Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 26

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga 12-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is Í tölsk hönnun og vel l íðan Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Fyrir kirkjuþingi, sem hefst um helgina, liggur tillaga um að ráðn- ingabann presta verði framlengt og að ráðist verði í hagræðingu á mannahaldi þjóðkirkjunnar m.a. með fækkun presta á tilteknum stöðum og sameiningu prestkalla. „Megintilgangur þessarar tillögu er að ná rekstrarhalla kirkjunnar niður og er hún einn liður af mörgum í þeirri viðleitni að lækka útgjöld kirkjunnar. Launakostnaður er mjög hátt hlutfall af rekstrinum eða um 80%,“ segir Guðmundur Þór Guð- mundsson skrifstofustjóri Bisk- upsstofu, í samtali við Morgunblaðið. Fresta nýráðningum presta Mikill hallarekstur var hjá þjóð- kirkjunni árið 2020 og fyrirsjáanlegt að svo verði áfram, verði ekkert að gert, að því er greint er frá í grein- argerð kirkjuþingsins um fjárhags- stöðu kirkjunnar. Til að bregðast við hallarekstr- inum var tímabundið ráðningarbann presta samþykkt á aukakirkjuþingi 21. júní sl. Átti það að vera í gildi til 1. nóvember en lagt verður til að það verði framlengt til 1. janúar 2022, að sögn Guðmundar. „Með þessu er aðallega verið að gefa ákveðið svigrúm til hagræðinga innan rekstursins þar sem kostur er, þ.e.a.s. að fresta nýráðningum um nokkra mánuði.“ Samkvæmt greinargerð um fjár- hagsstöðu kirkjunnar er henni unnt að halda úti u.þ.b. 135 stöðugildum en í dag séu þau u.þ.b. 145 talsins. Því er fyrirséð að fækka þurfi prest- um á landsbyggðinni um 10,5 en á sama tíma fjölga þeim um 3,5 á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanesinu vegna uppbyggingar nýrra íbúðar- hverfa þar. Guðmundur segir málið hins vegar ekki alveg svo einfalt. „Ég held að þetta sé ekki alveg heiðarleg framsetning á þessu því það hefur líka verið talað um að fækka á Suðvesturhorninu í ein- hverjum tilvikum þótt sú fækkun sé ekki mikil. Þetta er ekki alveg svona svart á hvítu.“ Reynt verði að komast hjá því að prestum verði sagt upp störfum vegna ofangreindra breytinga, segir Guðmundur inntur eftir því. „Það verður reynt að gera þetta eins mannúðlega og hægt er, t.d. með því að grípa frekar inn í þegar menn hætta og fara á eftirlaun.“ Sameina fjölda prestakalla Samkvæmt minnisblaði um hag- ræðingu þjóðkirkjunnar eru lagðar til breytingar á prestakallaskipan. Þar er m.a. lagt til að í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra muni Hall- gríms- og Háteigsprestaköll samein- ast í eitt prestakall og sömuleiðis Dómkirkju- og Nesprestakall. Stöðugildi í prófastsdæminu haldist þó óbreytt frá því sem nú er, eða alls 17. Þar segir einnig að í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra muni Selja- prestakall væntanlega sameinast Breiðholtsprestakalli innan tíðar. Í því prófastsdæmi er lagt til að fjölga stöðugildum um 1,5 og þau verði 24. Þá er einnig lagt til að í Kjal- arnesprófastsdæmi sameinist Mos- fells- og Reynivallaprestaköll í eitt prestakall og að stöðugildum í pró- fastsdæminu verði fjölgað um tvö. Lagt er til að sameina fjölda prestakalla í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi og að stöðugild- um verði fækkað um tvö. Einnig er lagt til að í Suðurprófastsdæmi sam- einist Hveragerðis- og Þorlákshafn- arprestaköll og að stöðugildum fækki um eitt. Vegir þingsins órannsakanlegir Spurður segir Guðmundur óljóst hvort kirkjuþingið komi til með að samþykkja tillöguna. „Það er stundum sagt að vegir guðs séu órannsakanlegir en ég held að vegir kirkjuþingsins séu stundum órannsakanlegri. Ég held þó að menn væru ekki að leggja þessa til- lögu fram ef þeir teldu ólíklegt að hún yrði samþykkt.“ Morgunblaðið/Ómar Prestar Fækka þarf stöðugildum presta vegna hallareksturs kirkjunnar. Brugðist við hallarekstri kirkjunnar - Leggja til sameiningu prestkalla og framlengingu á ráðningarbanni 21. