Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 38

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 38
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is U ppkosning er orð sem er svo fáheyrt að það rataði ekki inn í orðabók Menn- ingarsjóðs. En eftir hina dæmalausu atburðarás í kjölfar taln- ingarinnar í Borgarnesi er sá mögu- leiki fyrir hendi að endurtaka þurfi at- kvæðagreiðsluna í Norðvestur- kjördæmi. Það kallast uppkosning á lagamáli. Undirbúningsnefnd alþingis- manna fyrir rannsókn kjörbréfa er sem kunnugt er að störfum. Hún tek- ur við kærum og aflar gagna en síðan er það Alþingis sjálfs að úrskurða um lögmæti útgefinna kjörbréfa. Í fróðlegi minnisblaði, sem dóms- málaráðuneytið hefur tekið saman að beiðni Alþingis, er m.a. farið yfir sögu- lega þróun lagaákvæða um uppkosn- ingar. Eftir því sem ráðuneytið kemst næst var fyrst mælt fyrir um upp- kosningar í heiti 11. kafla (Uppkosn- ingar, aukakosningar og kosningar eftir þingrof) og í 54. gr. laga um kosn- ingar til Alþingis, nr. 18/1903, sem hljóðaði svo: Landshöfðingi fyrirskipar „Nú verður uppkosning nauðsyn- leg, eða þingmannssæti autt áður en kjörtímabil er á enda, og skal þá landshöfðingi fyrirskipa nýjar kosn- ingar svo fljótt, sem því verður við komið, eða þurfa þykir, og ákveða kjördag, og getur hann þá, ef þörf þykir, stytt fresti þá, sem ákveðnir eru í lögum þessum, og skal hann aug- lýsa fyrirskipun sína í B-deild stjórn- artíðindanna, og jafnframt tilkynna yfírkjörstjórninni, svo að hún geti í tæka tíð sent undirkjörstjórnum þau gögn, er lög þessi ákveða. Að öðru leyti fer um kosninguna eins og lög þessi mæla fyrir. Aukakosning gildir fyrir svo langan tíma, sem sá átti ept- ir, er hinn nýkosni kemur í staðinn fyrir.“ Í skýringum við framangreinda 54. gr. laga nr. 18/1903 sagði það eitt að þótt hefði „rjettast að nefna upp- kosningu berum orðum bæði í 54. gr. og í fyrirsögninni fyrir 11. kafla frum- varpsins meðal þeirra atvika sem ákvæði hennar [ættu] við“. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd upp- kosninga var hvorki að fínna í frum- varpi til laganna né öðrum lögskýring- argögnum. Akvæði 54. gr. laga nr. 18/1903 var síðar tekið óbreytt upp í 53. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 28/1915, að því frátöldu að stjórn- arráðið kom í stað landshöfðingja. Akvæðið var enn tekið upp í 135. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 18/1934, og hafði þá færst nær núgild- andi mynd þess. Einnig getur ráðuneytið þess að gerð var breyting á orðalagi þess ákvæðis sem fjallaði um ógildingu kosningar heils lista, sbr. 143. gr. laga nr. 18/1934 og laga nr. 80/1942. Í 137. gr. laga nr. 52/1959 sagði þannig: „Nú hefur Alþingi úrskurðað kosningu heils lista í kjördæmi ógilda, og skal þá uppkosning fara þar fram.“ Hér hefur orðið „uppkosning“ komið í stað „kosningin endurtekin“. Um ástæður þess sagði það eitt í skýringum við ákvæðið að aðeins væru „gerðar þær breytingar, sem [leiddu] af því, að óhlutbundnar kosn- ingar [féllu] niður“. Líta megi svo á að þetta bendi til þess að hugtökin „end- urteknar kosningar“ og „uppkosn- ingar“ hafi hér verið lögð að jöfnu, segir í minnisblaði dómsmála- ráðuneytisins. Ákvæðið stendur enn í þessari mynd í gildandi lögum um kosningar til Alþingis, sbr. 121. gr. laga nr. 24/2000. Fjöldi þingmanna á Alþingi hef- ur aukist umtalsvert síðan það var endurreist árið 1843. Þá voru þeir 20 en eru 63 talsins í dag. Kjördæma- skipan hefur breyst í gegnum árin og einmennings- og tvímennings- kjördæmi heyra sögunni til. Í dag eru kjördæmin sex talsins. Fyrst mælt fyrir um uppkosningar 1903 Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Bera saman bækur Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fór til Borgarness í fyrradag til að kynna sér aðstæður í tengslum við talninguna. 