Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
A
595 1000
n
fy
rir
vaTenerife
At
h.
st
án
28. október, aðra leið
Flugsæti til
19.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur S. Blöndal
Oddur Þórðarson
Dyr inn í talningarsal á Hótel
Borgarnesi voru ólæstar á meðan
kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi
lágu þar inni óinnsigluð eftir að
talningu lauk í kjölfar þingkosning-
anna í síðasta mánuði. Myndavélar
vöktuðu innganga salsins og vitað
er hverjir fóru inn í salinn. Sömu-
leiðis er vitað að starfsmaður hót-
elsins og dóttir eiganda þess tók
myndir af óinnsigluðum kjörgögn-
um og setti á samfélagsmiðla.
Ingi Tryggvason, formaður yf-
irkjörstjórnar Norðvesturkjör-
dæmis, hefur áður sagt í fjölmiðl-
um að salurinn hafi verið læstur.
Lögreglustjórinn á Vesturlandi
hefur lokið rannsókn sinni á málinu
og boðið yfirkjörstjórn í Norðvest-
urkjördæmi að greiða sektir vegna
ógætilegrar meðferðar kjörseðla.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að allir stjórnarmenn hafi
fengið sektargerð upp á 150 þús-
und krónur, að Inga undanskilnum
sem var boðið að greiða sekt upp á
250 þúsund krónur.
Fallist stjórnarmenn ekki á að
greiða sektina færi málið að öllum
líkindum fyrir ákærusvið og málið
gæti því endað fyrir dómstólum.
Ekki hægt að líta fram
hjá refsiverðu broti
Karl Gauti Hjaltason, fyrrver-
andi þingmaður Miðflokksins, sem
kærði framkvæmd alþingiskosn-
inga í Norðvesturkjördæmi til lög-
reglu, segir sektargerð lögreglu á
hendur yfirkjörstjórn kjördæmis-
ins marka vatnaskil í málinu. Hann
telur ekki lengur hægt að byggja á
gögnum úr kjördæminu.
„Það er ekki nokkur leið að
byggja á gögnum sem hafa verið
unnin með ólögmætum hætti. Það
er ekki hægt að líta fram hjá því
þegar um refsivert brot er að ræða
í umgengni um kjörgögn eins og
þarna er staðfest. Það er ekki
nokkur leið að ætla sér að fara að
byggja á því, það get ég ekki
ímyndað mér að nokkrum detti í
hug.“
Karl segir niðurstöðu lögreglu
benda til þess að seinni talningin sé
marklaus: „Menn geta ekki stuðst
við tölur sem komnar eru til út frá
lögbroti.“
Kveðst hann ánægður með störf
kjörbréfanefndarinnar hingað til
og sýnist hún vanda til verka.
Hann kallar samt sem áður eftir
meira gagnsæi og að nefndin op-
inberi þau gögn sem hún hafi til
rannsóknar.
Gögn frá lögreglunni hjálpleg
Í samtali við Morgunblaðið segir
Birgir Ármannsson, formaður
kjörbréfanefndar Alþingis, nefnd-
ina hafa kallað eftir viðbótarupp-
lýsingum frá lögreglunni á Norður-
landi vestra.
Hann segir fregnir dagsins ekki
hafa bein áhrif á rannsókn kjör-
bréfanefndar:
„Gögn frá lögreglunni eru mjög
hjálpleg en við erum auðvitað að
afla okkur annarra gagna líka, auk
skriflegra gagna sem varða störf
yfirkjörstjórnar, talningu og þess
háttar.“
Talningarsalurinn var ólæstur
- Yfirkjörstjórn boðið að greiða 150-250 þúsund króna sektir - Karl Gauti segir niðurstöðu lögreglu
benda til þess að seinni talningin sé marklaus - Hafi ekki bein áhrif á rannsókn kjörbréfanefndar
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Fundur Undirbúningsnefnd kjör-
bréfa fór yfir málin í Borgarnesi.
