjárhæðir, þar á meðal Neil Young og Bob Dylan. Vinsæl Tina Turner verður senn tekin inn í Frægðarhöll rokksins öðru sinni. Tina Turner seldi útgáfuréttinn Ludvig Kári Quartet heldur tónleika á Græna hattinum á Akur- eyri í kvöld, fimmtudags- kvöld. Kynnt verður ný plata kvartettsins, Rákir, með nýj- um íslenskum djassbræðingi sem innblásinn er af „þoturákum í veðrahvolfi norðursins“, eins og segir í tilkynningu. Kvartettinn hefur komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, 2019 og 2021, en hann skipa Ludvig Kári Forberg á víbra- fón, Phil Doyle á saxófóna, Róbert Þórhallsson á rafbassa og Einar Scheving á trommur. Kvartett Ludvigs Kára kemur fram Ludvig Kári Forberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.