Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 39

Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 39
Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Íslendingar urðu heimsmeist- arar í bridge. Þetta var mikið afrek og vakti alþjóðlega athygli. Fram að því að Ísland vann titilinn höfðu Bandaríkin og Ítalía nánast verið áskrifendur að heimsmeistaratitl- inum. Bridge er fyrsta hópíþróttin þar sem Ísland hefur orðið heims- meistari. Mikil umfjöllun var um heimsmeistaramótið í Yokohama í Japan 1991, taldist mér til að frétt- ir af því hefðu ratað átta sinnum á forsíðu DV, aðrir fjölmiðlar gerðu þessu líka góð skil. RÚV með Bjarna Fel í fararbroddi var með beina lýsingu snemma morguns og var aðdáunarvert hvernig Bjarna tókst að gera þetta spennandi, einkum síðustu þrjá dagana á með- an úrslitaleikurinn við Pólland stóð yfir. Morgunblaðið sendi blaða- mann til Yokohama og birti ítarlegar fréttir á hverjum degi í 14 daga af fram- gangi Íslands við græna borðið. Þegar heimsmeist- ararnir komu heim fengu þeir höfðing- legar móttökur, for- sætisráðherra og ut- anríkisráðherra tóku á móti þeim í Leifs- stöð og útvarpað var frá móttökunni, þar varð Bermúdaskálin ódauðleg svo mjög að hún rataði í áramótaskaup og nú síðast í hið geysivinsæla leikhúsverk „9 líf Bubba“ sem nú er sýnt í Borg- arleikhúsinu. En hvernig má það vera að tæplega 300.000 manna þjóð þá hafi náð að vinna hina eft- irsóttu Bermúdaskál? Svarið liggur sennilega í undirbúningnum og það var hugað vel að öllum smáatrið- unum. Við vorum jú með hörkuspil- ara sem höfðu öðlast góða reynslu á alþjóðlegum vettvangi, þetta voru þeir Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arn- arson, Þorlákur Jónsson, Aðal- steinn Jörgensen og Jón Bald- ursson, fyrirliði var Björn Eysteinsson og á honum hvíldi allur undirbúningurinn með góðri hjálp Helga heit- ins Jóhannssonar. Helgi var þá forseti Bridgesambandsins og fylgdi liðinu til Japans. Þetta var og er enn hörkulið, og það var ekki bara hugað að spilagetunni. Líkam- legt úthald skiptir miklu máli í svona löngu móti og Björn fékk menn til að mæta í nokkra mánuði í íþrótta- salinn til æfinga, skokka úti í nátt- úrunni og það var gengið á fjöll. Jafnvel morguninn sem þeir fóru til Japans var mætt um miðja nótt í íþróttahús Garðabæjar til að að- laga menn hinum mikla tímamun, 11 tímum. Einnig voru spilaðar langar spilalotur, allt að 100 spil, til að láta reyna á úthaldið. Í Japan var Zia Mahmood, hinn heimsfrægi bridgespilari og Íslandsvinur frá Pakistan, til halds og trausts. Gaf hann góð ráð og sagði meðal ann- ars: „Það mun enginn muna hverjir voru númer tvö, þið verðið að vinna.“ Mönnum hljóp kapp í kinn og þetta gekk eftir. Fyrsta sæti og Bermúdskálin í höfn. Zia mætir á Bridgehátíð í lok janúar í Hörpu. Um aldamótin 2000 gengu nokkrir Íslendingar á fund hins fræga fjárfestis og næstríkasta manns heims, mikils bridgespilara, Warrens Buffetts, og kynntu hon- um fjárfestingaráform, ekki leist honum á þau. En sagði í lok sam- tals: „Ég veit lítið um Ísland, eitt veit ég þó, þið eruð góðir í bridge, þið urðuð heimsmeistarar í Yoko- hama 1991.“ Hróðurinn hefur bor- ist víða. Íslendingar heims- meistarar í bridge Eftir Jafet Ólafsson Jafet S. Ólafsson » „Það mun enginn muna hverjir voru númer tvö, þið verðið að vinna.