38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Átök Póllands við Evrópu- sambandið eru ekki með öllu óvenjuleg því þekkt dæmi eru til um slík, til að mynda á milli ESB og Ítalíu. Sú togstreita hefur í tvígang leitt til þess að Evrópu- sambandið hefur sent fyrrum háttsetta stjórnendur af æðstu þrepum sínum til þess að fara með forsætisráðherraembættið í Róm um hríð. Ítalskir stjórn- málaflokkar hafa til þessa látið slíkt yfir sig ganga, þótt ýmsir þar syðra litu á slíka ráðstöfun sem niðurlægjandi fyrir ríki sem lítur á sig sem „eitt af hin- um stóru,“ og sem virðulegan stofnaðila að auki. Stefán Gunnar Sveinsson blaðamaður fjallaði í gær um hina viðkvæmu stöðu gagnvart Póllandi. Þar kom fram að Ma- teusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, sakaði ESB í ræðu sinni á Evrópuþinginu um „fjárkúgun“ á hendur Pólverj- um. Mikið lengra verður vart gengið og er táknrænt fyrir að staðan nálgast nú ystu brún. Yfirlýsing Morawiecki var beitt svar við ávarpi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmda- stjórnar sambandsins, sem tal- að hafði harkalega til Pólverja og sakaði þá um „grafa undan lögmæti“ stofnsáttmála ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt umbætur ríkisstjórnar Póllands á dómskerfi landsins vega að sjálfstæði dómstóla þar, en breytingarnar eru m.a. til þess fallnar að undirstrika að pólskir dómstólar skuli ekki lúta vilja og valdi Evrópudóm- stólsins í hvívetna, en hann ger- ist sífellt ágengari gagnvart dómstólum ríkjanna. Sú þróun ýtti mjög undir það að breska þjóðin taldi sér ekki stætt lengur á veru í ESB. Í þessum átökum hefur það verið rætt hvort Pólland sé nú þegar á barmi þess að yfirgefa sambandið vegna þessara deilna. Morawiecki forsætis- ráðherra fullyrðir þó að út- ganga Póllands sé ekki á dag- skrá ríkisstjórnar sinnar. Von der Leyen þótti tala nið- ur til Póllands í ræðu á þinginu þegar hún sagði að fram- kvæmdastjórnin kynni að grípa til aðgerða til þess að tryggja að Pólverjar stæðu við skuld- bindingar sínar gagnvart ESB. Í því sambandi vakti athygli að von der Leyen sagði að ákvörð- un Stjórnlagadómstóls Pól- lands fyrr í mánuðinum, þar sem lýst var yfir að pólsk lög gengju framar Evrópurétti, væri tilraun til þess að „beita exi á sáttmála Evrópu með því að grafa undan lögmæti þeirra“. Bætti hún því við að sú atlaga stefndi lýðræðinu í Evrópu í hættu. „Við megum ekki láta það gerast. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Þeir sem hlustuðu á þessi orð von der Leyen töldu að þessar árétt- ingar hennar beindust ekki síð- ur að Stjórnlagadómstól Þýskalands sem talað hefur af sífellt meiri þunga um að komið væri að ystu mörkum gagnvart honum. Engum dettur í hug að embættismönnum ESB muni leyfast að tala niður til Þýska- lands með þeim hætti sem þeir gera hiklaust þegar Pólland á í hlut. Æðsti kommissari ESB fór svo í framhaldi ræðu sinnar yfir þá kosti sem framkvæmda- stjórn hennar hefði til að bregðast við ákvörðunum Pól- lands, en hún áréttaði að beitt yrði öllum þeim ráðum sem til væru. Morawiecki forsætisráð- herra brást reiður við lítt duld- um hótunum forseta fram- kvæmdastjórnarinnar og sagði, að hann gæti ekki leyft stjórn- málamönnum ESB að komast upp með að beita Pólland fjár- kúgun. Sagði hann þessa deilu um úrskurði Stjórnlagadómstóls Póllands stafa af grundvall- armisskilningi. Dómurinn þýddi að Evrópuréttur ætti ein- ungis við í sérstökum tilfellum, og að stjórnarskrá Póllands væru æðstu lög landsins að öllu öðru leyti. Deilan og ásak- anirnar virtust því að hluta til vera yfirskin fyrir fram- kvæmdastjórnina til að knýja Pólverja til að hlýða sér, sagði forsætisráðherrann. Það er einnig athyglisvert að þessi átök í þingsalnum voru aðeins degi eftir að Morawiecki sendi leiðtogum aðildarríkj- anna bréf, þar sem hann varaði við því að ESB gæti annaðhvort liðast í sundur eða endað sem ólýðræðislegt „ofurríki“ sem sýndi aðildarríkjunum einræð- islega tilburði, ef það hefði áfram í hótunum við Pólland með því að neita þeim um fjár- hagslegan stuðning í samræmi við það sem aðrir í sömu að- stæðum myndu fá. Enn er verið að meta umsókn Póllands til sjóðsins, og hefur framkvæmdastjórnin látið skína í að samþykki á henni sé háð ýmsum skilyrðum um „um- bætur“. Verði