Þingvallabærinn, aðsetur þing-
vallanefndar, þjóðgarðsvarðar og
prests, og sumardvalarstaður for-
sætisráðherra, verður ónothæfur
næstu vikur og jafnvel mánuði, þar
sem umfangsmiklar viðgerðir á
þakklæðningu bæjarins standa nú
yfir. Vonir standa til að verkinu
verði lokið fyrir áramót.
Verið er að endurnýja þakklæðn-
ingu hússins enda kominn tími til,
að sögn Páls Þórhallssonar skrif-
stofustjóra skrifstofu löggjafar-
mála hjá forsætisráðuneytinu. Ný-
lega var sett klæðning utan um
húsið. „Bærinn var klæddur svona
til þess að verjast veðrinu,“ segir
Páll.
Sveinn Bragason, verkefnastjóri
fjármálasviðs forsætisráðuneyt-
isins, segir að verkið sé unnið í
góðu samstarfi við Minjastofnun
enda var bærinn friðlýstur 10. nóv-
ember 2014 af forsætisráðherra Ís-
lands, að fenginni tillögu Minja-
stofnunar Íslands.
Bærinn var byggður sem prests-
seturshús á árunum 1929-30 eftir
uppdráttum Guðjóns Samúels-
sonar, húsameistara ríkisins.
Þingvalla-
bærinn
lagfærður
Morgunblaðið/Guðni Einarsson
Icelandair Group skilaði hagnaði í
fyrsta sinn síðan árið 2019 á þriðja
fjórðungi þessa árs. Tap félagsins
nam 6,9 milljörðum á öðrum fjórð-
ungi ársins og fjórum milljörðum á
þeim fyrsta.
Félagið hefur ekki skilað hagnaði
síðan á þriðja ársfjórðungi 2019 þeg-
ar hagnaðurinn nam 7,5 milljörðum
króna en þá tapaði félagið fjórum
milljörðum í næsta ársfjórðungi.
Flugframboð Icelandair á þriðja
fjórðungi þessa árs var einungis 50%
af því sem það var á sama tíma árið
2019. Í næsta ársfjórðungi mun fram-
boðið aukast og nema um 65% af
framboði ársins 2019.
Í tilkynningu frá félaginu kemur
fram að mikill uppgangur hafi orðið í
fraktflutningum sem hafi skilað Ice-
landair Cargo hærri tekjum og að
flutningsmagnið hafi verið meira en
fyrir heimsfaraldur Covid-19. Frakt-
flutningar á milli Evrópu og Banda-
ríkjanna hafi þar leikið stórt hlutverk
og numið um 10% af heildarflutn-
ingum samanborið við 3% í fyrra.
Verði í samræmi við önnur lönd
Í tilkynningunni ítrekar forstjórinn
Bogi Nils Bogason mikilvægi þess
fyrir innlenda ferðaþjónustu að Ís-
land tryggi samkeppnishæfi sitt sem
ferðamannaland: „Lykilþáttur í því er
að íslensk stjórnvöld tryggi að þær
ferðatakmarkanir sem eru í gildi á
landamærum hér á landi séu einfald-
ar, ferlið sé skilvirkt og í samræmi við
þær reglur sem gilda í löndunum í
kringum okkur.“
Það hafi verið mikið afrek að við-
halda 86% stundvísi þrátt fyrir flókn-
ar ferðatakmarkanir: „Ástæða þessa
árangurs er fyrst og fremst sá sveigj-
anleiki sem félagið býr yfir – bæði
leiðakerfisins og ekki síður starfs-
fólks okkar sem ég vil þakka fyrir frá-
bæra frammistöðu, úthald og útsjón-
arsemi.“
Besti ársfjórðungur Ice-
landair Group síðan 2019
- Félagið kallar eftir einföldu regluverki á landamærum
Uppgjörið í tölum
» Lausafjárstaða félagsins í
lok ársfjórðungs nam 57 millj-
örðum króna og styrktist.
» Handbært fé frá rekstri nam
3,2 milljörðum króna.
» Sætanýting var 68,2%.
» Farþegar í innanlandsflugi
voru 67 þúsund talsins.