“ Mönnum hljóp kapp í kinn og þetta gekk eftir. Fyrsta sæti og Bermúdaskálin í höfn. Höfundur er forseti Bridgesambands Íslands. veigur@simnet.is Íslensku heimsmeistararnir í bridge hampa Bermúdaskálinni í Yokohama. 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Spilað Mannlífið í miðbænum færist í aukana, enda styttist í aðventuna. Hljómsveitin Mandólín lék fyrir gesti bókabúðar Máls og menningar eitt kvöldið í vikunni. Eggert Það er húsnæðis- skortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og end- urspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á hús- næðismarkað er upp- sprengdur. Á borgarstjórnarfundi síðastlið- inn þriðjudag felldi meirihluti borg- arstjórnar tillögur okkar sjálfstæð- ismanna um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Gerði tillagan ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð til uppbygg- ingar 3.000 íbúða að Keldum, í Úlf- arsárdal og á BSÍ-reit. Tillagan var ekki flutt að tilefnislausu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur áætlað 30.000 íbúða þörf á landsvísu næsta áratuginn. Fjölg- unin verði meiri á fyrri hluta ára- tugarins, og því þurfi uppbyggingu 3.500 íbúða árlega næstu árin. Þörfin verði mest á höfuðborg- arsvæðinu en þar sé jafnframt mörg þúsund íbúða uppsöfnuð þörf. Hver ber ábyrgð á þunganum? Borgarstjóri gefur lítið fyrir þörfina og segir óhugsandi að efla byggð í Úlfarsárdal eða að Keldum. Uppbyggingin myndi auka svo mjög á umferð, að Miklabraut hefði ekki undan. Umferðarþunginn er raunverulegt vandamál – en hver ber ábyrgð á þunganum? Samfylking hefur haldið um stjórnartauma borgarinnar frá árinu 1994, með örstuttum und- antekningum. Frá árinu 1994 eru nú liðin 27 ár – það ætti að vera drjúgur tími til að finna margvís- legar lausnir við þunganum. Hvers vegna hefur skipulagshalli borgarinnar ekki verið leiðréttur? Hvers vegna hafa ekki verið stigin sannfærandi skref til að koma stórum vinnustöðum austar í borg- ina? Hvers vegna var Tækniskól- anum ekki tryggð fýsileg lóð í aust- urborginni? Hvers vegna hefur stór- fyrirtækjum og stofn- unum sem nú flytja til annarra sveitarfélaga, ekki verið fundinn staður austarlega í borginni? Hvers vegna hefur ekki náðst árangur í viðræðum við stærstu vinnustaði borgarinnar um breytilegt upphaf vinnudagsins? Hvers vegna hafa ekki verið kynntir grænir hvatar fyrir fyrirtæki sem bjóða fjarvinnu og létta um leið á umferð? Lausnirnar og tækifærin eru fjölmörg – en þau hafa verið van- nýtt. Ákall á raunveru- legar aðgerðir Borgarstjóri segir umræðu um húsnæðismál vera pólitískt útspil. Það er sérkennilegt viðhorf þegar húsnæðismál eru grundvallarmál í lífi borgarbúa. Við verðum að mæta húsnæðis- þörfinni – bæði þeirri uppsöfnuðu og þörfinni til framtíðar. Við verð- um að skipuleggja ný svæði – sam- hliða þéttingu byggðar á svæðum sem hafa til þess svigrúm. Við verðum að fjölga atvinnutækifær- um austarlega – samhliða sam- göngubótum og breyttum ferða- venjum. Við þurfum ekki fleiri viljayfirlýsingar og borða- klippingar. Við þurfum raunveru- legar aðgerðir. Eftir Hildi Björnsdóttur »Borgarstjóri segir umræðu um hús- næðismál vera pólitískt útspil. Það er sérkenni- legt viðhorf þegar hús- næðismál eru grundvall- armál í lífi borgarbúa. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is Húsnæðisskortur í borginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.