Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 565 Þorvaldur Skúlason Fjöldi glæsilegra verka á uppboð.is til 18. október Karl Kvaran Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is PERLUR í íslenskri myndlist Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Einn þekktasti vísindamaður Íslend- inga á öldinni sem leið, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, kann að hafa átt þátt í því að Halldór Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum óskipt árið 1955. Þetta kemur fram í ævisögu Sigurðar sem Sigrún Helgadóttir skráði og Nátt- úruminjasafn Íslands hefur gefur út í tveimur bindum. Sigurður var góður kunningi Hall- dórs Laxness og í hópi aðdáenda skáldsins. Hann hafði stundað nám í Svíþjóð og átti marga góða vini og kunningja sem voru áhrifamiklir í sænsku menningarlífi, m.a. rithöf- undinn Harry Martinson sem sæti átti í sænsku akademíunni er veitti verðlaunin. Í byrjun sjötta áratugarins var farið að tala um möguleika Halldórs Laxness á að hreppa hin eftirsóttu Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Nokkrir áhrifamenn í sænsku menn- ingarlífi sem þekktu til verka Hall- dórs voru því hlynntir. Ýmsir þeirra töldu að Gunnar Gunnarsson ætti ekki síður skilið að fá verðlaunin. Meðal þeirra var Stellan Arvidson, formaður sænska rithöfundafélags- ins, og lagði hann til fyrir hönd fé- lagsins að verðlaununum yrði skipt á milli Halldórs og Gunnars. Innan akademíunnar stakk vinur Sigurðar, Harry Martinson, upp á Gunnari og norrænufræðingurinn Elias Wessén upp á Halldóri. Skipuð var þriggja manna undirnefnd innan akademí- unnar og lagði hún til að verðlaun- unum yrði skipt á milli Gunnars og Halldórs. Þegar Sigurður frétti haustið 1955 af hugmyndinni um að skipta verð- laununum á milli Halldórs og Gunn- ars skrifaði hann sínum gamla vini langt bréf og andmælti henni ein- dregið. Hélt hann mjög fram verð- leikum Halldórs. Ekki síst skipti það verulegu máli fyrir íslenska tungu og menningu að Halldór skrifaði á íslensku, hann endurnýjaði tungu- málið sem bókmenntamál öfugt við ýmsa aðra íslenska samtímahöf- unda, þar á meðal Gunnar sem skrif- aði bækur sínar á dönsku. Í bréfi Sigurðar til Harry Martinson segir m.a.: „Ég get vel sætt mig við að Halldór Kiljan fái engin Nóbels- verðlaun, hann er þar í góðum fé- lagsskap. En ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að það væri ólán að skipta verðlaununum milli hans og Gunnarssonar, það yrði vatn á myllu þeirra sem eru þeirrar skoðunar að það sé lúxus hjá okkur að nota eigið tungumál, við ættum að skrifa á tungumáli sem milljónir skilja en ekki bara nokkur þúsund bændur og sjómenn.“ Sigurður skrifaði einnig Jón Helgasyni, handritafræðingi í Kaupmannahöfn, um áhyggjur sínar og varð það til þess að Jón skrifaði tveimur mönnum í akademíunni sem hann þekkti, þar á meðal Elias Wes- sén, og fullyrti að bókmennta- áhugamenn á Íslandi vildu frekar engin verðlaun til Íslands en „að helmingurinn félli í skaut rithöfundi á íslensku sem er eins gölluð og sú úr penna GG.“ Við atkvæðagreiðslu í akademí- unni snerist Martinson til fylgis við Halldór Laxness sem eina verð- launahafann. Eftir nokkur átök inn- an akademíunnar varð það endanleg niðurstaða mikils meirihluta hennar að veita Halldóri einum Nóbels- verðlaunin í bókmenntun 1955. Í ævisögunni segir Sigrún Helga- dóttir að bréf Sigurðar og Jóns kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu akademíunnar. Þeir hafi bent á sjón- armið sem nefndarmenn hafi fram að því ekki áttað sig fyllilega á. Í rökstuðningi akademíunnar sé áréttað að Halldór Laxness hafi end- urnýjað hina miklu íslensku frásagn- arlist eins og Sigurður og Jón höfðu bent á. Átök að tjaldabaki um nóbelinn - Sigurður Þórarinsson beitti sér eindregið fyrir nóbelsverðlaunum handa Halldóri Laxness - Ævi- saga hans nýkomin út - Átti þátt í að hugmynd um að skipta verðlaununum var kveðin í kútinn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hylltur Halldór Laxness ávarpar mannfjölda á hafnarbakkanum í Reykjavík af þilfari Gullfoss við heimkomu til Ís- lands eftir að hafa tekið á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum í Stokkhólmi í desember 1955. Nóbelsverðlaunin Sigurður Þór- arinsson beitti sér á bak við tjöldin. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa gengið til form- legra viðræðna um samningu og er vinnan við verkefnið komin á fullt skrið, að því er fram kemur á sér- stökum vef sem stofnaður hefur ver- ið um verkefnið, skagfirdingar.is. Héraðsmiðillinn Feykir vakti fyrst athygli á þessu. Sérstök samstarfsnefnd um sam- eininguna hefur fengið skólastjórn- endur í Varmahlíð og sérfræðinga af fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tvo fundi nefndarinn- ar þar sem staða og framtíðarsýn í félags- og fræðsluþjónustu var rædd. Auk þess er umræða um fjár- mál sveitarfélaganna og stjórnskipu- lag komin vel á veg. „Markmið með vinnu samstarfs- nefndarinnar er að fá fram upplýs- ingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar og stuðla að auknum samskiptum og samráði við sérfræðinga sem starfa í stjórnsýslu sveitarfélaganna,“ segir m.a. á fyrr- nefndum vef en þar verða sett inn minnisblöð um stöðu og framtíðar- sýn málaflokkanna um leið og nið- urstöður samstarfsnefndarinnar hafa verið dregnar saman. Niðurstöður og samantekt á vinnu samstarfsnefndar verða nýttar til undirbúnings íbúafunda sem áætlað- ir eru í lok janúar á næsta ári. Í samstarfsnefndinni sitja 10 fulltrúar, fimm frá hvoru sveitarfé- lagi, og síðan eru tveir varamenn. Formaður nefndarinnar er Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til árið 1998 með sameiningu allra sveitarfélaga í firðinum, fyrir utan Akrahrepp, sem æ síðan hefur geng- ið undir nafninu „fríríkið“. Í Akra- hreppi búa nú um 210 manns en í Svf. Skagafirði um 4.050, þar af um 2.650 á Sauðárkróki. bjb@mbl.is Samrunaviðræður hafnar í Skagafirði - Niðurstöður til íbúa í janúar 2022 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Varmahlíð er mið- svæðis í firðinum vestanverðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.