Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 565 Þorvaldur Skúlason Fjöldi glæsilegra verka á uppboð.is til 18. október Karl Kvaran Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is PERLUR í íslenskri myndlist Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Einn þekktasti vísindamaður Íslend- inga á öldinni sem leið, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, kann að hafa átt þátt í því að Halldór Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum óskipt árið 1955. Þetta kemur fram í ævisögu Sigurðar sem Sigrún Helgadóttir skráði og Nátt- úruminjasafn Íslands hefur gefur út í tveimur bindum. Sigurður var góður kunningi Hall- dórs Laxness og í hópi aðdáenda skáldsins. Hann hafði stundað nám í Svíþjóð og átti marga góða vini og kunningja sem voru áhrifamiklir í sænsku menningarlífi, m.a. rithöf- undinn Harry Martinson sem sæti átti í sænsku akademíunni er veitti verðlaunin. Í byrjun sjötta áratugarins var farið að tala um möguleika Halldórs Laxness á að hreppa hin eftirsóttu Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Nokkrir áhrifamenn í sænsku menn- ingarlífi sem þekktu til verka Hall- dórs voru því hlynntir. Ýmsir þeirra töldu að Gunnar Gunnarsson ætti ekki síður skilið að fá verðlaunin. Meðal þeirra var Stellan Arvidson, formaður sænska rithöfundafélags- ins, og lagði hann til fyrir hönd fé- lagsins að verðlaununum yrði skipt á milli Halldórs og Gunnars. Innan akademíunnar stakk vinur Sigurðar, Harry Martinson, upp á Gunnari og norrænufræðingurinn Elias Wessén upp á Halldóri. Skipuð var þriggja manna undirnefnd innan akademí- unnar og lagði hún til að verðlaun- unum yrði skipt á milli Gunnars og Halldórs. Þegar Sigurður frétti haustið 1955 af hugmyndinni um að skipta verð- laununum á milli Halldórs og Gunn- ars skrifaði hann sínum gamla vini langt bréf og andmælti henni ein- dregið. Hélt hann mjög fram verð- leikum Halldórs. Ekki síst skipti það verulegu máli fyrir íslenska tungu og menningu að Halldór skrifaði á íslensku, hann endurnýjaði tungu- málið sem bókmenntamál öfugt við ýmsa aðra íslenska samtímahöf- unda, þar á meðal Gunnar sem skrif- aði bækur sínar á dönsku. Í bréfi Sigurðar til Harry Martinson segir m.a.: „Ég get vel sætt mig við að Halldór Kiljan fái engin Nóbels- verðlaun, hann er þar í góðum fé- lagsskap. En ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að það væri ólán að skipta verðlaununum milli hans og Gunnarssonar, það yrði vatn á myllu þeirra sem eru þeirrar skoðunar að það sé lúxus hjá okkur að nota eigið tungumál, við ættum að skrifa á tungumáli sem milljónir skilja en ekki bara nokkur þúsund bændur og sjómenn.“ Sigurður skrifaði einnig Jón Helgasyni, handritafræðingi í Kaupmannahöfn, um áhyggjur sínar og varð það til þess að Jón skrifaði tveimur mönnum í akademíunni sem hann þekkti, þar á meðal Elias Wes- sén, og fullyrti að bókmennta- áhugamenn á Íslandi vildu frekar engin verðlaun til Íslands en „að helmingurinn félli í skaut rithöfundi á íslensku sem er eins gölluð og sú úr penna GG.“ Við atkvæðagreiðslu í akademí- unni snerist Martinson til fylgis við Halldór Laxness sem eina verð- launahafann. Eftir nokkur átök inn- an akademíunnar varð það endanleg niðurstaða mikils meirihluta hennar að veita Halldóri einum Nóbels- verðlaunin í bókmenntun 1955. Í ævisögunni segir Sigrún Helga- dóttir að bréf Sigurðar og Jóns kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu akademíunnar. Þeir hafi bent á sjón- armið sem nefndarmenn hafi fram að því ekki áttað sig fyllilega á. Í rökstuðningi akademíunnar sé áréttað að Halldór Laxness hafi end- urnýjað hina miklu íslensku frásagn- arlist eins og Sigurður og Jón höfðu bent á. Átök að tjaldabaki um nóbelinn - Sigurður Þórarinsson beitti sér eindregið fyrir nóbelsverðlaunum handa Halldóri Laxness - Ævi- saga hans nýkomin út - Átti þátt í að hugmynd um að skipta verðlaununum var kveðin í kútinn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hylltur Halldór Laxness ávarpar mannfjölda á hafnarbakkanum í Reykjavík af þilfari Gullfoss við heimkomu til Ís- lands eftir að hafa tekið á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum í Stokkhólmi í desember 1955. Nóbelsverðlaunin Sigurður Þór- arinsson beitti sér á bak við tjöldin. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa gengið til form- legra viðræðna um samningu og er vinnan við verkefnið komin á fullt skrið, að því er fram kemur á sér- stökum vef sem stofnaður hefur ver- ið um verkefnið, skagfirdingar.is. Héraðsmiðillinn Feykir vakti fyrst athygli á þessu. Sérstök samstarfsnefnd um sam- eininguna hefur fengið skólastjórn- endur í Varmahlíð og sérfræðinga af fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tvo fundi nefndarinn- ar þar sem staða og framtíðarsýn í félags- og fræðsluþjónustu var rædd. Auk þess er umræða um fjár- mál sveitarfélaganna og stjórnskipu- lag komin vel á veg. „Markmið með vinnu samstarfs- nefndarinnar er að fá fram upplýs- ingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar og stuðla að auknum samskiptum og samráði við sérfræðinga sem starfa í stjórnsýslu sveitarfélaganna,“ segir m.a. á fyrr- nefndum vef en þar verða sett inn minnisblöð um stöðu og framtíðar- sýn málaflokkanna um leið og nið- urstöður samstarfsnefndarinnar hafa verið dregnar saman. Niðurstöður og samantekt á vinnu samstarfsnefndar verða nýttar til undirbúnings íbúafunda sem áætlað- ir eru í lok janúar á næsta ári. Í samstarfsnefndinni sitja 10 fulltrúar, fimm frá hvoru sveitarfé- lagi, og síðan eru tveir varamenn. Formaður nefndarinnar er Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til árið 1998 með sameiningu allra sveitarfélaga í firðinum, fyrir utan Akrahrepp, sem æ síðan hefur geng- ið undir nafninu „fríríkið“. Í Akra- hreppi búa nú um 210 manns en í Svf. Skagafirði um 4.050, þar af um 2.650 á Sauðárkróki. bjb@mbl.is Samrunaviðræður hafnar í Skagafirði - Niðurstöður til íbúa í janúar 2022 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Varmahlíð er mið- svæðis í firðinum vestanverðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.