Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það hefur orðið að samkomulagi á milli kaupfélagsins og hjálparstofn- ana að halda þessu samstarfi áfram núna í aðdraganda jólanna,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri en Kaupfélag Skagfirðinga (KS) mun áfram gefa matvæli til nokkurra hjálparstofnana hér á landi. Fyrir síðustu jól og fram eftir þessu ári, einkum fyrir páskana, gaf KS matvæli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir. Um er að ræða kjöt- og mjólkurvörur, grænmeti, kartöflur og brauð. Upphaflega stóð til að gefa mat eingöngu fyrir síðustu jól, til að létta undir með fjölskyldum sem höfðu orðið fyrir barðinu á kórónuveiru- faraldrinum og tilheyrandi atvinnu- leysi. Var reiknað með mat í 40-50 þúsund máltíðir en í ljósi þess hve þörfin var mikil ákvað KS að halda aðstoðinni áfram eftir síðustu ára- mót. Stór hluti matvælanna hefur farið til Fjölskylduhjálpar Íslands en einn- ig til mæðrastyrksnefnda víða um land, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins og Rauða kross Íslands. Reiknað er með að aðstoðin fari fram með svipuðum hætti og verið hefur. Úthlutanir matvælanna frá KS hefjast hjá hjálparstofnunum í byrj- un nóvember og munu standa yfir fram að jólum. „Gerir gæfumuninn“ „Við sjáum fram á að geta aðstoðað þúsundir núna í nóvember og desem- ber. Þetta er frábært framlag frá Kaupfélagi Skagfirðinga og gerir gæfumuninn, bara fyrir síðustu jól reiknaðist okkur til að verðmæti mál- tíðanna sem við úthlutuðum hefði verið um 47 milljónir króna. Síðan héldu gjafirnar áfram til páska og ég hygg að kaupfélagið hafi gefið alls um 100 milljónir króna, bara til okk- ar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. „Við tökum niður pantanir hjá okkar skjólstæð- ingum og fáum matvörur í samræmi við það frá kaupfélaginu. Hver fjöl- skylda fær þrjár eða fjórar máltíðir.“ Ásgerður Jóna metur stöðuna þannig í dag að þörfin fyrir matar- aðstoð sé svipuð og verið hefur, það sýni úthlutanir sem fóru fram í vik- unni í Reykjavík og Reykjanesbæ. Þar hafi um 400 heimili fengið aðstoð. Þegar matvörurnar bárust frá KS fengu um 2.400 heimili máltíðir í hverjum mánuði hjá Fjölskylduhjálp- inni. Þörfin ekki minnkað Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar tekur undir með Ásgerði Jónu um að þörfin fyrir að- stoð sé svipuð nú og áður. Skjólstæð- ingar hjálparstarfsins fá inneign- arkort til að kaupa inn mat, allt árið um kring, og framlag KS hefur bæst þar ofan á. „Það er bara frábært að fá svona viðbótarstuðning,“ segir hún. Vilborg segir skjólstæðingum hafa fjölgað verulega í upphafi kórónu- veirufaraldursins og þeim hafi ekki fækkað síðan þá. „Þó að margir hafi komist aftur út á vinnumarkaðinn þá bætast bara við nýir í staðinn. Síðan hefur matarverð verið að hækka, húsaleiga og fleira, og lægstu launin ekki hækkað til jafns við það,“ bendir Vilborg á. Á síðasta starfsári hjálparstarfs- ins, sem lauk 30. júní sl., leituðu 2.363 fjölskyldur eftir efnislegri aðstoð í samtals 4.724 skipti. Þær voru frá 80 mismunandi þjóðlöndum. KS heldur matar- gjöfunum áfram - Hafa gefið nærri 200 þúsund máltíðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Mataraðstoð Komið með matvæli frá KS fyrir síðustu jól. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að það sé best fyrir alla að þetta sé frágengið og við getum farið að snúa okkur að uppbyggingunni,“ segir Líf Magneudóttir, formaður stjórnar Sorpu. Á fundi stjórnar Sorpu í síðustu viku var samþykkt að ganga til samninga við Björn Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sorpu, á grundvelli minnisblaðs sem kynnt var á fundinum. Umrædd sátt snýr að dómsmáli sem Björn höfðaði á hendur Sorpu eftir að honum var sagt upp starfi framkvæmdastjóra í febrúar á síðasta ári. Stjórn Sorpu lýsti því yfir að upp- sögn Björns ætti sér meðal annars stoð í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnar- hætti og áætlanagerð vegna gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Í skýrslunni voru gerðar alvarlegar athugasemdir við störf Björns hvað varðaði upplýsingagjöf og gerð kostnaðaráætlunar. Sem kunnugt er fór kostnaður við stöðina í Álfsnesi langt fram úr áætlun, eða sem nam 1,3 milljörðum króna. Björn taldi aft- ur á móti að stjórn Sorpu viki sér undan ábyrgð á umræddum fram- kvæmdum. Hann staðhæfði að upp- sögnin hefði verið ólögmæt og stjórnin hefði beitt „sérstaklega meiðandi“ aðferðum við starfslok hans. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á þeim tíma krafði Björn Sorpu um skaðabætur sem svöruðu til fimm ára launa, miskabóta og að réttindi vegna námsleyfis yrðu gerð upp. Alls hljóðaði krafa Björns upp á ríflega 167 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Stefna Björns var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í júní 2020 en aðalmeðferð átti að hefjast í byrjun þessa mánaðar. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins barst sáttaboð frá Sorpu tveimur dögum áður en aðal- meðferð átti að hefjast. Líf segir í samtali við Morgunblað- ið að samkomulagið kveði á um að Björn fái greidd laun í sex mánuði til viðbótar við þá sex mánuði sem samningur hans hafi kveðið á um og hann þegar fengið greidda. Auk þess verði lögfræðikostnaður upp á 1,5 milljónir króna greiddur. „Það náðist sátt í málinu. Það er erfitt að standa í löngum málaferlum með tilheyrandi kostnaði og álagi á starfsfólk. Þetta hefur verið erfitt fyrir starfsmenn Sorpu enda hafði Björn starfað lengi hjá fyrirtækinu. Það hefði getað brugðið til beggja vona ef málið hefði farið fyrir dóm og upphæðin hefði getað orðið hærri,“ segir Líf. Björn vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Sorpa semur við Björn - Sátt í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum - Fær laun í 12 mánuði og lögfræðikostnað greiddan Morgunblaðið/Eggert Jarðgerð Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr. Kostnaður fór 1,3 milljarða fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson Líf Magneudóttir Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Á sama tíma og flækjustig brota- starfsemi hefur aukist hefur lög- reglan aldrei haft jafn mikinn að- gang að rafrænum upplýsingum og nú. Þetta segir Arnar Jensson, ráð- gjafi hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE), í samtali við Morgunblaðið. Í kjölfar þessara breytinga hefur svokölluð þekkingarmiðuð löggæsla verið tekin upp víða á Vesturlönd- um. „Þessi nálgun byggist á því að vera með skipulega upplýsingaöflun og að ákvarðanir lögreglunnar er varða verkefni, skipulag, áætlanir og rannsóknir séu byggðar á grein- ingu á þessum upplýsingum,“ segir Arnar. Niðurstöður fjölda rannsókna bendi til þess að hefðbundin við- bragðslöggæsla skili ekki nægileg- um árangri í afbrotavörnum og að lögreglan þurfi að tileinka sér nálg- un sem er meira fyrirbyggjandi. Þar komi þekkingarmiðuð löggæsla sterk inn, að sögn Arnars. „Með þessari nálgun getur lög- reglan valið sér verkefni og for- gangsraðað þeim eftir ógn og skað- semi, allt byggt á upplýsingasöfnun og greiningu á þeim upplýsing- um,“ segir hann. „Annað sem þessi nálgun leggur mikla áherslu á eru fjármálahliðar afbrota en lang- sterkasta leiðin til þess að leysa upp skipulagða brotastarfsemi er að ná ávinningnum og gera hann upptæk- an með samvinnu mismunandi stofnana.“ Gæta þurfi þó vel að því að öllum mannréttinda- og persónuverndar- ákvæðum sé fylgt í upplýsingasöfn- un lögreglunnar, að sögn Arnars. „Þær línur þurfa að vera mjög skýrar og það þarf að setja formlegt skipulag um þetta allt saman.“ Arnar vinnur nú að tillögum um hvernig útfæra megi þessa nálgun á Íslandi sem hann mun leggja fyrir ríkislögreglustjóra í næsta mánuði. „Hann og mögulega lögregluráð munu svo ákveða næstu skref.“ Þekkingar- miðuð löggæsla - Fyrirbyggjandi nálgun í löggæslu Arnar Jensson ÁRAMÓTASVEIFLA Á ALICANTE ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS 29. DESEMBER - 05. JANÚAR | 8 DAGAR INNIFALIÐÓTAKMARKAÐ GOLFAFNOT AF GOLFBÍL,MORGUNVERÐUR, ÁRAMÓTA GALA DINNER, VALIN GISTING, ÍSLENSKUR FARARSTJÓRI, INNRITAÐURFARANGUR, HANDFARANGUR OGFLUTNINGUR Á GOLFSETTI ALICANTE GOLF RESORT Stutt er í verslun, á ströndina og einungis nokkur skref á golfvöllinn. Alicante Golf einstaklega skemmtilegur og fjölbreyttur golfvöllur. MELIA ALICANTE Eitt vinsælasta hótelið á Alicante. Hótelið er staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu. Hótelið er staðsett við golfvöllinn Alicante Golf. EL PLANTIO GOLF RESORT Einn vinsælasti golfstaður ÚÚ. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf og njóta menningarinnar í Alicante. ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 299.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði MELIA ALICANTE VERÐ FRÁ 299.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Morgunverður innifalinn í verði EL PLANTIO VERÐ FRÁ 274.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði ÖRFÁ SÆTI LAUS Í ÞESSA VINSÆLU FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.