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.71 Sterlingspund 178.0 Kanadadalur 104.25 Dönsk króna 20.16 Norsk króna 15.408 Sænsk króna 14.956 Svissn. franki 139.98 Japanskt jen 1.1267 SDR 182.18 Evra 150.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.5344 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góðir möguleikar eru taldir á Norð- urlöndum til vinnslu á málmum og öðrum jarðefnum til notkunar í tækni í lágkolefnishagkerfum framtíðar- innar í Evrópu. Í nýrri skýrslu er augunum ekki síst beint að norðan- verðri Skandinavíu og Grænlandi, auk hefðbundinna málmvinnslu- svæða á Norðurlöndum. Á Íslandi eru meðal annars nefnd svæði í Lóni þar sem sé að finna títan og kopar. Lykilhráefni í Evrópu Spurn eftir ýmsum hráefnum, sem notuð eru við framleiðslu á tæknibún- aði sem tengist grænum orkuskipt- um, svo sem sólarsellum og rafhlöðum fyrir rafknúna bíla og farsíma, hefur farið ört vaxandi á undanförnum ár- um og mun halda áfram að vaxa. Evr- ópusambandið hefur flokkað nokkur þessara hráefna sem „lykilhráefni“ vegna þess hve þau eru þýðingarmikil í evrópskum iðnaði og hagkerfum og vegna þess að hætta er á að ekki verði nægjanlegt framboð af þeim. Stærstur hluti þessara málma og annarra jarðefna er nú unninn utan Evrópu, en ný skýrsla, sem gerð var á vegum Norrænu nýsköpunarmið- stöðvarinnar, sýnir að Norðurlöndin eru rík að þessum hráefnum. Rannsóknir og samhæfing Á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar hafa á þessu ári verið í gangi átta áætlanir sem Norræna nýsköp- unarmiðstöðin hefur umsjón með. Ein þeirra fjallar um mögulegt fram- boð á Norðurlöndum á þýðingarmikl- um eða „krítískum“ málmum og öðr- um jarðefnum, samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins, til notkunar við græn orkuskipti í Evrópu. Möguleikarnir eru sagðir miklir með sjálfbærari málmnámu- vinnslu og geti Norðurlöndin unnið stóran hluta af þeim málmum og öðr- um jarðefnum sem Evrópa þarfnist. Áfangaskýrsla um þessi efni var lögð fram í síðasta mánuði og á Bryn- dís G. Róbertsdóttir, land- og jarð- fræðingur á Orkustofnun, sæti í ráð- gjafarráði þeirrar áætlunar (Sustainable Minerals). Hún segir að um fjögurra ára áætlun sé að ræða og á næstu þremur árum verði unnið að margvíslegum rannsóknum og samhæfingu, en samstarf Norður- landaþjóðanna á þessu sviði hafi auk- ist á síðustu árum. Heildarfjárveit- ing til áætlunarinnar nemur um 500 milljónum króna. Málmleit ekki langt komin hér Bryndís segir að á Norðurlöndum séu góðir möguleikar á að mæta þörf Evrópu, sem sé háð málmum annars staðar frá. Mikil rannsóknavinna sé eftir í þessum efnum, ekki síst á Grænlandi þar sem miklir mögu- leikar séu taldir á málmnámu- vinnslu. Efni sem koma við sögu í skýrslunni eru m.a. sjaldgæfir jarð- málmar (REE), kóbalt, hafníum, lití- um, níobíum, títan og vanadíum. Hún segir að hérlendis sé málm- leit ekki langt komin. Ýmsar verk- efnahugmyndir hafi verið settar fram á þessum norræna vettvangi og vonandi fái íslenskir vísindamenn tækifæri til að bæta við þekkinguna. Í byrjun næsta mánaðar verði hald- inn fundur um skýrsluna og verk- áætlun næstu þriggja ára. Spurð um möguleika á nýtingu tít- ans og kopars í Lóni segir hún að byggt sé á gömlum upplýsingum. Þær séu ekki nákvæmar og þar eins og víða annars staðar þurfi að afla meiri gagna. Gallíum og basalt-trefjar Hún nefnir að við vinnu að verk- efninu hafi komið fram að gallíum fellur til við vinnslu súráls í álverk- smiðjum og gagna hafi m.a. verið afl- að frá álverum hér á landi. Hugsan- lega sé hægt að nýta málminn. Einnig má nefna að íslenskir vís- indamenn vinna að stóru verkefni við rannsóknir á basalti og vinnslu bas- alt-trefja. Hugmyndin er að nota raf- magn við framleiðsluna, en erlendis er notast við gas. Málmar úr norðri gætu nýst í Evrópu - Víða möguleikar, ekki síst á Grænlandi - Títan og kopar í Lóni Morgunblaðið/RAX Í Lóni Vinsælt er að ganga um Lónsöræfi þar sem náttúrufegurð er mikil. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.