umsókninni hafnað gætu Pólverjar svarað fyrir sig með því að beita neitunarvaldi sínu varðandi fjölmörg mál, svo sem um flóttafólk og loftslags- mál. Pólland nýtur stuðnings Ungverja, sem einnig hafa setið undir samfelldum skömmum framkvæmdastjórnarinnar síð- ustu misserin. Það er ekki víst að það sé skynsamlegt af ESB til lengdar að ganga svo hart fram gegn Póllandi} Þrengt að Póllandi Í samræmi við heilbrigðisstefnu hefur á síðustu árum verið unnið að því að inn- leiða þjónustutengda fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Slík fjármögnun hefur tíðkast um árabil í nágranna- löndum okkar og byggist á svokölluðu DRG- flokkunarkerfi sjúkdóma (e. Diagnose Related Groups). Markmiðið er að fjármögnun heil- brigðisþjónustu sé sanngjörn og raunhæf, að hún samræmist þjónustunni sem veitt er hverju sinni og skýrum markmiðum fjárveit- ingarvaldsins um magn hennar og gæði. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey var á árinu 2020 fengið til ráðgjafar um innleiðingu þessa kerfis að íslenskum aðstæðum og fyrirtækið skilaði skýrslu um það sama ár. Ákveðið var í kjölfarið að byrja innleiðinguna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Stefnt er að því að klínísk starfsemi á báðum þessum sjúkrahúsum verði fjár- mögnuð með DRG-greiningarkerfinu frá og með 1. janúar 2022. Í framhaldinu er ráðgert að önnur sjúkrahúsþjón- usta í landinu, og sambærileg þjónusta í einkarekstri, verði fjármögnuð með sama kerfi. Sjúkratryggingar Íslands, sem samkvæmt heilbrigð- isstefnu ber að semja um veitingu heilbrigðisþjónustu fyr- ir hönd ríkisins, og Landspítali undirrituðu hinn 23. sept- ember 2021 samning um fjármögnun klínískrar starfsemi Landspítala fyrir árið 2022. Verkefni spítalans sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu, vísinda og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Nú er unnið að sambærilegum samningi um klíníska þjón- ustu Sjúkrahússins á Akureyri. Kosturinn við þessa nýju fjármögnun sjúkrahúsa er að hún felur í sér hvata, þar sem hún tengist því þjónustumagni sem veitt er. Kerfið auðveldar ríkinu sem greiðanda að sjá hvaða þjónustu er verið að veita og forgangs- raða fjármagni til þjónustu þar sem þörfin er mest. Þá auðveldar kerfið tengingu á milli magns þeirrar þjónustu sem veitt er og þeirra gæða sem krafist er, þar sem ákveðinn hluti greiðslna er tengdur gæðavísum. Nýtt fjármögnunarkerfi (ACG-kerfið) var tekið í notkun fyrir Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins árið 2018. Kerfið tengir greiðslur til heilsugæslustöðva við stærð, aldursdreifingu og fé- lagslega þyngd upptökusvæðisins ásamt því að gera kröf- ur um viss gæðaviðmið til þess að öðlast fullar greiðslur. Þetta kerfi hefur reynst vel og var innleitt fyrir heilsu- gæsluna um allt land frá og með 1. janúar 2021. Samningar um þjónustutengda fjármögnun marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og eru stórt skref í átt að enn betra heilbrigðiskerfi, til handa okkur öllum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Samningar um þjónustu- tengda fjármögnun Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Borgnesingar eru ekki óvan- ir uppkosningum því efnt var til slíkrar kosningar í kjölfar sveitarstjórnarkosn- inga í Borgarbyggð 25. maí 2002. Kasta varð hlutkesti um hvort fjórði maður af B-lista eða annar maður af L-lista næði kjöri í Borgarbyggð. Framsóknarmenn völdu land- vættirnar en Borgarbyggðar- listinn, listi óháðra kjós- enda, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarnnar – græns framboðs, valdi karf- ann og kom hann upp. Framsóknarmenn kærðu niðurstöðu talningarinnar þar sem nokkur utankjörstaðaratkvæði voru dæmd ógild. Félagsmála- ráðuneytið ógilti kosning- arnar og Hæstiréttur stað- festi þann úrskurð. Uppkosning fór fram 7. des- ember sama ár. Þá fékk Framsóknarflokkurinn flest atvæði, bætti við sig manni og fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórn. Uppkosning í Borgarbyggð EFTIRMÁL URÐU 2002

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.